Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 12
12 tokunartími solubúða á sumrin Breytingar samþyktar i gærkveldi í V. H. ' Á FJÖLMENNUM fundi í Verslunarmannafjelagi Reykja víkur í gærkveldi var samþykt með yfirgnæfandi meirihluta a3 ganga að samkomulagstil- Boði því, er sjergreinafjelög kaupmanna höfðu borið fram, að undanskildu fjelagi kjöt- kaupmanna, um breyting á lok unartíma sölubúða. Samkvæmt samkomulagi t«5í’'.su verður sölubúðum lokað á fóstudögum um sumarmán- uðina kl. 19, en var áður kl. 20, og á laugardögum kl. 12, en var áður kl. 13, eða kl. eitt miðdegis. Síðan í haust hefir Verslun- armannafjelag Reykjavíkur og Verslunarráð íslands unnið að þessu máli, og héfir þessi nið- Urstaða fengist fyrir atbeina þeisara aðila. Riíssneski sendi- Eierrann afhendir skilríki Frá utanríkisráðuneytinu hefir blaðinu borist eftir- farandi: SUNNUDAGINN 19. mars kl. 13 fór fram á ríkisstjórasetrinu á Bessastöðum móttaka hins nýkomna sendiherra Sovjet- ríkjanna Alexei Nikolaevích Krassilnikov. V'iðstadaur var utanríkisráðherra Vilhjálmur Þór. Sendiherrann afhenti ríkis- stjóra umboðsskjal sitt frá ÆSsta ráði Sovjetríkjanna, undirskrifað af Kalinin, forseta ráðsins og Molotov utanríkis- ráðherra. Flutti sendiherrann stutt ávarp, sem ríkisstjóri svaraði með stuttri ræðu. Að lokinni móttökuathöfn- inni sátu sendiherrann og kona tians hádegisverðarboð hjá rík- isstjórahjónunum ásamt starfs monnum Sovjet-sendiráðsins, þeim Egerov sendiráðsritara .og Gusev ráðunauti og konum þeirra. Ennfremur sat utanríkisráð- herra og kona hans boðið ásamt »>okkrum embættismönnum: Loftárás á Hull London í gærkveldi. ÞÝSKAR flugvjelar voru yf- ir allmörgum stöðum á austur- og norðausturströnd Bretlands í nótt sem leið. Herma Þjóð- verjar, að þeir hafi gert aðal- árásina á Hull. — Skemdir urðu hvergi tilfinnanlegar nje held- ur manntjón, en átta þýskum flugvjelum var grandað, og f.kaut sami flugmaðurinn þrjár þeirra niður. — Reuter. GRAZIANI, hinn gleymdi marskálkur, sem sviftur var herstjórn eftir fyrstu ófarir ítala í Norður-Afríku, er nú orðinn „hægri hönd“ Mussolinis og yfirmaður fasistahers þess, sem stofnaður hefir verið eftir uppgjöf ítala. Myndin sýnir Graziani á götu í Róm fyrir skemstu. Gengur hann í miðju, en til vinstri við hann setuliðsstjóri Þjóðverja í Róm. Frystihiís oy vörugeymslur kl Hallgeirseyjar brenna Tilfinnanlegt tfón STÓRBRUNI varð í Hvolhreppi síðastliðinn sunnudag. — Frystihús og tvö stór geymsluhús, eign Kaupfjelags Hallgeirs- eyjar, brunnu til kaldra kola. Mestar vörubirgöir kaupfjelagsins brunnu þarna, þar á meðal mikið af fóðurbæti og matvöru. Blaðið hafði tal af Sveini Guðmundssyni kaupfjelagsstj. að Hvoli. — Skýrði hann svo frá, að eldsins hefði orðið fyrst vart í íshúsinu klukkan 10 á sunnudagsmorguninn. Magn- aðist eldurinn mjög á skömm- um tíma og voru húsin þrjú brunnin til kaldra kola á tveim ur klukkustundum. I gær var ennþá nokkur eldur í rúsunum — logaði aðallega í koi'nvör- unni. Eldsins var vart um næstu bygðir og dreif fólk að hvaða næfa. Slökkvitilraunir revnd- ust strax árangurslausar, enda ekkert vatn, sem til þess var hægt að nota. á staðnum. Var þegar hafist handa um að reyna að bjarga einhverju af vörubirgðunum, en lítið náðist þrátt fyrir vasklega fram- göngu íslendinga og amerískra hermanna. Ennþá er ekki fullkunnugt um eldsupptök, en álitið er að kviknað hafi út frá röri er var verið að þíða. Vörurnar og húsin voru vá- trygð, en tjónið er þrátt fyrir það mjög tilfinnanlegt. Þarna brunnu vörur, sem afar erfitt er að fá og auk þess eru sam- göngur austur mjög örðugar á þessum tíma. í frystihúsinu munu hafa verið 17—18 tonn af kjöti, sem Sláturfjelag Suðurlands átti. — Almenningur i hjeraði mun óg hafa átt þarna eitthvað af kjö/i. Sænskur blaSa- maSur ræðlr viS Hiller Stokkhólmi: — SÁ orðróm- ur komst hjer á kreik, að Hitl- er hefði sent Gustaf Svíakon- ungi boðskap, vegna orðsend- ingar konungsins til Finna. Af þessu tilefni fjekk blaðamaður frá Stockholms-Tidningen við- tal við Hitler, og spurði hann að þessu. Neitaði Hitler að hafa sent slíkan boðskap, og kvað sjer meira að segja ókunnugt um' að Gústaf hefði snúið sjer til Finna. Sagði Hitler, að sjer kæmi ekki hið minsta við, þótt Svía- konungur ljeti sínar persónu- legu skoðanir í ljósi við hvern sem væri. Fregnritarinn spurði Hitler um álit hans á friðarumleitun- um Finna og Rússa, og sagði Hitler, að Rússar hefðu í hyggju að koma Finnum í ó- mögulega aðstöðu. Kvað Hitler ekki Breta nje Bandaríkjamenn geta hjálpað Finnum, enda vildu stjórnarvöld þessara landa það alls ekki, þar sem stjórnarfarið í löndum þessum væri, þegar öllu væri á botninn hvolft, hið sama og í Rússlandi. — Reuter. Skip fæst ekki í slað Laxfoss EINS OG mönnum er kunn- ugt, hefir h.f. Skallagrímur í Borgarnesi staðið í samningum um að fá leigt norska skípið Ranen til að annast ferðir milli Borgarness og Reykjavíkur. Samningar voru um það bil að ganga saman, er norska stjórn- in í London bannaði útflutn- ing skipsins um óákveðinn tíma. Ríkisstjórnin mun hafa falið sendiherra íslands í London að reyna að liðka málið og fá skip ið laust. Samkvæmt þessu mun skip- ið ekki koma hingað fyrst um sinn, eða jafnvel alls ekki. « Hermenn ráðast á bif- reiðastjóra AMERÍSIvIR hermenn rjeð ust á bifreiðastjóra s. 1. sunnu- díijrskvöld. Nánari tildrög eru þau, að bifreiðarstjóri er var að aka tveimur amerískum hermönn- um og- tveimur sfúlkum var á leið út fyrir bæinn. Er hann var kominn nokkuð niður fyrir hornið á Laugarnesveg- inum rjeðust hermcnnirnir á bifreiðarstjórann greiddu hon- um högg á höfuðið, en við það misti luum stjórn á bíln- um og rann hún út af veg- inum. Önnur stúlkan meiddist nokkuð á höfði. hlaut hiin, skurð er tvær rúður bifreiðar- innar brotnuðu, en af hvaða orsökum það varð, er ekld vitað. Þá meiddist aiiriár hermannana og var farið með bau tvö er meiddust í , her- spítala. Þriðjudagur 21. mars 1944. Skíðamót Reykjavíkur: • Ganga og stökk SKÍÐAMÓT REYKJAVÍK- UR hjelt áfram s.l. laugardag og sunnudag, en ekki var hægt að ljúka því vegna veðurs. —• Brunið er eftir. Keppt var í göngu og stökki. — KR-ingar sigruðu gönguna, en ÍR-ingar stökkið. Urslit urðu þessi: Ganga (A- og B-flokkur: 1. Björn Blöndal (KR) 1 klst. 20: 20,0 mín. 2. Hjörtur Jónsson (KR) 1 klst. 21.47,0 mín. og 3. Stefán Stefánsson (Á) 1 klst. 21:49.0 mín. Göngubrautin var um 14 km. Ganga (17—19 ára): 1. Lár- us Guðmundsson ,(KR) 51:59,0 min. 2. Þórir Jónsson (KR) 53: 40,0 mín., 3. Ragnar Ingólfs- son (KR) 54:39,0 mín. Göngu- brautin rúml. 10 krtí. Stökk (A- og B-flokkur): 1. Sveinn Sveinsson (ÍR) 211,7 stig. (Stökklengd 35,5 í báð- um stökkum), 2. Sverrir Run- ólfsson (ÍR) 208.8 stig. (Stökk- lengd 32 og 32,5 m.), 3. Stefán Stefánsson (Á) 189,2 stig. — (Stökklengd 29 og 29,5 m.). —• Björn Blöndal náði lengstu 'stökki, 36 m., en fjell i því. Stökk (17—19 ára): 1. Hauk ur Benediktsson (ÍR) 208,8 st. (Stökklengd 30,5 og 32 m.) 2. Lárus Guðmundss. (KR) 201.6 stig. (Stökklengd 29 og 29,5 m) 3. Magnús Guðmundsson (SSH) 200,5 stig (Stökkl. 28 og 31 m). Stökkið fór fram frá stóra stökkpallinum við Kolviðarhól. Er það í fyrsta skifti, er kepni fer þar fram eftir að hann var víeður. K. A, vinnur svig- bikar Alnireyrar til eignar Frá frjettaritara vorum á Akureyri. SKÍÐAMÓT AKUREYRAR hófst s.l. sunnudag, mqð kepni í svigi karla í A-, B- og C- ! ílokki. I A-flokki sigraði jMagnús Brynjólfsson (K. A.); vann hann Svigmeistarabikar Akureyrar. I B-flokki varð fyrstur Guðmundur Guðmunds son (K. A.) og í C-flokki Vign- ir Guðmundsson, frá íþrótta- fjelaginu Þór. — Knattspyrnu- fjelag Akureyrar vann í þess- ari kepni Svigbikar Akureyr- ar til eignar, fyrir bestu fjög'- urra manna sveit. Sveit þessa skipa: Magnús Brynjólfsson, Guðmundur Guðmundsson, Ey steinn Ámason og Björgvin Júníusson. Pjeluii Júgóslaia- konungur kvænist London í gærkveldi. í JÚGÓSLAFNESKA sendi- sveitarbústaðnum hjer í borg voru í dag gefin saman Pjetur konungur Júgóslafíu og Alex- andra Grikkjaprinsessa. Kon- ungurinn'er tvítugur að aldri, en prinsessan 23 ára. Hafa þau verið trúiofuð nokkurn tíma. Viðstatt var flest konungborið fólk, sem'statt var í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.