Morgunblaðið - 26.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1944, Blaðsíða 12
12 Verður 'mmiti fyrir baldna drengi í Oxnef! Á síðasta fundi bæjarráðs, er haidinn var í fyrrakvöld, lá fyrir fundinum erindi frá Jón- asi B. Jónssyni, fræðslumála- fuiltrúa bæjarins, um nauðsyn þess að stofnað væri heimili fyr ir baldna drengi, sem erfitt væri að hafa í skólum eða heim ilum. I þessu erindi fræðslumála- fulltrúa benti hann á að heppi- . íegasti staður fyrir slikt heim- ili væri í Öxney á Breiðafirði. Væru þar landkostir góðir og gott til sjófangs, sem yrði drengjunum til andlcgs og lík- amlegs þroska, ennfremur taldi hann eyju þessa mátulega af- skekta, en í eyjuna er um stund affjórðungs ferð frá Stykkis- hólmi. ■ Bæjarráð samþykti að fela fræðslumálafulitrúa bæjarins að fara vestur til Öxneyjar og athuga þar alia staðhætti. en að því loknu gefa bæjarráði skýrslu. i>ýskar flugvjeíar yfir london. London í gærkvöldi. ■UM 100 þýskar flugvjelar flugu enn yfir Bretlandsstrend ur í nót sem leið, og fóru flest- ar þeirra inn yfir Lundúna- evæðið Og vörpuðu þar niður all •níMu af tundur- og eldsprengj um, sem urðu valdar að eigna- þjóni og manntjóni. Einnig varð smávægilegt tjón annarsstaðar, sem sprengjum var varpað. — Loftvarnaskothríð var hörð og margar næturflugvjelar uppi. Níu þýskum flugvjelum var grandað um nóttina, —Reuter. Hvað um póiska hðrinn í Egypla- landi! ] London í gærkveldi. Eir.kaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. I CAIRO var í gærkvöldi gefin út eftirfarandi opinber tilkynn ing: „í sambandi við fregnir, sem nýlega hafa borist út um það, að ofsóttir sjeu allir þeir pólsku hermenn, sem hjer eru undir stjórn Wladislav Anders hershöfðingja, að þúsundir þeirra hafi horfið, að yfir 700 þeirra hafi verið dæmdir til langra fangavista, og að mörg hundruð pólskra verkamanna hafi verið settir í fangelsi í Gyðingalandi samkvæmt skip an Anders hershöfðingja, þá er það tekið fram af opinberri hre.skri hálfu í Cairo, að eng- in staðfesting hafi íengist á fyr greindum fregnum, nema hvað það sje satt, að nokkrir menn háfi verið dæmdir fyrir glæpi 6g glæpamenn geti verið alls- staðar, en þeir sjeu ekki fleiri • meðal Pólverjanna, en ástæða sje að búast við. Er nú nokkur hlúti pólsku hersveitanna kom inn til vígstöðvanna á Ítalíu‘:. —Reuter. NoiaÓ sem skotvígi I»egar Bandaríkjamenn gerðu innrás á cina af Kyrrahafseyjunum, lá þessi ónýti japanski flugbátur í flæðarmáiinu. ‘Hjeldu Bandaríkjamenn hann vera yfirgefinn, en er þeir komu nær, dundi við úr flakinu mikil vjelbyssuskothríð. — Myndin er tekin eftir að Japanar þeir, sem í flakinu voru, höfðu verið yfirbugaðir. Bs. Hreyfill afgreiðir 140 ferðir á klst. Samtal við stöðvar- stjórann TIÐINDAMAÐUR Morgun- blaðsins átti nýlega tal við stöðvarstjóra Bifreiðastöðvar- innar Hreyfill, Bergstein Guð- jónsson. — Hvað getið þjer sagt okk- ur af bifreiðastöðinni Hreyfill, sem þið hafið nú stofnsett? — Eins og ykkur er kunnugt höfum við bifreiðastjórarnir nú sjálfir sett á stofn bifreiða- stöð og er hún stærsta bifreiða- stöð, sem nokkru sinni hefir verið rekin hjer á landi. Okk- ur bifreiðastjórum hefir ávalt verið það fyllilega ljóst, 'að það var mjög miklum erfiðleikum bundið fyrir fólk, að hafa full afnot af atvinnubifreiðum til fólksflutninga, með því skipu- lagi, sem verið hefur á þessum málum. Til þess að reyna að bæta úr þeim ágöllum keyptum við bifreiðastöðina Geysi með það fyrir augum að sameina sem allra mest bæjarakstur bifreiða. Með þessu breytta skipulagi hyggjumst við að gera hvorttveggja: að auðvelda almenningi öll afnot af bifreið um og tryggja okkur sjálfum hagkvæmari rekstur, og tak- mark okkar er það, að fólk geti ávalt og hvenær sem er fengið bifreiðar til afnota. Með þessu er hægt að sameina hags muni bæði notenda og eigenda bifreiða og skapa þeim mönn- um, sem atvinnu hafa af bif- reiðaakstri. tryggari lífsaf- komu. — Hafið þið gert nokkuð til þess að tryggja það. að bifreið- ar sjeu ávalt til taks, þegar stöðin er opin? — Já, við höfum t. d. tekið upp þá reglu, að 35 bifreiðar mæta altaf til vinnu á hverjum morgni, og skiftast bifreiða- stjórarnir vikulega á um þess- ar morgunvaktir. Við munum og skipuleggja vinnuna aðra tíma sólarhringsins til sam- ræmis við þá reynslu, sem við höfum þegar fengið og fáum af rekstri stöðvarinnar, með afnotaþörf almennings fyrir augum. — Hvað hafið þið marga bíla? — Við byrjuðum með 65 bíla 1. des. s.l. og nú, eftir þriggja mánaða tíma, eru þeir 110, og nokkrir munu bætast við um næstu mánaðamót. Er þetta augljós vottur þess, að bifreiða stjórunum er það fullkomlega ljóst, að það er hagkvæmast fyrir þá að stunda atvinnu sína frá sinni eigin bifreiðastöð. — Hafið þið ekki marga af- greiðslumenn til þess að af- greiða svona marga bíla? — Á daginn eru tveir af- greiðslumenn og hafa þeir nóg að starfa, þegar afgreiddar ferð ir eru oft 130—140 á klst., en þrátt fyrir þessa miklu af- greiðslu kem.ur það þó fyrir, að ekki er hægt að sinna öllum beiðnum um bifreiðar. Þá er og vert að geta þess, að með samstarfi bifreiðastjóranna allra á einni stöð verður hæg- ara að auka menningu stjett- arinnar í einu og öðru. Við munum t. d. gera okkur alt far um að auka umferðamenningu bifreiðastjóra eftir því sem frekast er kostur á. I þessu sambandi mætti telja ýmislegt fleira, sem ábótavant er, en sem mætti lagfæra með aukinni samheldni og betra skipulagi. S. Úrslit Bridge- keppninnar SJÖUNDA og úrslita-umferð Bridgekeppninnar verður spil- uð á Hótel Borg annað kvöld kl. 8. Spilar þá sveit Gunnars Guðmundssonar, sem er hæst, með 1874 stig, við sveit Lárus- ar Fjeldsted, sem er með 1792 stig, sveit Harðar Þórðarsonar, sem er næst hæst með 1832 stig, við sveit Axels Böðvars- sonar, sem er með 1754 stig, sveit Ársæls Júlíussonar, sem er með 1588 sfig, við sveit Gunn geirs Pjeturssonar, sem er með 1650 stig, og sveit Stefáns Þ. Guðmundssonar, sem er með 1678 stig, við sveit Brands Brynjólfssoriar, sem er með 1656 stig. Ekki þarf að efa, að keppn- in verður hörð, sjerstaklega milli efstu sveitanna. — Að- gangur er ókeypis fyrir fjelags menn, en utanfjelagsmönnum er og heimill aðgangur. Geng- ið verður inn um suðurdyr Sunnudagnr 26. mars 1944,- r r r r ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ K. R. verð- ur, eins og áður hefir verið skýrt frá, haldin í dag í íþrótta húsi ameríska hersins við Há- logaland. Reynt hefir verið eftir megni að koma á sem bestum sam- göngum þangað. Strætisvagna- fjelagið hefir m. a. sýnt fjelag- inu þá velvild að gera sitt besta til þess að flytja fólk á sýning- arstaðinn. Stjórn K. R. hefir beðið blað- ið að vekja athygli fólks, sem ætlar að fara á sýninguna, á því, að ekki er unt að flytja mikinn fjölda á sama tíma, og því eindregin tilmæli, að sem flestir noti fyrsta tækifærið, sem verður á fyrri sýninguna kl. 2 frá Lækjartorgi, en á þá síðari kl. 7.30 á sama stað. Einnig mun verða hægt að fá bíla hjá hinum ýmsu bíla- stöðvum. Afmælúfagnaður „Hvalar". HVÖT, Sjálfstæðiskvenna- fjelagið heldur sjöunda afmæl- isfagnað sinn þann 28. þ. m. í Oddfellowhúsinu niðri. Hefst hann með sameiginlegu borð- haldi kl. 7 e. h. ' Til skemtunar verður upp- lestur, ræður, söngur og dans. Fjelagskonum er heimilt að taka með sjer gesti á meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar eru seldir á morgun í verslun Gunnþórunnar Halldórsdóttur í Eimskipafjelagshúsinu, Versl- un frú Guðrúnar Jónasson í Aðalstræti 8 og frk. Kristínu Jónsdóttur, Grettisgötu 57 A og hjá Maríu Maack, Þingholts- stræti 25, sími 4015. Úfvarp Alfreds annað kvöld ANNAÐ KVÖLD ld. 11,30 pfnir hinn vinsæli gamanleik ari til nýstárlcgrar skemtun- ar í Oairila T>íó. Verður skemt unin í útvarpsformi og þul- ur enginn annar en ITaraldur Á. Sigurðsson. Alfred mtui annast dagskrána að öðrul leyti með aðstoð Sigfússi Ilalldórssonar, og ekk er lokui fyrir það skotið að nokkurt! grín verði að hlustá á ,.Út- varp * A]frcds“, ef maður* }>ekk ir hann rjett og þál fjelaga. Efliriifsskip verði undir sijórn ísfirðinga. Frá frjettaritara yór- urii á Isafirði. KARLADEILI) Slysa va r n a fjelagsins hjer hefir haldið aðall'und sinn, var hann hald, inn 19. rnars. s.I. — Fund- ur ]>essi samþykkti áskorun Um að éftirlitsskip 'fyrir Vest fjörðum, verði hjeðan í frá, undir stjórii Slysavarnadeild- arinnar hjer, og hafi skiþið eingöngu á hendi björgunar- og eftirlitsstarf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.