Morgunblaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 8
8 CV* MORGCNBLAÐIÐ Föstudagur 24, mars 1944. Læknamál Hjeraðsbúa ALÞINGI það, sem nú hefir verið frestað, ljet það vera eitt af sínum síðustu verkum,, að breyta læknaskipun Fljótsdals- hjeraðs, þannig, að alt hjeraðið er sameinað í eitt læknishjerað, með einum lækni og aðstoðar- lækni, sem báðir hafa búsetu á Egilsstöðum. Telur landlæknir þetta gert í samráði við þing- menn fjórðungsins og eftir ósk meirihluta hjeraðsbúa. Þar sem þetta er svo alvar- legt hagsmuna- og öryggismál fyrir mikinn hluta upphjeraðs- manna, tel jeg rjett að gera hjer nokkrar athugasemdir við þessi ummæli landlæknis. Þegar leitað var álits íbúa Jæknishjeraðanna um þetta mál, var það gert á þeim grund- velli, að byggja ætti fullkomið sjúkrahús á miðhjeraði, þar sem báðir læknarnir hefðu að- setur og gætu sameiginlega starfað við sjúkrahúsið, jafn- framt því/ sem þeir starfræktu sitt hjerað. Auk þess var gefin von um að aðstoðarlækni yrði honum til hjálpar, svo læknar yrðu oftast þrír. Þar sem þetta var af land- lækni talin eina leiðin til að tryggja úthjeraðinu lækni, gekk sá hluti íbúa upphjeraðs- ins, sem næstir voru miðhjeraði, inn á þessa breytingu, bæði til að gera sjálfum sjer auðveldara að ná til læknis og jafnframt stuðla að því að fullkomið sjúkrahús fengist á Hjeraði. — Hinsvegar neituðu Fljótsdæling ar eindregið að láta flytja læknisbústaðinn úr miðju hjer- aðinu út á ystu takmörk þess. Ef spurt hefði verið um, hvort menn vildu sameina hjeruðin í eitt læknishjerað með aðstoð- arlækni, hefði útkoman tví- mælalaust orðið önnur, en sú, sem landlæknir vitnar í. Það hefir ætíð þótt nægilegt starf fyrir einn lækni að þjóna upphjeraði, þó hann hefði bú- setur í miðju hjeraðinu og þó læknisleysi úthjeraðsins hafi á síðustu árum orðið til þess, að læknirinn á Brekku hefir orðið að þjóna því hjeraði líka, á- samt Eskifjarðarlækninum, þá veit hver maður, sem til þekk- ir, að það er að minsta kosti að vetrinum til, algert neyðar- ástand. Það virðist því koma úr hörð ustu átt, að landlæknir, með þingmenn hjeraðsins við hlið sjer, lætur lögbinda þá afturför í læknamálum hjeraðsins, að sameina þessi tvö læknahjeruð. Það lítur út fyrir, að þeir herrar setji sig ekki alvarlega inn í kjör þeirra manna, sem um hávetur, verða að brjótast í ófærð og illviðrum eftir lækni, vitandi það að tekið getur fleiri sólarhringa að koma lækni til sjúklingsins, en heima bíða sjúklingurinn og aðstandendur hans milli vonar og ótta um það, hvort læknirinn geti komið í tæka tíð, eða jafnvel hvort sendimaðurinn hafi haft nægi- legt þrek til að ná til læknis eða orðið hinum hamslausu náttúru öflum að bráð. En engar frjett- ir hægt að fá, þar sem síma- laust er um allan efsta hluta hjeraðsins. Ef vitja þarf læknis af efstu bæjum Jökulsdals til Egilsstað- ar, er það að vetrarlagi 10—20 tíma ferð hvora leið, eftir færð og má þó ekki vera mjög vont. Væri nú læknir staddur ein- hversstaðar í útkjálka hjeraðs- ins, gæti það tekið -fleiri daga að fá hann til sjúklingsins og sjá allir hversu örlagaríkt það getur verið, ef mikið liggur við. Það, sem landlækni og þing- mönnum hjeraðsins ber skylda til að gera, er að finna einhver ráð til að tryggja úthjeraðinu sinn sjerstaka lækni, en ekki láta það ganga út yfir upphjer- aðið á þann hátt að gera þarna eitt læknishjerað það erfitt, að enginn læknir endist til að þjóna því nema stuttan tíma, þó hann fái aðstoðarlækni. Þess má geta, að á þessu svæði ( 9 víðáttumiklum hrepp- um), eru 3 prestaköll og eitt þeirra talið með erfiðustu prestaköllum landsins (6 kirkj- ur). Mjer dettur ekki í hug að telja prestana lítils virði, eða kasta á nokkurn hátt rírð á Framh. á bls. 10. — Ofsóknir Framhald á 2. síðu. ur honum var sú, að hann hefði senÞ prestum biskups- dæmisins brjef um áramótin. Meðan á yfirheyrslum stóð mátti biskupinn ekki hafa tal af neinum. En lögreglan hjelt vörð á heimili hans allan dag- inn. Um nóttina gengu verðir umhverfis hús hans og lýstu með vasalugtum inn um glugg- ana. Hann var síðan gerður út- lægur úr Hörðalandi, Roga- landi og Agða-fylki, en allir peningar frá honum teknir, nema þeir, sem hann þurfti til ferðarinnar heimanað. Hann hefir nú sest að nálægt Drammen. Á sama tíma og þetta gerðist, var dómprófastur- inn í'Stafangri, K. 0. Korne- lius, fyrirskipað að setjast að í Ilövág við Kristians- sand. Ilann var tekinn til yfir- heyrslu, er hann var að uiul- irbúa hátíðahöld í tilefni af 100 ára afmæli norska trú- boðsins, og f.jekk ekki að taka þátt í þeim hátíðnhöldum. Ilann er einn af leiðtogum trúboðsins. Ástæðan fyrir brottrekstri. hans til ITövág var gefin upp að vera sú, að hann hafi ver- ið kærður árið 1942. En það einkennilega var að lögregl- an varð að viðurkenna, að hann var saklaus af því, sem á hann var borið, og ~varð lögreglan að biðja hann af- sökunar. Loflárás á Ponape Washington í gærkveldi. AMERÍSKAR Liberatorflug- vjelar gerðu loftárásir á stöðv- ar Japana á hinni sögufrægu Ponape-ey í Karolineyjaklas- anum í gær, að því er Niemitz, yfirforingi Kyrrahafsflotans, tilkynnir. Einnig var ráðist á herstöðvar á eynni Kusait. — Aðrar flugvjelar rjeðust á þær af Marshalleyjum, sem enn erú á valdi Japana. Allar flugvjel- arnar sneru heilar heim úr á- rásum þessum. — Miklir el'dar komu upp hvarvetna á árásar- svæðunum. Reuter. Afhugasemd í 17. hefti 3. bindis af ,,Tíma- riti“, sem er nefnt „Friðarboð- inn“ o. s. fr. (en væri rjettar nefnt ,,Vitfirringurinn“), stend ur s. 8, að „andatrúarpostuli dr. Helgi Pjetursson“ hafi þýtt einhverja hroðadellu, sem þar er, í sambandi við jarðstjörn- una Venus. Þó að jeg hafi ekki nafn mitt ritað eins og þarna er gert, síð- an snemma á þessari öld, þá er enginn vafi á því, að á mig er þarna miðað, og jafnvel ekki alveg óhugsandi, að „rithöfund ur“ sá eða þeir, sem á þennan miður keppilega hátt hafa ver- ið að leika sjer að „ritstjóran- um“, hafi gert sjer vonir um að þeir gætu með þessu fengið einhvern til að halda, að jeg eigi einhvern þátt í þessum ó- sóma. Munu þeir nú að vísu vera fáir, sem þurfa nokkurr- ar yfirlýsingar um það efni. Fleiri líklega, sem kynnu að hafa nokkurt gagn af að sjá tekið fram, að jeg er enginn postuli, og svo langt frá því að vera andatrúarpostuli, að það er einmitt eitt af mínum mestu áhugamálum, að fá menn til að hætta að trúa á anda og anda- heim. Því að meðan trúað .er á slíkt, er engin leið að öðlast þann heildarskilning á lífinu, sem er svo áríðandi, að án hans getur ekki orðið til sú lífernisfræði, sem svo mikil nauðsyn er á. 7. febr. Helgi Pjeturss. lillllllllllllllllllllllllllllllilllllllllinillllllllllllllllllllllt | 60-70 | (þOsmiif I ( manna j = lesa Morgunblaðið á hverj- = §§ um degi. Slík útbreiðsla er = H langsamlega met hjer á | 1 landi, og líklega alheims- = 5 met, miðað við íólksfjölda §§ H í landinu. — Það, sem birt- s H ist í Morgunblaðinu nær §§ 1 til helmingi fleiri manna H | en í nokkurri annari útgáfu = §§ hjer á landi. uuminuiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiimiiim Tekið á móti flutningi til Vest- rnannaeyja árdegis á morgun. — Torvaldsen Framh. af bls. 7. síðan flutt úr grafhýsi Frúar- kirkjunnar til safnahússins, er þá var fullbúið. Sólin vár að koma upp, þegar kistan var boú in inn í litla garðinn, sem hús^ ið umlykur. Fáeinir nánir vin- ir stóðu í þögulli lotningu í' kringum gröfina, þegar lrkams leifar hins dáða snillings voru látnar síga ofan í hana til hinstu hvílu. Svo var múrað, yfir gröfina. Margvísleg minnismerki eru til og standa á gröfum framlið inna manna, alt frá pýramíd- unum miklu og niður að grasi- grónu leiði hins ónefnda. En vafasamt er, hvort nokkur mað ur í veröldinni hvílir á virðu- legri stað og sjer samboðnari en Bertel Thorvaldsen. Alt í kringum hann standa listaverk hans, steinarmr, sem hann gaf líf. £0 S. U verrir fOO^XKKKK^OOOOOOOOOOOÓOOOOOtíOÖtÞOOOOtXítX^OCOOOOOOÖOOOÓOOOOOOt^OOOOOOóOOOOOOOOOOOOOíKK)] X - 9 Eftir Robert Storm lOOOOÓC'OOtXJOOOOOOOOOOOOOOOOO’ 0<><>0í><><><>0<>0<><><><><><><><><><><><><><><><> * Lögregluþjónn: Á meðan Alexander mikli geng- ur laus, höfum við fengið skipun um að leita vand- lega í öllum bílum, sem fara yfir brúna. Annar lögregluþjónn: — Já, skipanir eru skip- anir, en jeg leyfi mjer að efast um, að við finnum st.rokufanga í kvennaskólabíl. Lögregluþjónn: — Enginn getur sagt um það. Mascara: — Varlega, Alexander, það koma tveir lögregluþjónar. — Alexander: -— O, jeg sje þá. Á meðan í aðalstöð leynilögreglunnar: Bill: •— Jeg hefi náð nokkru sanahengi í sögu Alexanders ... Jeg hefi fengið heimilisfang unnustu hans. X-9: — Gott, Bill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.