Morgunblaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 6
 MORGUNBLAÐIÐ La.ugardag'ur 18. mars 1944. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) rrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriítargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Stærsta öryggismálið VIÐ LESTUR ýmsra þeirra skrifa, sem birst hafa í blöðum að undanförnu í sambandi við hin miklu sjóslys, sem orðið hafa hjer við land, kemur ósjálfrátt i huga manns þessar spurningar: Hvað vakir fyrir þessum mönn- um? Eru þeir í einlægni að vinna að þvi, að gert verði alt sem unt er, til þess að fyrirbyggja að samskonar slys komi fyrir í framtíðinni? Eða er hinn tilgangurinn, að reyna að sverta ákveðna útgerðarmenn í augu almennings og helst, ef imt væri, að koma á þá glæpamanns-stimpli? Ef tilgangur þessara manna er sá einn, að auka ör- yggi sjófarenda, er sjálfsagt að líta mildum augum á sor- ann í þessum skrifum, því að hjer er um að ræða mál, sem alþjóð varðar meir en nokkuð annað. Sje hinsvegar hinn tilgangurinn, að sverta vissa menn og nota það til ofsókna gegn einni stjett þjóðfjelagsins (útgerðarmönn- um), þá færi vissulega best á að þessir menn hættu með öllu að skrifa um þessi mál. Því að þeir geta verið þess fullvissir, að hversu lengi sem þeir halda áfram að skrifa í þeim dúr, fá þeir almenning aldrei til að trúa því, að íslenskir útgerðarmenn sjeu glæpamenn, sem hiki ekki við að senda óhaffær skip út á sjóinn, ef þeir eiga von á peningalegum hagnaði af þeim verknaði. ★ Þeir, sem mest hafa rætt öryggismál sjófarenda okkar að undanförnu, virðast alveg hafa gleymt því, hvernig skipastóll okkar Islendinga er. Þeir virðast líta svo á, að hjer sje eingöngu um að ræða nýtísku skip, bygð sam- kvæmt ströngustu kröfum. En hver er raunverúleikinn í þessu efni? Hann er sá, að því er snertir fiskiskipin, að 66% þeirra eru yfir 20 ára gömul, 21% milli 10 og 20 ára og aðeins 13% undir 10 ára. Og af flutningaskipunum eru 30% yfir 30 ára, 32% milli 20 og 30 ára og 38% undir 20 ára. Ef svo sjerstaklega er athugað ástandið meðal hinna stærri fiskiskipa, sem vitanlega reynir mest á í sjósókn bæði hjer við strendur landsins og í siglingum milli landa, verður niðurstaðan þessi: Enginn togaranna er undir 10 ára, en 80% þeirra eru yfir 20 ára; það er sá aldur, sem erlendis er talinn hámarksaldur slíkra skipa. Ekkert línu- veiðagufuskipanna er yngra en 20 ára, en 70% yfir 30 ára gömul. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, sem athugar þessar tölur, að þessi fiskiskipafloti okkar íslendinga uppfylli ströngustu kröfur og að þetta sjeu alt nýtísku skip, sem ekkert verði að fundið? Nei; það væri barnaskapur að láta sjer detta slíkt í hug. Hitt er ekki að efa, enda viðurkend staðreynd, að útgerðarmenn hafa ekkert til sparað til þess að gera skipin eins örugg og frek- ast er kostur. En það er ekki á þeirra valdi, að gera 20 —30 ára skip þannig úr garði, að þau jafnist á við ný skip, bygð í samræmi við fylstu kröfur nútímans. ★ Öryggismál íslenskra sjófarenda verður ekki leyst svo vel sje nema með þessu einu: Endurnýjun flotans. En það er þetta, sem altaf hefir verið vanrækt af hálfu hins op- inbera, þings og stjórnar, og er svo enn. Meðan ekki fæst úr þessu bætt, heldur skipastóllinn áfram að hrörna og ganga úr sjer. Illgjarnir menn, sem engan skilning hafa á þessu máli geta svo haldið áfram að rógbera útgerðar- menn og bera þá glæpsamlegum sökum, enda þótt þeir viti, að þyngsta sökin er skilningsleysi valdhafanna. ★ Útgerðin hefir gefið góðan hagnað stríðsárin. Fyrstu árin fjekk hún að njóta arðsins, með greiðslu gamalla skulda. En svo gleymdist hitt, að skipin voru gömul og úr sjer gengin og endurnýjun þeirra því lífsnauðsyn fyrir útgerðina í framtíðinni. Útgerðarmönnum var varnað að safna nægu fje til endurnýjunar skipastólsins. Þessi gleymska — eða rjettara sagt vanræksla — er áreiðanlega stærsti glæpurinn, sem framinn hefir verið gegn íslenskri sjómannastjett. Erlení yfsrlii. Þær tvær þjóðir, sem einna mest hafa komið fram i frjett- unum undanfarna viku, eru Finnar og írar. Ekki sýnist ganga byrlega með friðarsamn- inga Finna og Rússa, þótt þar fari um tvennum sögum. Finska þingið er sagt hafa hafnað skil- málum Rússa algjörlega, en fregnir í gær hermdu, að Finn- ar hefðu sent Rússum svar, sem væri þannig, að samkomu- lag væri ekki útilokað. En fregnirnar eru margar og mis- jafnt sannleiksgildi þeirra, en líklegt er, að bráðlega komi fyllilega í Ijós, hvort saman dregur eða sundur í þessum efn um. Þá hafa borist fregnir um það, að Rúmenar væru að biðja um frið, en þær virðast, enn sem komið er, hafa verið smíð- aðar einhversstaðar án þess að veruleikinn væri spurður ráða. ★ Fregnritarar líta svo á, að innrásin sje fyrir höndum mjög bráðlega og draga meðal ann- ars þá ályktun af þeim fremur harkalegu aðferðum, sem beitt hefir verið við íra að undan- förnu, en í Dublin er sagt að sje njósnaramiðstöð mikil. Irar neita þessu og segjast hafa í fullu trje við alla njósnara, en það hefir ekki dugað hingað til, og gerir það varla hjer eftir, ef athuguð eru ummæli Churc- hills um þessi mál, nú í vikunni. En hitt er von, að Irum, hlut- lausri, sjálfstæðri þjóð, þyki þrengjast fyrir dyrum, ef henni er neitað um að ráða sjálfri hverjar sendisveitarskrifstofur eru þar opnar. ★ Það líður varla á löngu, uns Rússar hafa náð aftur öllum suðurhluta lands síns af Þjóð- verjum, ef dæma skal eftir sókn þeirri, er Rússar heyja nú í Ukrainu, þar sem þeim hefir tekist að koma yfir fljótið Bug, og nálægt Dnieperfljóti. Það hefði einhverntíma í hernaðar- sögunni gengið ver, að komast yfir slík fljót, en árnar eru varla orðnar nútímaherjum mik ill farartálmi lengur, ekki hafa þær að minsta kosti reynst hernaðaraðilunum á Austur- vígstöðvunum það hingað til. — Virðist nú svo, að ekki líði á löngu, þar til Rússar komast inn yfir hin fyrri landamæri Rúmeníu, og þá getur margt skeð. — Norðar á Austurvíg- stöðvunum hefir að mestu leyti verið kyrt að undanförnu, hvergi barist að kalla megi, enda beina Rússar venjulega sókn sinni að einu vígsvæði í senn. ★ Helstu fregnir frá Ítalíu eru fregnir um slæmt veður, og hefir það komið í veg fyrir alla bardaga um nokkurt skeið. Þó el svo að sjá nú síðustu daga, að hríðinni og regninu hafi eitt- hvað slotað, og eru menn nú aftur teknir til að berjast í rúst um Cassino, en engar teljandi breytingar hafa enn orðið þar, og á landgöngusvæðinu við Anzio gerist heldur ekki neitt, er markvert geti talist. Girðingar. FYRIR NOKKRU stóð yfir deila milli tveggja manna í blöð um hjer í bænum. Þeir deildu um girðingar. í sjálfu sjer ágætt deiluefni og vafalaust nytsam- legt. Það er fjarri, að jeg ætli að blanda mjer inn í þá deilu, en samt langar fnig til að fara nokkrum orðum um girðingar yfirleitt. Smekkur manna er misjafn hvað snertir girðingar, eins og annað, og þar af leiðandi eru girðingar um hi^ og lóðir manna hjer í bænum æði misjafn ar að gerð og útliti. Girðingar eru án efa nauðsynlegar, en hvernig svo sem þær eru og úr hvaða efni, sem þær eru bygðar, koma þær ekki að tilætluðum notum,. . nje heldur fullnægja þær fegurðar og hirðusemis- smekk bæjarbúa alment, nema að þeim sje vel við haldið og að minsta kosti að þær standi uppi. Því miður er langt frá, að svo sje víða hjer í bænum. í öllum borgarhlutum gefur að líta girð- ingar um hús og lóðir, sem liggja niðri á löngum kafla og hafa ver ið í óhirðu í mörg ár. Eigum við ekki að labba stutta gönguferð um bæinn og vita, hvað við sjá- um í þessum efnum. • Verst kringum opin- berar lóðir. ÞAÐ HLÁLEGA við þetta girðingamál er, að mest er ó- hirðan við lóðir hins opinbera. Ef við byrjum eftirlitsferð okk- ar á Lækjartorgi og göngum suð ur Lækjargötu, sjáum við fyrst girðinguna við Bernhöftsblett- inn og gamla landlæknishúsið. Það er ekki nóg með, að girð- ingar þessar sjeu brotnar niður á löngum kafla, heldur er sóða- skapurinn óskaplegur á þessum bestu lóðum í bænum, sem eru í eign rikissjóðs. Á þessum lóð- um hafa verið gerðar nokkrar bráðabirgða býggingafram- kvæmdir. Byggingarefni, sem afgangs varð, liggur þarna í ó- hirðu og engum hefir dottið í hug að láta hreinsa til. Stand- mynd af einu þjóðskáldi okkar íslendinga, Jónasi Hallgrímssyni, stendur varla upp úr sóðaskapn- um. Dálaglegt umhverfi um þann minnisvarða! • Hjá helsta menta- setrinu. EF VIÐ svo höldum lengra suður eftir Lækjargötunni verð- ur á leið okkar elsta og eitt virðu legasta mentasetur landsins, Mentaskólinn. Húsið stendur á hæð, sem kunnugt er, ómálað og fornfálegt. En þó við viljum bera virðingu fyrir ellinni og sjá í gegnum fingur með útliti hins 100 ára gamla skólahúss, þá getum við ekki með góðri sam- visku lagt blessun okkar á nið- urfallna girðinguna umhverfis lóðina, sem Mentaskólahúsið stendur á. Umhirðan — eða öllu heldur hirðuleysið — á þeirri lóð virð- ist ekki vera heppileg fyrirmynd fyrir unglinga þá, sem í fram- tíðinni eiga að verða forystu- menn þessa lands. Alt í niður- níðslu eins og á hinum opinberu lóðunum í kring. • Ekki vonlaust. NÚ HÖFUM við vafalaust sjeð nóg af óhirðu á lóðum hins op- inbera í hjarta bæjarins til þéss, að okkur langar ekki til að dvelja þar lengur. Við skulum því halda áfram suður með Tjörninni. Er við komum að Hljómskálagarðinum, verður enn fyrir okkur girðing, sem liggur niðri á löngum kafla. Við skuí- um reyna að vera sanngjörn og áfsaka það með því, að verið sje að breikka Sóleyjargötuna, því verki sje ekki að fullu lokið og þessvegna sje ekki við því að búast, að girðingin umhverfis Hljómskálann sje í lagi, eins og er. Við förum framhjá mörgum húsum í einkaeign. Þar eru fal- legir garðar og smekklegar girð ingar víðast hvar. Ef við höldurrt upp á Laufásveginn og göngum enn suður á bóginn, þar til við komum að Kennaraskólanum, höfum við ekki yfir neinu að kvarta og kannske verðum við sammála um, að í henni Reykja- vík sje nú ekki hirðuleysið útaf eins mikið og við gátum hald- ið, eftir reynslu okkar í mið- bærtum. Það er þá ekki alveg vonlaust, að hægt sje að hafa þokkalegt í kringum hús hjer i bænum. En svo er það Land- spítalalóðin. NÆST LIGGUR leið okkar upp Barónsstíg og alla leiðina frá niðurbældri girðingunni um- hverfis Hljómskálagarðinn hefir ekki orðið á vegi okkar nein lóð í umsjá hins opinbera. Kannske er það skýringin á þolanlegu og sumstaðar smekklegu umhverfi kringum hús og lóðir. En svo kemur að Landspítala- lóðinni og það er sama sagan eins og á lóðum hins opinbera í miðbænum, óhirðan blasir við á ný. Girðingin liggur niðri á löngT um köflum og lái mjer nú hver sem vill, að jeg nenni ekki að lýsa því frekar. Heima við sjálf- an spítalann, stærsta sjúkrahús landsins, er sæmilega þrifalegt og sje jeg ekki ástæðu til að fara neinum sjerstökum lof- yrðum um svo sjálfsagðan hlut. En umhverfis húsið eru bekkir, sem sennilega eru ætlaðir sjúkl- ingum, sem hafa fótavist og geta farið út stund og stund. Þessir bekkir hafa augsýnilega ekki komist i kynni við málningu síð- an þeir voru settir upp, og er mesta furða, hver ending hefir verið í þeim, en ekki virðast þeir þó eiga langt eftir ólifað. Úti- hurðir allar eru einnig ómálað- ar, eða „bæsaðar", að einni undan tekinni. Hurðin á Röntgendeild- inni ber af, eins og gull af eirf, innan um alla vanræksluna. Hjer endar gönguferð okkar í dag, því vafalaust hafa menn fengið nóg að sjá að sinni. Umferðahnútar. BÆJARBÚAR hafa veitt þvi eftirtekt, að á þeim tímum dags, þegar umferðin er mest í bæn- um, um hádegi og um 6 leytið á kvöldin, slteikar varla, að um- ferðarhnútar verði á helstu um- ferðargatnamótum. Bílar þyrpast saman í hnapp eða hnút, sem erf- itt er að leysa úr og tekur oft langan tíma. Væri ekki hægt að bæta úr þessu með því, að banna algjör- lega bílum að stöðvast á helstu umferðargötunum á vissum tíma dags, t. d. kl. 11—12 og 5—7. Á þessum tíma mættu bílar ekki nema staðar, nema þá augnablik til að skila af sjer farþegum, eða taka farþega uppí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.