Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 9. mars 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjðrar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. „Innra ástand í Fram- sóknarflokkn um “ ÞAÐ ER DÁLÍTIÐ GAMAN að glugga í Tímagimblin- um frá Akureyri þessa dagana. Eftir að formaður Fram- sóknarflokksins „út á við“ hætti „Tímavinnunni“ og fór í „Dagvinnu“, eins og það var kallað, hefir Dagur gerst nokkuð umsvifamikill, rjett eins og blaðið vildi taka upp samkeppni við Tímann um túlkun „framsóknar-línunn- ar“ hverju sinni. Verður ekki annað sagt, en að blaðinu farist þetta við og við skemtilega úr hendi. Tíminn er stöðugt að stagast á „milli-flokka-pólitík“ Framsóknarflokksins, sem tilverurjettur og höfuðtilgang- ur flokksins grundvallist á. Samtímis er Dagur ekki alveg á þeirri línunni. Þar segir nýlega í ritstjórnargrein m. a.: „Það þarf ekki að ganga að því gruflandi, að hörð átök verða um það milli stjórnmálaflokkanna, hvernig verja beri hinum mikla stríðsgróða að stríðnu loknu. — Þessi átök verða einkum milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins“. Ef til vill býst þá Dagur við því, að t. d. Kommúnistaflokkurinn verði þess marg um tal- aði milliflokkur milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks- ins! En svo verður aftur að viðurkenna, að um hitt ber þeim ekki á milli Degi og Tímanum, að reyna að hylja fúann í Framsóknarflokknum, þá innri feyskju, sem þar hefir verið að búa um sig. Dagur tekur einnig í fyrnefndri ritstjórnargí’ein til meðferðar uppástungu Egils Thorarensen kaupfjelags- stjóra, um að leggja Framsóknarflokkinn niður, til at- hugunar. Niðurstaða blaðsins af þeirri athugun er þessi: „Það verður því að líta svo á, að umrædd uppástunga sje borin fram í augnabliks fljótræði og án þess að hún sje hugsuð niður í kjölinn. Ekki getur hún stuðst við innra ástand í Framsóknarflokknum, því að ekki er vitað, að nokkur málefnaágreiningur eigi sjer þar síað“! Það hefir auðvitað ekki heldur stuðst við „innra ástand“ í Framsóknarflokknum, að formanni hans var úthýst hjá aðal málgagn flokksins — eða hvað skyldi Dagur halda? Það hefir svo e. t. v. heldur ekki stuðst við „innra á- stand“ í Framsóknarflokknum að formannsembættinu var skift í tvent, Jónasi lofað að flagga áfram með for- mannstitilinn „út á við“, en Eysteinn titlaður „inn á við“, sem formaður þingflokksins, — eða hvað heldur Dagur? Nei, — Dagur veit ekki til að „nokkur málefnaágrein- ingur“ hafi átt sjer stað í innri herbúðum Framsóknar! Ef ritstjórar Dags vissu ekki betur, á þá jafnvel að trúa því, að þeir hafi ekki einu sinni lesið áramótahugleið- ,ingar Jónasar Jónssonar í sjálfum Degi við síðustu áramót? En eitthvað af þeim hljóðaði á þessa leið: „Sum- arið 1942 buðu kommúnistar Framsóknarmönnum sam- stjórn með sjer og Alþýðuflokknum--. Reyndi jeg að gera alt sem unt var til að bjarga flokknum frá vísum vanheiðri og ógæfu af því að ganga í náinn fjelagsskap við kommúnista.-----Fór það þess vegna að vonum, að þeir samflokksmenn mínir, sem höfðu vakandi áhuga fyrir þessu samstarfi, höfðu samtök innan flokksins i allan fyrravetur í því skyni að hindra það, að jeg yrði til hindrunar þessari framkvæmd“. Það kynni nú að vera, að Egill Thorarensen hefði ver- ið nokkuð svipað sinnis í afstöðunni til kommúnista og fram kemur í tilvitnuðum hugleiðingum Jónasar? Og e. t. v. ríkir einmitt í þessum efnum nokkuð annarlegt „innra ástand“ í Framsóknarflokknum. Það er yfirleitt ekki hægt að hitta naglann betur á höfuðið, en að tala um „innra ástand“ í Framsóknarflokknum nú, því að þar er sannarlegt „ástand“. Þar er ýmist „inn á við“ eða „út á við“! Hvort af því hljótast rassaköst, er menn hneigja sig sitt til hvorrar handar í senn, er altaf nokkuð undir hæl- inn lagt, en þó er það sannast sagna ekki alveg áhættu- laust. Barðstrend- ingabók „ATHUGANIR“ Kristjáns Jónssonar frá Garðshúsum á „aðfinslum“ mínum um Barð- strending'abók, sem hann birtir í Morgunblaðinu 29. jan. s.l., hafa verið helst til ónákvæm- ar. Hann skrifar grein sína að mestu út af þeim röngu for- sendum, að það sjeu hjeraðs- lýsingarnar (í grein sinni kall- ar hann það sveita- og lands- lýsingar), sem jeg sje að finna að. Hvernig í ósköpunum mað- urinn fer að komast að þeirri niðurstöðu, er mjer ráðgáta. Nei, það er um atvinnu- og menningarlíf Patreksfirðinga, sem mjer finst oflítið skrifað í bókinni í samanburði við aðr- ar sveitir sýslunnar, og það eru svo sannarlega engar dylgjur hjá mjer, eins og K. J. dróttar að mjer, heldur er það einmitt uppistaðan í grein minni. Þetta ætti hverjum manni, sem les grein mína, að vera vorkunn- arlaust að sjá, jafnvel þó hann tæki hana ekki til sjerstakrar athugunar. K. J. kannast við, að lýsing Patreksfjarðar (verslunarstað- arins) hefði mátt vera fyllri. og hann kannast líka við, að frásögn af hvalveiðunum fra Tálknafirði hefði átt að vera í bókinni. Hann getur þess einn- ig, að hugsað hafi verið til ann arar Barðstrendingabókar og uppkast gert að efnisskipun, og að þar á meðal sje hugsað til sögu verslunarstaðarins á Patreksfirði. Þetta er alt í sam ræmi við það, er getur í „að- finslum“ mínum. Vonandi verð ur í þessari nýju bók lögð aðal áherslan á frásagnir og lýsingu af atvinnu- og menningarlíf- inu, og mætti þá fljetta æfisögu þætti einstakra manna inn í þær frásagnir í stað þess að skrifa þá sjerstaklega. Hugsa jeg, að af því yrði rúmsparnað- ur og að það gæfi betri heild- arsvip. Mjer var það ljóst, er jeg reit ,.aðfinslur“ mínar, að í þeim fólst ádeila á útgefandann, en mjer fanst þá, og finst enn, að sú ádeila sje rjettmæt, og í raun og veru hefir K. J. viður- kent að svo sje, hvað aðalat- riðin í grein minni snertir, eins og jeg hefi bent á hjer að fram an. Það er því afar leitt, að hann skyldi -láta gremju sína yfir því, að jeg gagnrýndi þetta í óánægjutón, ná svo miklum tökum á sjer, að hann ritar grein sína í gremjutón, án þess að athuga grein mína nógu vel áður. Jeg læt svo útrætt um þetta frá minni hálfu, og óska hinni fyrirhuguðu nýju Barðstrend- ingabök allra heilla, í þeirri von, að jeg og aði’ir átthaga- tryggir Barðstrendingar verð- um ánægðir með hana. Jón Eiríksson. Japanar auka flugher1j London: — Ástralskir fregn- ritarar hafa giskað á það, að Japanar hafi á síðasta ári auk- ið flugher sinn í Kína um alt að 200%. Gera: þeir þetta til þess að berjast gegn auknum aðgerðum ameríska fjughers- ins í Kína, eða 14. flughersins. \Jíkverji óbripar: ijr dciQie CLCý'L@CýCL LVILL Reuter. LESENDUR MORGUNBLAÐS INS kannast vel við nafnið Reuter. Þeir fá á hverjum degi frjettir af alheimsviðburðum frá þessari merku og ábyggilegu frjettastofu. Miljónir manna um allan heim treysta á frjettir Reuters og það hafa menn lært af 100 ára reynslu, að Reuter leggur aðaláherslu á að flytja sannleikann og um leið hitt, sem allar frjettastofnanir og frjetta- blöð keppast um, en það er að vera fyrstir með frjettirnar. Ástæðan til þess að jeg geri Reuter að umtalsefni er sú, að bráðlega verður sýnd kvikmynd í Tjarnarbíó, sem lýsir stofnun Reutersfrjettastofunnar og þátt- um úr lífi stofnanda hennar, Júlíusar Reuters. Þetta er amer- ísk kvikmynd og aðalhlutverkið, Reuter, leikur hinn góðkunni skapgerðarleikari, Edward G. Robinson. Byrjaði með brjefa- dúfna-þjónustu. ÞAÐ VAR á árunum 1840— 1850, sem hinn ungi Reuter hóf frjettastarfsemi sína í Þýskalandi og Belgíu. Það var áður en sím- inn varð álgengur að Reuter setti upp brjefdúfna-þjónustu sína. Frjettir bárust þá ekki fljótar milli staða, en hesturinn gat far- ið. Reuter notaði fiwgleiðina. Fyrst í stað voru menn mjög van- trúaðir á þessa starfsemi, eins og mönnum hættir við með allar nýungar. En Reuter fullvissaði nokkra kaupsýslumenn um að hann gat komið til þeirra frjett- um um kaupsýslumál frá höfuð- borgum Evrópu á skemri tíma en þeir höfðu áður getað fengið þær og þannig var Reutersfyrir- tækið stofnað. Fyrst í stað tók Reuter eingöngu að sjer að flytja kaupsýslufrjettir. En einu sinni er hann var staddur í París og Napoleon III. ætlaði að halda ræðu, datt honum í hug, að síma ræðuna til London og þar með var frjettastofa Reuters orðin til. 0 Erfiðleikar. EN REUTER náði ekki tak- marki sínu fyrirhafnarlaust. Oft leit illa út fyrir honum og frjetta stofu hans og ekki annað sýni- legt, en að alt ætlaði að fara um koll. Sjerstaklega var útlitið ljótt, er keppinautur Reuters, Anglo-Irish-frjettastofan ljet á laun byggja símalínu frá Cork í írlandi og gat á þann hátt verið tveimur stundum á undan Reu- ters með Ameríkufrjettir. En Júlíus Reuter gafst ekki upp. Hann fann upp nýja aðferð til að ná frjettum frá Ameríku á undan keppinautum sínum. Hann ljet á laun setja upp símalínu frá Cape Clear sem var fyrsti stað- urinn, sem Ameríkuförin fóru framhjá, er þau komu til Evrópu Frjettabrjefum Reuters var varpað frá skipinu í dufli og hrað skreiður bátur frá landi sótti frjettaduflin, en frjettirnar síðan símaðar beint til London. Á þenna hátt varð Reuter nokkrum klukkustundum á undan keppi- nautunum með Ameríkufrjett- Fregnin um dauða Lincolns. R EUTERS-FR JETTASTOFAN fjekk á þennan hátt fyrstu fregn irnar, sem til Evrópu bárust um mórð Abrahams Lincolhs forfeeta. Það varð uppí fótur og fit í Lond ón þegar. frjettin var birt. En ameríski sendiherrann gat ekki staðfest fregnina og benti á, að pósturinn með síðasta Ameríku- fari væri ekki kominn til Cork ennþá. Flestir hjeldu að Reuter hefði búið til fregnina, til að reyna að bjarga sjer og frjettastofu sinni. Það gekk svo langt, að það átti að fara að gera fyrirspurn um frjettina í breska þinginu, en þá barst fregnin með póstskipinu og Reuter hrósaði sigri, eins og svo oft bæði fyrr og síðar. • Sanpleikur og flýtir. JÚLÍUS REUTER lagði fyrst og fremst áherslu á tvent i frjettaflutningi sínum: Sannleik- an og flýtirinn. Síðan hefir þetta tvent einkent Reuters-frjettastof- una og aðrar frjettastofur og frjettablöð, sem einhvers meta virðingu sína, hafa sett sjer sama markmið. Almenningur á rjett á að fá frjettir sagðar á hlutlausan hátt. En almenningur á líka þann rjett, að frjettirnar sjeu sagðar sannar og að þær sjeu birtar eins fljótt og mögulegt er. Góður frjetta- maður verður að segja allar frjéttir, hvort sem þær eru góð- ar eða slæmar. Kvikmyndin um æfistarf Júl- íusar Reuters er vel gerð og hún á erindi til allra, sem vilja skilja það þjóðnytjastarf, sem felst í heiðarlegum frjettaflutningi. Fvr ir blaðamenn er æfi Reuters fyr- irmynd, sem þeir ættu allir að keppast um að líkjast. • Ný myntslátta fyrir lýðveldisstofnunina. UM NÝJA ÍSLENSKA MYNT í tilefni af lýðveldisstofnuninni í vor skrifar „Þrúðnir“ alllangt mál. Hugmyndir hans um þetta efni eru tvenskonar. Hann talar um að slegnir verði. hátíðarpen- ingar, eða minnispeningar, líkt og gert var á Alþingishátíðinni og vill hann láta efna til verð- launasamkepni meðal íslenskra listamanna um gerð þeirra. Seg- ir hann, sem rjett er, að margir myndu vilja slíka peninga til minningar um merkasta atburð í sögu þjóðarinnar á nærri 7 öld- um. Hin hliðin á hugmynd Þrúðnis er sú, að slegin verði ný mynt og að þeir peningar, sem settir verða í umferð á þessu fyrsta lýðveldis íslenska ríkisins verði áletrunin ,,17. júní 1944“. Yrði þá þessi gjaldmiðill um leið minníspen- ingar um hátíðina. 0 Lýðveldisfrímerkin. ÞRÚÐNIR fer að lokum nokkr um orðum um. ný frímerki, sem jeg benti á ádögunum, að ætti að gefa út í tilefni af lýðveldisstofn uninni. Segir svo um það mál: „Jeg sje að þú hefir verið að hugsa um útgáfu lýðveldisfrí- merkja. Mjer hefir dottið þao sama í hug, en taldi það svo sjálfsagt, að póststjórnin notaði tækifærið, að ekki tæki að minn- ast á það. Póststjórnin hefir gef- ið út ný frímerki að tilefnum, sem minni hafa verið, eða svo hefir víst „frímerkjakonungun-: um“, fundist, ef jeg man rjett um aðfinslur þeirra um of öra útgáfu nýrra frímerkja“. Það munu feiri taka í sama streng og Þrúðnir. Vil jeg aðeins bæta þessu við. Það er ekki langt til 17. júní. Þingnefndin, sem' hefir verið falið að sjá um hátíða Ihöldin má 'vita, að tíminh reynist henni síst of rúmUr til undirbún- ings hátíðahalda, ef þau eiga að vera okkur til sóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.