Morgunblaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. mars 1944. MORGöNBLAÐIt) 11 „Og ekki getur það verið þitt göfuga hjarta, sem þar kemur til greina, því að þú hefir ekk- ert“, sagði hann. „Jeg hugsa“, sagði Muriel, „að það sje vegna þess að jeg veit aldrei upp á hverjum skoll- anum þú kant að finna. Og jeg vil ekki missa af neinu“. Þau komu rjett nógu snemma í óperuna, til þess að hlusta á annan þáttinn í La Bohéme. II. Kapítuli. . „Það væri heimskulegt“, hugs aði Stella Vaughan með sjer, „að reyna að láta sem jeg væri ekki hrædd“. Hún var svo hrædd, að hend- ur hennar voru sveittar og hún gat vart staðið á fótunum. Und- arlegt annars. Slíkt hafði aldrei komið fyrir hana áður. Hún staulaðist yfir að lágu borði, sem stóð við arininn. A því stóð vínflaska og notað glas en á gólfinu lá glasið, sem Frank hafði brotið. Hún sópaði brotunum saman við öskuna í eldstónni, með skjálfandi hendi. „Þetta gengur ekki“, hugsaði liún með sjer. „Jeg verð að reyna að ná valdi á sjálfri mjer“. Hún helti whiský í glasið, helm ingurinn utan hjá, niður á borð ið, og varð að grípa utan um glasið með báðum höndum, og hvíla olnbogana á arinhillunni, til þess að geta drukkið úr því. Um leið og hún drakk, virti hún fyrir sjer andlit sitt í spegl inum. Henni til mikillar undr- unar var hún eins og hún átti áð sjer. Það voru yfirburðir æskunnar sem þar komu til greina. Þegar maður er ungur og hraustur, verður maður ekki hrukkóttur og tekinn í andliti á einu kvöldi, þótt eitthvað blási á móti. Andlit hennar var eins og gríma, er huldi það sem inni fyrir bjó. Andlitið, sem horfði á hana úr speglinum, var fagurt. Það var ávalt, húðin hvít og mjúk, munnurinn nokkuð stór og vel lagaður, augun stór og blá, hár- ið jarpt og liðað eftir nýjustu tísku. Háls hennar, ungur og hvítur, reis mjúklega upp frá hinum þrönga, hvíta kraga, sem hún hafði við dökka ullar- tauskjólinn. Af því að horfa á hana, gat engann grunað. .. .“. Henni leið nú ögn betur. Hún lauk við wiskíið úr glasinu, og setti það aftur á borðið. Þegar hún tók símann og hringdi voru hendur hennar alveg stöðugar. Kvenmannsrödd svaraði: „Mortimer-gistihúsið“. „Gjörið svo vel að gefa mjer samband við íbúð hr. Red- ferns“. Meðan hún beið, lamdi hún fingrunum óþolinmóðlega í borðið. Það var hræðilega kyrt. 'Ekkert hljóð heyrðist, nema fjarlægur hávaði bílanna 1 Se- venth Avenue. Steinhljóð var í húsinu, nema örlítið snark heyrðist í eldinum. Hún var al- ein í öllu húsinu svo að enginn gat hafa heyrt skotin. Karlmannsrödd kom í sím- ann. Skyndilega greip óttinn hána á ný, svo að rödd hennar titraði, þegar hún svaraði. ,Það er Stella. Jeg verð að finna þig strax“. „Hvað er að“. Rödd manns- ins varð hás af kvíða. „Dálítið hræðilegt hefir kom- ið fyrir. G.eturðu komið, Giles. Geturðu komið strax?“ „Auðvitað. Er alt í lagi með þig? Ertu ómeidd?“ „Já“, sagði hún lágt. „Jeg er ómeidd. Og Giles....“. . „Já, ástin mín?“ „Jeg hefi breytt um skoðun. Ef þú vilt enn, að jeg komi með þjer á morgun, þá — þá skal eg koma“. Það varð þögn eitt andartak. Síðan sagði maðurinn: „Segðu þetta aftur“. „Jeg sagði, að jeg ætlaði að koma með þjer á morgun“. „Ástin mín! Bíddu eftir mjer. Jeg kem strax“. „Já“, sagði Stella, og lagði heyrnartólið á. Hún sat fyrst einsog stirðnuð, en byrjaði síð- an að geta hugsað skynsamlega. Hún hafði ekki ætlað að gera þetta. Hún hafði ætlað að fara á eftir Giles, og giftast honum síðan í París, með vorinu. Vor í París og blóm í skógunum! Hún stundi og bar hendurnar upp að andliti sínu. Frank! — Frank!“ Eftir dálitla stund stóð hún upp. Hún fór að taka til í her- berginu, en þar var alt á ringul reið. Hún lagaði púðann, rjetti við stólinn, er hafði oltið um koll, og þá kom hún auga á byssuna. Hún hafði dottið þar þegar.... Óttinn greip hana á ný. Hún settist í stól, sem var þar rjett hjá og beið þar eftir Giles. ★ ,,Regina“ hafði nú tekið við því, sem eftir var af jólapóst- inum, og var reiðubúin til þess að leggja úr höfn. Skipstjóri skipsins athugaði tæki sín og sá um að alt væri 1 lagi, um leið og hann hugsaði um, að líklega yrði þetta erfið ferð, því að veðrið var mjög slæmt. Hann leit á úr sitt: þunt gull- úr, sem var kjörgripur hinn mesti, og' farþegarnir af Ta- coma, er hann hafði eitt sinn bjargað úr sjávarháska, höfðu gefið honum. Hinir þunnu gull- vísirar bentu á 11.45. Bryggjan fyrir neðan berg- málaði af hávaða burðarkarl- anna, skrefum síðbúinna far- þega, hrópum vina og ættingja þeirra, sem voru að fara og stóðu á bryggjunni, og veifuðu í kveðjuskyni. í leigubifreið einni þar rjett hjá, ráðfærði maður nokkur sig við úr sitt, í birtunni frá götu- ljósinu, setti það síðan aftur í vasa sinn, og brosti til stúlk- unnar, sem sat við hlið hans í bílnum. „Við höfum nógan tíma“, sagði hann. Hún reyndi að brosa, en á- rangurslaust. Ungi maðurinn tók í hönd hennar, og þrýsti hana fast. ,,S4ella“, sagði hann. „Stella“. Hún andvarpaði. „Já, jeg veit það“, sagði hún. Hann horfði kvíðafullur á andlit hennar. Þetta var karl- mannlegur og myndarlegur ungur maður, um þrítugt, stór og herðabreiður, með gáfuleg- an svip, skær, grá augu og á- kveðinn hökusvip. Hann var sjerstaklega vel, en þó kæru- leysislega, klæddur. Hann var einn þeirra manna, sem als stað ar eiga heima, og erfitt er að koma úr jafnvægi. En samt virt ist hann órólegur núna. Gráu augun, sem stöðugt hvíldu á stúlkunni, voru kvíðafull. En þegar hún leit upp og mætti augum hans, beygði hann sig niður að henni og kysti hinar skjálfandi varir hennar. Stella mundi aldrei greini- lega, hvernig hún hafði komist inn í káetuna. Þegar hún hugs- aði um það seinna meir, var það alt eins og hræðileg mar- tröð fyrir henni, skær ljós og starandi augu, sem hún hafði orðið að fara framhjá, róleg og virðuleg að sjá, til þess að reyna að hylja hina æðisgengnu leit hennar að hættunni, sem svo var engin þarna. En loks var því lokið, og ekk- ert hafði skeð, ekkert. Löng, ömurleg nótt hafði liðið og einnig langur, ömurlegur dag- ur: morguninn hafði farið í að flytja dótið úr íbúðinni, síðan gifting hennar og Giles í skugga lega Ráðhúss-herberginu, mið- degisverðurinn, sem hún ekki gat borðað og kvöldið í leikhús- inu, þar sem hún gat ekki hlust- að á tónlistina. Og loks var því lokið. Hún klæddi sig úr kápunni, og fjekk Giles hana. Og nú leit hún á hann, í fyrsta sinn í marg ar klukkustundir, og fann hin ástföngnu augu hans hvíla á sjer. Hún brosti dauflega. „Þetta hefir ekki verið mjög skemtilegur brúðkaupsdagur“, sagði hún. ,,En nú skulum við bæta það upp og fara einhvers- staðar þar sem músík er og Pjetur og Bergljót Eftir Christopher Janson 35. hafði boðið nágrönnunum og sjálfur bar hann fram sitt besta öl, því örlítið varð að hygla gestunum, þegar þau opinberuðu, Bergljót og Pjetur. Árni stóð sjálfur með ölkrús í hendinni og hafði drukkið tengdasonarefninu til, og þau nýtrúlofuðu stóðu þarna saman og það var eins og ljómaði af þeim um alla stofuna. Katrín hafði sett upp snjóhvítan skautafald, hún stóð þarna líka, há og virðuleg, en dálítið rauðeyg var hún, því hún hafði grátið af gleði. Hún mintist nú, þegar hún, ung og fögur, stóð og hjelt í hönd Árna, þegar þau höfðu opinberað. Þá var opnuð hurðin og inn kom Mr. Smith, en hann staðdæmdist í dyrunum, þegar hann sá svona margt fólk. „Hjer er. gaman í dag, laxi“, sagði Árni og kom á móti honum með krús í hendi. „Bráðum get jeg boðið þjer í brúðkaupið þeirra Bergljótar og Pjeturs“. „Hvað segirðu? — Pjetur og Bergljót?“ kallaði Eng- lendingurinn og glápti. Svo tók hann ofan hattinn, fór til þeirra Bergljótar og Pjeturs og tók í hendur þeirra. „I congratulate, — nei, til hamingju“, sagði hann, gekk svo út úr stofunni og upp í herbergi sitt og kom ekki niður aftur þann daginn. En daginn eftir stóð Mr. Smith úti í miðri ánni og veiddi og var þá eins kátur og eins röndótt- ur og áður. En þegar Englendingurinn var nýfarinn út úr stof- unni, varð Pjetri litið út um gluggann: „Uss, hvað haldið þið“, sagði hann. „Sveimjer ef það er ekki hringjarinn, sem er að koma þarna“. — „Er það mögulegt?“ sagði Árni og leit yfir öxlina á Pjetri. „Jú sveimjer ef hann kemur ekki hingað“. Níels Þorgeirsson stóð á veginum fyrir neðan, stakk upp í sig fingri og glápti upp í glugg- ana á Bjarnarstöðum. En alt í einu tók hann rögg á sig og gekk heim að bænum. Rjett á eftir var barið að dyr,- um. — „Kom inn“, kallaði Árni og inn gekk Níels Þor- geirsson og hneigði sig í allar áttir. „Góðan daginn, góðan dag“, sagði hann. „Jeg heyrði að það var eitthvað um að vera hjer inni, svo jeg varð að sjá hvað það væri, og svo varð jeg líka að heilsa upp á gamla kunningja, úr því jeg var kominn svona heim- undir“. Og Níels heilsaði Árna og Katrínu með handa- bandi. „Hjer er sveimjer gestkvæmt í dag“, sagði hann og leit í kringum sig. „Það er þó líklega ekki satt, að hjer sje drukkið festaröl, en það hefi jeg hlerað, Árni?“ „Jú, ekki er það ómögulegt“, kvað Árni og hló við, „en ‘/IDb^T n-in ,«9, [> p. AmJUL) jeg rifi buxurnar mínar eða sem jeg mátti til með að nota fótbrotnaði? Mamma: - Það væri auðvit- að verra að þú fótbrotnaðir. Friðrik: — Jæja, þá var jeg heppinn. Jeg var nefnilega að klifra upp í trje áðan, datt nið- ur og reif buxurnar mínar, en jeg fótbrotnaði ekki, mamma mín. ★ áður en þeir verða ónýtir, því að eftir nýár hafa þeir ekkert gildi og því ómögulegt að selja þá. 'k Fyrir nokkrum árum birtist eftirfarandi dánarfregn í ame- rísku blaði: Fyrsta desember ljest Tom Jenkins, hárgerðarmeistari, í hinni fullu hattabúð sinni nr. 3 við Broadstreet. Hann var mikilsmetinn af öllum, sem hon um kyntust og versluðu við hann. Ágætur prívatmaður og ódýr og duglegur hattagerðar- maður. Viðurkendur dugnaðar- maður og Panamahattarnir hans kostuðu aðeins 4 dali. Hann lætur eftir sjer ekkju, sem grætur burtför hans og fulla búð af ágætis höttum, sem seljast með niðursettu verði. Hann var á besta aldri, og rjett áður en hann Ijetst, hafði hann keypt ósköpin öll af hattaefnum svo ódýrt, að ekkjan getur fram vegis selt hatta ódýrari en sæþ fyrSf þú iætur höggva gat djöfsa og hleýpir skotunum úr nokkur hattasali í borginni. Ættingjar hans halda verslun- inni áfram. ★ Friðrik litli: — Ef jeg færi að klifra upp í trje og dytti niður, hvort væri þá betra, að Skömmu eftir að púðrið var fundið upp, var djöfullinn á gangi út í skógi og mætir manni, sem var á dýraveiðum Dómarinn:—Hefir þjer ver-' með tvíhleypta byssu. Hann ið refsað áður? segir við veiðimanninn: Óli: — Já, fyrir 10 árum var J „Hvað hefirðu sjaldsjeð jeg sektaður um 20 krónur fyrir þarna, maður minn?“ það, að jeg fór í bað, þar sem það var ekki leyfilegt. Dómarinn: — En síðan? Óli: — Nei, jeg hefi ekki bað- að mig síðan. ★ Bóndinn: — Þú ert ekki kul- Veiðimaðurinn: — „Það er tóbakspontan mín. . Djöfsk „Þú getur þá gefið mjer í nefið“. ,,Það er velkomið11, sagði veiðimaðurinn um leið og hann setur byssuna up að nefinu á á ísinn til þess að komast nið- báðum hlaupunum í nasir karls. ur um, svo að þú getir baðað j Djöfsa var ekki annað meint þig. Þykir þjer þetta vera þægkvið það, en hann fjekk hnerra, legt? Nirfillinn: — Nei, það er en segir síðan: „Það er annars skrambi fjarska óþægilegt, en jeg átti sterkt, tóbakið í pontunni þinni, eftir þrjá baðmiða frá sumrinu, (maður minn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.