Morgunblaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNCLAÐIÐ Miðvikudagur 22. mars 1944. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framky.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kiartansson, Valíýr Stefánsson (ábyTgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson 4.uglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands. kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Legbók Stjettaílokkarnir NÝLEGA var þannig komist að orði hjer í blaðinu: „Stærsta ógæfan í okkar stjórnmálalífi að undanförnu hefir verið það, að skort hefir víðtækt samstarf flokka á Alþingi. Það samstarf þyrfti, svo vel væri, einnig að ná yfir í raðir verklýðsflokkanna“. Þetta var matur fyrir Tímann. Hann prentar upp þessa klausu og segir: „Þetta mætti Egill Thorarensen og aðrir þeir athuga, sem ólmastir eru í hjónasæng með Sjálfstæð- ismönnum“. Já, hví skyldu þeir ekki mega athuga þetta. ★ Því er mjög haldið að landsfólkinu nú — og hefir reynd- ar svo verið um alllangt skeið — að það eigi að skipa sjer í flokka eftir stjettum eingöngu. Tveir flokkar eru nú starfandi í landinu, sem eru bygðir upp sem stjettaflokkar þ. e. Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn. Verklýðs- stjettin er uppistaðan í báðum þessum flokkum. En engir flokkar rífast meir en einmitt þessir tveir flokkar, enda þótt hagsmunabaráttan eigi að vera hin sama hjá báðum. Hver er skýringin á þessu? Hún er sú, að átökin snúast um metorð og völd til handa fáeinum foringjum. Framsóknarflokkurinn hefir lengi skreytt sig með „milliflokks“-nafnbótinni. En þetta er rangnefni. Fram- sókn er ekkert annað en stjettarflokkur. Þetta sannar glegst blað flokksins, Tíminn. í þau full 27 ár, sem það blað hefir komið út, hefir látlaust verið hamrað á því, að bændur landsins eigi að skipa sjer í einn flokk, harðsnú- inn stjettarflokk. En það einkennilega hefir samt skeð, að Framsóknarflokknum hefir aldrei tekist að vinna traust þeirrar stjettar, sem hann hefir þótst berjast fyrir. Skýringin er fólgin í því, að flokkurinn hefir ekki reynst bændastjettinni trúr í veigamiklum málum. Má í því sam- bandi minna á átökin um 17. grein jarðræktarlaganna (eignar- og sjálfsákvörðunarrjett bænda) sem staðið hefir í mörg ár. ★ Sjálfstæðisflokkurinn hefir aldrei farið dult með það, að hann væri flokkur allra stjetta. Og þetta er ekkert innantómt orðagjálfur. Sjálfstæðisflokkurinn á innan sinna vjebanda menn úr öllum stjettum þjóðfjelagsins. Þetta vita andstæðingarnir. En þeir telja það vonlaust verk, að ætla að halda flokksstarfseminni á þeim grund- velli. Hafa þeir því æ ofan í æ verið að spá klofningi í Sjálfstæðisflokknum. Samt hefir reynslan orðið sú, það sem af er, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmála- flokkurinn, sem er óklofinn. Alþýðuflokkurinn klofnaði; Framsókn klofnaði. En Sjálfstæðisflokkurinn hefir aldrei klofnað. Er það ekki athyglisvert, að Sjálfstæðisflokkurinn — flokkur allra stjetta — skuli vera eini stjórnmálaflokkur- inn, sem ekki hefir klofnað? Auðvitað er það lokkandi fyrir hinar ýmsu stjettir þjóðfjelagsins, að fylkja sjer undir merki þeirra flokka, sem lofa að berjast fyrir þeirra hagsmunum. En hinn fjölmenni hópur kjósenda Sjálf- stæðisflokksins sjer- og skilur það, að einni stjett þjóðfje- lagsins getur aldrei til langframa vegnað vel, ef ekki samtímis er sjeð fyrir hag annara stjetta. Hagsmunir einnar stjettar eru svo samtvinnaðar velferð annara, að almenn velmegun getur ekki náðst, nema litið sje með skilningi á hagsmunamál allra stjetta. ★ Þetta getur Tíminn sagt Agli Thorarensen og hverjum þeim öðrum, í liði Framsóknarflokksins, sem geta ekki hugsað sjer samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, ef það á að kosta það, að fult tillit sje tekið til málefna hinna vinn- andi stjetta þjóðfjelagsins, sem annara. Sjálfstæðisflokk- urinn væri ekki trúr köllun sinni, ef hann gleymdi því, að saman fara hagsmunir alþjóðar og hagsmunir einstakra stjetta. Frá þessu mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei víkja. Jénína S. Berg- mann Minningarerð Jónína Steinunn Sigfúsdótt- ir Bergmann var fædd á Króks stöðurn í Miðfirði í Vestur- Húnavatnssýslu 1. mars 1891, og dvaldi þar til tvítugsaldurs að hún fór vestur um haf. A æskuheimilinu var menningar- bragur samfara gestrisni og góð vild. Foreldrar Jóninu voru hjón- in Guðrún dóttir Jóns Guð- mundssonar frá Sveðjustöðum í Miðfirði og Ingibjargar Hall- dórsdóttur prófasts á Melstað í Miðfirði, og Sigfús Guðmunds son Bergmann, sonur Guðmund ar Skúlasonar hreppsstjóra, Sveinssonar á Ytri Þverá í Vest urhópi. Bræður Guðmundar voru: sjera Sveinn Skúlason, um skeið rit.stj. Norðra, og Björn Skúlason, umboðsm. tengdaf. Páls Olafss. skálds. — Móðir Sigfúsar Bergmann var Júlíana Steinsd. frá Þorkels- hóli í Víðidal, kona Steins Sig- fússonar á Þorkelshóli var Jó- hanna Tómasdóttir stúdents og hreppsstjóra á Stóru-Asgeirsá, Tómassonar, Sigfússonar Berg- mann, hreppsstjóra á Þorkels- hóli, Sigfússonar. prests og skálds, Sigurðssonar að Felli í Sljettuhlíð. Kona sr. Sigfúsar var Ólöf Þórarinsdóttir (föð- ursystir Benedikts Gröndals skálds og yfirdómara), dóttir sr. Þórarins skálds Jónssonar í Múla, prests Þórarinssonar í Vogum í Mývatnssveit. Sonar- dóttir sjera Jóns var Helga, amma Stephans G. Stephansson ar skálds. Jeg tel hjer upp foreldra og forfeður Jónínu, því mjer þótti Jónína hafa erft í ríkum mæli marga kosti ættar sinnar. Hún var listhneigð á marga lund, hafði yndi af skáldskap, skrif- aði fagra rithönd og var í raun- inni skáld, þó ekki legði hún fýrir sig að yrkja. Hún dvaldi hjer í Vesturheimi í samfleytt 32 ár (að undanskyldum tíma úr sumri, er hún dvaldi á ís- landi 1930). Jónína kom til Winnipeg árið 1911. Þar giftist hún Sigtryggi Ágústssyni, ætt- uðum úr Eyjafirði. Þau eign- uðust 1 son, er Erlingur hjet. Hann fluttist með móður sinni vestur að hafi til Point- Roberts, Washington árið 1925. Þar voru þau nokkur ár, fluttu þaðan til Bellingham. Þar ljest Erlingur árið 1933, 16 ára gam all, og hið efnilegasta ung- menni. En Jónína dvaldi þar og annaðist verslunarstörf. Hún andaðist 23. mars 1943, eftir stutta legu í lungnabólgu. Af systkinum Jónínu mun nú aðeins 1 systir á lífi, Sigríður, búsett í Reykjavík. Kunnastur þessara systkina var Jón S. Bergmann skáld, hann er lát- inn fyrir allmörgum árum. Við, sem þektum Jónínu, munum minnast hennar sem góðrar og vandaðrar konu, með óvenju mikinn þroska og lífs- reynslu. Við söknum hennar og sendur samúðarkveðjur til ættfólks hennar heima. Guð blessi minningu hennar. Á. Th. Eftirstöðvar frá Hótel íslandsbrunanum. DAGANA EFTIR að Hótel ís- land brann í vetur urðu miklar umræður, eða rjettara sagt frá- sagnir í blöðunum um þann mikla eldsvoða. Nú hefir varð- stjóri á Slökkviliðsstöðinni sent mjer brjefkorn til að leiðrjetta villandi frásögn, sem hjer birtist í sambandi við björgun manna úr eldsvoðanum. Þó þessi leiðrjett- ing komi eftir „dúk og disk“, eins og sagt er, þýkir mjer rjett, að hún komi fram og það sje haft, sem rjettara reynist i þessu máli, sem öðrum. Varðstjórinn er Karl Bjarnason og brjef hans er á þessa leið: „í Morgunblaðinu 8. febr. í Vík verja undir fyrirsögninni „Hver maður sinn skamt“, stendur með- al annars — „En það sem fyrir mjer vakir, Víkverji, er að benda á ao það voru lögreglumenn, er fyrstir manna komu á brunastað- inn, þeir voru 8 talsins og björg- uðu 5 manns úr brunanum. Ein- um Austurstrætismegin, einum Aðalstrætis- og tveim Vallar- strætismegin, og einum Veltu- sundsmegin. Honum var bjargað með því að reistur var stígi upp við húsið, en hinum fjórum, með því að fólkið varpaði sjer í bjöfg- unarsegl, er þeir höfðu meðferð- is“. — „Ófullnægjandi leið- rjetting. Þar sem þesi umsögn sjón- arvotts er villandi og gefur til- efni til að ætla, að búið hafi ver- ið að bjarga umgetnum mönnum, áður en slökkviliðið mætti á brunastaðnum, og hefir valdið nokkru umtali í bænum, var þess vænst að „Sjónarvottur“ gerði leiðrjetting á umsögn sinni. Og mun hafa átt að heita að hann gerði það í dagbók Morgunblaðs- ins. Þar sem þessi leiðrjetting bæt- ir lítið úr hinni fyrri frásögn sjónarvotts, verður eigi lengur hjá því komist áð skýra frá-at- burðunum, eins og þeir gengu til. Björgun manna. „Þegar tveir fyrstu slökkvibíl- arnir komu á brunastaðinn, Aust- urstrætismeginn (Aðalstræti lok- að vegna hitaveituskurðs), stóð eldsúlan upp úr húsinu, einn af hóteigestunum, sem komist hafði út um þakglugga, stóð í rennunni og hafði orð á að fleygja sjer niður á götuna. Lög- regluþjónar, sem þarna voru mættir, rjett áður, eftir bruna- kalli frá slökkvistöðinni, voru að aðstoða fólk sem kom út úr hús- inu og kalla til mannsins á þak- inu, að vera rólegur. Þar sem eldurinn var mjög bráður, var okkar fyrsta verk að bjarga því fóki, sem ekki hafði komist út. Sjálfheldustigi slökkviliðsins var ekki kominn á staðinn, enda sein legt að nota hann, ef mikið þarf að flytja hann til. Tók jeg því það ráð, að nota fallhlíf Slökkvi- liðsins, sem altaf er á einum þeim bíl er fyrst koma á staðinn. Tókum við (þ. e. slökkviliðsm.) hana af bílnum, breiddum hana út og fluttum á staðinn, þar sem maðurinn var fyrir upp á þakinu. — Til aðstoðar við okkur fjekk jeg þá lögregluþjóna, er til náð- ist og aðra, er þarna voru, til þess að halda uppi fallhlífinni, en til þess þarf, svo vel sje, 16 menn. Fluttum við okkur svo til með fallhiífina, sem Um er getið' í áðurnefndri grein, • og tókum þannig á móti fjórum mönnum. Þeim fimta Veltusundsmeginn, var bjargað í stiga Slökkviliðs- ins. Má af þessu, sem hjer er sagt, sjá, að umsögn „Sjónarvotts" er viilandi og þarf þessarar leiðrjett ingar við. Ástæða fyrir drætti hennar hefir þegar verið getið. Er það síður en svo ætlun min að draga til okkar annara skamt. Enda hefir Slökkviliðsstjóri, bæði í út- varpi og blöðum, minst með lof- samlegum ummælum aðstoð lög- reglunnar og ameríska setuliðs- ins. Aðalfundu r Nátt- úrulækninga- fjelagsins Haffur fjelaffsins RÓður. AÐALFUNDUR Náttúru- lækningafjelags íslands var í Tjarnarcafé sunnud. 19. mars s.l. Fundir hafa verið 8 á árinu, auk eins útbreiðslufundar og eins skemtifundar. S.l. sumar var farið í grasa- ferð upp undir Skjaldbreið. Yfir 50 manns tóku þátt í för- inni og öfluðu mikilla grasa. Hagur fjelagsins stendur með miklum blóma. Fjelaga- falan hefir meira en þrefaldast á tæpu ári, og telur fjelagið nú um 780 fjelaga. Á fundinum gengu milli 20 og 30 inn í fje- lagið, og daglega bætast við nýir fjelagsmenn. Fjelagið hefir gefið 3 bækur, sem allar mega heita uppseld- ar. Ákveðið hefir verið að gefa þá síðustu, „Matur og megin“, út aftur nú þegar. Á fundinum var samþykt skipulqgsskrá fyrir Hælissjóð fjelagsins. Söfnunarnefnd hef- ir verið starfandi fyrir sjóðinn, og eru komnar í hann tæpar 50 þúsund krónur. I stjórn sjóðsins og til að annast fjár- söfnun voru kosin: Frú Guð- rún Þ. Björnsdóttir, Pjetur Jakobsson fasteignasali, frú Fanney Ásgeirsdóttir og frú Kristjana Carlson, en formann skipar stjórn fjelagsins. Fjelagið mun gangast fyrir því, að gerð verði efnagreining á ýmsum innlendum nytjajurt um, viltum og ræktuðum, og er lítilsháttar byrjað á því. S.L sumar gat stjórn fjelags- ins útvegað fjelagsmönnum ó- dýrt grænmeti, og væri æski- legt að geta haldið því áfram. Ákveðið hefir verið, að Mat- stofa fjelagsins taki til starfa í vor. Stjórn fjelagsins hefir Von um að geta útvegað fjelags- mönnum íslenskar, þurkaðar drykkjurtir næsta sumar eða haust, til notkunar í staðinn fyrir útlent te eða kaffi. Stjórn fjelagsins skipa nú: Jónas Kristjánsson, forseti, og með stjórnendur .Björn L. Jónsson, Hjörtur Hansson, Sig- urjón Pjetursson, allir endur- kosnir, og Axel Helgason lög- regluþjónn, sem var kosinn í stað frú Rakelar P. Þorleifs- son,; en hún baðst undan end- urkosningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.