Morgunblaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 10 xnars 1944 MORGUNBLAÐIÐ r 5 Klæðnaðnr Reykjavíkurstúlkna Hlífðarermar Um kuldann og kvenfólkið Mafreiðsla Nú er vetur, og það er kalt! Það eru margir, sem virðast líta á staðreyndir þessar sem undarlegt fyrirbæri, og þreyt- ast aldrei á að furða sig á, og óskapast yfir kuldanum. Þeir gleyma því víst, að það er há- vetur og við erum stödd á ís- landi. ' En það var nú ekki það, sem hjer átti að ræða, heldur klæðn- aður kvenfólksins í kuldan- um. Mörgum finst hinar ungu dætur íslands all-óbjörgulegar á að líta þegar kalt er. Það er haft orð á því, að það sje lítt viðeigandi, að íslenskar stúlk- ur klæðist næfurþunnum silki- sokkum, háhæluðum skóm og þunnum hönskum í frostum og vetrarkuldum. Enda sjeu þær lítt glæsilegar á að líta, andlit- ið vettvangur annarlegra lit- brigða, göngulagið minni óhugn anlega á gigtveikt gamalmenni o. s. fiv. En sem betur fer á þetta ekki við um allar íslensk- ar stúlkur. Margar þeirra sýna þann menningarvott, að klæða sig eftir veðrinu. Þegar vetur gengur í garð, taka þær frám ullarföt og ullarsokka, og vilja helst ekki klæðast öðru yfi) vetrarmánuðina. En jeg held nú, að ef við stöndum við ein- hvern gluggann, sem snýr Ú1 að Austurstræti, á köldum vetrardegi, og teljum stúlkur þær, sem fram hjá fara, og'erú í ullarsokkum, og síðan hinár, sem eru í silkisokkum, þá sjeu þær silkisokka-klæddu hlut- skarpari. Þetta er leiðinlegt. því að Reykjavíkur-stúlkan hefir annars fengið orð fyrir að kunna að klæða sig, en sú kona kann sannarlega ekki að klæða sig, sem ekki klæðir sig eftir veðrinu. Margar stúlkur bera því við, að nú sje erfitt að fá ullar- fatnað og ullarsokka. Það er engin afsökun, því að svo lengi sem við eigum íslensku ullina, þarf okkur ekki að verða kalt. Jeg get ekki sjeð, að ullarsokk- ar, prjónaðir úr fínu íslensku bandi, sjeu „svo hræðilega púkó“, eða a. m. k. ekki svo „púkó“, að betra sje að hálf- sálast úr kulda en nota þá. Úr margþættum lopa getum við prjónað okkur peysur í öllum regnbogans litum, sem löngum ermum og stuttum, húfur, trefla og vetlinga, nærföt úr einþættum eða tvíþættum lopa, o. fl. o. fl. Það er hreint ekki svo fátt, sem vinna má úr ullinni okk- ar, ef við aðeins vildum nota hana meira en við gerum. En hefir það ekki einmitt oft verið svo, að íslenskar afurðir hafa verið vanmetnar mest af íslendingum sjálfum? Vjer göngum inn í búð, biðj- um um eitthvað, sem okkur vanhagar um, og búðarstúlkan gerist svó djörf að sýna Okkur einhverja ómögulega og „simpla“ islenska framleiðslu. Vjer fussum og sveium og vilj- um ekki sjá þetta. En heíði það verið eítthvað „voða smart“, nýkomið ffá Ameríku, sem hún hefði sýnt okkur, hefð um vjer sennilega óðar keypt það. Takmark hverrar þjóðar .hlýtur að vera, að verða sjálfri sjer nóg um allar nauðsynjar. Það verður sennilega ár og dag ur þangað til vjer íslendingar náum því takmarki. En fyrsta skilyrðið til þess er, að við met um að verðleikum okkar eigin afurðir. íslenskar stúlkur! Notið því íslensku ullina meira en þið hafið geit. Vekur athygli fyrir fegurð Margrjet Thors. Blaðið Times Herald -í Was- hington birti nýlega þessa ljós- mynd af ungfrú Margrjeti Thors, elstu dóttur Thor Thors sendi- herra og frú Agústu Thors. •— Blað þetta birtir vikulega eina ljósmynd af fríðustu ungmeyjun um í Washington. Munið— — að gott er að bursta frakka, sem orðinn er óhreinn og fitugur, úr salmíaksvatni (10 hl. vatn, 1 hl. salmiak). it — að ágætt er að nota súra mjólk í kökur, vöflur, lummur o. fl. ★ — að blekblettum verður helst náð úr strax. Blekblettum er náð úr gólfteppum með sítrónusafa eða glýserini, síð- Kjöfrjeffir Grillerað kjöt. Efni: 1 14 kg. kjöt (læri eða frampartur). 100 gr. smjþr. 1—2 egg eða hveitijafningur. 200 gr. muldar tvíbökur. Kjötið skorið í stóra bita, soðið og látið kólna. Síðan skor- ið í hæfilega þykkar sneiðar, difið í egg (eða hveitijafning- inn) og velt í tvíbökumylsn- unni. Brúnað íallega ljósbrúnt á pönnu og raðað á fat. Borið á borð með brúnuðu smjöri eða brúnni sósu og soðnum eða brúnuðum kartöflum. Einnig grænmeti. frskur kjötrjettur. EFNI: 214—3 pund kinda- kjöt (salt eða nýtt), helst fram- partur. 1 meðalst. hvítkálshöfuð. 1 tsk. heill pipar. ca. 14 1. vatn. 5 kartöflur. Kjötið skórið í hæfilega stór stykki og kálið í ræmur. Þá er látið í pottinn eitt lag af káli og svo kjöt, aftur kál og kjöt, efsta lagið kál, piparnum stráð yfir og seinast kartöflurnar. Þegar síður, er hitinn minkað- ur og kjötið soðið afar hægt í 214—3 tíma. Kjöt í lauk. EFNI: 2 kg. kjöt. 75 gr. feiti. 3 laukar. Salt og pipar. Matarlitur. ca. 50 gr. hveiti. Kjötið skorið í litla aflanga bita, brúnað á pönnu, látið í pott með heitu vatni ásamt salti, matarlit, pipar og fínt brytjuðum og brúnuðum lauk, soðið hægt í 1—114 tíma, eða þar til það er vel meirt. Þá er það tekið upp úr, og sósan jöfnuð með hveitijafning, soðin nokkrar mín. Kjötið látið út í sósuna og hitað vel i gegn. Borið á borð með soðnum kartöflum eða kartöflumósi. an er strokið yfir blettinn með mjólk og skolað yfir með þunnu salmíaksvatni. Slæmum blekblettum má ná úr með salt sýru. sem er látin sitja á dá- litla stund og síðan skoluð úr með heitu vatni. Blekblettum er lika náð úr með sápuspritti eða salmíaks- og brintoverilte- blöndu. ★ — að sumt fólk þolir lauk, ef hann er skorinn í sneiðar og látinn liggja í vatni í nokkrar mínútur, þó að það þoli hann ekki að öðru jöfnu. Þessar ermar getur maður prjónað t. d. úr dökkbrúnu eða dökkbláu ullargarni. Þær eru notaðar við stutterma kjóla eða peysur, þegar kalt er. Prjónao á prjóna nr. 11 og nr. 12. Skammstafanir: P-prjónað, b-brugðið, 1-lykkja, þ-þuml- ungur. Fitjið upp 50 1. á prjóna nr. 12. Fyrsta umf.: P. 2. * b. 1, p. 1, endurtak frá * og umferðina á enda. Prjóna þannig 3J/2 þ. Skifta síðan um prjóna, ög prjóna á nr. 11 eftirfarandi: Fyrsta umf: P. 2, (b. 1, og p. 1), níu sinnum, b. 1, * prjón- ið og aukið í við næstu lykkju, b. 1, endurtak frá * þrisvar sinnum (4 sinnum aukið í í alt), snúið með p. 1, b. 1, þar til umferðin er búin (21 l.j. Önnur umferð: P. 2, (b. 1, og p. 1,) níu sinnum, b. 1, (p. 2 og b. 1) fjórum sinnum, (p. 1, og b. 1,) tíu sinnum, p. 1. Þriðja umferð: P. 2, (b. 1 og p. 1,) tíu sinnum.’Úb. 2 og p. 1,) fjórum sinnum (b. 1 og p. 1) tíu sinnum. Endurtakið áframhaldandi tvær síðustu umferðirnar, en aukið í á báðum endum einu sinni á hverjum tíu umferðum, þar til 70 lykkjur eru á. Prjón- ið síðan áfram, þar til saum- urinn er 12 þ. að lengd, eða lengdina frá ulnliðnum að ermabandinu. Síðan: Snúið að yður brugðnu hliðinni, og fellið niður fyrstu snúnu lykkjuna í hverjum af hinum fjórum b. 2 snúningum og rekið upp hverja lykkju nið- ur í aukninguna. Prjónið síðan snúning, 3. þ., p. 1 og b. 1, og notið prjóna nr, 12. Fellið síðan af og saumið sam an saumatja. S,—S. Kvenijelagasambandið fær ríflegan styrk Á síðasta þingi voru Kven- fjelagssambandi íslands veittar hundrað þúsund krónur til starfsemi sinnar, eins og lands- þingið s. 1. sumar fór fram á. Er það fagnaðarefni, að feng- ist hefir þannig viðurkenning á hinu þjóðþarfa og óeigin- gjarna staríi kvenfjelaganna. Munu margar konur óska K. í. allra heilla og bíða með eftir- væntingu eftir að það færi starf sitt í aukana. Fáfræði eða hvað? Kvenrjettindafjelag íslands sótti eins og að undanförnu um styrk til Alþingis. Einn þing- maður i fjárveitinganefnd gaf meðnefndarmönnum sinum þær upplýsingar, að fjelagið væri alls ekki til (fjelagið hef- ir þó notið styrks frá þinginu í áratugi), og eðlilega fjell þetta í góðan jarðveg\g fje- lagið, sem ekki var til, skyldi engan styrk fá. Fjelagskonur sáu þá sitt ó- vöenna og sendu þinginu mót- mælaskjal, með nöfnum sín- um og heimilisíangi, til þess að sanna tilveru sína og fjelags- ins. Það hreif. Fjelagið fjekk styrkinn, en fjárhæð sú, sem það bað um, til þess að halda landsfund næsta sumar, á endi- lega að takast af fje þvi, sem Kveníjelagssatnband íslands var veitt til heimilismálanna. Meiri hluti nefndarinnar gat ómögulega skiíið, að hjer var um algerlega sjálfstæð fjelög að ræða, með gjörólík verksvið og stefnumál. (Nýtt Kvennabl. jan.-hefti.) VitiÖ þjer— •— að sje notuð mjólk í brauðið við baksturinn, verður það mýkra, en sje háft vatn í það, heldur það sjer lengur. ★ — að hægt er að stoppa í smárifur á fötum með löngum hárum. Stoppið sjest lítið og ehdist vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.