Morgunblaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. mars 1944. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) rrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands 1 lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Metingur og mannjöfn- uður mætti enn bíða SAMVINNA sú, sem á Alþingi varð um lausn sjálfstæð- ismálsins, náðist eigi án mikillar fyrirhafnar. En því ánægjulegra er það fyrir þá, sem forustu höfðu um að koma samkomulaginu á, hve góðar undirtektir það hefir fengið meðal almennings. Það er þess vegna skiljanlegt, þótt sumir þeir, sem hina pólitísku baráttu heyja, vilji tileinka sínum leiðtogum mestan heiðurinn af því að svo heppilega tókst til, sem raun varð á. ★ Langsamlega best færi þó vafalaust á því, að nú um sinn væri látið af öllum metingi manna og flokka um það, hver mest hefði sjer til ágætis unnið um lausn hins mikla máls. Enn er úrslitaátakið eftir og sýnist það ærið verk- efni meðan á því stendur. Alger sameining þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni er það, sem alt á ríður nú. Á eftir koma svo dagar, mánuðir og ár, sem menn mega eyða að vild til að hælast um, hver mestan þátt átti í öllum þessum atburðum, sem vissulega verða lengi í minnum hafðir. ★ Tíminn hefir þó eigi viljað við hafa þessa skynsamlegu vinnuaðferð. Síðastliðinn laugardag birtist þar leiðari um hlut Hermanns Jónassonar í lokaþætti sjálfstæðisbarátt- unnar. Morgunblaðið telur það, sem fyr segir, miður farið, að hefja nú meting milli manna um það, hvern þátt hver og einn hafi átt í þeim atburðum síðustu mánaða og raunar síðustu fjögra ára, er sjálfstæðismálið varða. En hitt má heldur eigi líðast, að í svo stóru máli sje nú þegar byrjað að umskrifa söguna, í því skyni að hún líti alt öðru vísi út en hún raunverulega var. ★ Sannleikurinn í þessu efni er sá, að stöðu sinni sam- kvæmt átti Hermann Jónasson að sjálfsögðu mikinn þátt í atburðunum 1940, er æðsta valdið var tekið inn í landið og 1941, er herverndarsamningurinn við Bandaríkin var gerður. En allar þær ákvarðanir, sem af þessu tilefni voru teknar, voru teknar af þáverandi ríkisstjórn, þjóðstjórn- inni, í heild. Þeirri ríkisstjórn allri ber því lof eða last, eftir því sem metið kann að verða, en engum sjerstökum ráðherra. Að minsta kosti eru enn engin gögn fyrir hendi, sem leyfi að í nauðsynjalausan mannjöfnuð verði farið í þessu efni. Enda vitað að ríkisstjórnin kvaddi sjer til ráðuneytis bæði sjerfróða menn og pólitíska forystumenn, sem sumir munu fyllilega hafa átt sinn þátt í því, er gerðist. Fyrir atburðanna rás var Hermann Jónasson svo horf- inn úr ríkisstjórn 1942, þegar Bandaríkin lofuðu viður- kenningu sinni á sambandsslitum eftir árslok 1943 og er sett var stjórnarskráin 15. des. 1942, sem nú er stjórn- skipulegur grundvöllur að lausn málsins. Hvorttveggja þetta gerðist undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks- j ins, en við litla hrifningu Hermanns Jónassonar. Mun þessara viðburða beggja minst sem merkjasteina í sögu málsins. I Um lausn málsins á því þingi, sem nú var frestað, er það öllum kunnugum vitað, að hún er fyrst og fremst tveimur mönnum að þakka: Ólafi Thors og Hermanni Jónassyni. Lögðu þeir sig báðir alla fram um að koma sáttum á í málinu. Mun það sanni nær, að þær hefðu eigi náðst, ef eigi hefði beggja þessara manna við notið. Alt mun þetta síðar verða lýðum ljósara og skal það eigi nánar rakið að sinni. En nauðsynlegt var að geta þessa nú þegar, úr því að Tíminn gat eigi á sjer setið, um mann- jöfnuð í þessu máli. Karakúlpeslimar Omurlegt ástand. GREIN Hermóðs Guðmunds- sonar á Sandi, sem birtist í síð- asta blaði Isafoldar, er mjög at- hyglisverð. Gildir einu hverja skoðun menn hafa á fjárpesta- málunum og framtíð sauðfjár- ræktarinnar. Þeir þurfa allir að lesa þær greinar, sem skrif- aðar eru af þekkingu og vel- vilja eins og þessi er. Myndin, sem höfundur bregð ur upp, er mjög ömurleg. í ein- um af stærri hreppum landsins Aðaldælahreppi, eru eftir að- eins 28 ær að meðaltali á bónda og þar með talið það fje, sem börn og lausafólk eiga. Það er ekki bjart framundan fyrir þeim 60 bændum sem um er að ræða, og nærri má geta, að eigi sjeu mjög ólíkar ástæður í nærsveitum. Þarna er ekki mjólkurframleiðsla, er geti bjargað. Ekki heldur hrossa- eign, eða annað, er þeir bændur hafa aukatekjur af sem búa í grend við hina stærri bæi. Þingeyjarsýsla hefir verið og er sauðfjárræktarhjerað fyrst og fremst. Ræktun sauðfjár hefir verið talin þar fullkomn- ust í landinu að því leyti, að þar hefir náðst einna mestur „brútto“-arður af hverjum ein- staklingi. Menn hafa lagt lítið kapp á að eiga margt fje hver, en tengt alla áherslu við það að hver einstaklingur gæfi þann fullkomnasta arð sem unt er. Nokkuð mun þetta hafa orðið á kostnað hreystinnar í fjenu. Þegar slíkur fjandi eins og Karakúlspestin heimsækir þenn an hreinræktaða stofn, þá er von að illa fari, enda er reynsl- an ægileg. Þeir bændur, sem þarna eiga hlut að máli, hafa litlu að tapa og er fyllilega eðlilegt að þeir sjái þann eina möguleika fram undan, sem II. G. mælir með að skipta alveg um fje. Hvergi á landinu er eins mikil þörf á að reyna þá leið. Hún er að vísu neyðarúrræði og bæði jeg og aðrir, sem hafa orðið fyrir þungum búsyfjum af völdum Karakúlpesta, hafa takmarkaða trú á, hversu vel niðurskurðar leiðin muni takast. En eins og komið er, virðast neyðarkostir einir fyrir hendi og þá er auð- vitað sjálfsagt að byrja þar sem ástandið er hörmulegast. Að skipta um fje milli Jökulsár á Fjöllurn og Skjálfandafljóts er að vísu stórt átak, en vilji hlut- aðeigandi bændur reyna það, þá mælir full sanngirni með, að aðstoða þá til þess. Alþingi hef- ir nú líka heimilað ríkisstjórn- inni að verj^ til þessa alt að 600 þúsund krónum á þessu ári ef til kemur, og atkvæðagreiðsl an hefir verið auðvelduð með því, að miða lágmarks kinda- töluna 25 við þann tíma, sem pestin kom í stað hins yfir- standandi. Komi til þess að þetta verði notað á árinu, sem líklegt má telja, mundi fást reynsla af fjár skipta leiðinni sem síðar getur orðið dýrmæt öðrum mönnurn og hjeröðum. Jeg er alveg ósammála Her- móði Guðmundssyni um það. að stofna til fjárskipta á öllu svæðinu í einni lotu 4—5 árum eða svo. Það mál er svo dýrt og hættulegt, að ekkert vit er í Framh. á 8. síðu \Jilverji álrij'ú dci Cs (c ctc^iecýci Íí^inu Þrifnaðarmál. HÚSMÓÐIR ein hjer í borg- inni skrifar mjer ítarlegt brjef um málefni, sem oft hefir verið drepið á áður, en það er hrein- læti i mjólkursölubúðum. Brjef- fið er glögglega skrifað og það er sannast mála, að aidrei verð- ur skrifað nóg um þetta og önn- ur þrifnaðarmálýfyrr en lagfær- ing hefir fengist á því, sem all- ur almenningur kvartar um. — Brjef húsmóðurinnar er á þessa leið: „Víkverji minn góður. —i Jeg þykist vita, að þú getir orðið þreyttur á öllum þessum brjef- um, sem þú færð um aðfinslur á ýmsum sviðum. Jeg er ein af húsmæðrum þessa bæjarfjelags og fellur það í minn hlut aö sækja mjólk og brauð í búðirn- ar. Það hefir oft verið erfiðleik- um bundið að fá mjólk í vetur. Hefir mjer oft fallið illa að þurfa að bíða svo og svo lengi eftir að fá nokkra mjólkurdropa. En þó er það ekki það versta. Það ber margt fyrir augu, þeg- ar maður þarf að bíða í búðun- um. Hefi jeg gert mjer það til dægrastyttingar að athuga, hvernig afgreiðslustúlkurnar bera sig að við afgreiðslu. • Margar ágætar, en . .. „MARGAR eru þær alveg óáð- finnanlegar, bæði hvað þrifnaði kurteislegri framkomu við víkur. En það er kannske þess vegna, sem mann hnykkir við, þegar maður fyrirhittir af- greiðsustúkur, sem sýna fádæma sóðaskap. „Er rjett að þegja yfir því, er maður horfir á afgreiðslustúlku setja mjóikurbrúsa, frá ýmsum heimilum, á barminn á mjólkur- ílátinu, sem hún er að mæla úr, og mjólkin rennur eftir mjólk- urbrúsunum og ofan í ilátið, eða stampinn aftur, og svo er öðrum mælt upp úr sullinu. Eða þegar stúlka vigtar skyr og tekur með berum höndum skyr, sem kann að falla út af vigtinni, og setur það saman við á ný. Það kostar illindi, ef maður finnur að þessu. En fólk á ekki heimtingu á að hreinlega sje farið með mat, þegar borgað er fult verð, sem upp er sett. Sem betur fer eru margar afgreiðslustúlkur hæfar til sfns starfs, en því miður eru þessar kvartanir mínar ekki á- stæðulausar. © Ókurteisir og frekir viðskiftavinir. „Jeg veit, heldur húsmóðirin áfram í brjefi sínu, að afgreiðslu stúikur eiga oft erfitt vegna ó- kurteisra og frekra viðskifta- vina. Jeg hefi líka fylgst með þeirri hiið málsins. Jeg er virki- j lega þakklát hverri þeirri stúlku, | sem er hæf til síns starfs og skil- ur, hvað hún hefir tekið að sjer. j Afgreiðslustarfið er ábyrgðar- I starf, eins og alt starf, sem út- | heimtir samviskusemi. Jeg vil i taka það skýrt fram, að jeg I skrifa ekki þetta brjef af neinni löngun til að fetta fingur út í málefni, sem mjer kemur ekki við. heldur vi’di jeg einungis benda á misfellur, sem öllum kemur við. Hailbrigðiseftirlitið i ætti að hafa meira eftirlit með I þessu en manni virðist það gera“. • Áburður á túnbletti í bænum. LÖGREGLUSTJÓRI hefir ný- lega birt auglýsingu, þar sem garð- og túneigendum er bann- að að bera á tún sín eða garða nokkurn þann áburð, sem megn- an óþef leggur af. Það var sannarlega ekki van- þörf á þessari auglýsingu, en nú er bara eftir að framfylgja fyr- irskipuninni. Víða inni í miðjum bænum hefir verið borinn hús- dýraáburður á tún og bletti, sem „forpestar“ alt umhverfið. Fisk- úrgangur hefir líka verið bor- inn á garða og bletti. Það er ó- neitanlega hart, að það skuli þurfa að banna mönnum að not-; færa sjer ágætan áburð í garða sína og á túnbletti, en á hinn bóg inn er ekki hægt að þola þann óþef, sem leggur af húsdýra- áburði og menn verða að sætta sig við, að lögum og reglugerð- um sje framfylgt. • Nefndafarganið. „SKATTBORGARI" skrifar. eftirfarandi um nefndafarganið: „Meðal annara upplýsinga, er viðskiftamálaráðherra gaf í ræðu sinni á Alþingi um fjár-' hagsafkomu síðastl. árs, sagði hann, að um 50 nefndir væru starfandi. Ríkissjóður þarf að greiða of fjár fyrir þessa -—• stundum vafasömu — vinnu. Er ekki kominn tími til að hætta þessum nefndastörfum að miklu leyti? Þingmenn eru kosnir, og þeim borgað sæmilega fyrir að vinna þessi störf sjálfir með að- stoð sjerfróðra manna, ef þá skyldi bresta sjálfstraustið. Þessum nefndastörfum er hlað ið á tiltölulega fáa menn, senri venjulega eru starfsmenn ; ríkis- ins með fullu kaupi, uppbótum o. fl. Afleiðingin af því verður, að þeir vanrækja sitt aðalstarf. og eru sjaldan á sínum stað“. • Heimtað af öðrum. „ÞAÐ ER landlægur siður í þessu landi að heimta alt af öðr- um, en reyna jafnan að losna við að gera nokkuð sjálfur. Menn heimta af ríkinu og bænum, að þetta eða hitt sje gert, en gera ekkert sjálfir til að koma því i framkvæmd, sem gera þarf, þó hægt sje að gera það fyrirhafn- arlítið og ástæðulaust sje að heimta af hinu opinbera. Þetta datt mjer í hug, er j’eg gekk niður í bæinn í gærmorg- un. Það hafði fajlið dálítill snjór í fyrrinótt, en er leið á morgun- inn gerði þíðviðri og götur bæj- arins og gangstjettir urðu blaut- ar. Nú var snjórinn ekki meiri en það, að auðvelt var að sópa gangstjettir fyrir framan hús með venjulegum sóp. En samt var það hrein undantekning, ef maður sá sópaða gangstjett fyrir framan hús. Jafnvel í Austur- stræti, þar sem mörg heistu verslunarhúsin eru, hafði fáum dottíð í hug að sópa fyrir fram- an hjá sjer. Fólkið óð krapið og bleytuna alian daginn. Oft hefir það heyrst, að bær- inn sæi ilia um göturnar, og rjett er það, að víða þurfa götur lag- færinga við, sjerstaklega eftir hitaveitulagnir. Það finst öllum eðlilegt og sjálfsagt að skammá bæinn fyrir slóðaskap, þó sömu mönnum, sem það gera, detti ekki í hug að gera hreint fyrir sínum dyrum. Til björgunarbáts fyrir Reykja vik hafa Morgunblaðinu borist kr. 1000.00 frá Þormóði Eyjólfs- syni konsúl í Siglufirði. I brjefi, sem fylgif, segir gefandi: „Eftir að hafa lent í Laxfoss-strandinu, er mjer ljóSt, að mikil og aðkall- andi þörf er fyrir slíkan bát".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.