Morgunblaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.03.1944, Blaðsíða 12
Föstudag-or 24. mars 1944. t . Burmavísstöðvarnar D Á KOSTIN hjer að ofan sjást Burmavígstöðvarnar og löndin umhverfis. — Það er nærri Impal, sem Japanar eru komnir yfir Iandamæri Indlands og hörðustu bardagarnir eru háðir. — Einnig er barist í Chind-hæðunum, og sunnar nærri Akyab. Biskuþ íslands sæmd ur doktorsnaínbót 12 tjðnaðarmenii á Ak- sireyri mólmæla skipakaupum erlendls Frá frjettaritara vorum á Akureyri. Á AÐALFUNDI Iðnaðar- mannafjelags Akureyrar s.l. sunnudag var svohljóðandi á- lyktun samþykt: „Aðalfundur Iðnaðarmanna- j fjeíags Akureyrar haldinn 18. mars 1944, lítur svo á, að svo einhliða ráðstafanir sem þær, j er ríkisvaldið hefir nú gert til r.kipakaupa erlendis, muni, ef framkvæmdar verða, svo sem nú horfir, án nægilegs tillits til íslensks iðnaðar og atvinnulifs, léiða af sjer mjög alv'arlegan hnekki fyrír skipasmiðaiðnað landsmanna. Mótmælir fund- urinn því eindregið þeirri stefnu, að varið verði stórfje úr ríkissjóði til styrktar slík- wa skipakaupum til samkepni við íslenskar skipasmíðastöðv- ar. Skorar fundurinn því á rík- isstjórn og Alþingí að opinber- or ráðstafanir verði gerðar til styrktar innlendum skípasmíða iðnaði, svo að hann eigi falli niður á yfirstandandi erfið- leikatímum, svo sem með: 1) eftiigjöf á tollum af efnivöru, 2) lækkun farmgjalda. 3) verðjöfnun á þeim skipum, sem nú er samið um kaup á erlend- i.3 og hinum. sem hægt væri að •’yggja innanlands“. Stjórn Iðnaðarmannafjelags- •irvs skipa: Indriði Helgason, formaður, Stefár. Árnason. .gjaMkeri og Vigfús Friðriksson ritari. Æ gir bjargar skipi á Fossfjöru í FYRRADAG tókst varð- skipinu Ægi að bjarga einu tímna þriggja erlendu skipa, et strönduðu á Fossfjöru. Þess var getið hjer í blaðinu á sínum tíma. að tveir menn hefðu farið austur, á vegum Skipaútgerðar ríkisins, til að undirbúa björgunina. Það voru þeir Jón Jónsson, stýrimaður á Ægi og Ólafur Sigurðsson vjel- stjóri, einnig á Ægi. — Hafa téir siðan unnið óslitið að t jörgun skipanna, en er þeim undivbúningi vafr lokið, kom varðskipið Ægir austur. Tókst Ægi í fyrradag að ná einu skip- anna út og dró hann það til Vestmannáeyja. Talið er vonlaust, að bjarga megi hinum, að minsta kosti öðru, en hitt er mikið sokkið í f.and, og verða ekki gerðar frek ari tilraunir til þess að bjarga þvi að sinni, en stundum kem- ur það fyrir þar eystra, að sand urínn grefst frá skipunum aft- ur, eða þau hverfa algerlega í ear.dinn. Breíar missa herskip. London í gærkveldi: — Breska ílotamálaráðuneytið tilkynnir, að freigátan Gould hafi farist af óvinavöldum fyrir nokkru. Ekki er getið um afdrif 'skip- verjanna. — Reuter. San Francisco, 18. mars. HÁSKÓLI Norður-Dakota mun sæma biskup íslands heið- ursdoktorsnafnbót á sjerstakri samkomu, sem haldin verður til heiðurs honum j háskóla- bænum Grand Forks í Norður- Dakota. Rektor háskólans. John G. West, Richard Beck og fleiri embættismenn háskóla þessa buðu biskupnum að taka á móti heiðri þessum í símskeyti, sem Ihingað barst í morgun. Bent I var á, að sjerstaklega vel færi á því að heiðra fulllrúa Islands á þenna hátt, af háskólanum í Norður-Dakota, þar sem í N.- Dakota fjdki eru fleiri borgar- ar af íslenskum ættum en í nokkru öðru fylki Bandaríkj- anna. Heimsókn biskupsins hjer í San Francisco er enn viðburða rík. I morgun heimsótti hann skipasmíðastöð Henry Kaisers, þar sem 44 skipum var hleypt af stokkunum i síðastliðnum Skolið á slöðvar Japana Bombay i gærkveldi. TILKYNT var í dag, að all- hörð viðureign hefði orðið milli breskra herskipa og strand- virkja Japana í Suður-Burma. Var stormur mikill og óhægt um bardaga, en herskipin gátu samt þaggað' niður í tveim strandvirkjum Japana. Jap- anskar flugvjelar komu á vett-1 vang, en urðu ekki að grandi. • — Reuter. mánuði. Var honum ekið i stjórnarbifreið um skipasmíða- stöðina, en í fylgd með honum voru sr. S. O. Thorlakson og frú hans og Kristján Guðnason. Síðan var hann heiðursgest- ur við hádegisverðarboð, sem Prestafjel. lútersku kirknanna hjelt. Var hann þar kyntur fyr- ir bróður eins hinna góðu am- erísku vina sinna á Islandi. Síð ar um daginn var haldið hóf, biskupi til heiðurs, af Karl Block biskupi. Dansleikur Heim- dallar að Hótel Borg ÁRSHÁTlÐ Ileimdallar, er fram átti að fara n. k. laug- ardagskvöld fellur niður vegna óviðráðanlegra orsaka. Ilinsvegar efnir íjelagið til almenns dansleiks að llótel Borg þetta sama kvöld og hefst hann ki. 10 e. h. Að- göngumiðar að þessum dans- leik verða seldir í skrifstof- um Sjálfstæðisílokksins eftir kl. 4 e. h. í dag og allan dag- inn á morgun. Sjálfstæðis- menn ættu þó að tryggja sjer miða í’dag í sítna 23‘J9. STOKKHÓLMI: ÞEGAR sprengjum var varp að hjer á borgina fyrir skemstu, hrundi Erikdals-leikhúsið að mestu og þúsundir glugga- rúðna brotnuðu. Ekki voru þó sprengjurnar stórar, en þeim var varpað með svo litlu milli- bili, að loftþrýstingurinn varð mjög mikill. Mörg hundruð flugvjela réðasl á Frankfurl London í gærkveldi. BRESKI flugherinn sendi fjölda sprengjuflugvjela til Þýskalands í nótt sem leið, lík- lega um 1000 vjelar alls. Rjeðst meginþorri þeirra á borg ina Frankfurt am Main, sem hefir orðið fyrir mörgum stór- árásum áður, og komu þar upp miklir eldar. Eftir að hinar stóru sprengjuflugvjelar voru farnar, komu Mosquitoflugvjel ar og vörpuðu 4000 punda sprengjum niður í eldhafið. — Skýjað loft var, en loftvarna- skothríð Þjóðverja öflug og einnig orustuflugvjelar á sveimi. Bretar mistu alls 33 sprengjuflugvjelar, að eigin sögn. Þjóðverjar kveðast hafa skotið niður 55. Segja þeir tjón hafa orðið mikið í Frankfurt. — Reuter. Sama þófið í Cassino London í gærkvöldi. HERMENN fimta hersins í Cassino mæta enn hinni hörð- ustu mótspyrnu af hálfu fall- hlífahermanna og skriðdreka- liða Þjóðvei'ja. Hafa þeir aftur náð rústum aðalgistihússins og verjast heiftarlega í þeim. Eru bardagar enn mestir i námunda við þær. — Bandamenn reyna að sækja upp musterishæðma, en gengur seint, þar sem Þjóð- verjar hafa hert fallbyssuskot- hríð sína að mun. Tvö áhlaup gerðu Þjóðverj- ar á hæðir, sem Frakkar hafa á valdi sínu. Var báðum hrund ið. — 91 fjölskylda í bráðabirgða- hiísnæði FRÁ Húsaleigunefnd hefir blaðinu borlst eftirfarandi: Ámeríska herstjórnin hefir veriS húsaleigunefnd í Rvík mjög hjálpleg við að bæta úr þeim gífurlegu húsnæðisvand- ræðum, sem steðjað hafa áð í- búum þessa bæjar að undan- förnu, og það endurgjaldslaust að svo komnu. Má þakka þann árangur, sem náðst hefir á þessu sviði, aðal- lega Major General William S. Key, yfirmanns ameríska hers- ins á íslandi svo og Colonel Howard W. Turner, forseta her foringjaráðsins og yfirmanna 1 verðfræðingadeildar ameríska hersins hjer, þeirra Colonel Al- bert E. Henderson og hans manna. Bráðabirgðahúsnæði þessu hefir verið úthlutað fólki, sem ýmist vofði útburður yfir höfð inu á eða þá því, sem algerlega var vegalaust, en enn þá hefir ekki verið hægt að sinna ósk- um þeirra, sem eitthvert þak höfðu yfir höfuðið, hversu lje- legt sem það reyndist vera. Þá hefir einnig verið reynt að fækka í þeim húsakynnum, er voru óhæfilega þröng, enda þar oft samankomnar 2,3 og alt upp í 4 fjölskyldur í 1, 2 og í mesta lagi 3 herbergjum. Bráðabirgðahúsnæði þetta hefir verið úthlutað 91 fjöl- skyldu og auk þess 12 einhleyp ingum. Að höfðatölu munu nú búa í bráðabirgðahúsnæði eða vera um það bil að flytja inn í það, alls 383 manns, þar af 209 fullorðnir (yfir 16 ára að aldri), 158 börn (undir 16 ára aldri) og 4 gamalmenn (yfir 60) og svo að auki hinir 12 ein- hleypu, sem taldir eru hjer að framan. i í bráðabirgðahúsnæði þetta hefir verið leitt rafmagn, bæði til ljósa og eldamensku, vatn Itil sameiginlegra afnota fyrir nokkrar fjölskyldur í hóp og salerni hafa verið bygð úti til sameiginlegra afnota fyrir í mesta lagi 2 fjölskyldur hvert, en í flestum tilfellum sjer-sal- erni fyrir hverja fjölskyldu. —• Leigugjalds hefir að svo komnu ekki verið krafist fyrir íbúðar- afnot þessa bráðabirgðahús- næðis. Þegar hefir verið búið í nokkru af þessu bráðabirgða- húsnæði um missirisskeið. Maður hverfur a! es Fjaliíoss SKIPVERJI á e.s. Fjallfossi hvarf í síðustu utanför "Skips- ins. Þetta var Guðmundur Mar- teinsson kyndari. Hvarf hann að öllum líkindum milli kl. 6.30 og 7 á laugardagskvöldið 18. mars; var skipið þá statt í hafi. Guðmundur var búsettur hjer í bæ, Grettisgötu 47, læt- ur hann eftir sig konu og tvö börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.