Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 5
Fimtudagur 9. mars 1944 M 0 R G U N B L A Ð I Ð 5 $^«J'm.;..;..;.<;..;..;.»;..;.<;..;«;«';'.;..3<.{.{.^.^mV*>*>*>*>*>*>*>*>'>*X**>*>»>4**>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*>*><>*>*>*> vX"H"/,X"X";“I'<>,XmK"X":“K";-'M“M"X"X"K,<"W"*K"KmX"K*,K"!,,;,,K";"X"X,*X“;"M‘J ! i I i I ^9j) r ó lf a ó í J a fYji or9 un bla Éói nó f-.», .».■»,.».■«■ ,» .«■,«.A■«. -»■ ■«. ■«. -»■ .«■ .«■ .«■ ■«. AAAAA * A. a ■ IrWWWWWWWWWWWWVWW W Wl Helstu afrek í frjálsum ífDróttum 1943 Stökkin Arangurinn í stökkunum s. 1. sumar var yfirleitt góður. Skulu hjer tilgreind helstu af- rekin. I hástökki báru þeir Skúli Guðmundsson (KR) og Hafji- firðingurinn, Óliver Steinn af. ■— Það var því mjög leiðinlegt, hve sjaldan — aðeins einu sinni •— þeim gafst kostur á að keppa saman. Orsökin var sú, að Skúli gat ekki keppt mikinn hluta Oliver Steinn. sumarsins vegna veikinda. — A 17. júnímótinu — eina skipt- ið, sem þeir áttust við — sigr- aði Skúli. Stökk hann 1.80, en Óliver 1.75. Á Norðfirði stökk Skúli einnig 1.80. — Óliver sigraði á meistaramótinu (stökk 1.80) og á móti í Vestmanna- eyjum. Þar stökk hann 1.82 m., sem er besti árangur sumarsins í hástökki. — 1.70 m. stukku Kristleifur Jóhannesson (Borg- arfirði) og Sig. Norðdahl (Á). •— Drengjameistari var Svavar Pálss. (KR) (1.65 m.). íslands- met í hástökki er 1.85 m., sett af Sig. Sigurðssyni (ÍR) 1938. Óliver Steinn og Skúli Guð- mundsson eru einnig bestu menn okkar í langstökki. Þeir keptu þó aldrei saman í þeirri grein. Bestum árangri náði Óli- ver á meistaramótinu. Þar stökk hann 6.67 m., sem á okk- ar mælikvarða er ágætt afrek. Oddur Helgason. Besta afrek Skúla var 6.55, sem hann stökk á Norðfjarðar- mótinu. Næstan má telja ÍR- inginn Finnbjörn Þorvaldsson. Á meistaramótinu stökk hann 6.28 m. og setti nýtt drengja- met. Gamla metið 6.22 m., átti Sig. Finnsson (KR), sett 1938. — Sverrir Emilsson (KR) stökk 6.21 m. á EOP-mótinu og Hö- skuldur Skagfjörð (Borg.), stökk sömu vegalend á Hvann- eyrarmótinu. — íslandsmet í langstökki er 6.82 m., sett í 5 stiga meðvindi af Sig. Sigurðs- syni (KV) 1937. I langstökki án atrennu, sem aðeins var kept í á innanfjelags mótum, náðu bestum árangri, Sveinn Ingvarsson (KR), 2.96 m. og Skúli Guðmundsson, 2.95 m., og Þorsteinn Valdimarsson (KR), 2.87 m. Sig. Sigu'rðsson á þar einnig metið, 3.03 m. Sett 1936. í þrístökki var háð skemtileg keppni hjer í höfuðstaðnum. Oddur Helgason (Ármann) háði tvö einvígi og sigraði bæði, þótt hætt væri hann kominn. Hið- fyrra var á meistaramótinu við Óliver Stein. Stökk Oddur 13.33 m., en Óliver 13.31 m. Hið síðara var á septembermótinu við Jón Hjartar (KR). Var það Oddi síst hættuminna. Stökk Oddur 13.35 m., en Jón 13.34 m. — Árni Kjartansson (Á) stökk 12.83 m® á meistaramótinu og Skúli Guðmundsson 12.76 á Norðfirði. — íslandsmet er 14.00 m., sett af Sig. Sigurðs- syni (KV) á Olimpíuleikjun- um 1936. í þrístökki án atrennu, setti Skúli Guðmundsson nýtt ísl. met, 9.13 m., en næstir honum Skúli Guðmundsson. gekk Sveinn Ingvarsson með 8.86 m. Jóh. Bernhard (KR) átti gamla metið — 8.72 m. Sett snemma vors 1941. Þá er það stangarstökkið. Reykvíkingar verða held'ur lít- ið varir við þá fögru íþrótt. Samt var íslandsmetið í þeirri grein bætt tvisvar sinnum á sumrinu, af Vestmannaeying- um en stangarstökkið er orðið einskonar þjóðaríþrótt Eyjanna. — Ólafur Erlendsson (KV) bætti met sitt úr 3.48 m. í 3.50 m., á þjóðhátíðinni í ágúst, en í okt. sló Guðjón Magnússon (Týr) það met. Stökk hann 3.53 ' m. — Á mótum hjer i Reykjavík voru það ,,drengir“ úr Hafnarfirði, sem skipuðu fyrstu sætin. Magnús Guð- mundsson stökk 3.20 og Þorkell Jóhannesson 3.10. Á Hvann- eyri sigraði Austfirðingurinn Björn Magnússon. Stökk 3.04. Því miður hafði blaðið ekki fengið myndir af Vestmanna- eyingunum, en þær verða birt- ar síðar. Þ. Amerískur hermaður kennir Reykvíkingum golf GOLFÍÞRÓTTINNI vex enn mikið fylgi hjer á landi .bæði í Reykjavík og úti á landi. Nú eru Isfirðingar að hugsa -um að koma sjer upp golfvelli. en áður var búið að koma upp golf- völlum á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Hjer í Reykjavík er sem kunnugt er góður golfvöllur í Eskihlíð og þar á Golfklúbb- ur íslands hina myndarlegustu skálabyggingu. Golf-íþróttin er ung hjer á landi og hefir þurft að fá hing- að erlenda kennara til að kenna mönnum þessa vinsælu/skemti- legu og hollu íþrótt. Þegar stríð ið braust út var ekki um það að ræða, að fá hingað erlenda kennara, amerískan eða bresk- an, en þessar tvær þjóðir eru lengst komnar í golf íþróttinni. Það var því mikill fengur fyrir Golfklúbbinn, er hingað kom með setuliði Bandaríkjanna, maður, sem um margra ára skeið hefir verið golfkennari í Bandaríkjunum. Hann heitir Robert Waara og er liðþjáifi í hernum. Hann kyntist brátt mönnum hjer, sem hafa áhuga fyrir golfi og hefir hann síðan notað- allar sínar frístundir til að kenna meðlimum Golfklúbbs ins. Waara er ættaður frá Detroit í Bandarikjunum og var fyrir stríð kennari hjá tveimur bestu og stærstu golfklúbbum þar í borg, Western Golf & County Club og Meadowbrook County Club. Waara liðþjálfi er m'aður hæg látur og hefir hann aflað sjer vinsælda, meðal golffjelaga. Kom það greinilega fram í árs hátíð Golfklúbbsins í vetur, þar sem haldinn var ræða fyrir honum fyrir hönd stjórnarinn- ar. Hann hefir sýnt frábæran Sgt. Robert Waara. áhuga fyrir því að kenna. Eftir að útiæfingar hættu í haust, hefir Waara haldið áfram að kenna innanhúss og hefir nem- endum hans fjölgað með hverri viku. Waara vinnur eingöngu af áhuga og tekur ekkert fyr- ír kenslu sína. Hefir Golfklúbb- urinn sannarlega verið lánssam ur að þessi maður skyldi hafa komið hingað og tekið ást- fóstri við Golfklúbbinn. Vera hans hjer á landi og áhugi mun ábyggilega auka mjög þekk- ingu manna á golí íþróttinni og fjölga þeirn, sem leggja stund á íþróttina. Vívax. Frjettir frá í. S. í. Ný sambandsfjelög: Þessi fjelög hafa gengið í í. S. í.: U. M. F. Glaður, Furu- firði. Tala fjelagsmanna 37. Formaður Jón E. Jónsson, Furu firði. U. M. F. Holtshrepps, Fljótum. Tala fjelagsmanna 44. Formaður Jón Hermannsson, Haganesvik. Golfsamband ís- lands, sem í eru 3 fjelög, er hafa als 233 fjelagsmenn. Golfsam- bandið er stofnað 14. ág. 1942. Forseti þess er Helgi H. Eiríks- son skólastjóri. Tala sambands- fjelaga í. S. í. er nú 160 með yfir 21 þús. fjelagsmenn. Staðfest met: í stangarstökki 3.53 st. Sett 24. okt. í Vestmannaeyjum af Guðjóni Magnússyni (Týr). Staðfest 11. nóv. 1943. Sendikennarar I. S. I.: Axel Andrjesson hjelt 3ja vikna námskeið á Hvanneyri, er lauk þvi 6. nóv. s. 1. Nem- endur voru 63. Þá hefir Axel haldið víða námskeið á Austur- landi og er þar enn. Als hefir Axel Andrjesson haldið 30 námskeið í knattspyrnu og; handknattleik og hafa þátttak^ endur verið 2640. Óskar Ágústsson hjelt íþrótta námskeið hjá Iþróttafjelagi Grindavikur í mánaðartíma. Þátttakendur voru 75. Einnig hjelt hann námskeið hjá U. M. F. Samhygð í Árnessýslu. Þátt- takendur voru 18. Þá hjelt haniv hálfsmánaðar-námskeið hjá U. M. F. Ásahrepps og U. M. F. Baídri í Hraungerðishreppi. Þátttakendur voru 29. Óskar heldur nú íþróttanámskeið í Eyjafirði. Kjartan Bergmann Guðjóns- son hjelt glímunámskeið í Reyk holtsskóla í tæpan mánuð. Nem endur voru 62. Á Hvanneyri hjelt hann námskeið frá 8 nóv. til 2. des. og voru þátttakend- ur 57. Hann heldur nú glímu- námskeið á Vestfjörðum. Spillum ekki friðnum Með stofnun ungmennafjelag anna var hafið mikið viðreisn- rstarf meðal þjóðarinnar. Fram farahugur og fjelagslyndi efld- íst meðal æskunnar, leiddi þetta til aukinnar menningar og er stórt spor til þeirra umbóta, sem orðið hafa með þjóð vorri. Alsstaðar bíða óunnin verk- efni, landið sjálft i niðurníðslu og þjóðin vanrækt. Takmark ungmennafjelaganna var því frá öndverðu ræktun lýðs og lánds. Hinn bogna éfnivið þjóð- arinnar þurfti að bæta og fegra, því voru íþróttirnar einn höf- uð þáttur í starfsemi fjelag- anna og um leið sterkur þáttur þeirra tengsla, sem batt saman fjelagsheildina. Á skömmum tíma voru ung- mennafjelög stofnuð víðsvegar um landið. í hinni dreifðu bygð sveitanna vaknaði nýtt líf. Æskan fór að gefa íþróttunum gaum og iðka þær að nokkru, þótt við erfið skilyrði væri. Mót voru háð víðsvegar og því jafnan íþróttir helsta skemti- atriðið. U. M. F. í. gekkst fyrir fyrsta alsherja-íþróttamóti landsins, árið 1911 og hefir auk þess háð fleiri landsmót siðan. Hið almenna iþróttalíf í landinu er upphaflega vakið fyrir starfsemi ungmennafje- laganna, án þeirra hefði lífið í sveitum landsins verið dauft og vanrækt. Fyrir áhuga og starf ungmennafjelaganna hafa flest íþróttamannvirki i sveit- um landsins verið reist og til annara menningarstarfa i dreif- býlinu hafa þau lagt drjúgan skerf. Af þessu er auðsætt að iþróttirnar eru veigamikill þátt ur í starfi ungmennafjelaganna. Þrátt fyrir þetta, vilja sumir menn telja að ungmennafjelög- in, hafi að mjög litlu leyti skipt sjer af íþróttamálum landsins, samanber grein í 2. tbl. Þrótt- ar þ. á. Það er augljóst að greiu arhöfundur veit betur en hanr> læst gera. En tilgangurinn virð- ist sá, að hefja annan aðila til meiri vegs á kostnað hins. Mjer ljúft að viðurkenna að í. S. í. jhefir þegar unnið þarft starf I fyrir íþróttalífið í landinu, en hitt má heldur ekki gleymast, j að U. M. F. í. hefir ekki legið þar á liði sínu, auk annara fjöl- þættra starfa í þágu uppeldis þjóðarinnar. Það er því engin goðgá þó þessum aðilum báðum sje að nokkru gert jafnt undir höfði er snertir íþróttamál landsins. Til þessa hefir verið góð sam— vinna millum U. M. F. í. og í. Framh. á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.