Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þríðjudagur 21. mars 1944. Útg.: H.f A.rvakur. Revkiavík Fráiökv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar. Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanl&nds, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Svo blindir eru þeir ekki HÚN HEFIR hitt óþyrmilega sorpritara Alþýðublaðs- ins forystugreini í Morgunblaðinu s.l. laugardag, sem fjallaði um stærsta öryggismál íslensku sjómannastjett- arinnar, endurnýjun skipaflotans. í tjeðri grein benti Morgbl. á, að öryggismálum sjó- manna væri enginn greiði gerr með sorpgreinum þeim, sem ýms blöð hafa verið að birta í sambandi við sjóslysin miklu, sem hjer hafa orðið. í því efni hafa sum skrifin um Þormóðsslysið verið met, svo ógeðsleg og illkvitnisleg hafa þau verið. Þar hefir Alþýðublaðið undir forystu Finns Jónssonar verið framarlega 1 fylkingu, þótt ekki hafi því tekist í rógskrifum sínum að komast jafnfætis Tímaritstjóranum. En metinu heldur enn ,,skáldið“ í Þjóðviljanum, enda eiga þau „ljóð“ engan sinn líka. ★ Morgunblaðið vildi fyrir sitt leyti ganga inn á það, að fyrir þessum mönnum myndi vaka hið sama og þeim öðrum, sem skrifað hafa af viti um þessi mál, sem sjð það, að tryggja sem best öryggi sjómannanna. Þessvegna vildi blaðið líta mildum augum á sorann í skrifum þessara manna. En vissulega vakti það trúna á hinn góða mál- stað þessara mánna, að þeir skyldu aldrei geta skrifað um þessi mál, án þess í leiðinni að gera tilraun til að sverta einstaka menn og heila stjett þjóðfjelagsins. Þessi aðferð minti óneitanlega á framkomu kommún- ista í sjálfstæðismálinu. Kommúnistar vildu standa að framgangi málsins, en þó þannig, að Alþýðuflokknum yrði í leiðinni gerð öll hugsanleg bölvun. Sama hugsun virðist nú hafa gripið Finn Jónsson og ýmsa aðra, “sem skrifa um öryggismál sjómanna. Þeir vilja í sjálfu sjer aukið ör- yggi, en hitt skal þó ekki látið ógert í leiðinni, að setja blett á íslenska útgerðarmenn, enda þótt þeir eigi enga sök á ástandinu. ir Það er staðreynd, sem aldrei verður vefengd, að ís- lenskir útgerðarmenn hafa gert alt, sem í mannlegu valdi hefir verið, til þess að gera skipin sem best úr garði. Þar hafa þeir engu til sparað. Það mun meira að segja vera viðurkent af erlendum útgerðarmönnum, að íslensku skipunum sje betur við haldið en þeirra eigin skipum. En hitt er svo líka staðreynd, sem hvorki mannleg geta nje óskir útgerðarmanna fá nokkru breytt, eins og málum er komið hjá okkur nú, að íslenski flotinn er gamall og úr sjer genginn. En það er þá einnig nauðsynlegt, að þjóðin viti það, að fiskifloti okkar myndi vera endurnýj- aður strax að stríðinu loknu, ef ekki menn eins og Finnur Jónsson, Þórarinn Tímaritstjóri og aðrar kommúnista- sprautur, væru búnir að sjá fyrir því, að allur arður út- gerðarinnar er tafarlaust af henni tekinn og honum svo ráðstafað úr ríkissjóði í samræmi við kröfupólitík þeirra fjelaga. Þessi verknaður rauðliða á Alþingi er áreiðanlega stærsti glæpurinn, sem framinn hefir verið gegn íslenskri sjómannastjett. ★ Skattarnir, sem togarafjelögin hafa verið krafin um síðustu tvö árin, nema sennilega um 30 miljónum króna. Meðan þessi skattheimta fer fram, blasir sú staðreynd við valdhöfunum, að togaraflotinn er sjö skipum færri en var fyrir stríð og að meðalaldur þeirra skipa sem eftir eru, er 26 ár! Sarnt komu þær upp með tölu loppur rauð- liða gegn sjerhverri tilraun, sem gerð var á Alþingi, til þess að fá togaraflotann endurnýjaðan með eigin fje út- gerðarinnar sjálfrar. Þannig er búið að þeirn atvinnurekstri Islendinga, sem síðustu áratugina hefir verið lang stórvirkastur í öflun þjóðartekna og borið uppi rekstur þjóðarbúsins. Það er ekki hægt að afsaka framkomu ráðamannanna á Alþingi með því einu, a,ð kepna um skilningsleysi á þessum mál- um.|Svo blindir geta þeir ekki verið, að þeir sjái ekki hvert stefnir. » ,i. . I EINS og á undanförnum ár- um efnir Heimdallur, fjelag ungra Sjálfstæðismanna til árs hátíðar n. k. laugardagskvöld. Árshátíðin verður að Hótel Borg og hefst með borðhaldi kl. 7,30 e. h. Undir borðum verða fluttar stuttar ræður af fprustumönnum Sjálfstæðis- flokksi.ns, þá verða og ýms skemtiatriöi, að lokum verður svo stiginn dans fram eftir nóttu. Öllum Sjálfstæðismönnum er heimil þátttaka í þessari árs- hátíð og ættu menn að tilkynna þátttöku sína sem fyrst í skrif- stofum SjálfstæðiSflokksins, 6. umierð bridge- keppninnar 6. OG NÆSTSÍÐASTA um- ferð í meistarakeppni Bridge- fjelagsins var spiluð að Hótel Borg s.l. sunnudag. Eftir þessa umferð standa sveitirnar þann- ig: Fyrst er sveit Gunnars Guð mundssonar með 1874 stig, önn ur sveit Harðar Þórðarsonar með 1832 stig, þriðja sveit Lár- usar Fjeldsted með 1792 stig, fjórða sveit Axels Böðvarsson- ar með 1754 stig, fimta sveit Stcfáns Þ. Guðmundssonar 1678 stig, sjötta sveit Brands Brvnj- ólfssonar með 1656 stig, s)ö- unda sveit Gunngeirs Pjeturs- sonar með 1650 stig og áttunda sveit Ársæls Júlíussonar með 1588 stig. 7. og síðasta umferð verður spiluð að Hótel Borg næstkom- anai mánudag og hefst klukk- an 8. Aðgangur er um suður dyr, og er utanfjelagsmönnum heimill aðgangur. Iliviðri í Bandaríkj- unum London í gærkveldi: — Mikil illviðri geysa nú í Bandaríkj- unum með frostum, snjókomu og hríðarveðrum. — Eru ill- viðri þessi um svo að segja öll ríkin, í New York er krapahríð og kalt, í Texas og Nýja-Eng- landi eru frost, en í Utah er stórhríð. — Yfirleitt er tíðar- far mjög erfitt um öll Banda- ríkin. — Reuter. íslenskur læknir fær stöðu í Danmörku. Pjetur Magnússon læknir, sonur Magnúsar Pjeturssonar hjeraðslæknis, hefir verið ráð- inn frá 1. okt. s. 1., 1. aðstoðar- læknir við lyfjalæknisdeild Centralsygehuset í Hilleröd. Býst hann við að geta verið þar uns heimferð er möguleg. Rússa vantar gleraugu. London í gærkveldi: — Rúss- ar hafa beðið Breta að senda sjer eins fljótt og mögulegt er, gleraugu handa rússneskum hermönnum. Hafa Bretar brugð ið skjótt við og munu senda mikið af gleraugum, til Rúss- lands. Eru gleraugu þgssi úr ó- brotgjörnu; igleri. Reuter. Heilbrigt líf. FYFIR NOKKRU mintist jeg á hjer í dálkunum á tímaritið Heilbrigt líf, sem Rauði Kross íslands gefur út. Birti jeg nokkr- ar ágætar greinar og hugleiðing- ar úr því riti. En það var ýmis- legt meira vel athugað og gagn- legt, sem jeg hafði hugsað mjer að birta útdrátt síðar. Nú hefir einn iesenda minna, skrifar undir stöfunum J. L, tekið af mjer ó- makið og sent mjer alllangt brjef um Heilbrigt líf. Brjefritarinn segir meðal annars á þessa leið um „Heilbrigt líf“: „í þessu tímariti má sjá marg- ar stórmerkilegar greinar um ýmiskonar efni, sem miða að því að auka þekkingu manna og kenna þeim að fara vel með heilsuna — dýrmætustu gjöfina. í nýútkomnu hefti var margt, sem að gagni má koma. M. a. framúrskarandi grein eftir Hann es Guðmundsson lækni, um „Hættur kynþroskaáranna". — Læknirinn ræðir þar um hina sí- vaxandi spillingu, sem nú ríkir í voru ættarlandi á þessum svið- um. — Jeg man eftir að jeg sá í amerísku tímaritinu „Life“, fyrir skömmu, að gert hafði verið kvik mynd um sama efni mönnum til leiðbeiningar. — Má með sanni segja, að grein Hannesar læknis er full af hollum og góðum ráð- leggingum og lífsspeki. Vildi jeg, að sem flestir læsú þá grein og breyttu samkvæmt henni, og væri þá góð von um framfarir. Ilótelskóli. „DR. MED. GUNNLAUGUR CLASSEN ritar um „hótelskóla" ásamt fleiru. Sú grein er mjög eftirtektarverð og á það fyllilega skilið að henni sje ýtarlega gaum ur gefin. Það má nú flestum vera Ijóst að ísland á fyrir sjer að verða mikið framtíðarland ferða- manna. Til þess hefir það flest náttúruskilyrði, sem eru manna- verk. Þau skilyrði verðum við að skapa. Hin stóraukna kynning og þekking á íslandi, sem erlendum þjóðum hefir hlotnast, í stríði þessu, hlýtur óhjákvæmilega að leiða af sjer aukinn ferðamanna- straum er friður kemst á og frá líða stundir. Er eltki tími til kom- inn að fara að búa sig undir það? Eins og dr. Classen bendir á, þarf fyrst og fremst að reisa við- unanlega dvalarstaði (gistihús) á fjölsóttustu stöðunum. — Gisti- hús, sem útlendingum er bjóð- andi upp á. Dr. Classen ræðir og um fæðuna sem framreidd hefir verið handa ferðamönnum í hin- um ýmsu sveitagistihúsum. Hann telur henni víðast hvar mjög mik ið ábótavant, og er það síður en svo út í bláinn. Jeg fyrir mitt leyti, hefi kom- ið á marga gististaði út á landi og á mörgum stöðum fengið að- ems i meðallagi góðan mat, og tæplega það. sumúm stöðum hefir samt verið tilreiddur prýðismatur, og lýtalaus í alla staði. Hann talar og um ránverð á sumum stöðum, og er við ramman reip að draga, er saman fer okur og vondur matur. — m Gott ráð. „TIL ÞESS að bæta ur þessu, leggur hann til að hjer verði komið upp „hótelskóla“, þar sem gistihúseigendur geti lært og kvnnt sjer ýmislegt sem þeim ber að vita í starfi síjiú. Þetta hefir •3' tíðkast erlendis og gefist ágæt- lega. Dr. Clessen segir m. a. s. að í Noregi fái menn als ekki leyfi til hótelreksturs, nema að hafa gengið á slíkan skóla í 1 ár og lokið prófi. — Mjer finst þessi uppástunga dr. Clessens stórmerkileg og krefjist þess beinlínis að hún sje gaum- gæfilega yfirveguð. Það skýr-ir sig sjálft að ástandið,. sem nú ríkir í þessum málum, hefir ekki eða mun ekki koma til með að hafa neitt feiknar aðdráttarafl á erlenda ferðamenn, sem hafa átt öllu góðu í þessum sökum að venjast. Vjer fslendingar erum lítil og fátæk þjóð, en vjer megum ekki loka augunum fyrir staðreynd- um, nje sleppa möguleikum, sem kunna að leiða af sjer hagnað fyrir þjóðina og velmegun. Mikinn hluta þjóðartekna okk- ar getum við fengið frá erlendum ferðamönnum sbr. Noreg og Sviss, en það getur aldrei orðið, nema að núverandi ástand taki algjörum stakkaskiptum". • Engin hjegómamál. ÞAÐ er hárrjett hjá brjefrit- ara, að þetta er mál, sem er þess vert að því sje gaumur gefin. Eins og er, er það hreinasta til- viljun hvaða menn taka að sjer að selja innlendum og erlendum mönnum beina hjer á landi. Stundum veljast ágætir menn í starfið, en oft vill lika brenna við, að menn taka að sjer veit- ingastörf, sem als ekki eru þeim störfum vaxnir. Afleiðingin verð- ur sú, að gisti- og veitingahús fá á sig óorð og jafnvel öll veitinga- starfsemi landsins fær á sig það orð, að hjer sje ekki komandi fyr- ir ferðamenn vegna slæmrar og sóðalegrar fyrirgreiðslu á veit- ingahúsum. Tillaga dr. Gunnlaus Claessen um hótelskóla myndi vafalaust bæta mikið úr. • Góð kvikmynd. GAMLA BÍÓ er nú farið að sýna kvikmyndina „Kynslóðir koma, kynslóðir fara“, sem ame- rísku kvikmyndafjelögin í Holly- wood ljetu taka til ágóða fyrir góðgerðastarfsemi og 78 frægir kvikmyndaleikarar buðu fram aðstoð sína ókeypis. Eins og áður hefir verið sagt hjer í blaðinu, þarf enginn að fara að sjá þessa mynd til þess eins að styrkja gott málefni. Það vill svo vel til, að með því að sjá þessa mynd, skemta menn sjer prýðilega, en um leið styrkja þeir gott málefni, því ágóði af sýning- um gengur að hálfu til Rauða Kross íslands og að hálfu til ameríska Rauða krossins. Ronson-fjelagið dæml HIÐ ÞEKTA verslunarfyrir- tæki ,,Ronson“, sem framleiðir vindla- og vindlingakveikjara, var í dag dæmt í 3000 sterlings punda sekt fyrir smygl, og for- stjóri fjelagsins í 1500 stpd. sekt. — Hefir fyrirtæki þetta með hjálp flugmanna, • sem flugu flugvjelum frá Ameríku, smyglað 120.000 hlutum i kveikjara inn í Bretland. Hafði smýgl þetta' átt sjer stað í mafga mánuði, áður en það komst upp. ' '■■*+- Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.