Morgunblaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudag-ur 24. mars 1944. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, augiýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald; kr. 7.00 á mánuði innanlenda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með I>esbók. Rödd sjómanns GREIN Sigurjóns Einarssonar skipstjóra, um hleðslu togaranna og öryggismál sjómanna, sem birtist hjer í blaðinu í gær, stakk mjög í stúf við alt moldviðrið, dylgj- urnar og róginn, sem hafa verið aðaluppistaðan í flestum skrifum um þessi mál að undanförnu. Grein Sigurjóns er harðorð með köflum. En engum, sem les grein Sigurjóns, getur dulist það, að hjer skrifar maður, sem hefir þekk- ingu á málinu, enda er hann þrautreyndur skipstjóri og nýtur almenns trausts og virðingar hjá sjómannastjett- inni. Og satt að segja er það ekkert undravert, þótt tog- araskipstjórar verði þungorðir, er þeir láta til sín heyra í þessu máli, því að þyngsta sökin er borin á þá, .þegar verið er að dylgja um ofhleðslu skipa og annað því um líkt, í s^mbandi við sjóslysin sem hjer hafa orðið. Þessir menn, sem verið er að sakfella án dóms og laga, ættu vissulega að eiga kröfu til að bera hönd fyrir höfuð sjer, áður en almenningur kveður upp sektardóminn yfir þeim, en það er fyrir þeirn dómstóli, sem þessir menn eru sóttir til saka. í lok greinar sinnar segir Sigurjón: „Jeg ætla því við að bæta, að þeir menn, sem óska þess að heyra fækkandi slysafregnir af hafinu, geta vel hjálp- að til að svo verði, með því að beita sjer fyrir og styðja kröfuna um ný og betri skip. Það er stærsta og virkasta öryggismál sjómanna“. Ennfremur segir Sigurjón: „Það er vissulega æði hart, þegar þeir menn, sem liggja eins og fallnir raftar yfir veg, í vegi fyrir því, að útgerð- inni myndist svo gildir sjóðir nú á þessum veltitímum, að hún fái aðstöðu til þess að byggja ný og betri skip, þegar færi gefst, og þannig fullnægja því, sem kalla mætti öryggismál öryggismálanna, skuli æpa manna hæst um öryggismál sjómanna“. Ætti Finnur Jónsson og þeir aðrir, sem mest skrifa um þessi mál nú, að taka til íhugunar þessa rödd sjómanns- ins. Alþýðublaðið og Hitaveitan HINN 21. janúar síðastliðinn birtist í Alþýðublaðinu forustugrein, er nefndist „Plágur Reykvíkinga“. Þessar „plágur“ voru Sogsvirkjunin og Hitaveitan. Um hitaveit- una fórust blaðinu orð m. a. á þessa leið: „Loks er það hin langþráða hitaveita.Heita vatnið er ekki fyrr farið að streyma um bæinn, en það skapar stór- kostleg vandræði fyrir íbúana. Hitinn verður af ákaflega skornum skamti. Loks hverfur heita vatnið með öllu. Það hefir alt streymt gegnum greipar verkfræðinga, án þess að sinna ætlunarverki sínu. Og það er ekkert rafmagn til að dæla vatni í geymana að nýju. Fólk situr skjálfandi í íbúðum sínum í 12—17 stiga frosti og óskar þess í hjarta sínu, að aldrei hefði verið ráðist í annað eins glæfrafyrir- tæki og hitaveitu fyrir Reykjavík“. Tæpum tveimur mánuðum síðar, eða hinn 15. þessa mánaðar birtist í Alþýðublaðinu svohljóðándi frásögn: „Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið fjekk í gær í skrifstofu borgarstjóra, gengur innheimta heita- vatns gjaldsins mjög vel. — Hafa gjöldin greiðst við fyrstu framvísun reikninganna prósentvís jafnvel og t. d. rafmagnsreikningar og er þar þó um miklu lægri upp- hæðir að ræða. Þetta sýnir ljóslega, hvað vænt bæjar- búum þykir um hitaveituna---“. Hver skyldi trúa því, að þessi ummæli hefðu birst í sama blaðinu og það með skömmu millibili? En þetta er staðreynd, og er blaðið sjálft til vitnis um það. En hvernig dæmir almenningur blað, sem hagar gagn- rýni sinni með þeim hætti, sem Alþýðublaðið gerði, með- an verið var að prófa sig áfram með Hitaveituna? Rjeði sanngirni og rjettsýni þeim málflutningi? Nei, vissulega ekki. í Morpnblaðinu fyrir 25 árum „Ostandandi hálka“. 5. mars. „Eftir margra daga óstand- andi hálku á götunum var fyrst í gær byrjað á því að bera sand á sumar þeirra“. _ ir ________________ Veita átti verðlaun fyrir barnaeignir í Frakklandi og Þjóðverjar að borga þau. 8. mars. „I byrjun ófriðarins sagði þektur þýskur háskólaken-nari í ræðu: Hjeðan af þurfa Frakkar meir á iíkkistum að halda en vöggum“. Það er ekki ósennilegt, að þessi óvarkárni prófessorsins hefni sín. Frakk- ar hugsa nú mikið um ráð til þess að fjölga fólkinu, og stjórn in hefir ákveðið að veita verð- laun fyrir barneignir, hækk- andi með barnafjöldanum yfir tvö börn. En það hefir einnig verið ákveðið að Þjóðverjar borgi verðlaunin. Það verður sett sem skilyrði á friðarfund- inum“. ★ 10 símastaurar uppistand- andi í Vestmannaeyjum. 11. mars. „Vestmannaeyjum í gær: — í ofviðrinu á laugardaginn urðu hjer feikna miklar skemdir á síma- og rafleiðslu. Af 70 símastaurum, sem hjer eru, eru aðeins 10 uppistandandi og við búið að það taki marga daga að gera við skemdirnar. Raf- leiðslan skemdist svo mikið, að öll hús eru nú ljóslaus“. ★ Brunarústir óhreyfðar í 4 ár. 12. mars. „Snemma á árinu 1915 brann Hótel Reykjavíkur til kaldra kola og enn standa rústirnar ó- hreyfðar. Enn hefir ekkert kom ið í staðinn“. ★ Eftir heimsstyrjöldina fyrri var tundurduflahættan mikil. Um það segir m. a.: 12. mars. „Það er erfitt að segja, hve lengi ófriðarhætta muni standa yfir. Eftir þeirri reynslu, sem fjekst í stríðinu milli Japana og Rússa, geta tundurdufl hald- ið sprengjukrafti sínum í 3—4 ár. En það er álit manna, að þau geti ekki flotið lengur“. ★ Bæjarbúar hvattir til þess að auka svínarækt. 13. mars. „Eitt af því, sem Reykvíking- ar hafa vanrækt of mjög fram að þessu, er það, að ala svín. Gæti það þó gefið góðan arð, ef menn aðeins væru dálítið hagsýnir. í hverju einasta íbúðarhúsi í bænum fellur árlega til mikill matarúrgangur, svo sem fisk- rusl, brauðleifar, skemdar kart- öflur, kartöfluhýði og s. frv. Víðasthvar er öllu þessu fleygt og verður ekki til annars en ó- þrifnaðar, sjerstaklega á sumr- in, þegar það er látið rotna í öskutunnunum og kössum að húsabaki. Besta ráðið til þess að hag- nýta allan. þennan úrgang, væri' það. ef nokkur heimili slægju sjer saman, keýptu grís Meðferð fánans. NÝLEGA MÆTTI jeg öldruð- um og virðulegum Reykvíking á götunni. Hann sagði m. a. við mig: — Jeg hef lesið það sem þið skrifið um fánann og fylgst með því, sem gerist í því máli. Það er alt í rjetta átt. En meira þarf til. Það er ekki nóg að menn noti fánann oftar og við fleiri tæki- færi en nú tíðkast. Almenning- ur þarf að læra að fara með hann og sýna honum virðingu. Eitt er t. d. það, að þegar fánar eru hjer dregnir í hálfa stöng við jarðarfarir, þá er sá ósiður látinn viðgang'ast ár eftir ár, að fáninn er látinn dröslast í hálfa stöng allan daginn og jafnvel fram á kvöid. Og það hefir komið fyrir, að menn hafa gleymt að draga hann niður á kvöldin, svo hann hefir fengið að druslast í hálfa stöng fram til næsta morguns. Þar sem menn bera tilhlýði- lega virðing fyrir þjóðfána sín- um, og kunna yfirleitt með hann að fara, þar er fáninn dreginn í hálfa stöng meðan á jarðar- förum stendur. Að því búnu er fáninn dreginn að hún, til heið- urs og virðingar þeim framliðna. Slík er meðferð fánans, þar sem menn kunna með hann að fara og sýna þjóðfánanum virðingu. • Aukasopi Jóns Axels. VIÐ UMRÆÐUR í bæjarstjórn um daginn um rafmagnsmálin sagði Jón Axel Pjetursson, bæj- arfulltrúi, frá sorglegu atviki, sem fyrir hann hafði borið ekki alls fyrir löngu. Lýsti hann at- burði þessum öðrum til aðvör- unar. Klukkan var að byrja að ganga ellefu, er Jón langaði til að hita sjer kaffi, og setti vatnssopa mátulega lítinn í skaftpott á minstu plötuna á rafmagnselda- vjelinni. Nú leið og beið. Kaffi- löngunin fór vaxandi, en vatns- sopinn hitnaði ekki að sama skapi. Klukkan verður ellefu, og ekki sýður vatnið. Hún fer að ganga tólf, og sáralítilla hita- breytinga verður vart í skaft- pottinum. Klukkan heldur áfram að nálgast hádegi, eins og lög gera ráð fyrir, það mikið, að þolinmæði Jóns er þrotin, hann slekkur undir skaftpottinum og fer út og fær sjer kaffi. Ályktanir þær, sem hann dróg af þessu atviki, voru þessar, að á vissum tímum sólarhringsins gæti hann ekki hitað sjer auka- sopa á minstu plötunni, og það rafmagn, sem hefði farið í þenn- an ofboðslega vesæla straum, hefði farið til einskis. En þá vaknar sú spurning hjá öllum, sem kynnu að geta hugs- að sjer að komast í sömu kring- umstæður eins og Jón. Hvers vegna setti hann ekki skaftpott- inn á stærri plötuna, þegar hann langaði í kaffið. Nú er hugsan- legt, að á öðrum plötum vjel- arinnar hafi verið önnur mat- arílát. En Jón gat ekki um það í skýrslu sinni til bæjarstjórnar um atburðinn. Hann gaf það aft- ur á móti í skyn, að hann hefði hliðrað sjer hjá að nota straum- frekari plötu í sparnaðarskyni, þar eð þetta var ekki nema svo skelfilega lítil eldamenska, er hann hafði með höndum. En þá upplýstist það fyrir Jóni á fundinum, að þarna hefði hann reiknað skakt. Því rafmagn, sem fer til þess að hita vatnssbpann hans, er álíka mikið, hvort sem skaftpotturinn er sattur á stærri eða minni plötu, ]»eim mun styttri tíma þarf, sem straumurinn er meiri. Ef spenn- an er lág, þá er ráðið að nota straum-meiri plöturnar, því raf- magnseyðslan til þess að ná vissu nitamagni er mjög svipuð, hvaða plata sem er notuð. Nema þegar farið er að eins og Jón gerði, að halda sjer sífelt við minstu plöt- una. Það litla rafmagn, sem hún eyddi, fór til ónýtis, af því aldrei kom upp hjá honum suðan. Margir halda, eins og Jón, að rafmagnsmælarnir sýni sömu eyðslu, hvort sem spennan er há eða lág. En svo er ekki. © Eltingaleikur. Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ var gekk maður einn eftir Póst- hússtræti. Varð honum litið á dyrahelluna fyrir framan Hótel Borg. Sá hann þar kvikindi, er: honum sýndist í fyrstu vera kött- ur. Átti ekki á öðrum skepnum von af þeirri stærð og greindi ekki glögt skopulagið í hálf- rökkrinu. En honum sýndist þó einhver missmíði á kettinum og gaf honum því nánar gaum. Sá hann þá sjer til mikillar undr- unar, að þetta var minkur, sem virtist hafa ætlað að koma á Borgina. Brátt komu fleiri sjónarvottar er furðuðu sig á þessu dýri merk urinnar í Pósthússtræti. En mink urinn lagði á flótta og rann inn í Austurstræti. I millitíð hafði einhver vegfarenda gert lögregl- unni aðvart um, að þarna væri óboðinn gestur á ferð. Lögreglumenn hlupu til. Þeir voru með skotvopn. Minkurinn hjelt áfram undanhaldinu, fór niður í Hafnarstræti og Tryggva- götu. Þar barg hann sjer inn í kassarusl. Lögreglumenn skutu á þessi fylgsni hans, og mun hann ekki hafa talið sig öruggan þar, skaust því út úr fylgsni þessu og rann nú upp þilgirðingu inn i húsagarð við verslunarhús Nat- han og Olsen. Þar smaug hann niður í skolpræsi, og var úr sög- unni. Líklegt má telja eftir þessu, að minkar telji sjer fært að gerast nærgöngulir við mannabústaði þegar hart er í ári, úr því mink- ur er að spankúlera um fjölförn- ustu götur bæjarins, þegar ekki eru meiri harðindi en nú. Því sennilegt verður að teljast, að hann sje „afbæjar", en hafi ekki verið meðal gesta á Borginni. Viðskifti Svía og Búlgara. HINN nýi búlgarski sendi- herra í Stokkhólmi, doktor Nikolajew, hefir átt viðtal við blaðið „Dagens Nyheter“ og sagði meðal annars, að sökum styrjaldarinnar yrðu umboð búlgarskra þingmanna fram- lengd um eitt ár án kosninga. Er sendiherrann var spurður um viðskifti Svía og Búlgara, sagði hann, að þau hefðu ekki verið eins mikil og skyldi, og stafaði það aðallega af flutn- ingaerfiðleikum, en nú væri verið að reyna að ráða bót á þessu. Sendiherrann sagði enn íremur, að vegna fjarlægðar- innar, hefðu margar lygasögur gengið í Svíþjóð um Búlgaríu, og kvaðst hann geta fullvissað bláðið um það, að enginn af þeim uppsteitum, sem heims- Jregnirnar hfefðu sagt vera i landinu, hefðu > átt sjer stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.