Morgunblaðið - 17.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.1944, Blaðsíða 6
< M O R G U N B L A Ð I Ð Föstudagur 17. mars 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Víxlsporið Á HINU nýfrestaða Alþingi var mikið þjarkað um samgöngubætur á leiðinni austur yfir fjall. Niðurstaðan urðu tvær ályktanir, er Alþingi gerði í málinu. Önnur var um 500 þús. króna viðbótarfjárveitingu til Krýsu- víkurvegar á þessu ári. Hin ályktunin var um skipun nefndar til „að rannsaka og skila rökstuddu áliti um það, á hvern hátt verði hagkvæmast og með mestu öryggi trygðar samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlands- undirlendisins“. ★ Samkvæmt lauslegri áætlun kostar 6—8 milj. krónur að fullgera Krýsuvíkurveginn. Með hálfrar milj. kr. ár- legu framlagi til vegarins tekur það því talsvert á annan tug ára að ljúka veginum. En á meðan verið er að vinna þetta verk, hljóta aðrar framkvæmdir á þessari sam- gönguleið að bíða. Sumir alþingismenn eru svo skammsýnir að halda, að með lagningu Krýsuvíkurvegarins sje lausn fengin á sam- göngumáli Sunnlendinga. Ekki er orðum eyðandi að slíkri fjarstæðu. Vegurinn um Krýsuvík lengir leiðina frá Reykjavík til Ölfusárbrúar um 40—50 km. Myndi miljóna árlegur skattur lagður á flutningana, ef þetta yrði fram- tíðarleiðin. Lagning Krýsuvíkurvegarins er því engin framtíðarlausn á þessu samgöngumáli. Hin þingsályktunin, sem Eiríkur Einarsson stóð að, um skipun nefndar til þess að rannsaka þetta mál, með fram- tíðarlausn fyrir augum, gefur vonir um einhvern árangur, einkum og sjer í lagi vegna þess, að svo vel tókst til um val manna í nefndina, að fjórir nefndarmanna (af 5) eru verkfræðingar, þ. e. menn með sjerþekkingu á málinu. ★ Ekki þarf að efa, að framtíðar samgönguleiðin milli Reykjavíkur og Ölfuss verður yfir Hellisheiði. Það er fá- sinna að láta sjer detta annað í hug. Þótt stofnkostnað- urinn kunni að verða nokkuð meiri hlutfallslega á þessari leið, vinst hann margfaldlega upp í miklu lægri flutnings- kostnaði á þessari skemstu leið. Hitt er svo verkfræðing- anna að segja til um, hvernig þetta sarngöngumál verði leyst þannig, að flutningar á þessari fjölförnustu leið á landinu verði öruggir allan ársins hring. lár Lagning Krýsuvíkurvegarins er hugsuð sem öryggis- leið í samgöngumáli Sunnlendinga. Og vitanlega neitar enginn því, að öryggi er í því að fá veg austur um Krýsu- vík. En víxlspor fjárveitingavaldsins liggur í því, að ekki skuli byrjað á framkvæmdum á aðalleiðinni, heldur hitt skrefið stigið fyrst, að verja miljóna fje í lagningu auka- vegarins, sem lengir leiðina um 40—50 km. En Hellisheiði er svo oft ófær og það jafnvel í snjó- litlum vetrum, segja þeir menn, sem ráðið hafa þessum furðulegu framkvæmdum. En er það nokkur furða, eins og vegurinn austur yfir fjall liggur? Sjer ekki hver heil- vita maður, sem fer þessa leið, að vegurinn er ekki lagður fyrir ökutæki að vetrarlagi? Það er vissulega engin undur þótt bílar komist ekki þessa leið, er snjóa leggur á vetrum. Hitt er óreynt með öllu, hvort vel lagður og traustur veg- ur yfir Hellisheiði myndi ekki tryggja öruggar samgöng- ur austur á Suðurlandsundirlendið, nema e. t. v. í aftaka snjóavetrum. En þá myndu aðrar leiðir einnig lokast. ★ Mistök Alþingis í þessu stærsta samgöngumáli landsins verða sennilega ekki lagfærð í bráð. Það, seha gera átti, í var þetta: Hefjast nú þegar handa um framkvæmdir á i stystu leiðinni, lagningu varanlegs vegar upp að Kolvið- J arþóli og síðan áfram austur yfir fjalí. Það tekur mörg ár ! að leggja þenna veg. En til þess að flutningar (mjólkur I o. fl.) hindruðust ekki í snjóalögum á vetrum, meðan ver- ið væri að leggja veginn, þurfti að kaupa sterka, vjel- knúna skíðasleöa, sem væru til taks, ef leiðin lokaðist. Með þessu hefði öllu verið vel borgið og miijónir spar- aðar ríkissjóði. Laxfoss-hnsyksliS ÉINN af sjerrjeftíndamönn- um Framsóknarflokksins, sem hefir rakað saman fje á kostn- að almennings, tók sjer nýlega fyrir hendur að afsaka Laxfoss hneykslið.Þetta er svo sem alt í besta lagi að áliti mannsins. •— Þannig á það að vera. Hann getur um það, að jeg hafi stundað níðskrif um þetta mál og er helst að skilja, að það eitt hafi á skort að jeg færist með póstinum og dót- inu. Það sanna er, að jeg liefi ekki skrifað eitt orð um þetta mál og það helsta, sem eftir mjer hefir verið haft, stóð í Tímanum daginn eftir strand- ið. Hringdi frjettaritari blaðs- ins til mín rjett eftir að jeg kom í land, og býst jeg við að hann hafi ekki kvartað neitt undan því samtali. En fyrst að farið er að egna mig til að skrifa um þetta mál, þá þykir mjer rjett að segja um það fáein orð. Ferðin og strandið. Laxfoss fór frá Borgarnesi í strandferðina klukkan rúmlega 3 síðdegis í kalsa veðri og var farþegum sagt, að hann kæmi við á Akranesi ef veður leyfði. Þegar út á fjörðinn kom, fór stormur vaxandi og komið versta veður, áður en til Akra- ness kæmi. Samt fór skipið þangað inn og tafðist við það um klukkutíma. Þegar það strandaði mun klukkan hafa verið um hálf átta. Stormur var geysimikill og jeljagangur, en ekki brim. Skipstjórnend- ur hafa borið, að þeir hafi sjeð siglingamerkin fyrir utan Reykjavík, Engeyjarvitann o. fl. Þegar skipið strandaði sáu farþegar ljósin í Reykjavík. •— Kunnugir telja hreinustu til- viljun, að skipið skyldi eigi farast með allri áhöfn. •— Ef lægra hefði verið í sjó, þ. e. meira fallið út. hefði það strand að mikið fyr og engin björg- unarvon. Ef það hefði farið nær rjettri leið og lent austan við Orfiriseyjartanga var og lítil von um björgun. Þeir, sem þekkja til sjóferða, geta betur dæmt um þao en við landmennirnir hversu eðli- leg þessi villa var, en okkur finst að minni mistök þurfi stundum til þess, að bifreiðar- stjórnirnar sjeu hart dæmdir. Björgttn á fólki. Um björgun fólksins úr Lax- fossi hefir verið svo mikið skrifað, að eigi gerist þörf að bæta þar miklu við. En það er ölium, sem til þekkja ljóst, að það er viðvörunarmerki, sem ekki má gleymast hvernig þetta gekk. Þegar það tekur yfir fjóra klukkutíma að bjarga um hundrað manns úr strönd- uðu skipi, rjett utan við fjöru- borð höíuðborgarinnar á þeim tíma sólarhringsins, þegar ail- ir eru á fótum, þá má nærri geta hve rriargir þeirra, sem drukna hjer við iand geta farið | af því, hversu ófuilkomin skip- i an er á björgunarmálum lands- ins. Má og segja, að það væri líka tiiviljun, að skipið sigldi fúliri férð á skerið og féstist Framhald á 8. síðu. uerjl ólrijo U j, 9 I y | % Þarfasti þjónninn. FYRIR NOKKRUM DÖGUM fóru þrír menn ríðandi eftir einni götunni hjer í úthverfi bæjarins. Það var reitingur af fólki, ungu og gömlu, á götunni og allir gláptu á ríðandi menn- ina, eins og sagt er að naut glápi á nývirki. Nú er það ekkert eins dæmi, að menn sjáist með hesta á götum Reykjavíkur, þó ekki sje það algengt lengur. En mjer hefði ekki döttið í hug, að bæj- arbúum þætti slíkt nýnæmi að *já riðandi menn, eins og vissu- lega virtist í þetta skifti. Svona er þá komið, að þarf- asti þjónninn, trúfastasti fjelagi 'Islendingsins gegnum aldirnar, vekur undrun manna, er hann sjest á förnum ,-vegii í hænum eru ekki iengur not fyrir hest- inn. Það er hrein undantekning, ef hjer sjest hestur og ef hesti bregður fýrir, þá er það venju- lega gamall og lúinn klár, sem beitt hefir verið fyrir mjólkur- vagn eða ruslvagn. í sveitunum er þarfasti þjónninn ennþá í heiðri hafður víðast hvar, en þó er það svo, að fult eins algengt mun vera að sjá kirkjufólk koma í kassabíl til kirkjustaðar, eins og sjá ríðandi fólk. Hesturinn verður að víkja meir og meir, eftir því sem vegir batna, en bíllinn kemur í staðinn. Hamingjan má vita, hvort það verður svo ýkja Iangt þangað til, áð menn. taka börn sín á nátt úrugripasaf nið, sýni og þeim uppstoppaðan hest og segi: „Þetta er nú hestur, Nonni minn. Hann var einu sinni aðal húsdýrið á Islandi og stundum var hann kallaður þarfasti þjónninn“ .... Minnismerki um ís- lenska hestinn. ÞAÐ MUN hafa verið í fyrra- vetur, ef jeg man rjett, að Hesta mannafjelagið Fákur hjer í bæ fjekk senda peningaupphæð vest an af fjörðum. Peningunum fylgdu þau fyrirmæli, að þeim skyldi varið í sjóð til að reisa fyrir minnismerki um íslenska hestinn. Þetta rifjaðist upp fyr- ir mjer á mánudagskvöldið, er Sigurður Bjarnason alþingis- maður mintist á það í útvarps- erindi sínu um daginn og veg- inn. Vissulega er það falleg hugs- un hjá konunni, sene gaf vísinn að sjóð til að reisa fyrír minn- ismerki um íslenska hestinn. Það er satt að segja ekki vansalaust, að ekki skuli vera til veglegt minnismerki um íslenska hest- inn. Slíkt minnismerki, ef vel væri gert, myndi prýða hvern stað, 'þar sem það yrði sett upp, og það mikið eiga íslendingar hestunum sínum að þakka, að ekkert er sjálfsagðara en slíkt minnismerki. Það var líka heppilegt, að Fáki og forráðamönnum hans skyldi vera falið að hrinda þessu máli í framkvæmd. í þeim fjelags- skap eru margir ágætir menn, sem þykir vænt um hesta og eru manna vísastir til að koma mál- inu á rjetta braut. Það er óþarfi að nefna nöfn, en mjer er kunn- ugt um, að Björn Gunnlaugsson formaður fjelagsins hefir mik- inn áhuga fyrir að reist verði minnismerki urn íslenska hest- inn. Hvernig æíti það minnismerki að vera? LISTAMAÐURINN, eða lista- ci^íe^ct líflinu *:*•**•*••***:• •*• *:*•:*•:•*:• •:**:*-:**:• • mennirnir, sem fengju það hlut- verk að gera minnismerki um íslenska hestinn, yrðu að sjálf- sögðu að hafa vanda og virðingu af verkinu. En ekki ætti það að akaða að gera tillögu. Hvernig væri t. d. að gera brónselíkneski af kaupstaðarlest og setja á heppilegan stað í ein- hverjum lystigarði okkar? Það mætti hafa styttu af hesti,."án reiðtýgja, í miðju og lestina með manni, eða mönnum og hundi í hálfhring í kring. Þetta er að- eins lausleg hugmynd. Jeg hefi enga hugmynd um, hvað slíkt myndi kosta, eða hvort kleift þætti að ráðast í slíkt, en. vissu- lega væri þetta veglegur minn- isvárði, ef Vel væri gerður í eðli- legri stærð. En hvað sem því líður, þá er minnismerki íslenska hestsins sjálfsagt mál og hafi þeir ]>akk- ir fyrir,. sem að hugmyndinni hafa stuðlað á einhvern hátt. - Skemtileg bók. NÝLEGA er komin út á ís- lensku skemtileg bók. Á jeg þar við ferðasögur landkönnuðafje- lagsins í New York, sem þeir Pálmi Hannesson og Jón Eyþórs son hafa þýtt. Á íslensku nefn- ist bókin „Um ókunna stigu". 1 þessari bók eru 30 ferðasögur, sagðar af landkönnuðum og vís- indamönnum, sem hafa ferðast heimskautanna á milli. Ferða- sögurnar eru allar fjörléga og skemtilega sagðar og ekki spill- ir, að ágætar myndir fylgja flest um eða öllum sögunum. Þetta á ekki að vera ritdóm- ur um þessa nýju bók. Hann kemur vafalaust síðar á öðrum stað. En jeg minnist á hana ein- ungis vegna þess, að jeg veit, að margir munu hafa sjerstaka á- nægju af að lesa ferðasögurnar. Einhver vinsælasti skemtilestur íslendinga er og hefir verið ^i'erðasögur. í hverjum einasta íslending er einhver útþrá, löng un til að ferðast um og kynnast ókunnum stigum. Það er því eðlilegt, að íslendingurinn, sem bundinn er alla ævi á eylandi sínu, finni fróun í lestri um æv- intýraferðalög og svaðilfarir. ; Vart var hægt að fá betri menn til að þýða þessa ferða- sögubók á íslensku en ]>á Pálma og Jón. Báðir eru þeir ferðagarp ar miklir og auk þess lærðir menn á mörgum þeim - sviðum, sem koma fyrir og skýrð eru í bókinni. Góðar bækur. BÓKAÚTGÁFA hefir aukist mjög hjer á landi síðustu árin og bækur seljast betur en áður, að því að sagt er. Það, sem er gleðilegt við íslenska bókaútgáfu nú er, að bókaútgefendur virð- ast gera sjer far úm að velja úr- valsbækur. Ársskýrsla Bæjaf- bókasafns Reykjavíkur, sem ný- lega var birt, sýnir, að Reykvík- ingar, og ‘þá væntanlega lands- menn allir, vilja helst lesa fræði bækur. Ferðabókum og fornsög- um er gert hærra undir höfði en verið hefir. Þetta hafa bóka- útgefendur og rithöfundar fund- ið og nú á þessu ári er verið að £efa út ágætustu bækur, eins og Heimskringlu Snorra og Flat- éyjarbók.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.