Morgunblaðið - 17.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1944, Blaðsíða 2
2 MÖRGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. mars 1944. Vilj a selja rafmagn til hitunar langt undir kolaverði Þó skortur sje á raf- magni til nauðsyn- legri hluta Frá bæjarstjórnarfundi í gær TILLAGA Alþýðuflokksins í bæjarstjörn um að fella niður breytingu þá á rafmagnstöxtunum, er samþykt var í bæjar- stjórn þ. 18. nóv. síSastliðinn var til umræðu á bæjarstjórnar- fundi í gær. Eftir nokkrar umræður var tillaga þessi feld með 8 atkv. gegn 7. 6af 30ð þúsund krónur Jón Guðmundsson, Brúsastöðum Hin höfðinglega gjöftií skógræktar á Þingvelli Borgarstjóri tók fyrstur til máls um rafmagnstaxtana. •— Komst hann m. a. að orði á þessa leið: Tillaga sú er samþykt var á sfðasta bæjarstjórnarfundi til 2. umræðu, um að breyta raf- magnstöxtunum í sitt fyrra horf, hefir verið til athugunar stðan. Hefir Steingrímur Jóns- son rafmagnsstjóri skrifað á- litsgerð um málið, sem bæjar- .fulltrúarnir hafa haft tækifæri til að kynna sjer. Gjaidskráin frá 1937. Su gjaldskrá, sem fram á þenna vetur hefir gilt fyrir Rafmagnsveituna, er í aðalatr- iðum frá árinu 1937, um það bii er Sogsstöðin var bygð, þó lítilsháttar breytingar hafi ver ið á henni gerðar. Var sú gjaldskrá samin með það fyrir augum, eins og eðlilegt var, til að örfa menn til rafmagnsnot- kunar, Hún byggist mjög á þeim heimilistaxta, sem þá var r.ettur, með ákveðnu herbergja- gjaldi og ákveðnu gjaldi fyrir meðalnotkun, t. d. 7 aura á kwst fyrir fyrstu 1500 kwst., en 4 aura fyrir kwst, er eytt var umfram þetta. Var þetta miðað við það, að meðalheim- iíí þyrfti 1500 kwst. til Ijósa og eldunar. En ef menn vildu t. d.; nota rafmagn auk þess til hit- uhar, fjekst sú viðbótareyðsla fyrir 4 aura. Síðan hefir þetta breyst þannig, að nu er raf- niagnsnotkun til heimilisnota gfeidd með 9 aurum á kwst., en umframverðið er 5 aurar. Kafmagn og kolaverð. 4 aura taxtin-n fyrir rafmagns hitun, sem seinna var breytt í 5 aura, var settur til þess að fá bæjarbúa út í rafmagnshit- un í viðlögum. Þá hefði sá taxti átt að vera 2,75 aurar á kwst. til að jafngilda þáverandi kola- verði. Ef sá taxti ætti að vera samkv, hækkun á öðrum hit- unarkostnaði, eins og hann er nú, ætti kwst. fyrir þessa not- kun að vera 16—20 aurar, En sá háttur hefir verið á, að ekki heíir verið við þessu hreyft, fyrri en í nóvember í vetur, )K,ma hvað 7% hafa verið lögð á 9' aurana og 5 aurana hið venjulega gjald. Ef gjaldskránni yrði nú breytt. með því að afnema bráðabirgðahækkunina frá í haust, þá fengju menn rafmagn til hitunar fyrir innan við 6 aura kwst., en rafmagn til hit- unar, sem samsvarar núverandi kolaverði, á að kosta 11—12 aura kwst. Misrjetti gagnvart borgurum, Hið lága rafmagnsverð til hitunar var rjéttmætt, meðan rafveitan hafði yfir miklu af- gangsrafmagni að ráða. En nú, þegar mikill skortur er á raf- magni, er það í raun rjettri fjar stæða að selja rafmagn til hit- unar fyrir hálfvirði á við kola- verð, auk þess sem með því móti er efnt til hins mesta rang lætis gagnvart borgurunum sem t. d. verða nú að greiða húsa- hitun frá Hitaveitunni meðlkola verði. Það er ranglátt, að nokk- ur fái rafmagn til hitunar fyrir helmingi lægra verð. Og það er fjarstæða, að halda uppi slík- um hætti, þegar skortur er á rafmagni tíl annara nauðsyn- legra og nauðsynlegri hluta. Þess vegna er það ekki fært að fella niður bráðabirgðahækk unina, er samþykt var 18. nóv, s. 1. nú, og auk þess ástæðu- laust vegna þess, að allsherjar endurskoðun á gjaldskránni stendur fyrir dyrum, þegar nýja vjelasamstæðan við Ljósa foss kemur í notkun, Umræður. Sxðan urðu nokkrar urnræð- ur um málið og tóku þeir til máls, Haraldur Guðmundsson og Jón A. Pjetursson. Borgarstjóri benti á það í umræðunuim að bæði bæjar- fulltrúar og aðrir virtust vera á þeirri skoðun, að þegar spennan í raftaugunum lækk- aði, þá hefði það ekki áhrif á rafmagnsmælana, svo gjaldend ur greiddu fyrir rafmagnsork- una þeim mun dýrara verð, sem spennan væri lægri. En þetta er ekki rjett. Jón A. Pjet- ursson talaði t. d. í því sam- bandi um „svikna vöru“ og vatnsbiandiaða mjölk, en alt var það tal hans á misskilningi bygt. Helgi H. Eíríksson svaraði J. Framhald á 8. siðu. Biskup situr veislur Seattle, Washington, 14. mars: — í dag birtust greinar í dagblöðum Seattle, þar sem biskupinn var lofaður fyrir framlag sitt til þess að auka skilninginn milli íslands og Bandaríkjanna. Blaðið Post-In- telligencer, fór cinkum lofsam- legum orðum vim hæfileika biskupsins til þess að draga upp mynd af Islandi og Islending- um á ensku. I grein í þessu blaði er komist svo að orði: „Biskup- inn talar ekki einungis ágæta ensku, heldur hefir hann einn- ig ágætt vald á amerískri mál- lýsku. Siðustu tvo dagana, sem bisk- upinn dvaldist hjer, var hann mjög önnum kafinn. Sunnudag inn prjedikaði hann við þrjár guðsþjónustur, í tvö skipti flutti hann ræðu sína á ensku, en í eitt skipti talaði hann ís- lensku. Seinni ræðunni, sem hann flutti á ensku, var útvarp að frá Seattle-útvarpsstöðinni K, SC. Meðal þeirra, sem hlýddu á fyrstu ensku ræðu biskupsins, var forseti listafje- lagsins í Seattle. Iiann bað biskupinn um leyfi til þess að taka af honum ljósmynd, sem síðar á að gera málverk eftir, en málverk það á að hengja upp meðal málverka af öðrum kunnum mönnum, sem komið hafa til Seattle. Ræðu þá, sem biskupinn flutti á íslensku, flutti hann á kvöldguðsþjónustu, en hana sóttu fólks víðsvegar að úr nár grenni Seattle. Að guðsþjónust- unni lokinni var efnt til fundar í sölum Hallgrímskirkj unnar, en þar tók biskupinn einnig til máls og flutti fundarmönnum frjettir og kveðjur frá íslandi. Fyrir hönd fundarmanna, sem voru um 200, ávörpuðu þau Jón Magnússon, Karl Frederic og Jakobína Johnson, skáld- kona, biskupinn. Á þessum fundi hitti biskupinn Gunnar Hjartarson, gamlan kunningja, sem hann hafði ekki sjeð í 30 ár. í gær, 13. mars, komu sam an 80 prestar frá Seattle og nærliggjandi borgum, til þess að heiðra biskupinn. A þesari samkomu talaði biskupínn um sambandið milli íslensku kirkj- unnar og lúthersku kirkjunnar um allan heim. Er biskupinn hafði lokið ræðu sinni, fóru fram frjálsar umræður og var rætt um kirkjuleg málefni. Samkvæmt ósk sjera Haraldar Sigmar, sleit biskupinn fundi þessum, með bæn og blessunar- oxðum, hvorttveggja flutt á ís- lensku. Er þessum presfcafundi var lokið, var efnt til kvöldveislu, þar sem samankomnir voru um 100 manns. Forstöðumaður veislunnar var sjera H. K. Ofstedal, forseti lútherska Prestafjelagsins í Seattle. Með- an setið var undir borðum tóku margir menn til máls. Biskup-1 inn tók til máls í lok veislunnar, hann mælti á íslensku. Utn kvöldið snæddi biskupinn kvöldverð í boði íslenskra náms manna, sem stunda nám við Washington-háskólann í Seattle Meðal þeirra voru Magnús Ingi- mundarson, Stefán Ingvarsson, Styrmir Proppé, Vigfús Jak- obsson og Thor Guðjónsson og kona hans. Öll senda þau fjöl- skyldum sínum og vinum heima á Islandi kveðjur sínar. EIN H*IN STÆRSTA pen- ingagjöf, sem gefin hefir verið hjer á landi, er sú, sem Jón Gúðmundsson í Valhöll á Þing- velli mun afhenda ríkisstjórn- inni á hátíðinni á Þingvelli 17. júní í vor. Gjöfin er að upphæð kr. 300.000.00 og skal vöxtum þeirrar upphæðar varið til skóg ræktar við Þingvöll, til að fegra helgasta stað þjóðarinnar og umhverfi hans. Jón Guðmundsson er fædd- ur 7. sept. 1883 í Hörgsholti í Hrunamannahreppi. Ólst hann upp við sömu kjör og alþýða manna þar austurfrá á ágætu heimili. Hóf Jón búskap á Heiðabæ árið 1908 en fluttist síðan að Brúsastöðum 1920. Jón keypti Valhöll á Þingvelli árið 1918 og hefir rekið þar greiða- sölu óslitið fram að þessu. Á uppvaxtarárum Jóns var lítið hugsað um að rækta, bæta eða prýða landið, en Jón hefir sagt mjer svo frá, að norðan við bæinn í Hörgsholti hafi þau systkin átt bú framan í svo- nefndum Litla-Kambi. I miðri brekkunni var dálítill melur, sem óprýddi hana mjög. Þau systkin ræddu um, hversu far- ið skyldi að því að rækta hann, en úrræði voru fá og áhöld eng- in. Báðu þau þá guð að ganga í lið með sjer til þess að gera melinn að fegursta bletti í Hörgsholtslandi og hófust síð- an að hlaða grjótgarð umhverf- is melinn og tókst prýðilega að fá rjett horn á melinn, þótt ekk ert væri til að styðjast við. Inn an garðs gróðursettu þau síðan blómjurtir og runna, og fór svo áður en varði, að blettur þessi, sem áður var blásinn melur, þótti fegurstur allra staða í Hörgslandi. Kom það fyrir oft- ar en einu sinni, að menn lögðu lykkju á’leið sína til að skoða garðinn, því að svo mikil ný- lunda þótti hann, þótt lítill 'væri. Þetta litla afrek hefir haft þau áhrif á Jón síðar meir, er hann komst til þroska, að hon- um hefir ávalt verið mjög um- hugað um hverskonar ræktun og jeg hefi það fyrir satt, að skógræktin hafi verið honum hjartfólgin frá öndverðu. Sást það greinilega fyrir fám árum. er hann gekkst fyrir stofnun Skógræktarsjóðs Þingvalla- hrepps. Nú hefir hann enn og betur sýnt í verki, að hann er hug- sjón sinni - trúr, með því að leggja stórfje í sjóð, sem geíinn er í minningu konu hans, Sig- ríðar Guðnadóttur og dóttur hans, Guðbjargar. Skógræktarfjelag íslands var stofnað á Alþingishátíðinni á Þingvelli 1930, og mun það síð ar verða talið með því merk- ara, er þar gerðist. Nú hefir Jón Guðmundsson ákveðið að haga því svo, að á hinni naxstu þjóðhátíð á Þingvöllum, muni stórt átak unnið til þess að hrinda skógræktarmálum þjóð- arinnar í rjetta átt. Hin mikla og veglega gjöf Jóns sýnir okkur áþreifanlega, hversu smáatvik í æsku geta mótað hugsjónir hins fullvaxta manns, og gæti það verið góð bending um, hvernig haga mætti uppeldi æskulýðsins í landinu, til þess að hann muní síðar rækja þær skyldur með Ijúfu geði, sem honum ber að inna af hendi gagnvart ætt- jörðinni. Auk þess gæti þetta orðið öðrum fagurt fordæmi, sem hafa hug á, og ræktarsemi til, að bæta og fegra landið. Hákon Bjarnason. Dönsk flugmálanefncl í Svíþjóð. Stokkhólmi: — Flugmála- sendinefnd dönsk hefir verið hjer að undanförnu að ræða um flugmál og nýjungar í farþega- flutningi. Formaður nefndar- innar var Gregersen, flugmála stjóri Dana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.