Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 64. tbl. — Þriðjudagur 21. mars 1944. ísafoldarprentsmiðja h.f. Rússar taka bæi i Bessorabin Suðau$tur-EvróPa Vinnitza gengin úr greipum Þjóðverja London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaSsins frá Reuter. TVÆR dagskipanir voru gefnar út í Moskva í dag. og fjallaði önnur þeirra um það, að hersveitir Konievs mar- skálks hefðu tekið bæinn Mogilev-Potolski, sem stendur á austurbökkum Dniesterfljóts, nokkru fyrir norðan bæ- inn Jampol. Þá hafa Rússar tekið nokkra bæi í Bessara- bíu, hinum megin Dniester, og er Soroki merkastur þeirra — Hann stendur á vesturbakka fljótsins, svo að segja gegnt Jampol. Síða.ri dagskipanin var til Zukovs marskálks og fjallaði um töku Vinnitza, en þar hafa Þjóðverjar lengi varist, uns þeir tilkyntu ár- degis í dag, að þeir hefðu yfirgefið borgina. Það er ekki nákvæmlega Ijóst á hvaða svæði Rússar eru komnir yfir Dniester, hvort það er að mestu leyti norðan eða sunnan Saroki, en alls munu þeir vera komn ir yfir á rúmlega 40 kílóm. svæði, en að Dniester á 80 km svæði. Frá Mohilev-Potolski eru um 80 km að'Pruthfljóti, en við það voru hin fyrri landa mæri Rúmena, fram til árs- ins 1919. Framsókn í PólJandi. í herstjórnartilkynningu sinni segjast Rússar hafa sótt en frekar fram í Pól- landi, í áttina til Lwov og vera komnir nálægt borg- inni Brody. Eru á þessum slóðum háðir miklar bardag ar, því Þjóðverjar berjast fast, til þess að hindra, að Rússar komist að baki hers þess, er berst við Proskurov og Tarnopol, en þar hafa verið miklir bardagar í dag, og gera Þjóðverjar enn gagnáhlaup. Mikilvæg bækistöð. Vinnitza hefir lengi verið Þjóðverjum mikilvæg bæki stöð, og hafa þeir tvisvar stöðvar framrásir Rússa þar. Borg þessi hafði 100 þúsund íbúa og var allmikil verksmiðjuborg. Við fall Vinnitza versnar mjög áð- staða Þjóðverja við Pors- kurov og Tarnopol. Radsivilov tekin. í sókn sinni í Póllandi tóku Rússar í dag Radsivil- ov fyrir austan Brody. Er þetta allstór bær. Norðar á vígstöðvunum virðist vera lítt um bardaga, nema þá helst við Narva, þar sem Þjóðverjar segja frá mikl- um áíökum. Vísilalan 265 slig KAUPLAGSNEFND og Hag- stoían hafa reiknað út vísitölu framfærslukostnaSar í mars- mánuði. Keyndist hún vera 265 stig, eða tveim stigum hærri en fyrir febrúarmánuð. Hækkun vísitölunnar stafar aðallega af hækkun kaup- gjalds og útlendrar fatnaðar- vöru o. fl. ? ? • Htísaleiguvísi- talan 136 stig Kauplagsnefnd hefir reiknað út húsaleiguvísitölu fyrir næsta tímabil, frá 1. apríl til 1. júní n.k. Reyndist vísitalan véra 136 stig, eða einu stigi hærri en næsta tímabil á undan. Hækk- unin stafar aðallega af hækkun kaupgjalds og efnis. Vísitalan er miðuð við grunn töluna 100 þann 4. apríl 1939. Skorað á Brefa að af- Ijetfa hafn- banni blaðsins frá Reuter. Washington í gærkveldi. Utanríkismálanefnd full- trúadeildar Bandaríkjaþings samþykti í dag áskorun til Breta um að afljetta hafn- banni bandamanna á Ev- rópu, svo hinir „þjáðu íbú- ar" meginlandsins gætu fengið matvæli. Áskorunin kemur nú til atkvæða í Full Framhald á 2. síðu. Engar fregnir frá Finnum enn London í gærkveldi. ENGAR FREGNIR hafa í dag borist um samkomulags- tilraunir Finna og Rússa, að öðru leyti en því, að lausa- fregnir herma, að verið geti, að Rússar slaki enn á kröfum sínum. — Stettinius, utanrík- isráðh. Bandar. sagði í dag. að enn væri ekki vonlaust um samkomulag Finna og Rússa. Rússar neituðu opinberlega og mjög harðlega fregn, sem borist hafði erlendis frá um það, að rússneskar flugvjelar hefðu ráðist á Helsinki þann 16. þ. m. — Reuter. a <• London í gærkveldi. ÞJÓÐVERJAR hafa unnið nokkuð á i orustunni um Cass- ino í gær ög í dag. Náðu þeir aftur þýðingarmiklum hæðum, sem höfðu áður verið teknar af þeim. Hafa þeir fengið liðs- auka þarna, einkum fallhlífa- hermenn, sem berjast af mjög mikilli hörku. Hafa Þjóðverjar nú aftur komist að rústum aðal gistihússins í Cassino, en þar vörðust þeir lengi áður í tveim niðurgröfnum skriðdrekum. — Þá hafa þýskar sveitir hrakið aftur á bak sveitir banda- manna, sem komist höfðu nokk uð áleiðis upp klausturhæð- ina. Bardagar halda áfram og eru mjög snarpir. Frá öðrum hlutum ítalíuvíg- stöðvanna er ekkert að frjetta, nema hvað herskip Breta skutu á stöðvar Þjóðverja nærri Anzio svæðinu. Allmikið hefir verið um að vera í lofti og mistu Þjóðverjar um 30 flugvjelar, en bandamenn 17. — Reuter. Kanadamenn skipa innrásarf oringj a. London í gærkveldi. — Canada menn hafa skipað Crelar hers- höfðingja, er hingað til hefir stjórnað kanadiskum her á ít- alíu, sem yfirmann allra kana- diskra hersveita, sem þátt taki í innrásinni á meginland Ev- rópu. Kemur Cerlar í stað Stu- arts hershöfðingja. — Reuter. :»mwj \ i MimUX-HUHSMlY-. -,'^T «.....<*," Boundaries in /ýJSt V^\ States cF tiu Balkan enimh. j%<&>j Territory (jainai btj tíwse states aftir I9ÍS. • ' ' Railways. * Kortið hjer að ofan sýnir þá staði Evrópu, þar sem nú er mest um að vera. Barist er í Póllandi og rússneskir herir eru komnir inn í Rúmeníu. í Ungverjalandi er nú sagt að Þjóð- verjar hafi tekið öll völd í sínar hendur en vitað er raunar áður, að þeir rjeðu mestu í því landi og hafa lengi haft þar herlið. i Álitið ú Þjóðverjar liafi hernumið Ungverjaland London í gærkvöldi. — Einkasktyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. ÞRÁLÁTUR ORÐRÓMUR gengur um það, að Þjóð- verjar hafi um helgina hernumið Ungverjaland algerlega, og tekið öll innanlandsvöld þar í sínar hendur. Hefir verið símasambandslaust til Ungverjalands frá hlutlausum löndum síðan á sunnudagskvöld, t. d. hefir ung\'erska sendisveitin í Stokkhólmi engu sambandi náð heim, síð- an þá. Líklegt þykir að þýskur her sje nú hvarvetna i Ung- verjalandi, en engar fregnir hafa borist um, hvernig Ung- verjar hafa brugðist við. Einnig hefir það vakið allmikla athygli; að ungverskar útvarpsstöðvar útvarpa nú ein- göngu fregnum, sem af þýskum rótum eru runnar. Fregn um þetta kom allra fyrst frá tyrkneskum frjettaritara í Búkarest, og stjórnmálafrjettaiitara vor hefir heyrt, að nokkur trún- aður sje lagður í fregn þessa hjer í London. Kröfur gerðar til Ung- verja. Það er vitað, að fyrir skömmu var Horthy, ríkis- leiðtogi Ungverja á fundi með Hitler, að því er Ung- verjar í Stokkhólmi hafa staðfest, og' var þá búist við, að Þjóðverjar myndu gera miklar kröfur til Ungverja. Ekki hefir nein staðfesting fengist á þessum fregnum, nje neitt frjettst um það í hverju .kröfurnar væru fólgnar, en álitið er, að Þjóðverjar hafi krafist frek ari herliðs frá Ungverjum til baráttu sjer við hlið, til þess áð verja Karpatafjöll- in gegn Rússum. í kvöld var talið, að Cal- lay, forsætisráðherra Ung- verja, myndi halda ræðu, í tilefni þess, að þá er dánar- Framhald á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.