Morgunblaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 5
Laugardagnir 18. mars 1944. MORGUNBLAÐIÐ 5 I I - - - - - - - - - • • - - - - - • - • ^J\venjjó$in oa JJeimiliÁ jjMjwJ *♦♦*♦♦*♦ «*♦ ♦*♦ ♦*♦♦*♦♦*♦ »*♦♦*♦♦*♦♦•♦♦*♦♦*♦»*♦♦*♦ **♦ /♦ ♦*♦ ♦*• ♦*♦«*♦♦*♦♦*♦ »** ♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦ • x J i •:**:*<**:**:**:**:**:**:**:**:-:**:“:-:*<:**:**:**:**:**:**:**:**:**x**:**:-:**:**:-:-:-> Góðar köku-uppskriftir HUSMOÐIR ein hefir látið kvennasíðunni í tje kökuupp- skriftir þær, er hjer fara á eft- ir, og eiga þær að vera mjög góðar. Ambrosiuskaka. Efni: 140 gr. smjör. 130 gr. sykur. 85 gr. hveiti. 2 egg. Vt tsk. ger. Deigið hrært vel, bakað í tertu formi með möndlum og sykri ofan á eða púðursykri hrærðum út með appelsínusafa og smátt skornum appelsínuberki ofan á. — ★ Smákökur með cocosmjöli. Efni: 250 gr. smjör. 250 gr. sykur. 250 gr. cocosmjöl. 250 gr. hveiti. 250 gr. kartöflumjöl. 1—2 egg. 6 msk. mjólk. 2 tsk. ger. Smjörið brætt vel og annað efni síðan látið í. Látið í forminn með teskeið og kökurnar bak- aðar Ijósbrúnar. ★ Smáar tvíbökur. Efni: 500 gr. hveiti. 150 gr. smjör. 150 gr. sykur. 4-5 tsk. ger. ca. % tsk. salt. Vt tsk. kardemommur. 3 Vt dcl. mjólk. Hveiti, sykri, geri og kryddi blandað saman, smjörið síðan mulið út í og speðað með mjólk inni. Búnar til smá bollur, sem rúllaðar eru milli handanna. Þegar þær hafa verið bakaðar, eru þær klofnar og síðan þurk- aðar við hægan hita. ★ Hafrakex (gott). Efni: 4 bollar hafragr. 2 boll- ar hveiti. 1 bolli sykur. 1 bolli mjólk. 2 tsk. ger. 1 tsk. hjartasalt. V\ kg. smjörl. Vt tsk. salt. Hafragr., hveiti, sykur og ger blandað saman, smjörið mulið í og mjólkinni síðan bætt út í smátt og smátt. Síðan flatt út, ekki mjög þunt, og pikkað með gaffli. ★ Spesíur. Efni: 250 gr. hveiti. 250 gr. kartöflumjöl. 250 gr. sykur. 250 gr. smjör. 1 egg. Hnoðist saman, rúllist í jafn- þykkar lengjur og kökurnar eiga að vera stórar, skerist síð- an í nokkuð þykkir sneiðar og bakist ljósbrúnar. Möndlur og 6ykur sett ofan á ef vill. ★ Engiferkökur. Efni: 1 kg. hveiti. 250 gr. smjör. 250 gr. sykur. 500 gr. síróp. 2 egg. 2 tsk. natron. 4 tsk. engifer. 1 tsk. pipar. Sírópið hitað og helt yfir smjör Sð og sykurinn. Alt hnoðað saman og flatt út þunt. 1 klof- in mandla látin ofan á hvérja köku ef vill. Hr Hnoðuð terta. Efni: 250 gr. smjör. 200 gr. sykur. Vt kg. hveiti. 1 egg. 1 tsk. hjartasalt. Kardemommur og kalt vatn eftir þörf. Smjör og sykur hnoðist saman, og hveitið hnoðist síðan upp í. Eggið látið í, vætt með vatn- inu. Deigið látið standa á köld um stað 1—2 klst. Síðan flatt út, heldur þunt. * Rabarbara- mauk látið á milli strax eítir að það kemur úr oíninum. Eplaterta. Efni: 250 gr. hveiti. 185 gr. smjör. 1 egg. 125 gr. sykur. Vt tsk. hjartasalt. Rifinn sítrónubörkur. Deigið flatt út nokkuð þykt, og sett í tertuform. Hæfilega mik- ið af þurkuðum eplum soðið og látið ofan á, en ræmur, búnar til úr deiginu, látnar yfir. ★ Kossar. Efni: 250 gr. smjör. 250 gr. líveiti. 60 gr. sykur. 1 egg. Svolítið hjartasalt. Smjör og sykur hnoðist sam- an. Hveitinu síðan hnoðað upp í deigið, og látið standa á köld- um stað í 2—3 tíma. Síðan fiatt út, nokkuð þunt. Kökurnar bakaðar ljósbrúnar, og lagðar saman tvær og tvær með rab- arbaramauki á milli og þeytt- uni rjóma ofan á. ★ Rúgkex. Efni: 500 gr. rúgmjöl. 500 gr. hveiti. 250 gr. smjör. 1 bolli sykur. 4 tsk. hjarta salt. 2 tsk. ger. 2 tsk. salt. Mjólk. Öl-lu því þurra blandað sam- an, smjörið mulið í og mjólk- inni bætt út í smátt og smátt. Síðan flatt út, heldur þunnt. og pikkað með gaffli. Spakmæíi um böm Það er hægt að þvinga barn- ið til þess að láta aftur augun, en ekki til þess að sofna. 'k Þar sem barnið er, er bless- unin vís. k Börnin haga sjer eins og þeim er heima kent. kr Aum eru börn, sem engin kunna ærsl. ★ Af íramkomu barnanna þekkjast foreldrarnir. Brjef: ÍL ójorij^naJirm í brau&óöfulú í KVENNASIÐUNNI hefir bor- ist eftirfarandi brjef frá reyk- vískri húsmóður um óþrifnað brauðsölubúða. Þótt mál það hafi verið mikið rætt í blöðum bæjarins, er góð visa aldrei of oft kveðin, og brjefið því birt hjer í heild: ,,Mikið hefir verið skrifað og skrafað um óþrifnað brauðsölu búðanna. En það er svo komið. í þess- ari syndum spiltu veröld, að rnaður vill helst ekki trúa öðru en því, sem maður sjer með eigin augum, þótt maður vitan lega hafi ekki leyfi til þess að rengja orð náungans að ó- reyndu. En það er svo margt ótrú- legt, sem skeður í veröldinni. að maður rengir stúndum eíg- in augu. Jeg kom inn í stórfsbrauð- söluhús hjerna um daginn. til þess að kaupa mjer brauð. Þar var margt manna, svo að jeg varð að bíða dálitla stund eft- ir afgreiðslu. Ein afgreiðslu- stúlkan var að afgreiða konu, sem var að kaupa vínarbrauðs- hring. Skar hún hann i tvent, til þess að betra væri að pakka hann inn, en misti annan helm- inginn í gólfíð. Konan, sem hún var að afgreiða, stóð þannig, að hún sneri baki í okkur. I stáð þess að taka nú annan hring Veronka Lake skíffir um hárgreiislu W'i . 1 Leikkonan Veronica Lake er fræg hefir orðið fyrir hiS síða hár sitt og hárgreiðslu sína yfir annað augað, hcfir nú verið látin taka upp nýja hárgreiðslu. Astæðan var sú, að svo margar af konum þeim, er' vinna að hcrgagnaframleiðslunni, höfðu tekið upp hina lítt þægilegu hár- greiðslu hennar, að til vandræða horfði. Hinir löngu lokkar flæktust í vjelunum og stofnuðu konunum í stóraukna hættu. Kvartaði stjórnin um þetta við kvikmyndafjelag það, er Vero- nica Lake vinnur hjá, og árangurinn sjáið þið hjer á myndinni tii hægri. Myndin til vinstri er tekin af leikkonunni, áður en hún skifti um hárgreiðslu. um handa konunni, tók hún helm- inginn upp af gólíinu, bljes á hann og Ijet síðan í pokann. Þetta er vitanlega argasti sóða- skapur, og kemur undarlega fyrir sjónir í stórri og vel þektri brauðsölubúð. Aumingja konan labbaði síðan hin ánægð asta út með hringinn sinn, hef- ir sennilega ætlað að gæða ein- hverjum kunningja sínum á honum. Þá er einnig annað atiiði, sem mig langar til að drep:; á í þessu sambandi. Það er vitað mál, að peningar eru ágætis smitberar. Þegar sami pening- urinn hefir gengið í gegnum mörg' hundruð handa, hendur heilbrigðra og sjúkra, er hann orðinn morandi í bakteríum, ef svo mætti segja. Bakteri- urnar berast síðan af pening- unurn á hendúmar, og af hönd- unum á það, sem þær snerta á. Það er mjög óviðkunnanlegt til þess að vita, að sömu hend- urnar, er við þessum pening- um taka, skuli káfa á brauðinu, sem við borðum. Það væri eigi ósanngjörn krafa, þótt viðskiftavinir brauð sölubúða krefðust þess, að af- greiðslústúlkurnar snertu alls ekki brauðið með berum hönd- unum. eða að þær hefðu sjer- staka stúlku til þess að taka við peningunum. Afgreiðsíustúlkur margra brauðsölubúða ganga með kappa um höfuðið, sem vitan- lega á að vera fram á enninu, fyrir hárinu, til þess að koma í veg fyrir að ryk, laus hár eða annað falli niður á brauðið. En sumar þeirra virðast misskilja þetta algjörlega og halda, að kappinn sjé til prýðis, og hafa hann dinglandi aftan i hnakk- anum, þar sem hann gerir ekk— ert gagn. Það virðist ekki vanþörf á, að heilbrigðiseftirlit bæjarins taki þetta brauðsölubúða- vandarnál til rækilegrar íhug- unar, og hefi jeg svo ekki þessi orð mín lengri.' Reykvtsk húsmóðir. Það er vel, að húsmæður ræði áhugamál sín og vanda- mál á opinberum vettvangi, beri t. d. saman reynslu sína á hinum ýmsu sviðum daglegra heimilisstarfa, þannig að þær geti fært sjer í nyt bættar starfs aðferðir hvor ánnarar og auk- ið samstarf sitt. Kvennasíðan mun mjög fúslega birta slíka pistla frá húsmæðrum úr bæ- og bygð. I Presturinn heyrir, að smá- strákur blótar óskaplega. Prestur: — Með þessu þjón- ar þú satan, en ekki guði. Strákur: — Jeg á líka a5 fará' til! þín í* vor,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.