Morgunblaðið - 26.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.03.1944, Blaðsíða 5
Kunnudag'ur 26. mars 1944. M 0 R G U N B L A Ð I Ð 5 75 ára ión Steingrímsson, Guðmundur á Miðfelli SÍÐASTA alaarfjórðung hef- ir hann búið að Miðfelli i Þing- vallasveit. Guðmundur er fæddur að Ingunnarstöðum í Kjós, sonur merkishjónanna Jóns Ottesen og Sigurlaugar Pjetursdóttur f. Hjaltested. Báðar eru ættir þessar kunnar. Guðmundur hóf búskap að Ingunnarstöðum tvítugur. Þessa minnist hann nú, því í ár eiga þau Miðfellshjónin 55 ára bú og hjúskaparafmæli. Kona Guðmundar er Asa Þorkelsdótt ír frá Þyrli, góð kona og göf- ug. Til ársins 1919 bjuggu þau í Kjósinni, lengst í Skorhaga, að undanteknum nokkrum ár- um að Galtarholti í Skilmanna hreppi. Onn dagsins hefir jafnan beint huga Miðfellshjónanna mót komandi degi. Barnahópur- inn var stór —- sextán. Eitt mistu þau í æsku, en tvo syni fullorðna, annan tuttugu og tveggja ára, hinn þrjátíu og eins árs gamlan. Hógværð þeirra hjóna og yfirvegun í þungri sorg, beinir huganum til St. G. St. og orða hans við eigin sonar- missi: „Og hægra er við skeð að sætta sig, ef sitja ei hræðsla og refsing öllum megin“. Stór hópur ágætra kvenna og karla, böm þeirra þrettán að tölu, bera þeim best vitni um þetta sem annað. Einhverju sinni ljet jeg i Ijós undrun mína og aðdáun á æfi- starfi Guðmundar, lífsorku og fórnfýsi. Þá svaraði hann: „Jeg reyndi að sjá til þess að börnin hefðu nægan hollan og góðan mat, þau voru líka hraust. Ann- ars var jeg oft í ferðalögum og braski, jeg mátti til að bjarga mjer eins og best gekk. Ása sá um heimilið og börnin, henni sje heiður og þökk“. Rúnir lífsins skráðar skýrum stöfum í andlit Miðfellsbóndans tala hreinu máli drengskapar og sleitulausrar elju. „Jeg hefi altaf átt góða hesta. Hafi eitt- hvað amað að mjer, hefi jeg söðlað klárinn og orðið við það albata“. Reynsla Guðmundar styður orð skáldsins: „Það finst ekki mein sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast ei lund se mei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök . . . . “ Guðmundur á Miðfelli er glaður og reifur. Unnin afrek á langri, viðburðarrikri æfi hafa aukið bjartsýni hans. Á síðasta ári hóf hann miklar fram- jkvæmdir til aukningar grónu landi. „Einhver nýtur þess“, segir Guðmundur. Ástæða er til að ætla.að framanaf æfinni hafi þessar framkvæmdir orðið að lúta í lægra haldi, en nú leyfa ástæður honum þær. í dag heimsækja ættingjar og vinir afmælisbarnið að Miðfelli. Langtum fleiri beina þangað hugarskeytum. Nú, og ávalt er íslendingum holt að huga að þeim, er valið hafa að áttavita, sjálfstæða hugsun, sem vísar allri kúgun á bug. í ljósi þeirrar lífsskoð- unar hyllir undir bjartari og betri framtíð. Guðmundi Jónssyni Ottesen á Miðfelli, 75 ára, árnum við allra heilla. Hann lítúr nú yfir farinn veg og segir: „Jeg er bóndi, alt mitt á undir sól og regni“. H. H. JON STEINGRIMSSON, Stein holti, Eskifirði varð 30 ára 1. febrúar s. 1. Hann er fæddur að Heiðarseli á Síðu í V.-Skaftafellssýslu ár- ið 1864. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Eiríksdóttir og Steingrímur Jónsson. — Jón ólst upp með þeim þeim til 18 ára aldurs að undanskildu einu ári, sem hann vann hjá vanda- lausum. Vorið 1882 íluttist Jón hingað austur að Svínaskála. við Reyðarfjörð, þar sem hann dvaldi svo næstu 7 ár— eða þar til hann kvæntist 1889 Kristínu. dóttur Svinadalshjón- anna, Guðbjargar Jónsdóttur og Jónasar Símonarsonar. Var hún elst 17 barna þeirra hjóna. Kristín og Jón byrjuðu búskap að Hólum í Norðfirði, en flutt- ust aftur að Svínaskála eftir 2ja ára búskap að Hólum. Var það vegna beiðni föður Kristín ar. Um sama leyti andaðist Jón as og næstu ár vann Jón hjá tengdamóður sinni. Var hann og sjerstaklega hneigður fyrir landbúnaðarstörf, enda kunnu tengdaforeldrar hans að meta störf hans. Nokkrum árum síð- ar fluttu ungu hjónin svo til Eskifjarðar og hjer hefir Jón dvalíð síðan, lengst af í Stein- holti. Hann misti konu sína 1930. Hafði hún verið veil til heilsu nokkur síðustu árin. Frú Kristín bg Jón Steingrímsson eignuðust 2 börn, sem þau mistu ung. En 5 börn ólu þau upp og reyndust sem sínum eigin. Lilju og Gunnþóru mistu þau með stuttu millibili um fermíngaraldur. — Var það mjög þungt áfall fyrir hin barn munu hafa verið um gigjju hjón. — Nú býr Jón með tveimur fósturbörnum sínum frú Nukulínu, ekkju Þorbergs Kristjánssonar, og Baldri ó- giftum. Jónas — yngsta fóstur- barnið — er nú í siglingum. Jón Steingrímsson hefir verið hraustur maður með afbrigð- um. Hann hefir unnið mikið og unnið vel. Sjaldan hefir honum fallið verk úr hendi meðan sjón in entist. Síðustu 4 árin hefir hann lifað í myrkri og er heils- an nú farinn að bila. Samt hef- ir hann reynt að hjálpa til við þau verk sem hann hefir get- að. Hann fylgist vel með öllum málefnum þjóðarinnar sem á dagskrá eru. — Þvi miður get jeg ekki sagt neitt um ætt Jóns, er ekki nægilega kunnug þeirri sögu — en það veit jeg þó, að hann er móðurbróðir Erlings Karitas Hafliðadótt- ir Frá frjettaritara vor- um á ísafirði. KARITAS HAFLIÐADÓTT IR, barnakennari, varð áttræð 24. þ.m. Hún hefir haldið skóla og annast kenslu rúmlega hálfa öld og stundar enn. Nemendur hennar 1400. Karitas nýtur almenns rausts og virðingar. — Bárust henni fjöldi skeyta og vina- gjafa. Kvenfjelagið Hlíf, sendi sjerstaka heiðursgjöf. — Var Karitas ein af stofnendum fje- lagsins og hefir tekið talsverð- an þátt í störfum þess. Friettir frá í. S. I. Staðfest met: Sambandið hefir staðfest met, er Sundfjelagið Ægir setti 9. febr. s.l. í boðsundi 8X 50 m. skriðsundi karla á 3 min. 58,2 sek. IVflinningarorð um Björn Pálsson Læknisvottorð íþróttamanna: Samkvæmt brjefi frá íþrótta lækni í. S. í. Óskari Þórðar- syni, gilda læknisvottorð í þrjá mánuði. Áður hefir verið gefin , irlögregluþjóns í Reykjavík út tilskipun um að allir, sem Þeira systkina, sem margif keppa í íþróttum. verði að hafa kannast við syðra. Fyrir hönd barna hans vil jeg árna honum allra heilla á þess um merkistímamótum. með þakklæti fyrir alla hans ást og umhyggju þeim til handa. Fyr- ir mína hönd óska jeg þjer als góðs með þakklæti fyrir hlýju 1 læknisvottorð. - Sýniitg iéns Þor- hsonar. Framh. af bls. 2. legri móðu og i „Súlum“ (nr. 79), kemur dýpt íjarvíddar- innar óvenju veL fram, þar sem kaldblá fjöllin í baksýn rísa upp af heitum forgrunni. Aðsókn að sýningunni hefir verið mjög mikil, og er þess að vænta að svo verði enn, þá fáu daga sem eftir eru. Jóhann Briem. og trygð við mig og mína. S. Á. Gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræt) 4. BJÖRN PÁLSSON gullsmið- ur dó þann 21. þ. m. hjer i Reykjavík hjá börnum sínum, hann var kominn nær níræðu, fæddur 31. des. 1854 á Eyjólfs- stöðum á Völlum. Lengst af æfi sinnar dvaldi Björn á Norð- austurlandi. Þar kannaðist hvert mannsbarn við hann, því hann smiðaði svo marga fallega gripi, sem munu lengi halda nafni hans á lofti. Enginn þótt- ist maður með mönnum á hest- baki, ef hann hafði ekki silfur- búna svipu eftir Björn Páls- son. Konurnar töldu skeiðar frá hans hendi sitt fegursta borðskraut og ungmeyjar fengu hjá honum armbönd og nælur til að skreyta sig með. Það þótti full trygging fyrir því, að smíðisgripur væri vel af hendi leystur, ef merki Björns Páls- sonar var á honum.. því hann var samviskusamur og listfeng ur með afbrigðum. Björn ólst upp hjá síra Vig- fúsi Sigurðssyni á Sauðanesi, sem var föðurbróðir hans. Vildi prestur setja frænda sinn til menta, en hugur hans stefndi ekki í þá átt. Þá hann var unglingur, brá hann sjer eitt sinn suður á Hjerað að finna föður sinn, sem fjekst við silfursmíði, sá hann smiða úr járni og silfri og steypa kopar. Varð Björn hugfanginn af þessu og fjekk sjer tilsögn einn mán- uð hjá Marteini gúllsmið Jóns- syni, föður síra Runólfs Mar- teinssonar í Winnipeg. Fjekst Björn nú eitthvað við þessar smíðar í nokkur ár, en til að fullkomna sig sigldi hann til Kaupmannahafnar haustið 1880, lærði þar einn vetur hjá Lindgren nokkrum gullsmið, sem vildi kenna honum til fullnustu og láta hann setjast að í Kaupmannahöfn, en síra \ Vigfús, fóstri hans, skrifaði honum og bað hann koma heim og stjórna búi fyrir sig, því hann var þá farinn að eld- ast. Fór þá Björn heima í S^riðanes og stjórnaði þar búi, þangað til síra Vigfús dó 1889, fluttist þá með konu sinni og tveimur ungum sonum að Búa- stöðum í Vopnafirði. Kona hans Margrjet var systir Ragn- hildar konu Páls Ólafssonar; voru þær kvenkostir góðir, dætur Björns stúdents Skúla- sonar á Eyjólfsstöðum á Völl- um. Þau Margrjet og Björn voru systkinabörn. Árið 1893 fluttu þau til Ameríku, höfðu þá nýlega mist annan drenginn sinn, en hinn sýktist og dó á leiðinni vestur. Tók Björn sjer þetta svo nærri, að hann mun naumast hafa beðið þess bætur. I Ameriku festi hann ekki yndi og fluttu þau sig heim eftir eitt ár. Dvöldu þau fyrst.eitt ár í Nesi í Loðmundarfirði hjá Páli Ó- lafssyni, en fluttu svo að Vak- ursstöðum í Vopnafirði. Tvær dætur áttu þau hjónin. dó önn- ur þeirra uppkomin, en hin. Lára Guðrún að nafni, dvelur í Ameríku. veig Nikulásardóttir Jafetsson- ar gullsmiðs Einarssonar. Jafet var bróðir Ingibjargar, konu Jóns Sigurðssonar forseta, en bróðir frú Rannveigar var Karl Nikulásson konsúll. sem er dá- inn hjer fyrir fáum dögum. Þau Björn og Rannveig bjuggu á Vakursstöðum þang- að til þau keyptu Refsstað í sömu sveit og bjuggu þar í tuttugu ár; voru þau hjón mjög vinsæl og söknuðu Vopnfirð- ingar þeirra, er þau fluttu burtu úr sveitinni. Hafði Bjöm þá mist sjón að mestu og var orðinn lasburða. Fluttu þau fyrst til dóttur sinnar Mar- grjetar, sem er gift Kára Tryggvasyni í Víðikeri í Bárð- ardgl, en síðan til Reykjavíkur til Gunnars húsasmiðs, sonar síns. sem er giftur Margrjetu Björnsdóttur. Þriðja barn þeirra er Karl gullsmiður, gift- ur Júliönu Jensdóttur. Björn sál. var viðkvæmur og geðrikur, góður vinur vina sinna og hinn vandaðasti í hví- vetna. I. G. - Vinur De Gaulles Prú Margfjet dó 1901. Tveim ur árum síðar kvongaðist Bjöm aftur. Síðari konan-er-R-ann-' Það er álitin vera aðalástæðan fyrir misklíð þeirri, er varð milli Girauds og De Gaulles, að De Gaulle lagði mikia áherslu á það, að maðurinn, sem myndin hjer að ofan sýnir, yrði hermála- fulltrúi þjóðfrelsisnefndarinnar frönsku, en Giraud mun ekki hafa viljað það. Maðurinn er Le Gentilhomme hershöfðingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.