Morgunblaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 16. mars 1944. — Sjdvarútvegsmdl Framh. af 5. síðu. ayggingarverðinu eða kaup- verðinu, og skal það veitt úr |fjskveiðasjóði íslands, þegar ráðherra hefir ákveðið styrk til fyrirtækisins. Fiskveiðasjóð ur veitir þessi lán gegn fyrsta veðrjetti í olíugeymum ásamt tilheyrandi mannvirkjum. Vext ir skulu vera 4%. Umsagnar Fiskifjelags íslands og vita- málastjóra skal leitað um stærð ,pg stað fyrir olíustöðvar, áður en ráðherra ákveður styrk, eða lán er veitt. Lendingarbætur og hafnargerðir. 7 lög voru samþykt um lend- ingarbætur og hafnargerðir. Öll eru lög þessi að forminu eins, nema þau, sem eru breyt- ingar á eldri lögum. Munurinn liggur í því, að fjárhæðir þær, sem ríkissjóði er ætlað að leggja fram og ábyrgðarheim- ildir ríkissjóðs á lánum, er sveitarfjelögin taka til kostn- aðar að sínum hluta, eru mis- munandi háar. Öll framlög rík issjóðs eru bundin því skilyrði, að fje sje veitt til þeirra á fjár- lögum. Lendingarbætur í Hnífsdal: >ar er framlag ríkissjóðs á- kveðið helmingur kostnaðar, og að fjárhæð kr. 200 þúsundir. Og ábyrgð hreppnum til handa fyrir jafn hárri fjárhæð. Lendingarbætur í Vogum: Framlag ríkissjóðs til þessara Íendingarbóta er ákveðið helm ngur kostnaðar, að fjárhæð kr. 350 þúsundir, og ríkisábyrgð fyrir jafn hárri fjárhæð. Lendingarbætur í Stöðvar- firði: Lendingarbætur þessar eru ákveðnar við Kirkjubóls- þorp. Ríkissjóður leggur fram helming kostnaðar, kr. 200 þúsund, þegar fje er til þess veitt á fjárlögum. Ríkisábyrgð er heimiluð hreppnum til handa fyrir jafn hárri fjárhæð framlagi ríkissjóðs. Lendingarbætur í Grinda- vík: Þessar lendingarbætur verða gerðar í Jámgerðarstaða hverfi Kostnaður er áætlaður kr. 300 þús. Greiðir ríkissjóð- ur helming kostnaðar, kr. 150 þús. og ábyrðist lán fyrir fram lagi hreppsins, alt að kr. 150 þús. Hafnargerð í Dalvík: Þetta er breyting á eldri lögum. Lög um hafnargerð í Dalvík voru sett 1931 og er framlag ríkis- sjóðs 2/5 kostnaðar. En vegna verðlagsbreytinga varð að breyta fjárhæð ríkissjóðsfram- lagsins og ríkisábyrgðarinnar. Er með breytingu þessari rík- issjóðsframlagið hækkað úr kr. 150 þús. í kr. 480 þús. og ríkisábyrgðin úr kr. 150 þús. í kr. 720 þús. Hafnarlög fyrir Ólafsfjörð: Þetta eru fullkomin hafnarlög. Skv. þeim ber ríkissjóður 2/5 kostnaðar, alt að einni miljón króna. Ábyrgðarheimild er fyr ír framlagi hreppsins alt að einni og hálfri miljón króna. Hafnarlög Keflavíkur: Þetta er breyting á hafnarlögum Keflavíkur frá 26. febr. 1943. Breytingin er í því fólgin, að vegna verðlagsbreytinga er framlag ríkissjóðs og ríkis- ábyrgð hækkuð um 200 þús. kr. hvort. Framlag ríkissjóðs er skv. lögunum frá 26. febr. kr. 480 þús. En nú kr. 680 þús. Hafnarlög Reykjavíkur: Lög þessi eru breyting á hafnarlög- um Reykjavíkur frá 1911. Þetta er hið merkilegasta mál. Og þótt það beri nafnið: breytingar á hafnarlögum fyr- ir Reykjavík, er það þó ekki hafnarlög nema að forminu. Að efni til er málið það, að Reykja víkurhöfn ræðst í það að koma upp skipakví og skipasmíðastöð við Elliðaárósa í Reykjavík. Þetta er því í senn sjávarút- vegsmál og iðnaðarmál. Málið var lítið undirbúið, og er því ekki hægt að segja, hvort áætl- anir um kostnað fá staðist. Eigi að síður er það hið merkileg- asta og hefði fyrir löngu ver- ið hafist handa um fram- kvæmdir í þessu efni, ef jarð- vegur hefði þá verið á Alþingi fyrir veruleg umbótamál á sviði sjávarútvegs. Mun jeg síð ar gera nánari grein fyrir því. Skv. lögunum leggur hafn- arsjóður Reykjavíkur fram 3/5 kostnaðar, kr. 3 miljónir, en ríkissjóður 2/5, eða 2 milj- ónir króna. Lög nm stríðsslysatrygg- ingar ísl. skipshafna. Þetta er mikill lagabálkur. Er eigi rúm til þess 5 grein þess ari að greina skilmerkilega frá efni hans, og verða inenn að leitá þess fróðleiks í lögunum sjálfum. Aðeins skal þess get- ið, að lögin ákveða stórum hærri bætur og víðtækari en áður fyrir slys, er orsakast af styrjöld. Breyting á lögum Fiskveiðasjóðs. Þetta er örlítil breyting, er gerð var vegna laganpa um olíu geyma. Efnið er það, að Fisk- veiðasjóði heimilast að lána til byggingar olíugeyma alt að 2/5 kostnaðarverðs. Karakúlpestimar Framh. af 6. síðu. öðru en fara varlega. Hættan liggur í því, að fjárskipti sjeu ekki trygg leið til útrýmingar pestunum, auk þeirra vand- kvæða, sem á því eru að fá fje af hinum heilbrigðu svæðum. En við slík stórvötn, sem Jök- ulsá og Skjálfandafljót, á að vera örugt að varna fjársam- göngum um nokkurra ára skeið. Með 3ja eða 4 ára reynslutíma- bili ætti að fást úr því skorið hvort útrýmingin hepnast á þessu svæði. Væri þá hægt að halda áfram. Vel getur og hugs- ast að læknisráð finnist einhver sem hægt sje að minsta kosti að hafa stuðning af þar sem eigi liggur alt á einu spili eins og í Þingeyjarsýslu. Þar þolir sýnilega enga bið, að grípa til róttækustu aðgerða. Að flytja inn erlent fje, kem- ur ekki til mála, eins og H. G. víkur rjettilega að. Og að halda áfram á girðinga- og styrkja- leiðinni án þess að sjá nokkurs- staðar til lands, getur ekki gengið áfram. Annaðhvort er þá að sleppa öllu lausu, eða gera ítrustu tilraunir með út- rýmingu og rannsóknir. Vísind- in hafa fram að þessu staðið ráðþrota gegn þeim fjanda sem hjer er við að etja, og sem jafna má við sjódraugana á fyrri tímum, er kunnáttumönnum þóttu verstir viðfangs. En þó að svona sje, þá getur óvænt happ að höndum borið á því sviði sem sumum öðrum, og víst er rjett að vona góðs. J. P. Ásgerður Þórðordóttir Fædd 30. jan. 1925. Dáin 7. mars 1944. Hún þjáðist mikið, en leið ei lengi. Hvað lífið manni geymir það veit engi; og því er vissast, þótt vjer megum gráta, að þakka alt, sem guð vill vera láta. Matth. Joch. Þann 14. þ. m. var til mold- ar borin Ásgerður Þórðardóttir, dóttir hjónanna Ingibjargar Björnsdóttur og Þórðar Ólafs- sonar kaupmanns. Til þeirra foreldra hennar Gerðu og Sig- ríðar systur hennar vil jeg beina þessum fáu orðum mín- um. Þið hafið mist ykkar elsku- legu dóttur og systur og þið geymið eftir í sorgbitnum huga ykkar dásamlegar minningar um þessa yndislegu stúlku, minningar, sem enginn getur frá ykkur rift. Minningar, sem þið geymið í hjörtum ykkar, 1 þar til þið síðar hittið Gerðu og rifjið þá sjálf upp þær minn- ingar í gleði og dýrð annars lífs. Þið foreldrar minnist þess, þegar húp fyrst lá sem hvít- voðungur í vöggu, síðan upp- vaxtaráranna, barnabreka henn ar og als þess, sem bernskunni fylgir. Þú, systir hennar minn- ist allra þeirra stunda, er þið ljekuð ykkur saman. Þið munið það, þegar hún kom fyrst með skólahúfuna sína, glöð og ánægð og þið glöddust með henni. Þið minnist einnig þess, Iþegar hún lagðist sjúk og varð að hætta námi, sorglegar minn- ingar, en urðu þær ekki á marg. an hátt, til þess að tengja ykk- ur sterkari kærleiksböndum. Og enn fleiri minningar sköp uðust í hjörtum ykkar, sem þið aldrei munið gleyma. Þakkið því og vegsamið þann, sem gaf 3’kkur hjarta og hug, til þess að þið getið géymt ykkar minning ar um Gerðu, þar til þið finnið hana síðar. Gerða! Við systkinin, sem ól- umst upp í næsta húsi við þig, sendum þjer okkar hinstu kveðju: I Hej’rðist óma hátt í eyrum, harmafregnin: Gerða dáin. Morgun lífs varð myrkri hulinn moldin geymir kaldan náinn. Björt voru okkar bernskuárin blessun veitir góðra kynning. Alla þína ástúð þökkum, iljar sálu göfug minning. Hilmar Garðars. Mörgum sprengjum varp að á sænskt land. Stokkhólmi: — Það hefir komið í ljós, að fleiri sprengj- um var varpað nærri Haparn- da en í fyrstu var haldið. Virð- ist nú svo, sem alls hafi fallið þar rúmlega 20 sprengjur. *!• f ♦ * ! y Hjaxtanlega þakka jeg ölltim, sem glöddu mig % með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur. öll. , Jónína Jónsdóttir, Njálsgötu 108. 1 :**:**:**;**:**:**:**:**;**:**:**:**:**:**:*<:**:**:**;*<:'*:**:**:**:**:**:**:**:**:**:*<*.x*.;..:..:**;.*;..:..;*-:. Timbur, tex og bárujárn Nokkrir skúrar til sölu sem niðurrif. Mjög hentugt byggingarefni í sumarbústaði. Til- boð merkt „Byggingaefni“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir laugardagskvöld. X - 9 ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCXWvw Eftir Robert Storm f STILL A6 BOASTFUL AS &VER....I <sueas IHAT'S WHV I Mascara: — Jeg gerði aldrei ráð fyrir, að þjer myndi takast að strjúka úr fangelsinu. Alexander: — Hvað er að heyra þetta! . . . Jeg er ennþá Alexander mikli — Slyngasti strokumað- ur heimsins. Mascara: — Alltaf jafn grobbinn . . . en senni- lega er það vegna þess, sem jeg elska þig. Alexander: — Hefiróu unuirDuið eitthvað fyri: mig, Mascara? Mascara: — Já, fötin, sem þú baðst um, eru töskunni hjerna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.