Morgunblaðið - 24.03.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 24.03.1944, Síða 1
1 31. árgangur. 66. tbl. — Föstudagur 24. mars 1944. Isafoldarprentsxniðja h.f. Ti London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. ZUKOV MARSKÁLKUR hef ir nú hætt sókn sinni framan a'ð stöðvum Þjóðverja við Vinn- itza og Tarnopol, að því er seg- ir í herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld. Hafa hersveitir hans sótt þarna fram til suð- vesturs, í áttina til Dnieper- íljótsins og orðið allmikið á- gengt, en að því er tilkynning- in hermir, hefir sókn þessi byrjað fyrir þrem dögum síð- an. Mörg þorp hafa verið tek- in. Sótt hefir verið fram frá 40—60 kílómetra. Þjóðverjar ræða nú í fyrsta sinni um bardaga við Dniester- fljótið, en ekki vestan þess, en í tilkynningu Rússa segir, að þeir hafi sótt fram vestan fljóts ins á Mogilev-Pdolski-svæð- inu og tekið þar nokkra bæi og þorp. Fregnritarar segja, að mótspyrna Þjóðverja fari stöð- ugt harðnandi á þessum slóð- um, og sjeu orustur nú orðnar þar geysiharðar. Fyrir austan Bugfljótið hafa einnig geysað harðir bardagar. Þar kveðast Rússar hafa tekið . allmörg þorp, og segjast sækja æ nær hinum tveim borgum, sem Þjóðverjar hafa þar enn á valdi sínu, en það eru Nikola- jev og Vosnesensk. Er mót- spyrna Þjóðverja þó hin harð- agta við báða þessa bæi, og hafa þeir ekki látið þar nema lítið eitt undan síga, að því er fregnritarar segja. — Talið er þó, að Þjóðverjir verði ekki langsætnir fyrir austan Bug- fljótið úr þessu. Af bardögunum í Póllancii hafa litlar fregnir borist í dag. Þjóðverjar segja, að þeir eigi enn í vök að verjast, bæði við Kovel og einnig við járnbraut- ina til Lwov. Þá segja Þjóð- verjar, að Rússar hafi haldið áfram árásum sínum á Vitebsk syæðinu, en ekkert orðið á- gengt. Liðssamdráttur gegn Finnuin. Ostaðfestar fregnir herma, Rússar dragi nú saman lið við norðurhluta Finnlandsvígstöðv anna, en þær kunna að vera sprottnar af því, að friðarum- leitanir Finna og Rússa eru ný farnar út um þúfur. Þó herma þýskar fregnir, að til meiri bardaga hafi að undanförnu komið á Murmanskvígstöðv- unum en venjulegt sje, og hafi austurrískar sveitir tekið þar eitt af varnarvirkjum Rússa. — Finskar sprengjuflugvjelar hafa varpað sprengjum á ýms- ar stöðvar Rússa þarna norður frá. -— látar við Faxaflóa hreppa illviðri og veiðarfæratjón „Japanar gefasl ekki upp ir segir Graigie SIR ROBERT CRAGIE, fyrr um sendiherra Breta í Japan, varaði menn við því í dag, að ekki skyldu þeir búast við því, að Japanar gæfust upp, þótt Þjóðverjar væru sigraðir. — Hann sagði, að Japanar myndu leita friðarsamninga, en þar sem bandamenn tækju aðeins skilyrðislausa uppgjöf gilda, myndu Japanar berjast til hinsta manns. ,,En þeir geta ekkert að gert, ef við getum hafið loftsókn á heimaland þeirra“, sagði hann ennfremur. Margir bátar frá Sand- og Keflavík ó- komnir að í gærkveldi gerði Bá tar frá verstöðvunum við Faxaflóa hrepptu yfir- leitt vonsku veður í gær og biðu mikið veiðarfæra- tjón. í gærkvöldi seint voru enn margir bátar frá Sandgerði og Keflavík ókomnir að landi. Akranes- bátar voru aftur á móti allir komnir að. Aflinn var mjög rýr yfirleitt. LSi iitier Ameríska söngkonan Jane Fromann hefir verið skorin upp 13 sinnum, síðan hún slas- aðist alvarlega, er flugvjel, er hún var farþegi í, fórst við Lissahon. Búist er við, að ekki þurii að gera fleiri uppskurði á henni og verði hún jafngóð. London í gærkveldi. FREGNIR frá Vichv í dag herma, að Antonescu, ríkisleið- togi Rúmeníu, og varamaður hans, Michael Antonescu, bróð ir hans, muni nú vera á leið til aöalbækistöðva Hitlers. — Voru þeir kvaddir til viðræðna við hann, að því er fregn þessi hermir. Aðrar lausafregnir segja, að Þjóðverjar sendi nú áukið herlið til Rúmeníu, og ýmsir fregnritarar halda því fram, að brátt muni eins fara fyrir Rúmenum og Ungverjum, að því er sambandinu við Þjóð- verja viðvíkur. Þá hefir komið upp orðróm- ur um það, að þýskar hersveitir væru í þann veginn að her- nema Slóvakíu, en útvarpið þar sagði í kvöld, að frjettir þessar væru staðleysur einar. Þá sagði útvarpið, að þess væri vel gætt að engir flóttamenn frá Ungverjalandi, sjerstaklega ekki Gyöingar, kæmust inn í landið. —Reuter. I FYRRAKVOLD um mið- nætti var ágætisveður og reru flestallir bátar við Faxaflóa. — í birtingu gerði landsunnanrok, þegar bátar voru nýbyrjaðir að draga línuna, hjelst þetta rok til klukkan 5 í eftirmiðdag, að veðrinu byrjaði að slota. Sigurður Hallbjarnarson út- gerðarmaður á Akranesi skýrir svo \frá, að allir bátar hafi ver- ið komnir að á Akranesi kl. 8 í gærkvöldi og línutap hafi ekki verið verulegt og aflinn sára- lítill, því mest allur fiskur slitnar af línunni . í slíku vonsku veðri. Sandgerði. EFTIR klukkan rúmlega átta í gærkvöldi var ekki hægt að fá samband við Sandgerði, því símstöðinni hefir verið lokað kl. 8 að kvöldi þessa vertíð. — í hitteðfyrra og fyrra var stöð- Framhald á 2. síðu. Ogurlegir gos rnekkir úr Vesúvíusi Einaskeyti til Morgbl. frá Reuter. Eftir Ass- ley Hawkins. — ÓGURLEGIR gosmekkir standa nú upp úr gýg Vesúví- usar og eru þeir svo þykkir, að dimt var í borginni Bari um hádaginn í dag, og er hún þó um 190 km. frá fjallinu. Varð að kveikja ljós í borginni. Kardinálinn Alessino hjer í Napoli, hefir fyrirskipað sjer- stakar bænagerðir, og verður verndardýrlingur Nápóliborg- ar þar tilbeðinn um vernd gegn hraunflóðinu. Menn óttast enn frekari skemir, þar sem enn síga tíu hraunstraumar niður eftir fja.ll inu, en heldur hefir hraunflóð- ið þó rjenað. Það sem veldur mönnum mestum áhyggjum, er það, að vikurbarmar gýgsihs bráðni í hinum ógurlega hita og hraunflóðið magnist við það. 49.000 flóttamenn í Svíþjóð. Stokkhólmi: — Nýlega hefir komið fram í Svíþjóð tillaga frá stjórnskipaðri nefnd um það, hvort ekki beri að setja á stofn sjerstakt útlendingaeftir- lit í landinu, en hingað til hef- ir Velferðarnefnd fjelagsmála annast um þessi mál. Tillagan kom fram á þeim grundvelli, að nú væru alls um 49.000 er- lendir flóttamenn í landinu. Hungurverkfall í Norður-írlandi Belfast í gærkvöldi. TUTTUGU OG TVEIR menn úr Lýðveldisflokknum írska (I. R. A.), sem hjer eru í fangí elsi, hafa skyndilega neitað að rnatast og drekka. — Er einn þeirra af leiðtogahóp flokks þessa, en hinir eru í fangelsi fyrir það, að hafa skotvopn í fórum sínum á ólöglegan hátt. Munu nú alls vera um 30 menn í fangelsinu, sem ekki neyta vots nje þurrs. —Reuter. Búist við stórorustum á landamærum Indlands London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter JAPANAR eru nú lengst komnir 16 km. inn fyrir landa- mæri Indlands á Impalsvæð- inu, og sækja þeir þarna inn í Indland úr þrem áttum, úr suðri, austri og suðaustri. Ekki hefir enn komið til bardaga svo um muni innan landamær- anna, en-ekki er álitið langt að bíða að svo verði. Harðir bardagar eru háðir í Chind-hæðunum, þar sem Jap- anar sækja einnig fram, áleið- is til indversku landamæranna. Japanar segja, að það sjeu sveitir ,,frjálsra Indverja“ und ir stjórn Bose, sem komnar eru inn í Indland, og verði stjórn Bose samstundis afhent öll þau hjeruð Indlands, sem Japanar kunni að ná á sitt vald. Fregnritarar herma, að auð- sætt sje, að náið samband sje milli hinnar nýju sóknar Jap- ana inn í Indland og sóknar bandamanna í Norður-Burma, en bardaga er ekki getið þar í fregnum í dag. Ennfremur segja fregnritar- ar, að svo megi nú heita, að allsstaðar sje auðsjeð, að Jap- anar sjeu í sókn meðfram öll- um landamærum Indlands, og eru sumsstaðar þegar háðir snarpir bardagar. — Japanar sækja einkum hart að aðflutn- ingaleiðum Breta í dal einum nokkru fyrir norðan þann stað, sem þeir eru komnir yfir landamærin á. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.