Morgunblaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1944, Blaðsíða 5
Laugardagmr 11. mars 1944 MORGUNBLAÐIÐ 5 M.rjoí itá JHþingyi: Lýðveldi og skilnaður — Synjunarvald for- seta — Þjóðaratkvæðagreiðsla í 4 daga — Sneypuleg útreið i kapphlaupi FUNDUM ALÞINGIS verður frestað í dag. Hefir það þá set- ið tvo mánuði og einum degi betur. Þessi seta Alþingis er ein hin merkilegasta er um getur í sögu þess. Ný stjórnarskrá um stofnun lýðveldis á íslandi hef- ir verið samþykt. Tillaga um skilnað við Dani hefir einnig hlotið samþykki. Bæði þessi merkilegu mál hafa verið af- greidd frá þinginu með sam- hljóða atkvæðum allra þing- manna, er ferlivist máttu hafa. Stefnan í sjálfstæðismálum þjóðarinnar hefir verið mörk- uð skýrt og ótvírætt. Stórviðburðir sögunnar. í RAUN RJETTRI hefir hjer gerst sögulegri viðburður en ýmsir átta sig á. Stjórnskipu- laginu hefir verið breytt úr nær 700 ára gömlu koung- dæmi undir erlendum yfirráo- um, í óháð og fuliválda lýðveldi með íslenskum þjóðhöfðingja í æðsta valdsessi. Slíka atburði.mun bera hátt í íslenskri sögu um alla fram- tíð. Sá einhugur, sem að lokum rjeði stefnu Alþingis í þéssum málum, mun ekki aðeins verða öllum íslendingum hvatning til algerrar einingar um málið, heldur og verða komandi kyn- slóðum bjartur viti í hinni ei- lífu baráttu þjóðarinnar fyrir frelsi sínu. Alþingi hefir vaxið af framkomu sinni á örlaga- stundum tveggja síðustu mán- aða. Það hefir sannað þjóðinni, sem hefir fengið því hið virðu- lega hlutverk, að það var vand- anum vaxið og trútt þeirri hug- sjón, sem rjeði endurreisn þess fyrir 101 ári. Það er glæsileg tilviljun, að samþykt hinnar nýju lýðveldis stjórnarskrár hefir borið að á 101. ártíð til- skipunarinnar um endurreisn Alþingis, en hún var, eins og kunnugt er, gefin út 8. mars 1843. Þannig hefir þráður ör- laganna verið spunninn til gæfu þeirri þjóð, sem heitt og lengi hefir þráð eigin endur- reisn. En Alþingi hefir einnig hlotnast mikil gæfa. Þjóðin barðist fyrir endurreisn þess til þess að skapa sjer baí-áttu- tæki, vopn í harðsóttum deil- um fyrir rjetti, sem í senn var skráður skýrum stöfum á bók- fell löggerninga og ómáðum rúnum í hjörtum hennar. Þessa baráttu leiddi Alþingi til lykta á 101. afmælisdegi endurreisn- ar sinnar. Ávöxt hennar hefir það gefið þjóðinni. Synjunarvald forseta. ÞÓTT ÍSLENDINGAR fagni nú hinni nýju lýðveldisstjórn- arskrá, má vel vera, að ein- hverrar óánægju gæti um ein- stök ákvæði hennar. En þess ber vendilega að minnast í þessu sambandi, að hún er fyrst og fremst sett til bráða- birgða. Einungis þeim ákvæð- um stjórnarskrárinnar, sem ó- hjákvæmilega er talið að breyta þurfi, vegna flutnings hins æðsta valds inn í landið og skilnaðarins við Dani, hefir verið breytt. - Heildarendur- skoðun margra annara ákvæða hennar stendur því fyrir dyr- um í nánustu framtíð. Það væri því mjög óhyggilegt að láta ágreining um einstök á- kvæði hinnar nýsamþyktu lýð- veldisstjórnarskrár, verða að deiluatriði í sambandi við sjálfan kjarna málsins, lýðveld isstofnunina og flutning hins æðsta valds inn í landið. Það ákvæði, sem heist kynni að valda slíkum óhyggilegum deil um, er ákvæði stj.skr. um synjunarvald forseta lýðveld- isins. Um það stóð einnig nokk ur deila á Alþingi. Hafði stjórn arskrárnefnd lagt til, að ef forseti synjaði lagafrumvarpi staðfestingar, skyldi það engu að „síður öðlast lagagildi, en jafnframt skyldi leggja það undir atkvæði allra kosninga- bærra manna í landinu, svo fljótt sem kostur væri á, til samþyktar eða synjunar. 1 Nd. var þessu ákvæði breytt þannig, samkvæmt tillögu frá íorsætisráðherra, að ef forseti synjaði lagafrumvai’pi staðfest- ingar, skyldi það ekki öðlast lagagildi þá þegar, heldur leggj ast undir atkvæoi allra kjós- enda í landinu, til samþyktar eða synjúhar, en öðlast gildi án staðfestingar, ef það næði samþykki. í Ed. var frv. svo breytt í hið upprunalega horf stjói'narskrárnefndar, en tillaga forsætisráðherra feld er frv. kom aftur til Nd. og hún var borin þar fram að nýju. ■ Jeg hefi verið einn þeirra manna, sem hneigst hafa að fyrgreindri breytingartillögu forsætisráðherra um synjunar- vald forseta. Að sinni verður það sjónarmið ekki rætt hjer. En þrátt fyrir það, að' hið gagn- stæða varð oían á, getur engin ástæða verið til uppnáms eða æsinga vegna þess. Þetta á- kvæði og fjölmörg fleiri verða tekin til gagngerðrar athugun- ar er heildarendurskoðun stjórnskipunar vorrar fer fram innan skams. Við gildandi á- kvæðí, sem auk þess hafa ekki mikla raunhæfa þýðingu, verð- ur því vel unað um skeið. Þau hvorki eiga nje mega spilla samhug þjóðarinnar um sjáifa lýðveldisstofnunina. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefst 20. maí. ALÞINGI HEFIR nú einnig samþykt lög um tilhögun þjóð- aratkvæðagreiðslú um þings- ályktun um niðurfelling dansk- íslenska sambandsIagasamn-% ingsins frá 1918 og lýðveldis- stjórnarskrá íslands. Sam- kvæmt þeim lögum skal þjóð- aratkvæðagreiðslan hefjast 20. maí og standa til 23. maí, eða í 4 daga. Atkvæðagreiðslan er leyni- leg og atkvæðisrjett eiga allir kjósendur til Alþingis, sam- kvæmt gildandi reglum þar um. Reglur um atkvæðagreiðsl una eru flestar í samræmi við hin almennu ákvæði um kosn- ingar til Alþingis. Atkvæði skulu að lokinni at- kvæðagreiðslu talin hjá for- manni yfirkjörstjórnar í hverju einstöku kjördæmi og úrslit at- kvæðagreiðslunnar gerð heyr- um kunn. Það mikilsverða nýmæli er þó í lögum þessum, að heima- kosningar eru heimilaðar við ákveðnar aðstæður. Þeir, er sakir sjúkdóms, ellihrörnunar eða -óhjákvæmilegra heimilis- anna geta eigi samkvæmt drengskaparyfirlýsingu sinni og vottorði hreppstjóra í sveit- um og oddvita yfirkjörstjórn- ar í kaupstöðum, eða fulltrúa hans, farið af heimili sínu eð'a dvalarstað til atkvæðagreiðslu, mega greiða þar atkvæði, enda fari sú atkvæð’agreiðsla fram síðustu viku fyrir fyrsta kjör- dag eða í síðasta lagi á kjör- degi. Um atkvæðagx'eiðslu þessa gilda hin almennu ákvæði kosningalaga til Alþingis. Með því að heimila heima- kosningu við slíkar aðstæður, er fyfst og fremst að því stefnt að hver einasti maður, heill eða sjúkur, geti neytt atkvæð- isrjettar síns. í sömu átt miðar það að hinir eiginlegu kjör- dagar eru ákveðnir 4. Loka má kjördeild og slíta kjörfundi ef kjörstjórn er um það' sammála, þegar er 80% kjósenda hafa greitt atkvæði. Eins og gengið er frá lögum þessum, sýnist auðsætt, að all- ir íslendingar geti með hægu móti neytt atkvæðisrjettar síns. Að því marki hlýtur þjóðin einnig að stefna. íslendingar hljóta með þessari atkvæða- greiðslu að sýna öllum heim- inum einhug þjóðar, sem fagn- ar unnum sigri í langri bar- áttu. Margar þjóðir, sunnrar ná- skyldar oss, færa frelsi sínu blóðugar fórnir um þessar mundir. Lokaskrefið í sjálfstæðisbar- 'iáttu Islendinga krefst engra slíkra fórna, aðeins þess að hver borgari í landinu neyti þess mikilsv. rjettar er lýðræð- isskipulagið hefir trygt hon- um, kosningarjettarins. Það eitt er því samboðið þjóðinni, að hver maður, sem þess á kost, greiði atkvæði, á kjörstað eða utan kjörstaðar, og gjaldi skiln aði og lýðveldisstofnun já- kvæði sitt. Þegar slikri niður- stöðu er náð, mun þjóðin sjá árroða hins rísandi dags i lifi sínu. Hún hefir þá lagt traust- an hornstein að framtíð sinni, bættum þjóðfjelagsháttum, feg urra og betra lífi. Sá horn- steinn er trú hennar á sjálfa sig og rjett sinn til þess að njóta öryggis og rækja skyldur í frjálsum fjelagsskap sið- mentaðra þjóða. Sneypuför Eysteins. FYRIR SKÖMMU var hjer skýrt frá endemislegu kapp- hlaupi tveggja þingmanna af Austurlandi. Báðir þessir þm. höfðu borið fram þingsálykt- unartillögur hvor í sínu lagi, um stofnun nýrra nefnda til þess að vinna að vei’keíni, sem Alþingi hafði falið nefnd, sem þeir sjálfir áttu sæti í. — Alþingi hefir nú tekið afstöðu til þessara fáránlegu tillagna. Tillaga uppbótaHþingmannsins hefir fengið þá afgreiðslu hjá nefnd þeirri, sem fjekk hana til athugunar, að nefndin legg- ur nær einróma til að henni verði vísað frá með rökstuddri dagskrá. Byggist sú afstaða nefndarinnar á því m. a., að starfandi sje milliþinganefnd i sjávarútvegsmálum, sem það verkefni heyri undir, er tillag- axi fjallaði um. Á það bendir einnig Fiskifjelag íslands í áliti því, sem það hefir látið þing- nefndinni í tje um tillöguna. En tillaga hins kjördæma kosna þingmanns, Eysteins Jónssonar, sem kapphlaupið hóf við uppbótarþingmann sinn fær þó sínu háðulegri útreið. Um hana hefir nefndin ekki einu sinni talið sjer fært að gefa út nefndarálit, svo fráleitt þótti efni hennar og eltinga- leikurinn við tillögu uppbótar- þingmannsins. Hinn kjördæma kosni Sunn-Mýlingur hefir þvi orðið að kyngja rækilega gasp- uryrðum sínum í Tímanum og á Alþingi um tillögutetur sitt. Sneypuför hans er nú öllum auðsæ orðin. Fer vel á því, og má svo fara, að annað fari eft- ir því hjá þessum steigurlætis- fulla þingmanni. Við Þinglok. ALÞINGI mun nú verða frestað til 10. júní n.k. Það mun trauðla ofmælt að flestir þingmenn fagni því, hve giftu- samlega hefir til tekist um lausn þess höfuðverkefnis, er þingið starfaði að. — En hin vandasömu og ábyrgðarmiklu verkefni hafa kostað mikla vinnu og þrautseigt starf. Hin- ar æstu öldur dægurstjórn- málanna, hafa lægt nokkuð um skeið. Einlægur vilji þorra þingmanna til farsællar niður- stöðu í stærsta máli þjóðarinn- ar, hefir knúið andstæð öfl til nánara samstarfs en áður. A það var drepið í upphafi þessara brjefa, að Alþingi gæf- ist nú kostur þess að sýna, hversu mikils, það mæti sjálf- stæðismálið Alþingi hefir nú sýnt hug sinn í því máli. En það þarf að halda lengra á- leiðis. Landinu verður ekki til lengdar stjórnað með þeim hætti, sem nú er á hafður. Al- þingi verður að mynda ábyrga ríkisstjórn, er njóti stuðnings meirihluta þess. Hin fyrsta ganga íslensks lýðveldis má ekki bera svíp þess festuleysis, sem nú rikir um stjórn lands- ins, og sem Alþíngi á að veru- legu leyti sök á. Við stofnun íslenskS lýð- veldis, eru tengdar glæsilegar vonir framsækinnar þjóðar í göðu landi. Látum þær voirir rætast. S. Bj. Ólafur ríkisarfi vestanhafs Frá noi'ska blaða- fulltrúanum. FREGN hefir borist frá New York um það, að Ólafur ríkis- arfi Noregs sje nú staddur í Bandaríkjunum. Þetta er þriðja heimsókn hans þangað, síðan Noregur lenti í styrjöldinni. Hann hefir nú, ásamt Mörthu prinsessu, heimsótt hafnirnar New Orleans og Moblle og er kominn aftur til Washington. Var hann í viku við Mexikó- flóann. Þau hjónin skoðuðu hafnirn- ar og skipasmíðastöðvarnar í fyrnefndum borgum, og í einni skipasmíðastöðinni ávarpaði Ólafur krónprins 18.000 vei’ka menn og sagði þeim frá stríðs- átaki Norðmanna í baráttu hinng saméinuðu þjóða og einnig um baráttu fólksins heima fyrir. í tveim öðrum skipasmíðastöðvum ávarpaði hann einnig þúsundir verka- manna. Með krónpi'insessunni heimsótti hann norsk skip, sem lágu í höfn og norska sjúklinga í sjúkrahúsum. Landstjórinn í Louisiana og borgarstjói’inn í New Orleans gerðu 29. febrúar að Noregs- degi og var borgin fánum skreytt til heiðurs rikisarfa- hjónunum. Kom niður á host. London: — Amerískur flug- maður, sem henti sjer út úr brennandi flugvirki, kom nið- ur á bak á hesti, sem var á beit úti á engi. Ekki varð hestinum vel við komu þessa riddara og henti honum af sjer hið bráð- asta, og var það slæmt, því ann- ars hefði flugmaðurinn unnið það einstaka afrek, „að koma aftur til bækistöðva sinna á hestbaki“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.