Morgunblaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 11
Föstudagur 10 mars 1944 MORGUNBLABIt) 11 írri£ VÍCKt BAlírT? h,eyrðum við glamra í pjátur- diskum, eða einhverju þesshátt ar hjá hermönnunum, og einn þeirra sönglaði án afláts gegn- um nefið — þjer vitið hvað söngurinn þeirra hjerna er þunglyndislegur — maður gæti næstum spangólað eins og hundur sem heyrir fiðlumúsik, þegar maður hlustar á hann. Loks vaknaði hinn Háttvirti, og jeg sagði honum, hvernig komið var. Hann var merkilega ró- legur og geðprúður. Honum fanst þetta fyndið. Hann var jsvo belgfullur af ópíum, að honum fanst það fyndið. Hann bað um eitthvað að borða. Kuei gaf honum soðin hrísgrjón, sem voru á bragðið eins og rottu- eitur — eða eins og jeg ímynda rpjer rottueitur — ,,Geta hrísgrjón þessi hafa eitruð?“ flýtti sir Henry sjer að spyrja. „Hvað eigið þjer við með eitraður?“ spurði Kurt. Yfir- heyrslan færðist æ nær því að vera eintal hans. „Þjer eigið við að hinn háttvirti hafi dáið af því? — Nei, jeg býst ekki við því. Jeg álít Kwe Kuei heið arlegan náunga að sínu leyti, og þegar öll kurl koma til graf- ar át jeg sömu fæðu og hinn háttvirti, án þess að verða blár í framan. Þjer haldið að Kuei h,afi haft í hyggju að eitra fyrir okkur og ræna fjemætinu? Skrýtið að mjer skyldi aldrei detta það í hug. Nei, jeg er viss um að hrísgrjónin voru ekki eitruð. Þau voru aðeins þann- ig á bragðið“. Sir Henry Kingsdale-Smith hristi höfuðið. Ef Kurt Planke var sekur um dauða þessa vesa- língs Russells, þá gerði hann vissulega undarlega lítið til að sanna sakleysi sitt. „Jæja, haldið áfram“, sagði hann og barði horuðum, kín- verskum vísifingri sínum í borð ið. „Er kvöldið nálgaðist fór hr. Russell að verða erfiðari viður- eignar", hjelt Kurt áfram. „Hann varð svo hávær að Kuei neyddist að koma aftur með pípurnar. Hann reykti eins og vitfirringur, það verð jeg að segja. Jeg reykti líka aftur. Þetta var hreinasta brjálæði, það skal jeg viðurkenna. En þegar alt kom til als var pípan eina ánægjan sem við áttum völ á. Dagurinn hafði verið okk ur erfiður og þreytandi. Jeg veit ekki hverskonar samsull þ'að var sem Kuei gaf okkur: það var svart eins og skósverta og hræðilegt á bragðið. í stað þess að gera okkur, syfjaða og ánægða æsti það okkur upp. Að minsta kosti varð hinn Hátt- virti sjerlega uppstökkur af því. Hann var einkarlega erf- iður, þegar Kuei sagði honum, að hann ætti ekki meira til. Ennþá erfiðari en hann var nokkurntímann undir áhrifum áfengis. Jeg íhugaði málið og hugsaði: við getum ekki beðið hjer til dómsdags, stríðið getur varað í það óendanlega. Jeg sýndi Kuei hundrað dollara úr seðlaveskinu sem sá Háttvirti hafði trúað mjer fyrir. Það lá við að hann fengi slag. Jeg veit ekki hvernig hundrað dollararn ir skiptust, en hvað sem öðru líður hleypti hann "okkur út morguninn eftir, og við áttum furðu ljett með að komast fram hjá vörðunum. Síðan fylgdi jeg hinum Háttvirta alla leið að dyrum sínum, þar sem hann var ekki sjerlega styrkur á fót- unum. Það var í morgun. I morgun — “, endurtók Kurt steinhissa. „Og svo?“ sagði sir Henry óþolinmóður. ,,Og svo? Jeg var dauðupp- gefinn. Jeg kastaði mjer ofan í rúmið og fór að sofa. Ef hinir kumpánlegu sendiboðar yðar hefðu ekki vakið mig, væri jeg líklega steinsofandi“. „Hvernig vissuð þjer þá, þeg ar þjer vöknuðuð, að Russell var dáinn?“ spurði sir Henry og var á svipinn eins og fálk- inn sem rennir sjer á bráð sína. „Já, hvernig stendur á því?“ endurtók Kurt og starði á hann steinhissa. Dr. Hain stóð upp og sagði: „Jeg kom til herbergis Kurts og sagði honum frá því. Hann hlýtur að hafa sofnað aftur og því gleymt að jeg hafi talað við hann“. „Nú langar mig til að spyrja yður einnar spurningar“, sagði sir Henry. „Tókuð þj'er ekki fyrir kverkar Russell þegar þið voruð einir á ganginum, og tók uð þjer ekki af honum seðla- veskið meðan hann var með- vitundarlaus af yðar völdum. „Nei, sagði Kurt og hló að þessari uppástungu. Enn einu sinni þurfti dr. Hain að leggja orð í belg. „Það sáust engin merki um líkamlegt ofbeldi á líkinu“, sagði hann. Frank Taylor hrökk við, þegar hann heyrði talað um Russell sem lík. „Þjer vitið að það er ólöglegt að reykja ópíum og að þjer verð skuldið þunga hegningu fyrir að gera það“, sagði sir Henry Kingsdale-Smith. Kurt áleit þessa athugasemd ekki svara verða. „Hversvegna reyktuð þjer þá og þar að auki í -svona niðurlægjandi umhverfi?“ spurði sir Henry. Hann var ekki að hræsna; hann gat að- eins ekki fundið neinn skyld- leika milli ópíums eins og hann reykti það og ópíums eins og aðrir reyktu það. „Jeg þarf varla að skýra það fyrir yður, herra“, tautaði Kurt. Hann ljet höfuðið síga niður á bringu og hugsaði sig um. „Þjer munið að öllum líkindum ekki skilja það“, hjelt hann áfram. „Það var eiginlega vegna hljóm listarinnar". „Hljómlistarinnar?“ endur- tók sir Henry skilningssljór á svip. .Dr. Hain beygði sig á- fram eins og á hann væri yrt. „Já, vegna hljómlistarinnar“, sagði Kurt og kinkaði kolli. „Þegar maður er búinn að reykja nóg — rjett áður en maður sofnar — þá heyrir mað- . ur hljómlist, hljómlist sem j aldi’ei hefir verið skiúfuð nið- | ur. Þetta kann að virðast skop- j legt, en jeg hugsaði oft í i fyrstu: Ef jeg gæti munað þessa j hljóma og skrifað þá niður, þá j— Jeg er nefnilega hljómlistar- maður, sjáið þjer til“, flýtti hann sjer að bæta við. „Jæja, þarna hafið þjer allan sannleik- ann“, sagði hann að lokum. „Það versta við að drekka sig fullan — er eflaust að maður fyllist sjálfstrausti“. Sir Henry Kingsdale-Smith sat um stund þögull og hugsi. „Nú er röðin komin að dráttar- karlinum“, sagði hann að lok- um. „Gaktu fram, dráttarkaid", sagði túlkurinn og hann sagði orðið dráttarkarl eins og það væri skammai'yrði. Yen gekk einu skrefi nær. „Gæti jeg fengið vindling?“ spurði Kurt aftur, og um leið og hann hafði fengið hann, reykti hann með áfergju. Yen stóð þarna með mátt- lausa handleggi niður með hlið- unum og opinn munn; það skein í horaða bringu hans gegnum opinn jakkann og hann lyktaði eins og hrætt dýr, því að hinn kaldi sviti óttans spratt út á honum án afláts. Nokkrir hó- telsþjónanna höfðu kallað til hans, að farþegi hans þá um morguixinn væri dauður. Þótt hann gæti ekki skilið hvernig það kæmi honum við, var þó annað sem vakti enn meiri undr un og' ótta hjá honum — návist gamla læknisins, sem nokkrum dögum áður hafði stungið hann með hinni miskunnarsömu nál. Hið eina sem gaf honum aukinn kjark og sjálfsálit, var meðvit- undin um hinn dýra hatt, sem hann hafði á höfðinu. Hann ljet litla hneygingu fylgja með hverju jái og neii, og sagði eng- in önnur orð. Svör hans staðfestu framburð Kurt Planke. Það var ekki fyrr en hann var spurður, hvort hann hefði einnig reykt við þetta tækifæri, að hann byrjaði að Ijúga. Pjetur og Bergljót Eftir Christopher Janson 23. Fjórði kafli. Veturinn var liðinn og það var vor í lofti. Fjörðurinn var löngu íslaus og auður og allur snjór tekinn upp. Brumknappar sprungu út á trjánum, og sólargeislarnir læddust inn milli greinanna hlýtt og mjúklega, til þess að heilsa upp á garnla kunningja. Blærinn þaut út eftir firðinum og var að gá að því, hvort fuglarnir færu ekki bráðlega að koma til sumarheimkynna sinna, því skógur- inn var þegar farinn að búa þeim húsaskjól. Alt var að verða reiðubúið handa sumargestunum. Vindurinn hafði sjálfur annast hreingerningarnar; h'ann hafði feykt rusl- inu langt út á sjó og svo tók sjórinn við því, og hvert hann fór með það, veit enginn. Trjen höfðu þvegið sjer um ræturnar úr snjó og úr regnvatni um krónurnar, svo það glampaði á þau og svo þurkaði blærinn þau á eftir. Sjálfur þaut hann um, hinn vorglaði blær, hvískraði og hló, þaut um milli greinanna og sagði trjánum svo skemti- legar sögur, að þau skellihlóu öll líka. — „Nú sprettur svei mjer bærilega“, sögðu menn, þegar þeir hittust á förnum vegi. Og svo komu farfuglarnir hver af öðrum, steindepill og þröstur, söngspör og gaukur og bráðlega hljómaði allur skógurinn af söngvum þeirra. Og síðan komu líka aðrir farfuglar, en heldur stærri, það voru Englendingarnir. Og handa þeim hafði líka verið búið húsrúm, þvegið og sópað og Árni á Bjarnarstöðum hafði meira að segja látið setja nýja rúðu í gluggann á einu loftherbergi, því þar átti hann að vera, stóri farfuglinn hann Mr. Smith. Mr. Smith var vel kunnur í sveitinni, því hann hafði komið þangað einu sinni áður, og fólki hafði g^ðjast vel að honum. Hann gat talað sama mál og fólk talaði í sveit- inni, bara þegar hann reiddist eða þurfti að flýta sjer,' gat hann orðið snöggur upp á lagið og þá komu út úr honum svo ákaflega skrítin hljóð, og svo einkennilegt mál, að enginn gat skilið hann. Þessi fugl, sem Árni bóndi tók á móti og veitti húsa- skjól og fæði, var allur röndóttur, í röndóttum jakka og röndóttu vesti, röndóttum buxum og röndóttum sokkum. Brækurnar náðu ekki lengra en rjett niður fyrir hnjeð og þar kom á þær stór poki; stígvjelin voru upphá, reimuð og járnslegnir sólarnir, svo það glumdi í öllu, þegar Smithinn gekk um gólf. En skrítnastur af öllu var þó hatturinn. Hann var kringlóttur og grár á lit, og á hann ( allan var hitt og þetta drasl saumað eða límt, korkmolar IjfHP ^TIigT mo*^Jú/nJea- í veitingahúsi sátu þrír ung- ir menn og töluðust við. Segir þá einn þeirra: „Jeg trúi því, sem jeg skil, því og engu öðru“. „Já, sama segi jeg“, sögðu hinir báðir. Nálægt þeim sat gamall mað- ur, sem heyrt hafði það, sem þeir sögðu. Hann gengur til þeirra og segir: „Má jeg segja ykkur, ungu herrar, ferðasögu mína í dag“. Því játuðu hinir. „Jeg fór með járnbraut11, byi'jaði gamli maðurinn, „og sá þá nokkrar gæsir, sem voru að kroppa gras. Trúið þið því?“ „Já“, svöruðu ungu menn- irnir. „Seinna sá jeg nokkrar kýr og sauðkindur, sem einnig kroppuðu gras. Trúið þið því?“ „Já“, var svarið. „Og seinast sá jeg hesta, sem einnig bitu gras. Trúið þið því?“ Ungu mennirnir játuðu einn- ig þessu. „Jeg sá, að það voru fjaðrir á gæsunum, ull á kindunum, stutt, þjett hár á kúnum og sterkt makka- og taglhár á hestunum. Trúið þið því?“ „Já, autvitað trúum við því“. „Gott er það, að þið trúið þessu, en getið þið nú sagt mjer: Hvernig stendur á því, að nokkuð af grasinu, sem gæs- irnar átu, verður að fjöðrum, og nokkuð af samskonar grasi, sem kindurnar átu, verður að ull, og nokkuð af grasinu, sem kýrnar átu, vei’ður að þjettum hárum, og nokkuð af grasinu, sem hestarnir átu, verður að löngum tagl- og faxhárum?“ Það er ekki getið um að ungu mennirnir hafi verið fljótir til svars. Þegar Napoleon keisari var á leiðinni frá Elbu til Parísar 10.—20. febr. 1815, ritaði rit- stjóri blaðsins „Le Moniteur“ eftirfarandi frjettir: 10. febr.: Mannætan er nú sti'okin úr holu sinni. 11. febr.: Ski'ýmslið frá Cor- sica er nú komið á land við Cap Juan. 12. febr.: Tígrisdýrið er kom ið til Cap. 13. febr.: Ófreskjan er í nótt í Grenoble. 14. febr.: Hirin grimmi harð- stjóri er kominn fram hjá Lyon. 15. febr.: Ofbeldismaðurinn er nú ekki lengra frá París en 60 mílur. 16. febr.: Bonaparte fer nú hratt yfir til París. 17. febr.: Napoleon er nú kominn að borgarveggjunum. 18. febr.: Keisarinn er nú kominn til Fontainebleau. 19. febr. : Hans keisaralega og konunglega hátign hjelt í dag' inn í sínar keisaralegu hallir með sigurhi'ósi sinna trúuðu og' auðmjúku þegna. ★ Þegar hinn frægi læknir Dumoulin lá fyrir dauðanum, voi'U mai'gir læknar hjá honum. Undir andlátið sagði hann: „Jeg læt eftir mig þrjá góða lækna, það er vatnið, vinnan og hófsemin“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.