Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 9. mars 1944 Bandaríkjamenn stytfa úfvarpsiíma sinn í Ríkisufvarpinu UPPLÝSINGASKRIFSTOFA Bandaríkjanna, sem eins og kunnugt er hefir haldið uppi útvarpi gegnum íslensku út- varpsstöðina hjer, hefir ákveð- ið að leggja niður nokkuð af útvarpstíma þeim. sem hún hefir haft. Eftirmiðdagsútvarp Banda- ríkjamanna verður lagt niður með öllu, nema á sunnudög- um. Ennfremur verður hætt að útvarpa frjettum á ensku í tíma Bandaríkjamanna. Þeir munu framvegis útvarpa hljóm list I kvöldtíma, sem þeir hafa haft, en það er flesta daga kl. 22—24. Eins og skýrt er frá á öðrum stað hjer í blaðinu, er McKeev- .er, sem stjórnað hefir útvarps- sendingunum, á förum af landi burt. — Sfjórnarskráin Framh. af 1. síðu. Atkvæðagreiðslan. Miklar umræður urðu um málið í deildinni og voru skoð- anir manna ærið skiftar. — En úrslitin urðu þau, að allar breytingartillögurnar voru feldar. Fyrst kom til atkv. brtt. Jak. Möllers. Hún var feld að við- höfðu nafnakalli með 20:10 at- kvæðum (tveir greiddu ekki atkv, og þrír voru fjarverandi) Næst kom til atkvæða brtt. Jóns Pálmasonar og Jóh. Jós. Hún var feld með 24:4 atkv. Loks kom til atkvæða brtt. forsætisráðherra. Og hún var einnig feld með 18:14 atkv. — (Þrír þm. fjarverandi). Var viðhaft nafnakall. Með tillögunni voru: Ásg. Ásg., Bjarni Ásgeirsson, Emil Jónsson, . Finnur Jónsson, Helgi Jónasson, Jakob Möller, Jóh. Jósefsson, Jón Sigurðsson, Páll Zoph., Pjetur Ottesen, Sig. Bjarnason, Sig. Þórðarson, Stef. Jóh. Stefánsson, Jör. Brynj- ólfsson. En á móti voru: Áki Jakobs- son, Einar Olg., Eysteinn Jóns- son, Garðar Þ., Gísli Sv., Gunn- ar Thor., Ingólfur Jónsson, Jón Pálmason, Lúðvík Jósefs., Ólafur Thors., Páll Þorsteinss., Sigfús Sigurhj., Sig. Guðnason, Sig, Kristjánsson, Sig. Thor- ■oddsen, Skúli Guðm., Sveinbj. Högnas., Þóroddur Guðm. Fjarverandi voru: Barði Guðmundsson, Sig. E. Hlíðar og Gísli Guðmundsson! hinn síð- astnefndi er veikur. Var nú stjórnarskráin í heild borin undir atkvæði og við- haft nafnakall. — .Samþyktu hana allir viðstaddir deildar- inenn, 33 að tölu; tveir þingm. (Sig. E. Hlíðar og Gísli Guðm.) voru fjarverandi. Lýsti forseti (Jör. Br.) yfir því. að lýðveldisstjórnarskráin væri samþykt og yrði nú þjóð- aratkvæðagreiðsla látin fram fara um málið. Sleit svo forseti fundi. Rússar vita lítið um íslendinga, en vilja auka vinsamleg kynni við þá Samtal við rússneska sendiherrann, Alexei Krassilnikov. FYRSTI RÚSSNESKI sendiherrann á Islandi, Alexei 'Nicolay- witch Krassilnikov, sem hingað er kominn fyrir nokkrum dög- um, ræddi í gærmorgun við blaðamenn frá dagblöðunum í mót- tökuherbergi sínu á Hótel Borg, en þar býr sendiherrann ásamt starfsliði sendisveitarinnar og’fjölskyldum þess, alls 21 manni. Sendiherrann sagðist vilja biðja blöðin að færa íslensku þjóðinni bestu kveðjur stjórnar Sovjet-Rússlands og sínar. Það væri stjórn sinni gleðiefni, að nú hefði í fyrsta sinni verið komið á beinu stjórnmálasam- bandi milli Rússlands og Is- lands. Sendiherrann kvaðst ekki í vafa um, að vingjarn- leg samvinna tækist með þess- um tveimur þjóðum. Sendi- herrann kvaðst vera ánægður yfir að vera hingað kominn og bað blöðin um að flytja kveðj- ur sínar til þjóðarinnar og kvaðst vona, að það yrði í hag bæði Rússa og íslendinga, að beinu stjórnmálasambandi hefði verið komið á milli þjóð- anna. Sendiherrann kvaðst gera sjer far um að kynnast þjóðinni, siðum hennar og venj um sem fyrst. Litlar upplýsingar um Island í Rússlandi. Er sendiherrann var að’ því spurður hvort hann hefði ver- ið kunnugur íslandi og' íslend- ingum, er hann tók við sendi- herrastöðunni, sagði hann, að í Rússiandi væri ekki hægt að fá miklar upplýsingar um land og þjóð. Hann hefði kynt sjer allt það, sem hægt var að fá að vita í bókum, en það hefði ver- ið af skornum skamti, aðallega í alfræðiorðabókum og nokkr- ir litlir pjesar á þýsku. — Á þessu var ekki mikið að græða. Starfslið sendisveitarinnar. Eins og áður er sagt, eru 20 manns í fylgd með sendiherr- anum. Sumt af því fólki, er ekki starfsfólk, heldur konur og börn starfsmanna. Sjálfur hefir sendiherrann konu sína með sjer og þriggja ára gaml- an son þeirra hjóna. — Tveir sendiráðsritarar verða í sendi- sveitinni. Fyrsti sendiráðsrit- arinn, sem ennfremur mun sjá um upplýsingamál fyrir sendi- sveitina heitir Korchakin og var starfsmaður í rússnesku sendisveitinni í Kaupmanna- höfn. Hann er ekki kominn til landsins og heldur ékki bíl- stjóri .sendiherrans. ' Hitti Pjetur Benediktsson í London. Krassilnikov sendiherra hitti Pjetur Benediktsson sendiherra í London í boði, sem haldið var í íslensku sendisveitinni í Lon- don og ennfremur í boði krúss- nesku sendisveitinni, sem hald ið var í tilefni af afmæli Rauða hersms í febrúarmánuði. Þar va; og Stefán Þorvarðarson sendiherra íslands í London. Rússneski sendiherrann sagði blaðamönnum, að það mættu Krassilnikov, sendiherra. (Myndina tók V. Sigurgeirss). þeir vera vissir um, að vel yrði tekið á móti Pjetri Benedikts- syni er hann kæmi til Moskva ag allt gert fyrir hann, er unt væri. Ætlar að læra íslcnsku. Sendiherrann ságði blaða- mönnum, að hann hefði í hyggju að læra íslensku. Hann hefði heyrt að íslenskan væri erfitt mál aS læra, en það sama væri sagt um rússneskuna. — Hann ætlaði nú samt að reyna. Krassilnikov er verkfræðing- ur að mentun, eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu áður. Hann starfaði um tíma við tæknileg tímarit, en gekk í þjónustu utanrikismálaráðu- neytisins árið 1942. Verslunarviðskifti Rússa og íslendinga. Sendiherrann var að Oví spurður hvort hann teldi, að hægt væri að koma á einhverj- um verslunarviðskiftum milli Rússa og íslendinga. — Ekki kvaðst hann geta neitt um það sagt að svo stöddu. Ætti hann eftir að kynna sjer iðnað og landbúnað íslendinga áður en hann gæti svarað þeirri spurn- ingu. Sendiherrann hefir ekki feng ið neitt húsnæði til frambúðar hjer í bænum. Ný tegund leitarljósa. London: — Fregnir frá Vichy herma, að Þjóðverjar hafi tek- ið í notkun nýja tegund leitar- ljósa. Eru þar notuð infra-rauð ljós, og hermir fregnin að þetta sje ekki aðeins notað af loft- varnasveitum á jörðu niðri, heldur muni slíkum leitarljós- um einnig verða komið fyrir í Focke-Wulf næturorustuflug- vjelum af nýrri gerð. — „Það er sagt“, segir loks í Vichy- fregninni, „að hin infrarauðu leitarljós sju þannig að þau geti lýst upp mjög vítt svæði“. Fánatillagan af- greidd frá nefnd ALLSHERJARNEFND Sþ. fekk til athugunar tillögu þeirra Gunnars Thoroddsen og Sigurðar Bjarnasonar um notk un íslenska fánans. Nefndin hefir skilað áliti um tillöguna og leggur einróma til, að hún verði samþykt svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að lýsa yfir þeirri ósk til allra landsmanna, að efld sje og aukin notkun ís- lenska fánans ög virðing fyrir honum sem tákni hins íslenska þjóðernis og fullveldis. Alþingi vill beina þeirri á- skorun til bæjarstjórna, sýslu- nefnda og hreppsnefnda um land alt, svo og til fjelaga og fjelagssamtaka, er vinna að menningar og þjóðernismálum, að beita áhrifum sínum í þá átt, að sem flest heimili á Is- landi eignist íslenska fánann, komi sjer upp fánastöngum og dragi fánann að hún á hátíð- legum stundum. Enn fremur beinir Alþingi þeirri áskorun til verslunar- stjettarinnar í landinu, að hún sjái um, að efni í fána og fána- stengur fáist, enda treystir AI- þingi því, að hæstvirt ríkis- stjórn hlutist til um, að ‘ inn- flutningsleyfi fáist fyrir áður- nefndu efni. Loks skorar Alþingi á ríkis- stjórnina: 1. Að vinna að undirbúningi löggjafar um íslenska fán- ann og leggja frumvarp um það fyrir Alþingi, er það kemur næst saman; 2. Að gefa út tilkynningu um fánadaga, þ. e. þá hátíðis- daga ársins, sem sjerstak- lega er óskað, að allur lands lýður dragi fána að hún“. Slæmar horfur vegna kolaverkfalls í Wales SJÖTÍU OG FIMM þúsund kolanámumenn í Wales eiga nú í verkfalli og er ekki unnið í 3/4 af öllum námum þar. Hafa menn þessir gert verkfall vegna þess að þeir eru ekki á- nægðir með hækkanir, sem gerðar hafa verið á kaupi þeirra. — Er álitið, að þessir menn hafi unnið sem nemur upp undir 100 þús. smál. af kol um á dag. Lloyd George yngri, ráð- herrann sem fer með námu- málin, sagði í dag, að endur- skoða þyrfti og samræma alt kaup námumanna og hefir hánn lagt fram tillögur á þeim grundvelli, og gildi samningar, ef þeir takast á þessum grund- velli, til 1947. — Reuter. Biskup heimsækir íslendmga í Norður Grand Forks, Norður-* Dakota, 6. mars: MEIRIHLUTI íbúa íslands- bygðarinnar í Mountain í N.- Dakota tóku á móti og buðu vel kominn Sigurgeir Sigurðsson, biskup, er hann heimsótti bygð ina 4. mars. Biskupinn kom þangað í bifreið í fylgd með dr. Richard Beck, forseta Þjóð- ræknisfjelagsins, John J. Bild- fell fyrv. forseta Þjóðræknis- fjelagsins og Bergthor Johnson, forseta Winnipeg deildar Þjóð- ræknisfjelagsins. Á leiðinni var staðnæmst sem snöggvast við Pembina, er eitt sinn var tiltölulega fjöl- > ment íslenskt bygðarlag. Þar bjó sjera Jónas A. Sigurðsson, íslenskur mentamaður og skáld sem um margra ára skeið var forseti Þjóðræknisfjelagsins og fulltrúi þess á Alþingishátíð- inni 1930. — Þar bjó einnig Þorskabítur (Þorbjörn Bjarna- son.) íslendingabygðin í Pembina og Cavalier, er stærsta íslend- ingabygðin í Bandaríkjunum, Þangað var komið snemma um kvöldið. Sjera Haraldur Sig- mar sóknarpresturinn í Moun- tain og forseti hins Evangeliska Lutherska kirkjufjelags í Vest- urheimi, tók á móti biskupnum og fylgdarliði hans. Þjóðræknisfjelagsdeildin í Mountain stóð fyrir samsæti, er haldið var síðar um kvöldið, og sátu það um 300 manns. —• Ríkisstjórinn í Norður-Dakota, John Moses, hafði falið dr. Beck að vera fulltrúi sinn við þetta tækifæri, og las dr. Beck brjef frá ríkisstjóranum, þar sem hann bauð biskupinn velkom- inn. Lauk hann miklu lofsorðí á íslendinga í Norður-Dakot.a, og sagði að þeir bæru öll bestu einkenni amerískra borgara og hefðu engu tapað af íslenskum arfi sínum, þó að þeir hefðu tileinkað sjer ameríska menn- ingu. í brjefinu stóð meðal annars: „íslendingarnir í Norð ur-Dakota hafa lagt mikinn skerf til andlegs velfarnaðar og þróunar á þjóðfjelagsmálum í ríkinu, sem framtakssamir bændur, góðir verslunar- og viðskiftamenn, sem leiðandi menn í ríkinu, hefir þetta fólk, synir og dætur íslands, lagt meiri skerf til hagsældar þessa lands, en nokkurt annað þjóð- arbrot. þar“. í ræðu sinni talaði biskupinn um ísland, eins og það nú er. Hann sagði, að þrátt fyrir hin- ar margvíslegu breytingar, sem hefðu átt sjer stað hjá þjóðinni á síðustu árum, hefði .megin- kjarninn í íslensku þjóðlífi hald ist óbreyttur. Hann talaði enn fremur um hinn aukna áhuga, sem íslendingar heima væru að fá fyrir löndum sínum í Norður Ameríku, og lagði hann áherslu á, að gagnkvæmur áhugi á kynni milli þjóðanna yrði auk- inn til blessunar fyrir báða að- ila. Best að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.