Morgunblaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 1
Viil skilja við Tarsan Kvik'myndaleikarinn Johnny Weissmiiller, sem kunnastur er fyrir sundmet sín og leik sinn, sem Tarsan apabróðir í kvikmyndum, er hjer á myndinni með kpnu sinni. — Kona hans vill skilja við hann og segir, að hann sje geðstirður með afbrigðum og ómögulegt að búa með honuin. Rússar sækja fram á 600 km. breiðri víglínu fíUSSAR hafa nú hafið milda sókn á 640 km. breiðri víg- iínu, sem nœr frá Tarnopol að norðan og suður að liafnar- borginni Nikolaiev við'Svartahal'. Beinist sókn þessi að án- um Bug og Dniester. . Hjer er um þrjá rússneska heri að ræða, fyrsta, annan og þriðja ukrainisku herina undir stjórn Zhukovs marskálks og hershöfðingjanna Koniev og Malinovsky. Sækja þeir fast á eftir hersveitum Mannsteins marskálks, og hvílir aðalþungi þeirrar sóknar á hersveitum Konievs á miðri víglínunni og her Marinovsky sunnar. I vikusókn Rússa hafa 20 lið- sveitir Þjóðverja beðið mikið áfhroð, tala fallinna og særðra er komin upp í 100.000» Næstu daga mun koma fram, hvaða afleiðingar þessi sókn hefir fyr ir þýska herinn. Hersveitir Marinovsky voru í dag innan við 25'mílur frá Nikolaiev við mynni Bug-ár- innar. Taka Nikolaiev myndi hafa í för með sjer einangrun þýsku herjanna við Kherson, sem stendur við mynni Dnieper árinnar, en að þeirri bórg sæk- ir nú fjórði Ukrainu-herinn undir stjórn Tolbulchin hers- höfðingja. Það myndi einnig geta haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir þýska setuliðið á Krím skaga. Það er her Konievs, sem sæk ir að Bug-ánni. Þegar síðast frjettist í dag voru framvarða- sveitir hans um 40 km. frá ánni. Sagt er, að á þessum víg- jstöðvum sje þýski herinn á einna hröðustu undanhaldi, og Rússar sækja fast á eftir. — Sigui- Rússa við Uman er einn hinn mesti, sem þeir hafa unn- ið í Ukrainu. Manntjón Þjóð- verja á þeim slóðum s.l. 5 daga er áætlað 60—80 þús. fallnir og særðir. Þjóðverjar ásakaðir um sfríðsglæpi London í gærkveldi. NÆSTU RJETTARHÖLD út af stríðsglæpum Þjóðverja fara sennilega bráðlega fram í Kiev, en íbúar þeirrar borgar hafa verið sjerstaklega grátt leiknir af Þjóðverjum. Um 40 þýskir hermenn og iiðsforingjar munu verða leidd ir fyrir rjett og ásakaðir um beina þátttöku í pyntingum og morðum rússneskra stríðsfanga og óbreyttra borgara. — — Reuter. Svíar dttu að hernema Noreg og Danmörku Nægur sykur í Svíþjóð. Það er opinberlega tilkynt, að sykurrófnauppskeran 1 Sví- þjóð hafi verið 10% meiri í fyrra, en næsta ár á undan. — Mun þörfum þjóðarinnar í þessu efni vera fullnægt í ár. Alþingi frestað í gær til 10. júní Á FUNDI sameinaðs Alþing- is í gær. var samþ. tillaga til frestunar á fundum Alþingis. Áður en þingfrestunarbrjef væri upp lesið, tók Gísli Sveins son, forseti Sameinaðs Alþingis til máls. Gat hann þess, að þingið hefði nú einum rómi af- greitt tvö stórmál, e. t. v. ein þau stærstu, er Alþingi nokkru sinni hefði fjallað um, þar sem væri lýðveldisstjórnar- skráin og tillagan um niður- feliingu dansk-íslenska sam- bandslagasáttmálans frá 1918. Kvað forseti nú von og ósk allra. að fullkominn einhugur mætti ríkja hjá þjóðinni um afgreiðslu málanna. í júnímán- uði rnyrdi svo þingið koma saman á ný og ljúka málum til fulJs. I kjölfar þessara mála hefir m. a. fylgt bróðurkveðjan til Norðurlandaþjóðanna, sagði for seti. „Guð láti þessu öllu giftu fylgja“. Þá þakkaði forseti þingmönn um gott samstarf, óskaði þeim velferðar og góðrar heim- komu Eysteinn Jónsson þakkaði forseta góða og skörulega stjórn á þingi og gott samstarf við þingmenn og árnaði hon- um heilla. Að svo búnu las forsætisráð- herra upp þingfrestunarbrjef og lýsti fundum Alþingis frest- að nú, en þó eigi lengur en til 10. júní n. k. Þakkaði hann f. h. ríkisstjórnar fyrir gott sam- starf og forseti tók undir f. h. þingmanna. Loftárás á Florens BANDAMENN gerðu í dag fyrstu loftárás sína á Florens í Ítalíu, en sú borg er fræg fyr- ir listaverk sín og fagrar bygg- ingar. Bandamenn taka það fram, að árás þessi hafi verið gerð vegna þess, að Florens sje mikilvæg samgöngumiðstöð Þjóðverja, og hafi ekki lengur verið hægt annað en gera árás- ir á hana, enda hafi alt verið gert, sem hægt var, til þess að sprengjur fjellu ekki á bygg- ingar, heldur aðeins á járn- brautarstöðvarnar, og áhafnir sprengjuflugvjelanna hafi ver- ið þaulæfðar og sjerstaklega lagt á hjarta að gæta sín vel. Pucheu dæmdur til dauða Algiers í gærkvöldi. EFTIR nálega viku rjettar- höld hefir nú dómur verið kveðinn upp hjer yfir fyrr- verandi innanríkisráðh. Vichy- stjórnarinnar. Pierre Pucheu, og var hann dæmdur til dauða. Tók dómarinn fram, að þótt vitnisburðir hefðu verið ónóg- ir, þá væri sannað að hann hefði haft samvinnu við Þjóð- verja, og þó umfram allt, að hann hefði stuðlað að því, að franskir menn hefðu barist gegn Rússum með Þjóðverjum. Pucheu annaðist sjálfur vörn sína, og kvað sig vera dæmdan af landráðamönnum og valda- gráðugum föntum. Hið síðasta, sem hann sagði, áður en hann var leiddur útt, var: „Lifi Frakkland“. Álitið er Pucheu muni áfrýja dóminum, en það er leyfilegt. Málaferli þessi hafa vakið mikla athygli og er alment álit ið að hinir aðrir Vichymenn, er leiddir hafa verið fyrir rjett hjer í Algires, fái sama dóm og Pucheu. —Reuter. Irar neita að loka sendi- ráðiun London í gærkv. IRSKA stjórnin hefir nú svarað málaleitun Bandaríkja- stjórnar um að loka sendiráðs- skrifstofum Þjóðverja og Jap- ana i Dublin. Svarið er afdrátt- arlaus neitun, og tók de Valera forseti það fram, að ef látið væri að tilmælum þessum, myndi Eire geta dregist inn í styrjöldina. Kvað de Valera engar njósnir fara fram á írskri grund, og stuttbvlgju- stöð, sem Bandaríkjamenn töldu þýska sendiráðið í Dubl- in hafa, er í vörslum irsku stjórnarinnar, sagði de Valera. Ekkert nýtt hefir komið fram um þessi mál vestanhafs í dag, en blöð í Bandaríkjunum eru allharðorð í garð íra, en við- urkenna að de Valera muni hafa alla írsku þjóðina að baki sjer í þessu máli, og hafi hag- að sjer löglega, en þetta geti kostað líf fleiri þúsund Amer- íkumanna, vegna njósna Þjóð- vera í írlandi. — Reuter. Sænskt blað segir frá þess- ari fyrirætlun þjóðverja STOKKHOLMI: (Skv. fregn til breska upplýsingamálaráðu- neytisins). Sænska blaðið Esk- ilstuna Kurieren sagði frá því miðvikudaginn 2. febrúar síð- astl., að danskur verkfræðing- ur, Rudolf Christiani að nafni, hafi, sem fulltrúi dr. Best, vf- irmanns Þjóðverja í Dan- mörku, náð sambandi við sænska utanríkisráðherrann, Gunther, með uppástungu um það, að Svíar skyldu hernema Danmörku og Noreg, ef Þjóð- verjar flyttu her sinn frá þess- um tveim löndum. I sambandi við þessa frásögn blaðsins, lýsir sænskautanrík- isráðuneytið því yfir, að dansk ur verkfræðingur að nafni Christiani, hafi um síð- ustu áramót komið til utanrík- ismálaráðherrans og annara embættismanna uppástungum, sem þannig hafi verið, að ekki væri hægt að álíta að þær hafi komið frá dr. Best. Eskilstuna Kurieren lýsir Christiani, sem er forstjóri mikils verkfræðingafirma í Kaupmannahöfn, Christiani og Nielsen, sem „upplögðum kvisling“. Blaðið túlkar uppá- stungur hans þannig, að Þjóð- verjar myndu vilja fara burt með hernámslið sitt bæði frá Noregi og Danmörku, ef þeir ættu víst að Sviar hernæmu bæði löndin og trygðu hlutleysi þeirra til styrjaldarloka. Loftárásir á Munsfer og Toulon London í gærkveldi. BANDAMENN hjeldu áfram loftsókn sinni í dag og voru aðalárásirnar gerðar á sam- göngumiðstöðina Munster í Þýskalandi og Toulon í Frakk- landi. Auk árásanna á borgir þess- ar voru gerðar margar loft- árásir á aðra staði í hernumdu löndunum Flugvjelatjón bandamanna var mjög lítið, eða aðeins fjór- ar orustuflugvjelar, en allar sprengjuflugvjelarnar skiluðu sjer heim aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.