Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.1944, Blaðsíða 12
12 Fimtudagur 9. mars 1944 Neínd rannsakar cryggi fiskiskipa ATVINNUMÁLARÁÐU - NEYTIÐ hefir skipað rann- sóknamefnd þá, er Alþingi samþykti að skipuð yrði til þess að rannsaka breytingar fiskiskipa og hver áhrif þær hefðu á öryggi þeirra; jafn- framt á nefndin að fjalla um starfsemi skipaeftírlits ríkis- ins. Formaður nefndarinnar er Bárður Tómasson skipasmiður, er hann tilnefndur af ráðuneyt inu. Aðrir nefndarmenn eru skipaðir af atvinnumálaráð- herra, eftir tilnefningu þeirra aðilja, sem hlut eiga að máli, það eru: Sigurjón Á. Olafsson, varaformaður nefndarinnar, til nefndur af sjómannafjelögun- um í Reykjavík og Hafnar- firði, Theodór Lindal hrm., til- nefndur af Slysatryggingarfje- lagi sjómanna, Benedikt Grön- dal verkfræðingur, tiln. af Landssambandi íslenskra út- vegsmanna og Guðmundur Markússon af Farmanna- og Fiskimannasambandi Islands. Hermenn mlsþyrma sfúlku LAUST FYRIR miðnætti í fyrrinótt gerðu amerískir her- menn árás á stúlku. Stúlkan hefir skýrt svo frá atburði þessum, að hún -var á íeið vestur Tryggvagötu, er tveir hermenn komu til hennar Og báðu hana að vísa sjer á kaffistofu. Kveðst hún hafa vís að þeim á kaffistofu á Vestur- götu. en hjelt sjálf áfram vest- ur götuna. — Er hún var kom- in vestur á Framnesveg, veitti hún þvi athygli, að hermenn þeir, er fyrr getur, veittu henni eftirför. Rjeðust þeir þarna að henni og slógu hana í götuna. /Tókust með þeim sviftingar. Annar hermaðurinn tók fyrir rnunn hennar, en hinn reyndi að rífa af henni fötin, sem þó tókst ekki. Stúlkunni tókst að slíta sig lausa, en í því kom þarna að bifreið. Bilstjórinn tók stúlk- una upp í bíl sinn og fór með hana á lögreglustöðina. Hermennirnir höfðu sagt stúikunni, í hvaða herbúðum þeir bjuggu, og að tilvísun hennar tókst lögreglunni að hafa upp á þeim. Við læknisskoðun kom í Ijós, að stúlkan hafði meiðst tölu- vert við fallið á götuna. Var hún fleiðruð og bólgin í and- liti. —- Stúlka þessi er 25 ára að aldri. Brelar aðstoða bandamenn sína ÞAÐ HEFIR verið tilkynt i Washington, að láns og leigu- hjálp bandaþjóða Ameríku við Bandaríkjamenn fari sívax- andi. Þannig hafi láns- og •leiguhjálpin frá Bretum, Ný- Sjálendingum og Indverjum til Amerikumanna numið yfir 500 miljónum sterlingspunda s.I. ár, en Bretar hafa látið Bandaríkjahernum í Englandi í tje 1/3 af öllu, sem hann hef- i - þarfnast. — Reuter. Einkennileaur Ijaldstaður Á FLUGVÖLLUM Suður Ítalíu kennir margra grasa. Eru þar feiknin öll af ónýtum þýsk- um flug'vjelum frá því er barist var i Tunis og á Sikiley, og sem mestar árásir voru gerðar á itölsku fhigvellina. Hjer hafa braskir flugmenn slegið tjaldi sínu í sltjóli flakanna af nokkrum þýskum flutningaflugvjelum. Bridgekeppnin — Fjórða umferð FJÓRÐA umferð meistara- flokkskepni Bridgefjelagsins var spiluð í fyrrakvöld í fje- lagsheimili V. R. Eftir þessa umferð standa sveitirnar þann- ig, að fyrst er sveit Harðar Þórðarsonar, hefir 1237 stig, * önnur sveit Gunnars Guð- mundssonar 1235 stig, þriðja sveit Lárusar Fjeldsted 1188 stig, fjórða sveit Axels Böðv- arssonar 1152 stig, fimta sveit Stefáns Þ. Guðmundssonar 1120, sjötta sveit Gunngeirs Pjeturssonar 1110. stig, sjöunda sveit Brands Brynjólfssonar 1106 stig, og áttunda sveft Ár- sæls Júlíussonar með 1068 stig. Vegna ófyrirsjáanlegra at- vika verður ekki hægt að spila fimtu umferð fyr en n.k. þriðju dag kl. 8 í húsi V. R. Aðgang- ur aðeins fyrir fjelagsmenn. ÞingvallaleiðL ófær ÞINGVALLALEIÐIN er nú orðin ófær sakir aurbleytu. — Síðustu mjólkurbílarnir fóru um Þingvelli í gær. All flestir mjólkurbílarnir að austan fóru um Hellisheiði í gær. Færðin var þar mjög erfið, en unnið er að mokstri. Voru þó margir mjólkurbílarnir ókomnir til bæjarins í gærkvöldi. Slökkviliðið kallað á fvo staði í GÆR var slökkviliðið kall- að á tvo staði, fyrst kl. 15,35, að Laugaveg 117, bifreiðaverk- stæði Egils Vilhjálmssonar. — Hafði kviknað í út frá rafsuðu- tæki. Búið var að slökkva, er slökkviliðið kom á staðinn. — í seinna skiftið að Laufásvegi 19. Hafði kviknað i rafmagnstau- vindu. Slökkviliðinu tókst fljót lega að slökkva eldinn, en nokkrar skemdir urðu á vind- unni. Porler McKeever á förum frá íslandi PORTER McKEEVER, yfir- maður upplýsingaskrifstofu Bandaríkjanna (O. W. I.) hjer á landi, er á förum af landi burt. Hefir honum verið feng- in staða í öðru landi. McKeever kom hingað í maí- mánuði 1942 og hefir því dval- ið á íslandi í 22 mánuði. Hann hefir eignast hjer marga vini og kunningja, meðal blaða- manna og annara, enda viðmóts þýður maður með afbrigðum Fyrst þegar McKeever kom hingað til lands var hann blaða fulltrúi, eða sjerstakur aðstoð- armaður ameríska sendiherr- ans, sem þá var Lincoln Mc Veigh. Þegar upplýsingaskrifstofa Bandaríkjanna setti upp sjer- staka skrifstofu varð McKeev- er yfirmaður hennar og út- varpssendinga Bandaríkjanna frá stöðinni hjer. Hann hefir gert sjer mikið far um að kynn ast landi og þjóð á meðan hann hefir dvalið hjer og numið ís- lensku að nokkru. Hann er ein lægur Islandsvinur og munu margir sjá eftir, að hann skuli nú hverfa af landi burt. En \ sjálfur segist hann vera ákveð- inn að koma aftur hingað til lands að ófriðnum loknum. Hjörvarður Árnason, sem verið hefir nánasti samstarfs- maður McKeevers, mun taka við stjórn upjúýsingaskrifstof- unnar. Fjársöfnun til danskra flólia- manna í Svíþjóð SÖFNUNIN til danskra flóttamanna í Svíþjóð gengur vel. Reykvíkingar skilja, að hjer er um þarft málefni að ræða. En menn ættu að hafa það hugfast, að söfnunin stend- ur ekki lengi og að „fyrsta hjálp er besta hjálpin“. Pening ar, sem inn koma, verða send- ir strax til flóttamannaskrif- stofunnar dönsku í Svíþjóð og koma því að notum strax. í gær bættust við eftirtaldar gjafir, afhentar á skrifstofu Morgunblaðsins: N. N. 10 kr. S. J. 100 kr. Jens Vigfússon 100 kr. G. A. 10 kr. Chic 500 kr. Nærfatagerðin 500 kr. Gunnar 500 kr. H. H. 20 kr. H. P. 100 kr. V. G. 20 kr. Kona 50 kr. Þ. S. 10 kr. Safnað .á kvöldvöku F. Ú. S. Heimdallar 7. þ. m. 2.710 kr. Hljómleikar Tén- lisfaskóiafríósins á sunnudag TRÍÓ Tónlistarskólans, en í því eru þeir Árni Kristjánsson, Björn Ólafsson og dr. Edel- stein, ætla að halda tónleika í Gamla Bíó á sunnudaginn kem ur kl. 1.30. Eru tónleikar þess- ir haldnir til ágóða fyrir Tón- listarhöllina. Verkcfni tríósins eru þau sömu og þeir ljeku á hljómleik um, sem haldnir voru fyrir skömmu fyrir fjelaga Tónlist- arfjelagsins og sem vöktu hrifningu áhorfenda. Tríóið leikur verk eftir Tjakovski og sónötu eftir Grieg. Nýtt hæðarmet. London: — Hæðarmet í svif- flugi í Bandaríkjunum hefir ný- lega verið hækkað um 2000 fet. Er metið nú 19.434 fet. Maður sá, er metið setti, heitir Srelley Charles. Mb Ægir bjargað t GÆR tókst að bjarga m.b. Ægi frá Gérðum. Svo sem kunnugt er hvolfdL bátnum í ofviðrinu 32. febr. s.l., og druknaði einn skip- verja, en hinum fjórum tókst að bjarga. Rak bátinn daginn eftir undir Melabökkum i Borgarfirði. Síðan báturinn strandaði hafa A-erið gerðar árangurs- lausar tilraunir til að b.jarga bátnum, þar til Dráttarbraut Keflavíkur h.f. tók að sjer björgunarstarfið, fyrir viku síðan. ITafa starfsmenn drátt- arbrautarinnar unnið óslitið að björgunarstarfinu, undir stjórn Ólafs Hannessonar, verkstjóra. Var þetta starf bæði mikið og erfitt, þar sem flytja þurfti öll áhöld og efnivið sunnan úr Keflavík á strandstaðinn. Báturinn lá mjög ofarlega í fjörunni, en í fyrradag tókst þeim að setja bátinn fram um, 320 metra, á fjöru og flaut þá báturinn alveg á flóði. I gær var björgunarskútan Sæ- bjorg fengin til að fara á strandstaðinn. Ekki gerði Sæ- björg neina tilraun til að ná Ægi út, þar eð hún tók niðri slc^jnmt frá strandstaðn- um, og snjeri-þegar til Rvíkur. S.l. nótt för einn af bátum Finnboga Guðmundssonar í Gerðum, m.b. Guðmundur Þói'ðarson, skipstjóri Kristinn Árnason, Gerðum. Tókst hon- ,um að koma vírum í Ægi, og' mii kl. fi í gærkveldi tókst að ná bátnum út. — Nokkru seinna eða um kl. 7,30 í gær- kvöldi, voru þeir komnir með Ægi til Akraness. Ilafði ferðin gengið að óskum, en þar skil- uðu þeir Ármanni Iialldórs- syni, hafnsögumanni, er A-ar leiðsögumaður í förinni. Þaðan fór báturinn áleiðis til Kefla- víkur, til frekari viðgerðar í Dráttarbrautinni ,h. f. Finnbogi Guðmundsson, út- gerðarmaður í Garði, eigandi iiátsins, hefir heðið Morgun- blaðið að færa öllum þeim, er að björguninni hafa unnið á einn eða annan hátt, þakkir sínar, sjerstaklega Dráttar- braut Keflavíkur h.f. og staarfsmönnum hennar. Þetta er þriðji báturinn sem Di'áttarbraut Keflavíkur h.f. bjargar síðan 13. febr. s.l.. hinir: m.h. Júlíus Björnsson: ,og m.b'. Geir. sem komnir eru til fiskjar fyrir nokkru síðan. HancEknattleiks- mótið LANDSMÓTIÐ í handknatt- leik hjelt áfram í gærkveldi. Leikar fóru þannig, að kven- flokkur Ármanns sigraði kven- fl. F. H. með 23 gegn 8. Meist- araflokkur karla: Haukar sigr- uðu meistarafl. í. R. með 19 gegn 10, og 2. fl. karla: Ár- mann sigraði Val með 11 gegn 9. — Mótið heldur áfram í kvöld í íþróttahúsinu, og keppa þá kvenfl. í. R. og Haukar, meistarafl. F. H. og Fram og 1. fl. Ármanns gegn Val.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.