Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. mars 1944. Um fjárskifti í Þingeyjarsýslu FYRIR alllöngu síðan heyrði jeg lesna upp, með þingfrjett- um í útvarpinu, áskorun til Alþingis, þess efnis, að það annaðist um, að fjárskifti yrðu látin fara fram á þessu ári á svæðinu milli Jökulsár og Skjálfandafljóts í Þingeyjar- sýslu, annars myndi fólk flytja burt af þessu svæði. af því að ómögulegt sje að búa við mæði veikina. Engin greinargerð fylgdi þessu erindi, svo að full- yrðing þessi var flutt almenn- ingi án allrar rökfærslu. Undir erindið ljeðu nöfn sín Karl Kristjánsson, Jón Gauti Pjet- ursson og Björn Haraldsson. Af því að jeg er einn þeirra, sem ekki hefi veitt þessum mönnum, eða nokkrum öðrum, umboð til þess að sækja um aðstoð hins opinbera, til niður- skurðar á fje mínu, vildi jeg leyfa mjer að fara hjer um nokkrum orðum. Því miður hafa hjer í hjeraði ekki farið fram almennar um- ræður eða athuganir um af- komumöguleika bænda við þau skilyrði, að þeir yrðu alment mjög fjárfáir vegna mæðiveik- innar. Væri þess þó full þörf. ★ ÞETTA mæðiveiki- eða nið- urskurðarmál er rekið hjer með þeim einkennilega og óheppi- lega hætti, að við nefndar- eða fulltrúastörf heima í hjeraði fást aðeins menn, sem fylgj- andi eru niðurskurðinum. — Jeg fyrir mitt leyti get ekki fulltreyst víðsýni þeirra í mál- inu. — Svo sem kunnugt er, fór fram á síðastliðnu ári, at- kvæðagreiðsla á nefndu svæði, um niðurskurð og fjárskifti, en fjekk þá ekki nærri nóg fylgi. Nú virðist mjer, að vakinn hafi verið upp óviðkunnanlegur á- róður í málinu: Undirskrifta- skjöl, frá fylgismönnum niður- skurðarins, hafa verið látin ganga um (ekkert þeirra hefir mjer verið sýnt), sendir hafa verið talsmenn þessa máls sveita á milli og heyrt hefi jeg, að verið sje að leita um laga- breytingu, svo hægt sje að kúga fleiri til þess að skera niður fje sitt, heldur en lögin um fjárskifti gera ráð fyrir. — I einfeldni minni lít jeg svo á, að það sje brot á stjórnarskrá landsins að kúga nokkurn til að drepa fjenað sinn, þegar engin vissa er fyrir hendi um sjálfsagða nauðsyn þess, til þess að firra menn voða, en um niðurskurð þann, er hjer um ræðir, er ekki víst um útrým- ingu mæðiveikinnar með nið- urskurðinum, því að jafnvel gætu menn fengið hana aftur með lömbum þeim, sem þeir flyttu inn á svæðið við fjár- skiftin, eða garnaveiki, sem er skaðræði. Þess vegna ætti ekki að vera hægt að framkvæma svona niðurskurð, nema hver einasti fjáreigandi á svæðinu samþykti hann. Jeg tel, að framangreindur áróður sje mjög óviðeigandi og hættulegur máli, sem snertir svo mjög hag almennings, en liggur hins vegar mjög óljóst fyrir. Niðurskurður á þessu ári gæti orðið stórkostlegt fjár- hagslegt tjón fyrir umrætt svæði, er síðár mun sýnt fram á. Málið þarf umfram alt að liggja ,,hlutlaust“ fyrir til at- hugunar. Jeg býst við, að sumir vilji skreyta málið með meirihluta- fylgi þess og jafnvel með fylgi þingmanns hjeraðsins. En því miður er meirihlutafylgi við mál oft annað en rjettmæti þess, og að sjálfsögðu er fylgi þingmannsins pólitískt, enda, að mínu áliti, harla lítið að gera með skoðun hans í þessu máli. ★ Á SÍÐASTLIÐNU vori rit- aði jeg all ítarlega grein um þetta mál í ísafold. Þar reyndi jeg að sýna fram á það, að miklu fleiri atriði þessa máls mæltu á móti niðurskurði, heldur en með honum, og er jeg enn sömu skoðunar. Jeg sje ekki ástæðu til að endurtaka það, sem jeg sagði um málið í nefndri grein, en vil þó leyfa mjer að benda á eftirfarandi: 1. Samkvæmt skýrslum Hag- stofunnar helst tala sauðfjár furðanlega við í þeim hjeruð- um, sem mæðiveikin geysar, og árið 1940 var fjeð í þessum hjeruðum mun fleiri en árið 1939. 2. Uppflosnun bænda og burt flutningur fólks úr sveitum, vegna mæðiveikinnar, er mjer ekki kunnugt um, að neinstaðar hafi orðið. 3. Eftir útlitinu að dæma verða mylkar ær á næsta hausti mjög verðlitlar, svo mikið er til af oseldu ærkjöti í landinu. Hjer í minni litlu sveit mundi niðurskurður ánna á næsta hausti valda tugþús- unda tapi, sem jeg tel sáralitl- ar líkur til að vinnist upp með fjárskiftum. 4. Eftir sama verðlagsútliti verða dilkar í mjög háu verði á næsta hausti og gseti svo far- ið, að láta yrði 3 til 5 ær fyrir hverja lambgimbur. Slíkt gæti bugað fjárhag einstakra bænda að fullu. 5. Við hljótum að nálgast tíma verðfallsins, og verði Ev- rópu-stríðinu lokið um næstu áramót, sem margir vænta, er niðurskurður á næsta hausti, að mjer sýnist, hreinasta rot- högg á fjárhag bænda og það alveg eins, þótt lengur dragist með verðfallið. Sjerstaklega er þó þeim bændum hætt, sem veikin er enn ekki komin til og hafa okki breytt búfjáreign sinni vegna hennar og ekki fargað fje, í háa verðinu, af hræðslu við veikina, eins og margir hafa gert. 6. Sauðfjártalan hlyti að fækka hjer í þessum sveitum við niðurskurðinn. Það mun láta nærri, að mæðiveikin hafi fækkað fjenu í minni sveit um 1/4, en með niðurskurði hlyti fækkunin að verða meiri. Auk þess kæmi mikil eyða í afurða magn búanna við að setja sam- an fjárbú með tómum lamb- gimbrum. 7. Við þetta yrði svo að bæta nýjum kostnaði við girðingar og gæslu, vegna niðurskurðar- ins. Sá kostnaðwr yrði áð leggjast .á sauðfje það, sem bændur reyndu að koma upp aftur. 8. Við því má búast, að eitt- hvað' áf bændum, og þá ekki síst þeir, sem neyddir yrðu til þess að skera niður, keyptu engin lömb, bæði 'vegna hræðslu við verðfallið og hins, að veikin geti fljótlega komið upp aftur. Heyrst hefir, að ó- nefndur fylgjandi niðurskurð- arins og riær kindalaus maður, hafi látið þau orð falla, að hann mundi ehgin lömb kaupa. vegna áhættunnar, að veikin kæmi fljótlega aftur. Þetta gæti mjög íþyngt hinum, sem reyndu að koma upp fjár- stofni aftur, því að sjálfsögðu yrði kostnaður við girðingar og annar kostnaður,vegna niður- skurðarins að leggjast á sauð- fjeð. Því að ekki má leggja á nautgriparæktina þessi áhættu gjöld eða önnur óverðskulduð. 9. Ofan :á alt þetta bætist svo við, sem -enginn getur neitað, j að með niðurskurði, eins og nú er ráðgerðin, fæst engin vissa um það að losna við veikina nema um stundarsakir og jafn- vel gæti hún leynst með lömb- unum, sem flutt yrðu inn á isvæðið. Og samkv. framan- sögðu. 10. Þótt talsmenn niðurskurð arins eða fjárskiptanna sæu nú fram á það, að þeir gætu sigr- að í þessu máli, ættu þeir ekki að hætta fylgjendum sínum út á þann hála ís að láta málið ganga til framkvæmda á þessu ári, það gæti áreiðanlega orð- ið þeim dýrt spaug. Og þótt vont sje að búa við mæðiveik- ina, er þó betra að veita henni viðnám enn um skeið, en að kippa fótum undan fjárhag bænda með gereyðingu ær- stofnsins og leggja þeim nýjar álögur. „Kapp er best með for- sjá“. Mjer er sagt, að enn sje ver- ið að greiða atkvæði um málið í sveitunum og það jafnvel án þess að almennir sveitafundir tækju það til athugunar áður. En slík málsmeðferð, er, að jeg tel, óviðunandi. Að mínu áliti er nauðsynlegt að halda hjer- aðsfund um þetta mál og fleiri bjargræðismál bænda nú á þessum tímamótum aldarhátt- arins, sem standa fyrir dyruna. ★ AÐSTAÐA bænda gagnvart mæðiveikinni þarf að athugast gaumgæfilega, bæði frá sjónar- miði fjárskiptanna og án þeii'ra. Þetta hefir ekki verið gert, og jeg óttast að þeir, sem stóðu að erindinu til Alþingis, hafi ekki gert það heldur. Það, sem jeg á hjer við, er t. d. athugun á því, hvað mikið sje tapið á ánum, sje þeim farg að á næsta hausti og hve mik- ið tapið á aðkeyptum lömbum, ef verðfallið fjelli á um næstu áramót, hve mikil yrðu útgjöld in fyrir girðingar og vörslu, hve miklar likur væri fyrir hendi um það, að niðurskurður inn næði tilgangi sínum, hvern ig hægt væri að búa við mæði- veikina o. s. frv. Að lokum leyfi jeg mjer að benda á, að jeg tel vafamál um lögmæti þeirrar aðferðar, sem höfð er, hjer í hjeraði, til þess að koma fjárskiptum á — sem jeg þó geymi að færa nánari rök fyrir. — En við, sem erum á móti fjárskiptunum, þurfum Framhald á 8. síðu. Minningarorð um Karl Ó. Nikulásson KARL ÓLI NIKULASSON, konsúll andaðist hjer í bænum 13 .þ. m. 72 ára að aldri. Hann var gamall Reykvíkingur, fædd ur hjer 18. desember 1871. -— Foreldrar hans voru Nikulás Jafetsson og Hildur Lýðsdóttir. Var Jafet bróðir frú Ingi- bjargar konu Jóns Sigurðsson- ar forseta, en Einar Jónsson, faðir þeirra systkina, var bróð- ir sjera Sigurðar prófasts á Rafnseyri. Karl misti ungur foreldra sína. Tók þá Morten Hansen, skólastjóri, drenginn að sjer, veitti honum hið besta uppeldi og kostaði hann til náms. Lauk Karl stúdentsprófi við lærða- skólann vorið 1891 og stundaði síðan dýralækninganám í K.- höfn í nokkur ár. Um alda- mótin kom hann heim aftur og hafði þá fyrst á hendi um skeið dýralæknisstarf á Aust- urlandi, og aðsetur á Vopna- firði. En fljótlega breytti hann til og gaf sig að verslunarstörf- um i Reykjavík, og varð síðar forstjóri fyrir Thomsensversl- un. — Þegar hún hætti, var hann nokkur ár í þjónustu Ol- íuverslunar íslands og flutti hann sig þá til Akureyrar, þar sem hann bjó og' starfaði á þriðja áratug og undi vel hag Karl var mörgum góðum gáf um gæddur, fríður sýnum, prúð menni í framgöngu, glaðlynd- ur og frábærlega gestrisinn. — Hann var kvæntur Valgerði Ó1 afsdóttur kaupmanns Jónsson- ar í Hafnarfirði, hinni mestu ágætiskonu, og var heimili þeirra á Akureyri orðlagt fyr- ir rausn og myndarskap, enda var þar oft gestkvæmt og glatt í ranni. Hann tók mikinn þátt í fjelágslífinu og voru honum falin ýms störf á hendur, sem hann vann með vandvirkni og trúmensku. Oft var leitað til hans ráða og hjálpar við sjúk- dóma í skepnum, einkum ef dýralæknirinn þar var ekki viðlátinn, og var hann ætíð fús að leiðbeina mönnum og lið- sinna í þeim efnum eftir mætti. Haustið 1937 andaðist frú Valgerður og flutti Karl þá hingað til Reykjavíkur ári síð- ar. Varð honum hvorttveggja Framhald á 8. síðu. Framleiða Víru, Vírkaðla Hampkaðla Striga & Garn til allskonar aínota Eigi aðeins í verslunar- og herflotanum veitir framleiðsla British Ropes Ltd., bandamönnum ómetanlega hjálp. í verk- smiðjum, höfnum, vinnustofum og á veg- um eru vörur vorar — sem eru óteljandi — stórhjálp í sameiginlegu átaki. Þessvegná er ekki hægt að fullnægja þörf erl. við- skiftavina fyr en sigur er unninn. En þeg- ar þar að kemur, erum vjer fullvissir um það, að ágæti vorra vara og mikilsverð að- stoð vor mun afla oss margra viðskiftavina. DONCASTER ENGLAND B. R. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.