Morgunblaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. mars 1944, HVAÐ ÞARF TIL AÐ TRYGGJA REYK- VÍKINGUM NÆGILEGT RAFMAGN Skýrsla frá Steingrími Jónssyni rafmagnsstjóra Hættur fiðluleifc í bráð Steingrímur Jónsson raf- rnagnsstjóri hefir nýlega sent bæjarráði skýrslu um athug- anir hans á því nauðsynjamáli, hvað gera þarf á næstunni til þess að auka rafvirkjun bæjar- ins, svo trygt sje að hjer verði nægilegt rafmagn á næstu ár- um, enda þótt kröfur og þarfir manna til rafmagns aukist jafn hröðum skrefum og þau hafa gert. í gær átti blaðið tal við Stein grímu um þessi mál, og spurði tíðindamaður blaðsins hann m. a. um það, hve rafmagnsfram- leiðslan hafi aukist ört síðan stöðin við Ljósafoss var reist Fyrsta árið, sem Ljósafoss- stöðin starfaði, það var árið 1938, var rafmagnsframleiðsl- an .í Elliöaárstöð og Ljósafoss- stöðínni samanlagt 16 miljónir kilowattstunda, en árið 1943 var hún rúmlega fjórföld, eða 68 miljónir kílówattstundir. — Var búist við því í upp- hafi, að rafmagnsþörfín ykist svona mikið? — Það er erfitt að gera sjer glögga grein fyrir því, hvemig þróunin verður í þeim málum fram í tímann. En ggrt var ráð fyrir, að svo kynni að fara, að bæta þyrfti 3. vjelasamstæð- unni við Ljósafossstöðina að 5 árum liðnum frá 1938, og yrði hún þá jafnstór þeim tveimur, sem fyrir eru. En sú vjelasam- stæða, sem nú er sett þar upp, er um 8000 hestöfi, en þær sem fyrst voru settar upp, eru 6250 hestöfl hver. Nú er um það rætt, að sjá þurfi úthverfum bæjarins fyrir rafhitun, er fá ekki afnot af Hitaveitunni, og atvinnurekstr- inum fyrir auknu rafmagni fyr- ir vinnuvjelar og til annara nota. Auk þess verður Sogsvúrkj- unin að sjá nálægum hjeruðum fyrir rafmagni, eftir því sem hjeruðin geta annast að leiða ráfmagnið til sín, og jafnóðum ög hægt verður að framkvæma þau verk. — Hvernig verður aðstaðan í rafmagnsmálunum eftir að nýja vjelasamstæðan í Ljósa- fossi verður komin í notkun? — Þá höfum við yfir að ráða nál. 25 þúsuna hestöfium. Ef eftirspurnin eftir rafmagni og þörfin fyrir rafmagn eykst eins hröðum skrefum næstu missiri, eins og reynslan hefir orðið síð- an árið 1938, þá verður full- ásett á þessi 25 þúsund hestöfl næsta vetur. En ein meginorsök þess, hve rafmagnseyðslan hefir aukist undanfarin ár, er það, að raf- magn til hitunar hefir verið «elt svo ódýrt, að sú upphitun hefir verið ódýrari en kola- hitunin. Að sjálfsögðu er það imjög vafasamt fyrir bæjarfjelagið, eð dreifa rafmagninu út til her bergjahitunar í svo stórum stíl, að hörgull verður á rafmagni fyrir atvinnurekstur. Á hinn bóginn er það gott fyrir iðnaðinn að rafmagn verði notað í framtíðinni í allstórum stil til hitunar, því sú notkun Ijettir undir með aukinni virkj un, er kemur iðnaðinum að gagni. Taka þarf strax upp það mál, hvernig leysa á bæstu viðbót- arvirkjun, eða hvernig auka á rafmagnið á næstu árum. Ljósa foss er fullvirkjaður nú eins og hann er. Og þá er um þrjár leiðir að ræða: Að ráðast í nýja virkjun í Soginu, og tel jeg eðlilegast að næst verði tekinn Kistufoss og Irafoss, en þeir verða virkjaðir saman. Verður þar næsta orku- verið við Sogið. Efsta fallið upp við Þingvallavatn tel jeg að ýmsu leyti erfiðara til virkj- unar. En ný virkjun við Sogið verður undir núverandi kring- umstæðum óhóflega dýr. Stór aflstöð við neðsta fallið myndi með núverandi verðlagi kosta tugi miljóna. Ef í hana yrði ráðist nú, þá myndi af því leiða það, að við gætum ekki lengur búið við svipað því eins lága rafmagnstaxta, eins og hjer eru nú, bæði vegna þess að sú virkjun yrði stórfeldari en not verða fyrir á næstu árum, og stofnkostnaðurinn yrði alveg óeðlilega hár. Þess vegna hefi jeg hugleitt tvær aðrar leiðir. Önnur er sú, að virkja fallvatn, sem er ekki eins stórt eins og Sogið, þar sem stofnkostnaður yrði við- ráðanlegri á meðan verðlag er eins hátt og það er nú, og kæmi slík stöð þá í framtíðinni til að vera varastöð Rafveitunn- ar, ef eitthvað bæri út af með Sogsveituna. Þriðja hugsanlega leiðin er, að setja upp rafstöð hjer í bæn- um, sem rekin yrði með olíu- kyndingu, og yrði hún rekin í samstarfi við Sogsvirkjunina. Mönnum, sem eru eígi kunn- ugir rafmagnsmálum. kann að finnast það einkennilegt í fljótu bragði, ef bygð yrði hjer olíu- kyndingarstöð, þar sem eins mikið vatnsafi er fyrir hendi og hjer er. En slík stöð yrði fyrst og fremst bygð sem varastöð, til þess að grípa til, þegar mest er rafmagnsþörfin, og þyrfti í framtíðinni ekki að vera rekin nema tiltölulega fáar klukku- stundir á ári. Reynslan hefir sýnt, þar sem rafvirkjanir eru lengra komnar og eldri en hjer, að það er einmitt hægt að fá ódýrast rafmagn til almenningsnota, með því að reka olíukynding- ai'stöðvar í samstarfi við vatns- orkuver. Vatnsafiið, sem not- ast jafnt og þjett alt árið, þarf, að vera svo mikið, til þess að það fullnægi þörfum manna þær stundir ársins, sem þörfin er mest, að mikill hluti vatns- aflsins fer forgörðum, allar þær stundir, sem rafmagnsþörf in er ekki upp á það mesta. En þegar menn hafa aukastöð, sem er ódýrara að byggja en vatns- orkuverin, til þess að grípa til, þegar þörfin er raest, þá geta meðalafnot af vatnsaflsstöðvun um orðið mikið meiri. — Hve langan tíma tekur að koma upp viðbótarstöðvum? — Nýtt orkuver við Sogið er ekki hægt að byggja á styttri tíma en 4—5 árum, frá því að undirbúningur er hafinn. En t. d. olíukyndingarstöð ætti að vera hægt að byggja á 1—2 ár- um, ef vjelar fengjust til henn- ar. Og stofnkostaður hennar yrði sennilega helmingi lægri á hvært hestafl, en í aflstöð við Sogið, Auk þess myndi slík stöð skapa öryggi fyrir notend- ur, því til hennar væri altaf hægt að grípa, ef bilanir koma fyrir t. d. á háspennulínum að austan. — Hve stór ætti slík stöð að vera? — Öruggast væri, að hún yrði það mikil, að frá henni gæti fengist eins mikil orka og flutt er með einni leiðslu að austan. En jeg tel sjálfsagt að lögð verði ný lina frá Sogi, um leið og Kistufoss-fallið verður virkjað.. Svo þá yrðu þær tvær. Olíukyndingarstöðin ætti að framleiða um 20000 hestöfl fullbygð. — Herskylda Quislings Framh. af bls. 1. grímuklæddri herskyldu með algjörri mótspymu. Við göng- um ekki á vald Þjóðverjum með aðstoð Quislings. Það bend ir margt til, að nú sje verið að undirbúa skrásetningu 30.000 ungra Norðmanna, til hinnar svonefndu vinnuskyldu. En enginn má koma til skrásetn- ingar. Allir verða að neita að láta skrá sig, því það er ljóst, að þegar menn hafa einu sinni verið skráðir í vinnuþjónustuna eru þeir ekki lengur sjálf síns ráðandi. Þá er sagt, að Quislingar hafi í úyggju að skrá 20.000 konur til kvennavinnuþjónustu. Þar má heldur enginn láta skrá sig, segir í dagskipaninni. Hver einasti maðpr verður að berjast gegn þessu. Það er al- vara og vegna fósturjarðarinn- ar verða allir Norðmenn að sýna festu og samhug. Það er eina leiðin til að bægja hættu hinnar grímuklæddu herskyldu frá. Hinn frægi fiðluleikari, Albert Spalding, hefir lagt fiðluna á hilluna meðan stríðið stendur og vinnur í þágu upplýsinga- stofnunar Bandaríkjahers til ófriðarloka. — Hann barðist í Ítalíuhcr handamanna í fyrri styrjöld. - ÍTALÍA Framh. af 1. síðu. ins gekk í sókn sinni í dag. Þjóðverjar segja í sínuni. fregn um, að bandamenn hafi byrj- að mikla sókn í morgun á Cassino-vígstöðvunum, en að öllum áhlaupum hafi verið hrundið. Þýski frjettaritarinn: Jvarl Pregner, segiv í skeyti frá vígstöðvunum á Italíu í dag, að ekki þurfi að búa.st við miklum bardögum í bráð vegna þess. að á vígstöðvun- um sje alt á kafi í leðju enn- þá. Frá laadgöngusvæði banda manua hjá Anzio berast þær fregnir í dag, að breskar her- sveitir hafi sótt nokktið fram -Og hreinsað til á svæði, sem Þjóðvcrjar höfðu, á sínu valdi. — Rússland Framh. af bls. 1. arstöðvar. Fyrir vestan Kirovo- grad segjast Rússar ennfremur hafa sótt fram og unnið nokkra staði úr höndum Þjóðverja. Þá er skýrt frá því í herstjórn artilkynningunni í kvöld, að borgirnar Berezigovatya ög Senigrievka í Nikolayev-hjer- aði hafi fallið fyrir Rússum. Þýsku herdeildirnar, sem inni króaðir eru hjá Sengrikova hafa verið klofnar og er nú verið að eyða þeim með góðum árangri, segir í herstjórnartilkynning- unni. Herstjórnartilkynningin segir, að 80 þýskir skriðdrekar hafi verið eyðilagðir fyrir Þjóð- verjum og 35 flugvjelar skotnar niður á öllum vígstöðvum. írar ákveðnir að J faka því, sem koma kann Durlin í gærkveldi, Sir John Esmonde, sem ey f orm aður st jórnarandstöð- vuinar (Fine Gael) í írslta, I)ail (þinginu) lijelt ræðu í dag, þar sem hann niititist áj kröfur P>andaríkjanna um að’ Irav loki ræðismannaskrif- skrifstofum möndulveldanna, Sir John sagði, að samhugug íra væri mikill í þcssu málii og að þjóðin væri ánægð með hið virðulega svar, sem dei Valera forsætisráðherra hefði, gefið stjórn Bandaríkjanna. Esmónde stakk upp á því, að gerðar yrðu ráðstafanir tii að mæta hverju, sem Icohih kynni, á grundvelli samein- ingar þjóðarinnar. Ilann sagði að eiturpennar í blöðum víðs* um heim hefðu með skrifum, sínum í þessu máli unnið íuál- stað bandamanna meiri skaða, en þeir gerðu sjer ljóst. Sir John Jjet einnig sv<» ummælt, að fyrir Eire stæðui nú erfiðustu tímar, seiu nokkru sinni hefðu yfir land- ið gengið. Einangrun lands- ins myndi þýða fjármálaiegt öngþveiti. Formaður bændaflolcksius. Donnellan, sagði í ræðu, seni liann hjelt, að þjóðin stæði sameinuð bak við stjórnina nú, eins og hún hefði jafnan gert á hættutímum. — Finnar Framh. af bls. 1. ur gæti ekki hindrað slíka borg arastyrjöld, þó hann vildi. Það er þessi ástæða, sem veld ur mestu um, að finska ríkis- stjórnin hefir undanfarið ekki sýnt neinn vilja til friðarsamn- inga. Ef ekki verður friður. Ef hinsvegar friður verður ekki saminn, má búast’ við al- varlegum uppsteit frá finskum verkamönnum. Eru margir þeirrar skoðunar, að ákveðí Finnar að halda ófriðnum á- fram, megi búast við alvarleg- um óeirðum frá verkamönnum, „Síðasta aðvörun til Finna“. í breska útvarpinu var í dag útvarpað tilkynningu til Finna, sem nefnd var „síðasta aðvör- un“. Þar eru Finnar hvattir til að semja frið við Rússa. Her sveitir bandamanna sjeu nú í þann veginn að gera innrás á meginlandið. Þau átök, sem verða á meginlandinu geti ekki endað nema með sigri banda- manna og ef Finnar verði áfram með Þjóðverjum og þar af leið- andi með hinum sigruðu að stríðinu loknu, geti þeir búist við að þeir líði undir lok, sem sjálfstæð þjóð. Ef þeir hinsvegar semji nú strax við Rússa, þá geti þeir verið öruggir um að sjálfstæði þeirra verði vii't.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.