Morgunblaðið - 19.03.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 63. tbh — Sunnudagur 19. mars 1944 Isafoldarprentsmiðja Lf. pjoðina — sep1 London í gærkveldi: — . I ræðu, sem Eamon De Valera forsætisráðherra Irlands flutti í gær á þjóðhátíðardegi íra, degi heilags Patreks, sagði hann, að írska þjóðin yrði ekki buguð. Þetta var útvarpsræða til írsku þióðarinnar, og sagði forsætis- ráðherrann meðal annars: ,,Á þessum vandræðatímum hefi jeg greinilega fundið í þjóð vorri þá hæfileika, sem jeg hefi altaf vitað að voru þar, þótt þétr hafi ekki komið fram, fyrr en mikið reyndi á. Þegar utan- komandi pfbeldi bar sigur úr býtum, og þjóð vor var látin kenna aflsmunar, þá hætti hún aldrei baráttunni, þrátt fyrir það, nje slepti af rjettindum sínum, nje gafst upp. Vilji henn ar til sjálfstæðis varð aldrei bugaður. Jafnvel þegar okkur vegnaði verst, vorum við að vissu leyti sigursælir. Við lifð- um af alt það illa, sem okkur var gert og við erum til í dag, sem sjerstök þjóð, vegna þess að við vorum viljugir til þess að leggja mikið á okkur, og vildum als ekki gefast upp". De Valera sagði ennfremur, að aitaf yrði níðst á írum, með- an stórþjóðirnar notuðu valdið til þess að ná því, sem þær ættu enga kröfu til, samkvæmt rjett- læti. Sagði Valera, að síðan stríðið hófst, hefði hann aldrei reynt að draga úr hættunum, sem henni væri samfara fyrir Framhald á 2. síðu. ¥Íar hjáípa Stokkhólmi: — Fyrir nokkru var haldin stói-kostleg samkoma í Tónlistarhöllinni í Stokk- hólmi, til ágóða fyrir íinsk börn. Meðai viðstaddra voru: Sibylla krónprinsessa Svía, prinsarnir Gai'l og Gustav Ad- olf, Björkquist biskup og Bagge mentamálaráðherra. Eidem erkibiskup. ávarpaði samkom- una og ljet í ljós samúð og acdáun Svía á finsku þjóðinni og sagði: ,.Það er eins og sverði sje beint að hjörtum vorum, þegar oss verður á þessum tímum hugsað til okkar hjart- kæru bræðraþjóðar í austri". — A samkomunni var einnig inn- anríkisráðherra Finnlands, Ehrenrof og mælti han nnokk- ur orð. Hann mintist ekki á þann vanda, sem Finnar eru nú staddir i, ea þakkaði Svíum fyrir hjálp þeirra við Finna, sem^ hann sagoi að aldrei yrð'i hægt að meta. Síðustu dagana í febrúar komu 1300 finsk börn til Sví- þjóðar, en um 2000 í viðbót munu hafa komið skömmu síð- ar. Þrjú hundruð komu til Oest ersund daginn eftir áðurnefnda samkomu. Kússar koma íyrir íall- byssum við Dniester Freuchen kominn til Svíþjóðar. Skíðamófið á Siglu- firði hefst í dag Mótið átti að hefjast kl. 3, með göngu drengja á aldrinum 9 til 16 ára, en um það bil er gangan átti að hefjast, var kom inn stormur og mikill skafrenn ingur. Var þá ákveðið að fresta kepninni þar til kl. 10 f. h. í dag Árós lallhlífaher- sins kom Japön- nm n óvnrt London í gærkveldi. — FREGNIR HAFA BORIST um það frá Indlandi, að það hafi komið Japönum algjörlega á óvart, er bandamenn settu niður fallhlífalið og lið í svif- flugum langt að baki víglínum Japana í Burma fyrir nokkru, og hafi Japanar enn ekki byrj- að gagnáhlaup þarna. Þeirra er þó von á hverri stundu, segja fregnritararnir. Fyrstu sveitirnar voru látnar síga niður fyrir 13 dögum síðan og hóí'ust þær þegar handa um það að ryðja lendingarstaði fyr ir flugvjelar. Meiri hluti liðsins var svo fluttur á staðinn í svií'- flugum og flutningaflugvjelum. Lið þetta, sem er breskt, er statt um 240 km. fyrir austan Irrawady-ána, en um 320 km. að baki víglínum Japana í Burma. — Ekki hefir enn verið látið neitt uppi um hlutverk liðs þessa, en herfræðingar telja líklegast, að það eigi að samein ast hinum amerísk-kínversku sveitum Stillwells hershöfð- ingja og hjálpa til að halda stöðvum þess í Hukondalnum á staðvindatímabilinu, sem í hönd fer. Einnig er á þeim slóð- um, sem Stillwell og lið hans hefst við, verið að, gera veg frá Indlandi til Kína, og telja sum- ir, að lið þetta sje sent til ör- yggis vegagerð þessari. ^^^»w^s Frá sendiráði Dana: ¦— Peter Freuchen, hinn kunni Heim- kautslandakönnuður, hefir komist frá Danmörku til Sví- þjóðar, eftir að þýska lögreglan hefði um skeið reynt að hafa hendur í hári hans. Dóttir hans, Pipaluk, sem er fædd í Grænlandi, komst með föður sínum til Svíþjóðar. — Taka Smerinka og nélgasf Vinnitza London í gærkvöldi. — Einkasktyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. RÚSSAR hafa látið skamt stórra fregna raillum í dag; lafa verið gefnar úr tvær dagskipanir frá Stalin, ein ukatilkynning og svo hin venjulega herstjórnartilkynn- ng. í stystu máli er hinn tilkynti árangur þessi: Hersveitir Konievs eru komnar að Dniesterfljóti á íokkru svæði og eru sagðar teknar að skjóta yfir fíjótið. íárnbrautarbærinn Smerinka, á Odessabrautinni, hefir /erið tekinn, og rússneskar hersveitir eru komnar mjög lærri Vinnitza, mestu bækistöð Þjóðverja í Norðvestur- Jkrainu. __________________________ Það er við bæinn Yampol, sem menn Konievs eru komnar að Dniester, en ekki er þess nákvæmiega getið, á hve breiðu svæði Rússar eru komnir að fljótinu enn sem komið er. Búist er við að Þjóðverjar muni reyna harða vörn við fljótið. Járnbrautarbærinn Smer inka, sem Rússar hafa nú náð, er nokkru fyrir suð- vestan Vinnitza, en við þá borg hafa lengi geisað meg- inorustur, og geisa enn. — Munu framsveitir Rússa nú varla vera lengra frá bæ þessum en tæpa 10 kíló- metra. óisf vií yfirlýsíngu rmna Stokkhólmi í gærkveldi: — Fregnritarar hjer halda fram, að finska stjórnin muni innan skams gefa út yfirlýsingu, þar sem birt verður svar hennar til Rússa, og einnig skýrt frá orsökunum til þess að friðar- boðunum hafi verið hafnað. — Aðrir telja, að ekki sje útilok- að, að enn kunni að nást sam- komulag, en í nótt kl. 12 er runninn út frestur Finna að skila svari sinu til Rússa. Er og álitið að þeir hafi þegar gert það, þótt ekki hafi þetta verið . staðfest. — Reuter. Sprengjur á London London í gærkveldi: — Nokkrar þýskar flugvjelar komust inn yfir borgina í nótt, sem leið, og vörpuðu sprengj- um. Varð af eignatjón og nokk- urt manntjón. Einnig var sprengjum varpað á nokkra staði í Suður-Englandi. Tjón varð lítið. — Reuter. London í gærkveldi: — í DAG GERÐU 750 flugvirki og Liberatorflugvjelar, sem urmull orustuflugvjela fylgdi, harðar árásir á ýmsa staði í Suður-Þýskalandi. Var einkum ráðist á flugvjelasmiðjur og flugvelli og var skygni betra en undanfarna daga, og sprengjum varpað með miklum árangri. Meðal annara staða sem á var ráðist, var flugvöllur einn skamt frá Landsberg-kastala, þar sem Hitler forðum sat í fangelsi eftir uppþotið í Munc- hen 1923. — Á einum flugvelli voru 15 flugvjelar eyðilagðar. Loftvarnaskothríðin var all- hör'ð yfirleitt, en orustuflug-' vjelar voru með fæsta móti, þó urðu nokkrar loftorustui Árásum var ennfremur hald- ið uppi á Norður-Frakkland í dag og í nótt sem leið rjeðust Mosquitoflugvjelar á Norðvest- ur-Þýskaland og fórst ein þeirra. — Seint í kvöld var tilkynt, að meðal þeirra staða, sem urðu fyrir árásum Bandaríkjaflug- vjela i dag, hafi verið Augs- burg og Friederichshafen. Þá er tilkynt, að Bandaríkjamenn hafi mist 43 stórar sprengju- flugvjelar, 10 orustuflugvjelar, en sprengjuflugvjelarnar eru sagðar hafa skotið niður 39 þýskar orustuflugvjelar. — Ráð ist hefir verið bæði á Augsburg og Friederichshafen nýlega, en á báðum stöðunum eru flug- vjelasmiðjur. — Þjóðverjar við höfðu þá nýbreytni í dag, að ein af útvarpsstöðvum þeirra sagði hvar árásarflugvjelarnar ,væru í það og það skiftið. Póllandsvígstöðvar. Þá er tilkynt, að hersveit- ir Zukovs hafi sótt alliangt fram frá bænum Dubno, sem Rússar tóku í gærdag, og tekið mörg þorp á þeim slóðum. Stefna þeir þar sókn inni til hinnar mikilvægu borgar, Lwov, og er Zukov að freista að komast að baki hers von Mannsteins, sem berst við Proskurov, en þar eru enn engin lát á hinum hörðu gagnáhlaupum Þjóð- verja. Suðurvígstöðvarnar. Á Nikopolsvæðinu kveð- ast Rússar í tæplega tveggja vikna bardögum hafa gjör- sigrað 6. herinn þýska, tek- ið marga fanga og óhemju af her.gi'piium. Segjast Rúss ar nú vera um 16 km. frá Nikopoi og kornnir að Bug- fljótinu nokkru fyrir norð- an borgina. Eiga Þ]óðverjar ekki aðra undankomuleið frá Nikopol en yfir fljótið, enda kalla þeir þessar stöðv ar Nikopol-forvígið í fregn- urn sínum í dag. Á Norðurvígstöðvunum virðist alt kyrt. að undan- teknum staðbundnum smá- viðureignum og stórskota- hríð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.