Morgunblaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. mars 1944. MORGUNBLAÐIÐ T Æfikvöld B ertels Thorvaldsen fyrir 100 drum Þetta er ljósmynd, sem gerð v ar eftir ,,Daguerre“-mynd af Bertel Thorvaldsen úti fyrir vinnustofu hans í Róm. Mynd þessi er æði mikið frábrugðin öðrum myndum af Thorvald- sen, sýnir hvernig hann var í hversdagslegri framgöngu á síðustu árum æfinnar. Myndina tók einn af lærisveinum Daguerre, þess er fann upp slíka myndagerð. í dag, fyrir 100 árum, þ. 24. mars 1844, andaðist Bertel Thorvaldsen. Þykir ekki ástæða til að rekja hjer æfisögu hans í því tilefni, enda er hún flestum les- endum blaðsins kunn í aðal- atriðum. Á æfiárum hans frá 1770 —1844 var íslenska þjóðin svo vesæl og umkomulaus, að hún tileinkaði sjer ekki nema að litlu leyti þetta mikilmenni í heimi listanna, endaþótt hann væri alís- lenskur í föðurætt, og sýni- legt að listgáfuna hafði hann fengið að erfðum frá föður sínum og ætt hans, enda bar öllum saman um, sem hann þektu í lifanda lífi, að hann bar hlýjan hug til föðurlands síns. Og mik- ill vonarstyrkur hefir það verið íslendingum á öldinni sem leið, þeim, er treystu framtíð íslenskra lista, að annar eins afburða listamað ur skyldi af íslensku bergi brotinn. Kvæði Jónasar Hall grímssonar er skýlaus vott- ur þess, hvemig Islendingar samtíðar hans litu til hans, og verður hjer ekki fjölvrt um. ítarleg æfisaga Bertels Thorvaldsen er nú í prentun, eftir sr. Helga Konráðsson. Síðasti kaflinn í þessari bók, er fjallar um síðustu æfidaga Thorvald- sens og fráfall hans fyrir 100 árum, nefnir höf. æfi- kvöld, og er sá kafli svo- hljóðandi: SUMARIÐ 1843 dvaldi Thor valdsen á Nysö og gerði fjölda smámynda, en um haustið fór hann inn til borgarirmar. Hann hafði verið beðinn að gera fjór ar stórar myndastyttur, er skyldu standa fyrir framan Kristjánsborg og vera- af Herkúles, Aþenu, Nemesis og Æskuláp. Af myndum þessum lauk hann aldrei við nema þá fyrstu. Hinar gerði Bissen eft- ir smáfrummyndum Thorvald- sens eftir andlát hans. En Herkúlesmyndina gerði Thor- valdsen þetta haust, sem hjer um ræðir. „,Er það risastór mynd, tveggja mannhæða há, og þótti mönnum nóg um að sjá gamla manninn standa uppi á háum pöllum, er hann var að ljúka við efri hluta myndar- innar, og höfðu orð á því við hann, að þetta væri hættulegt. ,,Ef jeg dett niður, verður þó hægt að segja að jeg deyi á víg- vellinum“, svaraði Thorvald- sen. í miðjum nóvember stóð Herkúles fullgerður, mikilúð- legur í heljarafli sínu með kylfu í hendi og ljónshúð um öxl og ekki alveg laus við fyr- irlitningardrætti kringum munninn, eins og hann hugsi til þeirra, sem hreykja sjer upp í heimsku smæðar sinnar. Sjálfur var Thorvaldsen Herkú les sinnar aldar, svo hátt bar hann yfir aðra listamenn sam- tíðarinnar. Kontmgshjónin komu að sjá þetta listaverk, er það var fqllbúið, og þótti þeim mikið til þess koma. Thorvaldsen fór til Nysö og hvíldi sig um stund, en Ijet und irbúa Æskuláp (lækningaguð- inn). Hann ætlaði svo að byrja á honum, er hann kom aftur til borgarinnar seint í desem- ber, en af því varð lítið og þeg- ar kom fram á veturinn, hrundi Æskulápur niður, af því að ekki var um hann hirt, svo að leirinn þornaoi. Heilsa lista- mannsins brast einnig um sama leyti. Hann hafði fengið ill- kynjað fótarmein, sem þjáði hann og gerði honum erfitt um gang. Ekki vildi hann með nokkru móti láta sækja lækni. Vinir hans tóku þá það ráð, að láta lækni koma til hans eins og af tilviljun. Læknirinn sagði honum, að hann yrði að liggja í rúminu fram yfir jól og sætti hann sig við það, ef hann fengi að vinna á nýársdag. Hann hafði altaf haft þann sið að hefja eitthvert verk á nýárs- dag og lagði mikinn trúnað á, að árið færi alt eftir því, hvern- ig það verk tækist. En svo rann upp nýársdagur 1844, og ekki var um að ræða, að hann ynni! þann dag. Hann var í þungu skapi allan daginn og mælti fátt. Hann þóttist nú viss um að hverju draga mundi. Þegar kom fram í janúar, hresstist hann þó nokkuð og komst á l'ætur og gerði þá mynd, sem hann nefndi Anda friðarins og aðra, Anda skáld- skaparins. Á þriðju myndinni byrjaði hann einnig, og átti hún að tákna Anda mynd- höggvara listarinnar. Hann gerði margar tilraunir með þá mynd, en líkaði aldrei, og svo einkennilega vildi til, að þegar hann dó, var einmitt þessi mynd í- lauslegum drögum á steinspjaldinu. Um þetta leyti byrjaði hann einnig) á brjóstmynd af Mar- teini Lúther handa Frúar- kirkju. En verkið gekk nú hægt aldrei þessu vant. Þann 8. mars ætluðu vinir Thorvaldsens, einkum þeir sem höfðu verið með honum í Róm, að heimsækja hann eins og venjulega, til þess að óska honum til hamingju á „róm- verska fæðingardaginn“, en þá leið honum svo illa, að hann bað Wilckens að segja þeim, að hann væri ekki við og lá þann dag fyrir í þungu skapi. Um kvöldið fór hann þó og hlustaði á ítalska óperu í söng- höllinni. Þann 20. mars leið honum mjög illa og kvartaði hann við Wilckens um verk í brjóstinu. Wilckens vildi þá sækja lækni, en það þverbannaði Thorvald- sen honum. Morguninn eftir kom þó læknir og vildi taka sjúklingnum blóð, en það sagði Thorvaldsen að kæmi ekki til nokkurra mála, hann væri orð inn frískur, og fór svo á fætur og byrjaði að vinna að Anda rayndhöggvaralistarinnar. Næsta dag var hann einnig allhress og fór í leikhúsið um kvöldið, og daginn eftir, laug- ardaginn 23. mars, Ijet hann sem hann kendi sjer einskis meins, fór snemma á fætur og vann af kappi að mynd Lút- hers. Þannig sótti Thiele pró- fessor að honum, er hann kom sem ritari listháskólans til hans með brjef varðandi laus her- bergi i Charlottenborg, hver ætti að fá þau. Thorvaldsen varð þögull við, er hann hafði hlustað á brjefið. Svo sagði hann alt í einu: „Hver ætli að fái herbergin mín, þegar jeg dey?“ Thiele varð hverft við og reyndi að leiðá umræðurnar inn á önnur svið, Thorváldsen ætti enn langt eftir ólifað, sagði hann. „Segið þetta ekki“, sagði Thorvaldsen og greip fram í fyrir honum, „jeg er frá, þegar minst varir. — Fyrr en nokk- urn grunar“. Og svo bætti hann við eftir stundarþögn og spenti greipar á brjóstinu: „Mjer þætti líka vænst um, að það yrði sem fyrst og áður en jeg verð sjálf- um mjer og öðrum byrði“. Og stóru, skæru augun glömpuðu vegna geðshræringar þeirrar, sem hann var kominn í. Svo tók hann þögull til vinnu sinnar á ný. En Thiele varð svo mikið um þennan atburð, að hann gat ekki hafið umræður um neitt annað lengi á eftir. Skömmu seinna yfirgaf hann Thorvald- sen og sá h.ann ekki aftur þessa lífs. Skömmu seinna fór Thor- valdsen út og leit inn í safna- hús sitt og heimsótti síðan ein- hverja kunningja og dvaldi hjá þeim fram til miðnæítis, en fór þá heim til sin aftur í Char- lottenborg og lagðist fyrir á legubekk sínum. Var þá komið fram yfir miðnætti, þegar Wil- ckens skildi við hann. Klukkan 5 morguninn eftir hringdi Thor valdsen á Wilckens og sagði honum, að hann hefði elcki fest blund ennþá og gæti alls ekki sofnað. Settist hann þá upp og fór að lesa í bók, en • sofnaði loks út frá því og svaf til kl. 8 um morguninn. Neytti hann þá morgunverðar, sem fábrot- inn var að venju, aðeins mjólk og tvíbökur og var þá hinn hressasti og tók að vinna að Lúthersmyndinni. Þannig vann hann alt til há- degis, að frú Stampe gerði hon- um orð að koma til miðdegis- verðar, én hann afþakkaði boð- ið og kvaðst vilja hálda áfram að vinna. En svo kom frúiri sjálf í vagni sínum og sótti hann. Hann stóð enn stundar- korn fyrir framan Lúthers- myndina, eins og hann ætti erf- itt með að siíta sig frá henni, en stakk svo trjestílnum, sem hann vann með, inn í mjúkan leirinn, þurkaði af höndum sín um og hætti störfum. Við mið- degisverðarborðið voru þeir Oehlenschláger og H. C. And- ersen og fleiri vinir, auk Thor- valdsens, sem var hinn glað- asti og Ijek á alls oddi. Meðal annars sagði hann í gamni: ,,Nú má jeg fara að deyja, því að Bintíesböll er búinn að ganga frá gröfinni minni“. Þegar mál- tíoinni var lokið, lagði Thor- valdsen sig stundarkorn og sofn aði og fór svo í Konunglega leikhúsið. Á leiðinni til sætis síns mætti hann nokkrum kunn ingjum, sem hann heilsaði glaS lega og settist síðan niður. En nokkrum augnablikum siðar, um leið og hljóðfæraslátturinn fylti húsið, og áður en tjaldið var dregið frá, beygði hann sig skyndilega niður, eins og hann ætlaði að taka eitthvað upp af gólfinu, en hann hóf sig ekki aftur í sætinu. Þeir, sem næstir sátu, spruttu á fætur og báru hann hljóðlega fram í anddyr- ið. Hann var dáinn. Hjartað hafði skyndilega staðnað. Þetta var sunnudaginn 24. mai's 1844. Laugardaginn 30. mars fór jarðarförin fram. Daginn áður hafði kistan verið borin upp í hátíðasal listaháskólans og þar hófst jarðaríörin með minn ingarathöfn. Þaðan var svo gengið til Frúarkirkjunnar. Handiðnaðarmenn borgarinnar komu undir merkjum og röo- uðu sjer til beggja handa við strætin, .s?m líkfyldin fór um. Kistuna báru f jörutíu listamenn og á undan henni gengu fjórir hópar manna í heiðursfylking- um og voru íslendingar í þriðja flokknum, á milli stúdenta og listamanna. Hvarvetna var fjöldi manna á götum og torg- um. Hljóðlátir tónar klukkn- anna og sorgarlög frá orgelum kirknanna bárust út yfir mann hafið. Konungurinn og ríkis- erfingi tóku á móti kistunni í kirkjudyrum og gengu á und- an henni inn í kórinn, og sorg- argöngulag Hartmanns var leik ið á orgelið. Öll konungsfjöl- skyldan var viðstödd og hafði drotningin meðal annars látið krans á kistuna, er öll var auk þess blómum vafin. Fremst á kistulokinu var meitill lista- mannsins innan i sveig páima og lárviðarblaða. Þar stóð einn ig sjálfsmynd hans lítil í eir- steypu, gjörð eftir frummynd Thoi'valdsens sjálfs. í kirkj- unni voru sungin sorgarljóð eftir Oehlenscláger og kvæði eftir H. C. Andersen við lag eftir Hartmann. Þegar þessari hátiðlegu at- höfn var lokið, skipaði konung ur svo fyrir, að kirkjan skyldi standa opin það sem eftir væri dagsins, og var siðan alt til kvölds stöðugur straumur fólks inn að kistu Thorvaldsens, en daginn eftir var hún sett í graf hýsi kirkjunnar, og þar stóð hún í f jögur ár. Þann 6. september 1848, snemma morguns var' kistan Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.