Morgunblaðið - 26.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.1944, Blaðsíða 8
8 MO'EGBNBLAÐIÐ Sunnudágur 26. iftars 1944. AF SJÖNARHÚLI SVEITAMANNS — Austurleiðin í RITST J ÓRNARGREIN ’ Morgunblaðsins 10. mars s. 1. istanda þessi orð: „Styíkasta stoðin undir lýðveldinu er ein- íihuga þjóð. Þjóð, sem sýnir í verki, að hún vill vera frjáls“. Þetta eru orð að sönnu. En hvernig eigum við að sýna það í verki að við viljum vera frjáls og eigum það skilið? Mjer finst það ekki vera nóg, að 90— 100% af þjóðinni gjaldi já- 1 kvæðí við þeim spurningum, sem fyrir hana verða lagðar 20. maí 1 vor. Sú atkvæða- greiðsla getur bara verið vara- játning, án þess að við sýnum það í verki að við viljum eitt- hvað til frelsisins vinna. ★ JEG HEFI TALSVERT um það hugsað, hvað við ættum að færa landinu í minningargjöf nú, er það endurheimtir aftur frelsi sitt, og jeg hefi ekki kom ið auga á neitt betra heldur en það, sem Jónas Jónsson hefir stungíð upp á, og það er að borga upp allar ríkisskuldirnar. Skuldugur maður er aldrei frjáls, hefir verið sagt, og al- veg eins er með heilar þjóðir. í raun og veru er fullveldið æði valt og ótrygt meðan við verð- um að rogast með nökkúrra tuga miljóna skuldabagga, sem við getum ekkert ljett í þeim mestu veltuárum, sem yfir land ið hafa komið. Starfsorka þjóð- arinnar, auður sjávarins, nátt- úrugæði landsins, — alt er þetta veðbundið okkar lánar- drottnum, og mjer finst við ekki vera frjáls fyrr en við höfum leyst þessi bönd af þjóðinni og landinu. 'k ÞAÐ VÆRI DJARFLEGT á- tak og drengilegt, að greiða all- ar þær ríkisskuldir upp á einu ári, sem safnast hafa á undan- förnum áratugum. Jeg er í eng- um vafa um að þetta er hægt, ef við bara viljum, — viljum eitthvað á okkur leggja til að sýna að við éigum fullveldið og frelsið skilið. Jeg er satt að segja alveg hissa á, hve daufar undirtektir þessi tillaga Jónasar hefir fengið. Mjer finst að þjóðin öll hefði átt að taka henni með reglulegri hrifningu, því jeg trúi varla öðru en að xx>ooooooooooooo Eftir Gáin >000000000000000 svo margir skilamenn sjeu enn til með þjóðinni, að þeim finn- ist skuldabyrðin æði ógæfuvæn leg fylgja út á fullveldisbraut- ina. ★ ALLIR FORSJÁLIR atvinnu- rekendur, bæði til lands og sjáv ar, hafa varið stríðsgróðanum svonefnda til að greiða skuldir sínar, og stórframleiðendur hafa þegar safnað miklu fje. Einhverjum hluta þeirra fjár- muna verður áreiðanlega ekki betur varið heldur en til að borga hinar sameiginlegu skuld ir allra landsmanna. Einhvern- tíma kemur að skuldadögunum og hversvegna á ekki nú að nota þetta hentuga tækifæri? ★ VONA JEG AÐ Tíminn og Egill Thor, geti af þessu sjeð, að ekki vil jeg alveg hlífa „þeim stóru“ við öllum útgjöld um, enda þótt jeg hafi stungið upp á því, að bændur reyndu að stoppa dýrtíðarskrúfuna með því að byrja að lækka vöru verðið og þar með vísitöluna. I „Bóndanum“ 3. mars birtist grein eftir E. Th. undir þess- ari smekklegu fyrirsögn: „Hest arnir eru ennþá þversum á veg- inum“. Er hann þar uppbelgdur af vandlætingu yfir því, að jeg hefi gert nokkuð hærri kröfur til bænda heldur en hinna á- byrgðarlausu forsprakka laun- þeganna, sem altaf eru fremst- ir í dýrtiðarkapphlaupinu. Nú vil jeg minna Egil á, að hann hefir fyrir sína hönd gert langt um harðari kröfur til bænda heldur en jeg gerði í grein minni. Á þeim árum, sem bænd ur á Suðurlandi fengu einar 7 kr. — segi og skrifa sjö krónur — fyrir „láglendisdilkinn", ljet hann bændur í Kaupfjelagi Arnesinga byggja yfir sig sjö- tíu þúsund króna „villu“ í Sig- túnum. Hún hefir því kostað þá, hvorki meira nje minna en tíu þúsund dilka. Þetta gerði Egill á sama tíma og ýmsir aðr ir kaupfjelagsstjórar lækkuðu laun sín, þegar illa áraði fyrir fjelagsmenn, eins og t. d. þeir Björn á Kópaskeri og Sigurjón í Vík. ★ I 8. ARG. tímarits samvinnu- fjelaganna, skrifaði Jónas Jóns- son langa grein um starfsmenn kaupfjelaganna. Á. bls. 136 kemst hann þannig að orði: „Fyrsta meginregla samvinnu- fjelaga í starfsmannavalinu á því að vera sú, að taka aldrei kaupmenn fyrir starfsmenn. Þeir hafa annarlegan anda, aðrar venjur, ennan liugs- unarhátt". Eins og fyrver- andi sýslumaður Árnesinga mun minnast, rak E. Th. ýmiskonar verslun í Sigtúnum áður en hann gerðist forstjóri í Kaupfjelagi Árnesinga. Svo er að heyra á Tímanum, sem hon- um finnist þessi Jónasar-regla þegar vera farinn að sannast á Agli Thor, enda þótt honum hafi fram að þessu verið hátt hampað í þeim herbúðum, og best gæti jeg trúað því, að sam- vinnumenn í Árnesþingi yrðu enn frekar en orðið er, varir við hinn „annarlega anda“ áð- ur en skiptum þeirra og Egils er að fullu lokið. ★ SKAL JEG EKKI hafa þessi orð til Egils fleiri að sinni, en vera kann að jeg þurfi að senda honum línu síðar, því hann er nú einn aðalritdólgurinn í Bóndanum ásamt Bjarna á Laugarvatni og Jónasi. Leitt þykir mjer að sjá Ingólf á Hellu í því ,,komponíi“, og ekki trúi jeg öðru, en Skaftfellingar kunni því illa, ef þeirra ágæta yfirvald og ötuli málsvari fer að ganga í fjelag við þessháttar fólk. Og þegar jeg sje, að Helgi frá Kirkjubæjarklaustri er orð- inn útgefandi og kostnaðarmað ur að skrifum Gísla Sveinsson- ar, þá tek jeg undir með Tím- anum og segi: „Ja, mikil er nú breytingin“. ^nnniiniimuiniiiiiiiiiinniiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin B. P. Kalman j§ hæstarjettarmálafl.m. = 1 Hamarshúsinu 5. hæð, vest j§ 5 ur-dyr. — Sími 1695. |j iiiiiiiiiimiiiimiiMiiiiiiiiiiiiiiiimmmimiiiiiiimimm Framh, af bls. 4. 20 m. hækkun þar als (hjá kletti að vestan verðu), umfram venjulegan veg. Þaðan tæki vegurinn suðlægari stefnu, eft- ir melum (nokkuð langt fyrir austan háa hermannastöng, um eystri hlutann í næsta her- mannaþorpi og áfram til næsta þorps, eða lítið ofar á gamla Þingvallaveginn (3—4 km.). Hefir hann verið hækkaður og breikkaður, svo nota mætti hann og veginn frá Geithálsi, í viðlögum 1—2 vetur, ef ekki væri hægt að ráðast í meira f einu, þó að vísu sje þar snar- krókur. Síðar yrði svo haldið áfram veginum í sömu stefnu, niður fyrir Rauðavatn, á veginn útnorðan við holtið þarna. Vegurinn þaðan að Elliðaá, hefir verið bættur svo mikið, að ekki er ástæða til um sinn, að gera þar hærri veg samhliða. Síðastnefndi spottinn mun nema 5—6 km, og allur kafl- inn umtalaði 17—19 km, eða 12—13 km. til bráðabirgða. — Eigi mundi öllum vaxa í aug- um slikur spotti, á Krísuvíkur leið. Núverandi vegur niður frá Svínahrauni yrði notaður sum- ar og vetur þegar fært væri, meðan sá nýi væri á döfinni. En að honum fullgerðum, þyrfti ekki lengur neitt viðhald vegarins, sem nú er úr Svína- hrauni að* Lækjarbotnum. Og nýi vegurinn ætti allur — hvar sem hann verður — að vera svo vandaður, sem best má verða, úr grjóti einu og steinsteypu, með tímanum, svo smámsaman gæti sparast miljóna viðhalds- kostnaður vegar og bíla. Varast ætti því allan miður nuaðsyn- legan kostnað og kák við gömlu vegina (og nýju), sem aldrei geta orðið öruggir til vetrarferða. En hvað sem þessum hjer umtalaða vegarkafla líður, þá ættu allir hlutaðeigendur að óska þess, að þegar í sumar verði gerður nýr vegur (10—11 km.) yfir Hellisheiði og niður í Svínahraun. Þegar vegur sá verður full- gerður á þeim stöðum og á þann hátt sem margoft er búið að benda á, þá er næsta ólíklegt að þar verði nokkurntima ófært af snjó eða óryðjandi með hægu móti, meðan leiðir geta haldíst opnar niður frá Svínahrauni eða austur í Ölfusi, á núverandi vegum þar. Á þeim nýja Hellisheiðarvegi bljesi þá best af í mestu byljum, sem dyngdu snjónum í skafla í lægðir og á láglendi. Þennan einfalda sannleika og' óbrygðulu reynslu, virðist mik- ill fjöldi manna eiga bágt með að skilja, þó undarlegt sje. Jafnvel núna í snjóleysinu (fyr ir miðjan mars), má fá nokkra sönnun í þessa átt og um það, hversu vel er settur núverandi vegur á Hellisheiði, fyrir vetr- araksturinn. Tveir skíðamenn og ágætir ferðagarpar hafa orð að það eins við mig sinn í hvort sinn: „Á Hellisheiði er hvergi snjór nema á veginum“. V. G. - Kirfcjan Framhald af 6. síðu. ar sönnu kirkju er og yerður sáningarstarfið. Þess er með rjettu krafist af henni að hún greiði fram úr þjóðfjelags- vandamálunum.. Því má hún ekki bregðast, ef framtíð henn- ar á að verða borgið. Að því eigum vjer að vinna, hver eftir sínum mætti og getu, svo að upp megi spretta fagur gróður, er verði bæði sjálfum oss og öðrum til blessunar. ★ Þegar náttúran senn vaknar og jörðin íklæðist sínu fegursta skrúði, eiga þeir, sem til kirkna greiða, heimtingu á, að kirkjan, eins og aðrar stofnanir þjóð- fjelagsins, megi skrýðast hið ytra og innra, þeim búningi, er henni sje samboðin og beri þann ig svip af hinni fríðu íslensku jörð undir fótum vorum eins og' hún birtist oss fegurst á sól- björtum sumardegi — og rísi þannig upp til nýs lífs. Ragnar Benediktsson prestur í Hruna. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefft- viðskiftanna. Sími 1710. X - 9 (OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOooooo Eftir Robert Storm ooooooooooooooooooooooooooofc Bílstjórinn: — Hver er það? Karlmaður? Nei, jeg er aðeins með nokkrar stúlkur úr skóla Miss Dolly’s. Tf t -• \ :-j. '■ . ; l Annar lögregluþjónninn lítur írin í öílinn og sjer ekkert grunsamlegt. Lögregluþjónn: — Alt í lagi, bílstjóri, haltu á- fram. Við erum að leita að manni, sem kallaður er Alexander mikli.....Hann strauk úr Steiri- inum. Á meðan í borginni: Bill: — Hjerna er það, sem vinkona Alexanders á heima, X-9. — X-9: — Það kemur einhver til dyra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.