Morgunblaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 12
12 r Laugardagur 18. mars 1944. Semkepni um frelsissöng íkj hátíðarmerki ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND lýð- veldisstofnunarinnar á Islandi hefir ákveðið að stofna til sam- lcepni meðal skálda þjóðarinnar um alþýðlegt og örfandi ljóð, er gæti orðið frelsissöngur íslend- inga. Ennfremur efnir nefndin til samkepni meðal dráttlista* manna um hátíðarmerki- við fyrirhuguð hátíðahöld 17. júní næstkomandi. Fyrir ættjarðarljóð. er telst þess maklegt, er heitið 5000 k-róna verðlaunum, en fyrir há- tíðarmérkið 2000 krónum. Samiagssvæði Sjúkrasamlags ReykjaWkur í Hosfelbsveð Rommel skoðar innrásarvamirnar ♦ FJELAGSMÁLARÁÐUNEYT IÐ hefir skrifað bæjarráði og beðið um álit þess á því, hvar setja skuli mörk milli starfs- svæða Sjúkrasamlags Reykja- víkur og Sjúkrasamlags Mos- felssveitan Bæjarráð leggur til að mörk- in verði þau sömu, sem eru milli læknis hjeraða, Reykjavíkur og Á’afoss. Verklræðingar í nefnd fil að afhuga rafmagnsbilanir BÆ.JARRÁÐ samþykti í gær að ósk þess, að þeir verkfræð- ingarnir Gunnlaugur S. Briem og Sigurður Thoroddsen yngri taki sæti í nefna með Stein- grimi Jónssyni rafmagnsstjóra til að athuga hvaða ráð verði fur.din til að koma í veg fyrir f .lianir og truflanirá rafmagns- veitunni við Sogið. Bæjarstjórnarfundur sam- J ykti fyrir nokkru að skipa slíka nefnd. Skíðamóli Reykja- víkur lýkur á morgun SKÍÐAMÓT REYKJAVÍKUR heidur áfram í dag og lýkur á morgun. I dag kl. 5 e. h. hefst skíðaganga, A- og B-flokks; ennfremur ganga 17—19 ára unglinga. Þátttakendur i göng- unni eru skráðir 22. Á morgun verður svo kept í stökki og bruni karla. Stökk- ið hefst kl. 10,30—11, eftir því sem henta þykir. Keppa fyrst unglingar 17—19 ára. Eru þar 5 keppendur. Strax á eftir hefst stökk A- og B-flokks. Kepp- endur skráðir 13. Sennilega verðui' stokkið af stóra stökk- pallinum. Eftir hádegi verður svo kept í bruni, A-, B- og C-flokkur. Það fer líklega fram norðan í Henglinum. HITLER hcfir fengið Erwin Rommel hershöfðingja það hlutverk, að verja VésturEvrópu gegn innrás bandamanna, scm mikið er talað um, að muni hefjast þá og þegar. Hjer á myndinni sjest Rommel með foringjum sínum vera að skoða hinn svonefnda ,,Atlantshafs- vegg“, sem Þjóð'verjar segja að sjc óvinr.andi. St/órnmálanámskeið Sjálfstæðisfélaganna Samtal við formann Fræðslunefndar EINS og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu, hefir Fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins gengist fyrir því, að haldið verður stjórnmálanámskeið á vegum Sjálfstæðisfjelaganna hjer í Reykjavík. Tíðindamaður blaðsins sneri sjer í gær til formanns Fræðslu- nefndarinnar, Jóhanns Hafstein, og spurði hann um hin vænt- anlegu námskeið. — Eru það aðeins meðlimir Sjálfstæðisfjelaganna hjer í Reykjavík, sem hafa aðgang að þessu námskeiði? — Við gerum ráð fyrir, að það verði einkum sótt af þeim, þótt öðrum Sjálfstæðismönn- um myndi að sjálfsögðu heim- il þátttaka, eftir því sem að- stæður leyfa. Hins vegar höfum við ekki að þessu sinni getað efnt til stjórnmálaskóla fyrir menn utan af landi, og valda því ýms óviðráðanleg atvik. — Hvernig er tilhögun nám- skeiðisins ráðgerð? Flestir verða fyrirlestrarnir um fræðileg pólitísk efni’ og almenn stjórnmál. Jóhann G. Möller mun flytja 3 fyrirlestra um stjórnmálastefnur. Gunn- ar Thoroddsen, prófessor, flytur 4 fyrirlestra um stjórnskipun ríkisins. Ólafur Björnsson, hag- fr., flytur 4 fyrirlestra um hag- kerfi kapitalismans. Jóhann Hafstein flytur 2 fyrirlestra um lýðræði. — sögulega þróun, form og hugsjónir. Þá verða fluttir einstakir fyrirlestrar um stjómmál, jjvo sem um flokkaskiftinguna hjer innanlands, fjármál rikisins, verslunarmál, sjávarútvegsmál, verkalýðsmál, skattamál, tolla o. fl. Loks er svo ráðgert að fram, fari mælskuæfingar og mál- fundir með tilsögn í ræðu- mensku. — Er mikil þátttaka í nám- skeiðinu? —- Mætti vera enn meiri. Annars mun námskeiðið hefjast á mánudagskvöld. Þá er til þess ætlast, að allir mæti, er ein- hvern þátt vilja taka í því, og mun þá liggja fyrir ákveðin skrá um tilhögunina. Jeg býst annars við því, að fyrirlestr- arnir verði vel sóttir, en það eru jafnan færri, er taka bein- an þátt í mælskuæfingunum. — Þið hafið námskeiðið í flokkshúsinu við Thorvaldsens- stræti? — Já, — og jeg vona, að mönnum líki vel aðbúnaður sá, sem þar er á boðstólum. Sfærsfi norski sjéð- urinn ulan Noregs Frá London er norska blaðafulltrúanum símað: Stuttu eftir hernám Noregs 1940, samþyktu norskir sjó- menn um allan heim, að gefa 10% af þriggja mánaða tekj- um sínum til þess að leggja grundvöll að „Sjómannasjóð til hjálpar Noregi“. Sjóður þessi hefir aukist mjög og nemur nú 370 þúsund pundum, sem samsvarar um 9.5 miljónum íslenskra króna. Fyrir utan það, sem norskir sjómenn hafa .lagt af mörkum í sjóðinn með gjöfum og frá- drag af kaupi, eru aðaltekjur hans ágóði sparisjóða norskra sjómanna í London og New York, en hann rennur allur til Sjóðsins. Aðeins . á síðari árs- fjórðungi s. 1. árs fjekk sjóður- inn þannig um 885 þús. ísl. krónur. Hjálparsjóður þessi er stærsti norski sjóðurinn utan Noregs. Mikill hluti hans hefir verið notaður til kaupa á breskum stríösskuldabrjefum. Þegar stríðinu lýkur, mun sjóðurinn koma að miklum notum. íþróttakvikmynd Ármanns sýnd á ný ÍÞRÓTTAKVIKMYND Ár- manns verður sýnd á morgun kl. 1.30 í Tjarnarbíó. Var mvnd in sýnd nokkrum sinnum í fyrravetur, og var aðsókn mjög mikil. Nú gefst bæjarbúum aft ur kostur á að sjá þessa ágætu mynd, en þegar hún var sýnd síðast, fjekk hún ágæta dóma. Kjartan Ó. Bjarnason tók kvikmyndina, og er um helm- ingur hennar litmynd. Handknattleiksmótið: _ l Kvenflobkur r Armanns meislari í 5. sinn HANDKNATTLEIKSMEIST ARAMÓTI í S. í innanhúss lauk í gærkveldi. Úrslit urðu þau að Ármann vann meistara- flokk kvenna í fimmta sinn í ■röð, og hefir flokkurinn þá unn ið þá kepni altaf síðan hún var fyrst 1940. Valur vann meist- araflokk karla. Þar hefir einn- ig als verið kept 5 sinnum. Val ur hefir unnið í öll skiptin nema í fyrra, þá sigruðu Haukar. —• Valur vann einnig 1. fl. karla, en Haukar 2. fl. I kvennaflokknum hlaut Ár- mann 8 stig, Haukár 6, KR 4, FH 2 og ÍR ekkert. — Leikarn- ir í gærkveldi fóru þannig, að .kv.fl. Ármanns vann Hauka með 11:5 og í 1. fl. vann Valur Hauka með 24:11. Forseti í. S. I., Ben. G. Waage afhenti verðlaunin að kepninni lokinni og þakkaði starfsmönn- um mótsins vel unnin störf og’ keppendum þátttöku. Verslunarhúsin við bæjarbyggingamar til sölu Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær var borgarstjóra falið að leita kauptilboða í sölubúðirn- ar, sem bygðar hafa verið við bæjarbyggingarnar á Melun- um. Gert er ráð fyrir að kaupverð verði greitt að fullu við afsal. Til danskra flólia- mannakr. 24,250 hjá Morgunblaðinu PENINGAGJAFIR til danskra flóttamanna í Svíþjóð, sem afhentar hafa verið á skrif- stofu Morgunblaðsins, nema nú samtals kr. 24.254,00. , I gær bættust þessar gjafir við: K. Þ. kr. 100.00, Þ. G. kr. 50.00, V. B. kr. 500.00 og B. S. kr. 20.00. Mikil viðskifti Svía og Spánverja. Stpkkhólmi: — Eftir bráða- birgðaupplýsingum frá spönsk um heimildum námu viðskifti Spánverja og Svía tæpum 60 milj. króna árið 1943, en ekki nema 20 milj. árið 1942 og 7 milj. 1941. Innflutningur til Svíþjóðar nam að verðmæti 27.5 milj. króna, en útflutning- ur frá Svíþjóð til Spánar 30 milj. kr. — Það voru einka- fyrirtæki, sem önnuðust við- skifti þessi. Flóttamenn valda hneyksli. Stokkhólmi: — Opinber á- kærandi Stokkhólmsborgar ætl ar að höfða mál á hendur eig- anda veitingahússins „Blaa Faaglen", fyrir það, að danskir flóttamenn efndu þar til skemti sýningar og fóru háðulegum grínyrðum um Krist og Hitler.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.