Morgunblaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. mars 1944. AKUREYRARBRJEF Samgöngurnar. ÞAÐ héfir verið nokkur 6- regla á brjefum mínum undan- farið, stundum liðið langt á milli þeirra, svo að sumir kynnu að halda, að jeg væri „dauður í öllum æðum“ eða lagstur í drykkjuskap. En svo er það ekki. Það væri jafn rjett mætt, að við Norðlendingar á- litum póststjórnina lagsta í óreglu, því að óreglulegar brjefasendingar stafa eigi sjaldnast af óreglulegum póst- ferðum. Við höfum haft sæmi- legar samgöngur í lofti und- anfarið milli Akureyrar og Reykjavíkur, en þrátt fyrir það erum við Akureyringar ekki farnir að sjá Morgunblaðið nje önnur sunnanblöð frá 29. febrúar, og er þó 10. dagur marsmánaðar runninn upp á himinhvolfið, þegar þetta er ritað. Ástæðan er sú, að þegar Esja fór frá Reykjavík á dög- unum í fyrirhugaða strandferð austur um land til Akureyrar, var fyrirliggjandi blaðapóstur settur um borð í hana í stað þess að senda hann með flug- vjelinni, en flugveður var þann dag hið besta og flogið með farþega norður. Um sama leyti og þetta gerðist, voru sjerleyf- isferðirnar milli Rvikur og Norðurlandsins lagstar niður í bili. Er mikil óánægia ríkjandi hjer yfir hinum órcglulegu póstsamgöngum og hve lítið er (limHmilininmUl!l!niUl!!!ll!!!l!!!!!!!!!!!!!!|||||||||||ll “ mmá | Peirinpián ( = Sá, sem vill lána 70—100 jf H þús. krónur út á 2. veð- § H rjett í stórhýsi á góðum 3 = stað í bænum, getur fengið 5 j| litla eða stóra íbúð í vor. = H Tilboð leggist inn til Morg § s unblaðsins fyrir laugar- H H dag, merkt „Þagmælska 3 — 100%“. úinnnnmnnmmmnnnnmuiii.'niimnnmnmiiiim miiMiimiiiiiniiimuimimiiiiiimmmmmiiiiimiiiiu ] Börnin I j§ sýna það í útliti, ef þau fá |j GERBERS BARNAMJÖL VERSLUN | Theodór Siemsen. | Sími 4205. ú7iiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiuuuúú Cæfa fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. = Allir, sem reynt hafa, = mæla með GERBERS | Barnam|öli| 3 Fæst í 1 VERSLUN I Theodór Siemsen. | iiiiiiiimiiiiimiimiiiiuiiiiimniniiiimiHiiimiiinnm gert að því að nota flugvjelina til að flytja okkur blaðapóst. Vikugömul blöð og eldri eru á þessum tímum hraðans mjög farin að tapa gildi sínu. Sjúkrahússmálið. Hjer á Akureyri er sjúkra- hússmálið ofarlega á dagskrá hina síðustu mánuði. Er það almennur vilji, að ríkið láti (reisa hjer nýtisku sjúkrahús og reki það sem fjórðungsspít- ala fyrir Norðurland. Með því móti, að ríkið taki að sjer rekstur sjúkrahúsanna í land- inu, er unt að útiloka það mis- rjetti, sem sjúklingarnir verða fyrir í mismunandi daggjöld- um. Þegar á það er litið, að Akureyrarbær notar aðeins um 2/5 af rúmi sjúkrahússins hjer, er það megnasta ranglæti, að ætlast til þess af bænum, að hann beri hallann af rekstri þess á hverjum tíma. Alþingi virðist skorta skilning eða vilja á því að bæta hjer úr auðsæju ranglæti. Á fundi fjárhagsnefndar og sjúkrahúsnefndar Akureyrar var nýlega samþykt ályktun, er síðar var lögð fyrir bæjar- stjórn og«samþykt þar. En hún er svohljóðandi: I „Þar sem Alþingi hefir ekki viljað verða við kröfum bæj- arstjórnar Akureyrar um að ríkið taki að sjer að reisa og reka sjúkrahús á Akureyri fyr ir Norðurland, þá beinir bæj- 1 arstjórn þeirri fyrirspurn til sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslna, hvort þær vilji taka að sjer að reisa og reka 1 fjelagi við Akureyrarbæ sjúkrahús fyrir bæinn og sýsl- urnar á þeim grundvelli, að bæði kostnaður við sjúkrahús- ið og þátttaka í stjórn þess skiftist milli aðila sem næst eftir fjölda legudaga sjúklinga þeirra. j Sjái sýslunefndirnar sjer ekki fært að verða við fram- angreindum tilmælum bæjar- stjórnar, getur svo farið, að bæjarstjórn neyðist til að miða byggingu hins væntanlega sjúkrahúss við þarfir Akureyr- arbæjar". Bygðasöfn. Þeim fækkar nú óðum gömlu torfbæjunum íslensku, en í stað þeirra koma steinsteypu- hús í margskonar stíl, sem fara misjafnlega vel við um- hverfið. Mörgum verður á að sakna torfbæjanna og vilja láta varðveita nokkra þeirra og endurnýja jafnóðum og þeir hrörna. Einnig er ríkjandi al- mennur áhugi fyrir bygðasöfn- uhri, þar sem varðveitt væru gömul áhöld, ílát, amboð og reiðtygi, sem síðustu kynslóðir notuðu í daglegum störfum, en nú hafa orðið að víkja fyrir öðrum fullkomnari. Það þarf að hefjast handa þegar í stað um söfnun framannefndra gripa og tækja, áður en þeir eyðileggjast með öllu. Væri at- hugandi,. hvort ekki mætti sameina varðveislu gömlu torf bæjanna og gömlu tækjanna. T. d. að Eyfirðingar tækju að sjer varðveislu gamla bæjarins í Laufási við Evjaíjörð og kæmu þar úpp bygða'safni: Væíi ! hinúm igömhi múnum fyrir komið þar, sem þeir- éigá i»r W S, heima, öskunum á hillum yfir rúmum í baðstofunni, hornspón unum í sliðrum á baðstofuþilj- unum, skyrsáum, mjaltafötum og mjólkurtrogum í búrinu, klifberum, kvensöðlum, söðul- áklæðum og hnappheldur í skemmunni, o. s. frv. Fengist þá í einni svipan greinargóð mynd af -gömlu sveitaheimili, jafnt hið ihnra sem ytra. Skag- firðingar gætu komið upp sínu safni í Glaumbæ, Þingeyingar á Grenjaðarstað, og þannig gæti hvert hjerað á landinu komið sjer upp bygðasafni, ef vilji væri fýrir hendi. Mentun eða menning. Það er ótrúlega algengt að sjá í blöðunum frásagnir af spjöllum og skemdarverkum, sem unnin hafa verið í mann- lausum sumarbústöðum. Verð- ur manni þá á að álykta sem svo, að eigi standi umgengnis- menning Islendinga í rjettu hlutfalli við uppfræðslu þeirra og mentun. Það virðist svó sem skrílsháttur og siðlaust atferli vaxi því meir fiskur um hrygg, sem þjóðin kostar meira fje til ' fræðslu og uppeldis æskunnar i landinu. Það er mælt, að þekk. ing sje máttur, en jeg vil stað- hæfa, að menning sje meiri máttur, og að leggja beri meiri áherslu framvegis á að skapa með þjóðinni heilbrigða um- gengnismenningu. Það almenn ingsálit verður að skapast, að unglingur, sem í háttsemi allri sýnir, að hann hafi tileinkað sjer þá umgengnismenningu, er krefjast verður af siðment- uðu fólki, sje meira virði en hinn, sem kann utanbókar nöfn gömlu rómversku keisaranna, formúluna fyrir brennisteins- sýslu og greiningu mannkyns- flokkanna í deildir og undir- deildir. Það er eitthvað bogið við uppeldi unglinganna í land inu og skólaskipun okkar, ef framferði fólksins verður sí og æ til að koma þeirri skoðun inn hjá hlutlausum áhorfanda, að kraftur uppvaxandi kynslóða muni reynast betur til „ofan- veltu“ en „til þess að byggja iupp aftur“. 10. mars 1944. Jökull. Knattspyrnuf jelag Reykjavíkur 45 ára Mikil hátíðahöld Bjarmi, 3. tbl., 38. árg., hefir borist blaðinu. Efni: Úr dagbók Frá starfinu, Bróðir Daníel, Hlut verk vort, Kirkja Krists eftir Þórð H. Gíslason, Vestmannaeyj- um, L. O. Skrefsrud, æfisaga, og m. fl. KNATTSPYRNUFJELAG REYKJAVÍKUR, elsta knatt- spyrnufjelag landsins, á 45 ára afmæli í þessum mánuði. Fjelag ið var stofnað í mars 1899 í húsi Gunnars Þorbjörnssonar, við Aðalstræti, þar sem nú er verslunin Manchester. Aðalhvatamenn að stofnun fjelagsins voru þeir bræðrunir Pjetur Jónsson, söngvari, og Þorsteinn Jónsson. Fyrsta knatt spyrnukepnin fór fram 1899. Auðvitað var það innanfjelags- kepni. Skiptu þeir Pjetur og Þorsteinn liði og sigraði lið Pjeturs. Hlaut það silfurpening, sem enn er til. Fyrst eftir alda- mótin kepti fjelagið aðallega við menn af erlendum herskip- um, en svo komu hin knatt- spyrnufjelögin, Fram, Víking- ur og Valur. Fyrsta meistara- mótið fór fram 1912 og urðu KR-ingar fyrstu íslandsmeist- arar í knattspyrnu. Það var fyrst 1921, sem KR tók þátt í frjálsum íþróttum. Var það fyrir forgöngu Kristj- áns L. Gestssonar. Sund, fim- leika og glímu tók það á stefnu skrá sína 1923, tennis 1926, kvenleikfimi 1928, róður 1931 og skíðaíþróttina 1936. Ennfrem ur hefir fjel. æft hnefaleika. 1929 var „Báran“ keypt og 1936 reisti fjelagið skiðaskála í Skálafelli. Árið 1926 setti KR „met“ í knattspyrnu, ef hægt er að tala um met þar, með því að sigra öll mót í öll- um flokkum. Alherjarmót í. S. í. hefir fjelagið unnið óslitið frá 1928. Fjelagið hefir farið margar íþróttaferðir innan- lands, í þrjú skipti til Færeyja og 1939 fór kvenflokkur til Danmerkur. Hlaut flokkur sá ágæta dóma ytra og vakti mikla athygli. Fjelagar í KR eru nú um 1800 og mun um helmingur þeirra vera starfandi að meira eða minna leyti. Sögu fjelagsins síð ustu árin þekkja allir, sem með iþróttum hafa fylgst. Verður hún því ekki rakin hjer. í sambandi við afmælið efnir KR til ýmiskonar hátíðahalda. Formaður fjelagsins, Erlendur Ó. Pjetursson, skýrði blaða- mönnum frá því í gær. Fyrsti liður hátíðahaldanna, var sundmót, sem fram fór í sundhöllinni s. 1. mánudag. N. k. laugardag verður afmæl- ishóf að Hótel Borg. Þar flytur Bjarni Benediktsson, borgar- stjóri, minni KR, Jónas Jóns- son, alþm. minni Islands, Har- aldur Guðmundsson, alþm., minni Reykjavíkur og Lúðvík Jósepsson, alþm., minni kvenna. Ennfremur verða ávörp og svo syngur Pjetur Jónsson. 26. mars verða íþróttasýning- ar og kepni í íþróttum. Fara þessi hátíðahöld fram í íþrótta- höll, sem ameríska setuliðið hefir reist hjer og góðfúslega lánað fjelaginu. Kemur það sjer mjög vel fyrir fjelagið, að fá þetta hús til hátíðahaldanna, þar sem íþróttahús þess hefir enn ekki verið rýmt. Kl. 3 um daginn sýnir úrvalsflokkur karla fimleika undir stjórn Vigni's Andrjessonar. Þá verð- ur glímusýning og bændaglíma. Um kvöldið kl. 8.30 verður handknattleikur karla og kvenna og drengjaglíma. Keppa þar tveir flokkar, drengir inn- an við 70 kg. og 70 kg. og þyngri til 19 ára aldurs. Þá verður kepni í hástökki með og án atrennu. Má gera ráð fyrir skemtilegri kepni. Fjelagar KR hafa einnig heit ið fjelaginu miklum sigrum á árinu og byrjuðu skíðamennirn ir vel. Ársskemtun Handíðaskólans. í kvöld efna nemendur Hand- i iðaskólans til ársskemtunar. | Verður hún haldin í Tjarnar- café. Meðal skemtiatriða er upplestur á Þrymskviðu úr Sæ- mundar-Eddu. Helgi Hjörvar les, en samtímis eru atburðir þeir, er hún skýrir frá, sýndir á máluðum tjöldum, sem nem- endur myndlistadeildarinnar hafa teiknað og málað. Ennfrem ur verður sýnd teiknimynd úr Þúsund og einni nótt og er það lituð mynd. — Loks verður dansað. Aðgang að skemtuninni hafa núverandi og fyrri nem- endur skólans og aðrir velunn- arar hans, á meðan rúm leyfir. K.R.-ingar, sem sigruðu í allsherjarmótmu 1942. ■í< « /•••

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.