Morgunblaðið - 28.03.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.03.1944, Blaðsíða 4
4 MOEGUNBLAÐIÐ ÍTÍðjudagrir, 28. mars 1944. HVERS VIRÐI ER AÐ UPPLÝSA RJETT- AR ORSAKIR TIL SJÓSLYSA? HVERT SJÓSLYS, hvort heldur það er smátt eða stórt, skapar þjóðinni tjón á einn eða annan hátt. Stundum kemur tjónið fram í atvinnutruflun, stundum í beinu fjárhagslegu tapi, og samfara því altof oft tapi á mannslífum: þjóðfjelags þegnum, vinum og vandamönn um, tjón, sem skilja eftir að- eins djúpa hrygo og sorg og verða aldrei bætt. Löggjafinn hefir haft fullan skilning á því, hversu þýðingarmikið það er fyrir alla aðila að rjettar or- sakir til sjóslysa sjeu jafnan upplýstar að fullu, og hefir því sett um þetta ákveðin lagafyr- irmæli, samanb. 206. gr. laga nr. 85 23. júní 1936, en þar segir svo: ,,Nú hefir skip farist, beðið tjón eða lent í háska að öðru leyti, og ber þá sjó- og versl- unardómi að rannsaka eftir föngum öll þau atriði, er máli skifta, syo sem um skip og út- búnað þess, farm, framferði skipstjóra og skipshafnar, hafn sögumanna o. s. frv. Skal rannsóknin venjulega fara fram þar, sem skip tekur fyrst höfn eftir slys eða á ákvörðun- arstað þess, en ef skip hefir farist, þar sem hagkvæmast þykir. Ef rannsókn leiðir í ljós, að hegningarverð vanræksla hafi átt sjer stað, fer sjó- og versl- unardómur með mál vegna þess, þar sem rannsókn fór fram, nema dómsmálaráðherra ákveði annað varnarþing“. Þegar því Þormóðsslysið bar að höndum, eitt hið stærsta og sorglesta slys, sem hjer hefir skeð, var það bein lagaskylda sjó- og verslunardómsins í Reykjavík að taka málið tafar- laust til þeirrar rjettarfarslegu meðferðar, sem fyrir er mælt í ofanritaðri lagagrein. Þurfti hann hvorki til þess fyrirskip- anir ráðherra, ályktanir frá þingi eða óskir frá aðilum. Hitt er svo annað mál, að venju- lega biðja eigendum eða skip- stjóri um sjópróf út af slysum, sem fyrir koma, en 'í þetta skifti var enginn til frásagnar. Eig- endur óskuðu þess hinsvegar strax tveimur dögum eftir að slysið varð, að rannsókn yrði hafin, og vöktu þar með at- hygli sjódómsins á málinu, sem þó ekki hefði átt að vera nauð- synlegt, svo yfirgripsmikið sem slysið var. Einkennileg máls- meðferð. MÁL ÞETTA hefir fengið einhverja þá einkennulegustu meðferð, sem dæmi munu til um. Nærri 3 vikum eftir að slysið hafði skeð, fer sjódóm- urinn að sinna málinu og þá eftir fyrirskipun frá atvinnu- málaráðherra, sem ekki er vit- að að neitt eigi yfir sjódómn- um að ráða. Vegna þessa and- varaleysis sjódómsins hafði komið fram beiðni frá stjett- arfjelagi sjómanna til stjórn- arráðsins, um rannsókn á slys- inu, og atvinnumálaráðh. af þeim ástæðum fundið hjá sjer hvöt til að Rripda rípálinti ;af' EFTIR GÍSLA JÓNSSON ALÞM stað. Þá urðu einnig á sama tíma töluverðar deilur um mál- ið á Alþingi, sem allar hefðu verið óþarfar, og aldrei af stað farið, ef sjódómurinn hefði eins og vera bar hafið rannsóknina tafarlaust. Mánuðum saman hefir sjó- dómurinn mál þetta til rann- sóknar, heldur öll rjettarhöld fyrir luktum dyrum og skapar að óþörfu einhverja leynd um málið. Má vel vera, að það hafi einnig verið samkvæmt fyrir- mælum atvinnumálaráðh. Þeg- ar rannsókn loks er lokið, send- ir hann málsskjölin til atvinnu- málaráðuneytisins ásamt langri og ítarlegri skýrslu. Gengur hún mánuðum saman á milli ráðuneyta, án þess að fá þar nokkra afgreiðslu. Blöð og menn, sem þurftu á því að halda að vekja á sjer athygli, fara að ræða um málið og gefa um það ýmsar upplýsingar áð- ur en skýrslan er birt. Þegar þess er óskað, að sjódómurinn yfirheyri einnig þá menn, sem vita svona mikið meira en aðr- ir aðrir um málið, er því neit- að með þeim rökum, að rann- sókninni sje lokið. Eftir ítrek- aðar áskoranir birtir dómsmála ráðherra hrafl úr sjódóms- skýrslunni, sem enginn getur sætt sig við, hvorki sjódórnur- inn sjálfur nje almenningur. Eigendur skipsins krefjast þess nú brjeflega af ráðuneyt- inu, að haldið sje áfram rjett- arfarslegri meðferð málsins og gögn öll birt, en fá enga áheyrn og ekkert svar annað en það, að um það beri að snúa sjer til sjódómsins, sem lögum sam- kvæmt ráði öllu um meðferð málsins. Kröfurnar um birtingu skýrslunnar í heild verða enn háværari og ný viðbótarskýrsla er send út frá dómsmálaráð- herra til birtingar, án þess þó að nauðsynleg leiðrjetting sje gerði á fyrri helming hennar, sem áður var birtur. Við þetta hefir málið fengið nýjan blæ og nýja þýðingu. Nú er hægt að nota það sem pólitískt áróð- ursefni, sumpart á ráðherra, sem ekki hefir verið þjáll í einhverjum öðrum málum, og því nauðsynlegt að koma frá, ef unt væri, sumpart á þing- mann, sem æskilegt væri að minka álit á í kjördæminu, og sumpart á flokk og flokksblað, sem nauðsynlegt er að vekja á alla tortrygni og veikja álit á eftir megni. Það er krafist máls höfðunar, dóma og fangelsis, og farið rangt með allar tölur og öll rök til stuðnings því, að slík eigi málalokin að verða. Hitt er svo alveg látið liggja á milli hluta, sem er kjarni máls- ins, að fá upplýst hinar rjettu orsakir til slyssins, svo að unt sje að fyrirbyggja það, að slík hroðaslys komi aftur fyrir. Og þegar bent er á þær orsakir og það með fullum rökuin; er því haldið framr að þar. sje aðeins um blekkingu að ræða, sem verði að berja niður, samanber ummæli í ,,Tímanum“. Jeg fullyrði, að það hefir aldrei verið til þess ætlast af neinum aðila, að þannig yrði farið með þetta mál, og þeir menn fá einhverntíma sinn dóVn hjá þjóðinni, sem að því hafa stuðlað, að svo varð, ef þeir hafa ekki þegar fengið hann. Er sama um það. hverjar kunni að hafa verið orsakir slyssins? EINHVERJUM kann að finn ast, að það skifti minstu máli nú orðið, hverjar kunni að hafa verið orsakir þessa sorglega slyss. Úr því verði hvort eð er ekki bætt. Mín skoðun er, að það sje því meiri nauðsyn að vita hið sanna í þessu máli, sem slysið var hörmulegra og víðtækara en venja er til. Mjer er því ekki sama um, hvort hið rjetta eða hið ranga kemur fram í málinu, og það alveg án tillits til þess, hvort það hittir mig persónulega eða ekki. Rjett niðurstaða er það eina, sem þjóðina varðar, hún ein er til þess að læra af, hún ein vísar leið til úrbóta á því, sem ábótavant var, svo unt sje að fyrirbyggja víðtækari slys, rangar niðurstöður gera það ekki. En með því að slys þetta var margþættara en venja er til, þurfti enn meiri nákvæmni við sundurgreiningu þess og at- hugun. Það þurfti að sjálfsögðu að rannsaka gaumgæfilega og hlut drægnislaust haffæri skipsins. Ef veikleiki þess eða vansmíði gátu verið orsök slyssins, þurfti að; færa fyrir því full rök, vegna þess, að eftir að slík ur rökstuddur dómur hafði verið kveðinn upp, var það V'ein skylda atvinnumálaráð- herra að láta stöðva öll skip landsmanna, sem ekki upp- fyltu betur haffæriskröfur en Þormóður’ hafði gert, og leyfa þeim ékki að sigla fyr en úr hafði verið bætt, til þess að fyrirbyggja, að slíkt slys gæti endurtekið sig af sömu ástæð- um. Benti jeg ráöherra á þetta í umræðunum um málið á Al- þingi, og s.endi honum síðan, samkv. beiðni, lista yfir nærri) 20 skip, sem líkt mun vera á- statt með að styrkleika og sjó- hæfni og -var með Þormóð, og þó er það ekki nema lítið brot af þeim skipum, sem ekki upp- fylla reglugerðina frá 1936, sem einungis er gerð fyrir ný- smíði skipa eftir þann tíma, og sjálf kveður skýrt á um, að ekki gildi fyrir skip, sem kjöl- ur er lagður að fyrir árið 1937. Sú ályktun sjódómsins, að Þor- |móður hafi ekki uppfylt fyrir- mæli um öryggi skipa, og allar aðrar ályktanir og fullyrðing- ar manna um það atriði, er því á hreinum. misskilningi þygt: Hitt er svo annað mál, hvprt hann pg .QpniU’ skip, sem likt. eru bygð, eru nægilega haffær hjer, þótt nýjustu kröfur um styrkleika nýrra skipa gangi nokkuð lengra, en enn sem komið er hafa ekki verið færð nein frambærileg rök fyrir því, að svo sje ekki. Mun skipa- skoðunin hafa óskað eftir skjót um úrskurði frá atvinnumála- ráðherra um það atriði, og vand ast þá málið fyrir ,,Tímanum“ og ýmsum fleirum, ef úrskurð- urinn skyldi falla á þá leið, að öll slík skip og þar með talinn Þormóður, væru, og hefðu ver- ið, að fullu og öllu haffær sam- kvæmt íslenskum lögum. Það mun brátt- koma í ljós, hvora leiðina atvinnumálaráðherra velur, þá, að viðurkenna þessa staðreynd, og þar með stöðva ásakanir á eigendur Þormóðs, eða að stöðva skipin. Jeg held nú, að þegar það er vitað, hvernig Þormóður hafði áður staðið af sjer fárviðri og stórsjóa i Atlantshafi og hversu hann afber fárviðrið og haf- rótið allan daginn þ. 17. febr. í Faxaflóa, alt þangað til a. m. k. kl. 7 um kvöldið, sámanber skeyti stýrimanns, að þá sje fengin nokkurn veginn full sönnun fyrir haffæri hans, hvað sem öllum ummælum líð- ur. Við hinu hefir víst enginn búist, að hann frekar en önnur skip, kynni að geta staðið af sjer öll áföll í ofsaveðri á ein- hverju hættulegasta svæði, sem til er, án þess að brotna eða bila. Fyrir slíkum hamförum hafa stærri og meiri fleytur orðið að lúta í lægra haldi, án nokkurs áfellis. Það þurfti ennfremur að rannsaka, hvort skipið hefði raunverulega farist á grunni og þá hvar. Því væri það upplýst, var þetta slys alveg sjerstök á- minning til þjóðarinnar um að bæta svo siglingatækin á við- komandi stað, að þau mættu teljast sjófarendum öruggur léiðarvísir til hafnar í hvaða veðri sem væri. Ummæli mín um þessi afdrif skipsins hafa verið rengd, en með því að jeg tel, að þetta atriði varði miklu í; málinu, skal bent hjer á .þau gögn, sem fy*;ir héndi eru. Þann 20. febr. 1943 skipar lögmaður þá Flosa Sigurðsson og Magnús Guðmundsson til þess að athuga og skoða fleka, sem rekið höfðu úr Þormóði. Gefa þeir út skoðunargerð dags. 1. mars s. á., þar sem flekunum er lýst mjög nákvæm lega. Bnda þeir skýrsluna á þessum orðum: „Byrðingsflek- inn ber það með sjer, að hann er brotinn eftir harða við- komu, þannig, að skipið hefir komið á grunn eða stór partur af flekanum barist í grjóti“. Fleki þessi fanst þ. 18. febr. kl. 6 e. h. um 7 mílur austur af Garðskaga, ásamt ýmsu öðru úr skipinu. Gaf þetta, ásamt olíubrák, sem glögt sást á stpru. svieði , umíiverfis G:u-ð- s.kagptá, til kynna, hyer afdrif skipfeins höfðu orðið. Sama dag hafði og fundist úr, er stöðv- ast hafði kl. 3.13 og var ekki útgengið. Lýsti úrsmiður því yfir, að lokinni skoðun, að það hefði ekki getað gengið, eftir að það komst í sjóinn, vegna þess, hvernig það var útbúið. Form. Sjódómsins hefir tjáð mjer, að þessi gögn sjeu meðal þeir.ra atriða, sem enn hafa ekki verið birt úr skýrslunni. Byrðingsfleki sá, sem að of- an greinir, var úr b.b. bóg skips ins. Var ljóst, að steinn hafði gengið inn um útsúðina á milli tveggja banda fyrir neðan sjó- línu. Þilfarsflekinn var úr stjb. hlið meðfram vjelahúsi, og benti alt til þess, að brimlöðr- ið hafi skollið á skipið frá þeirri hlið og brotið flekann upp, eftir að yfirbygging hefir verið farin af, en innviðir úr henni ráku á Akranesi dagana 21.—*23. febr. Löngu síðar kom hvalbakur skipsins upp í vörpu í Garðsjó og þilfarsplanki úr flaki, sem liggur í misvísandi austur af Garðskagavita og virðist vera úr Þormóði. Alt eru þetta skýr og ótvíræð sönn unargögn fyrir því, að skipið hefir strandað við Garðskaga- tá, þar sem hið ægilega brim þessa nótt hefir molað það í sundur og kastað því í djúpið rjett fyrir innan flúðirnar, sem það raunverulega fyrst hefir staðið,á. Um þetta held jeg að ekki sje hægt að deila af nein- um, sem skyn bera á slíka hluti: Kemur þá hitt til greina, hvort veðurofsinn hafi getað rekið skipið upp hjálparvana á þennan stað? Jeg hefi ort og mörgum sinnum athugað þessa hlið málsins, og rætt hana við fjölmarga athugula og vel þekta skipstjóra, sem kunnug- ir eru á þessum slóðum. Niður- staðan hefir ávalt orðið sú ,sama, að það sje útilokað. Straumur sje jafnan þarna svo harður til norðurs og vindstað- an þannig þá nótt, að skipið hafi sjálft orðið að sigla þang- að undir stjórn. En þá er líka jafnljóst, að hvað sem ástandi skipsins líður að öðru leyti, lendir það þarna í villu og ferst með allri áhöfn rjett við ræt- ur vitans, fyrir það eitt, að Ijósmagn hans megnar ekki að lýsa nokkra faðma út fyrir voð ann, nje megnar hann að gefa frá sjer önnur aðvörunarmerki, er að haldi megi koma. Það kann vel að vera, að öðrum finnist þetta ekki skifta miklu máli. Mjer finst það kjarni máélsins, sem hljóti að hafa ó- endanlega mikla þýðingu fyrir seinni tímá öryggi annara manna, ef satt reynist. Ymislegt fleira þurfti að rannsaka. ÞAÐ er ljóst af skýrslunni og öðrum gögnum, að farmur skipsins var aðallega frosið dilkakjöt. Verðmæti þess mun hafa numið sem næst 200 þús. kr. Útskipun þess er lokið á Hvammstanga kl. 6.45 e. h. þ. 14. febr. Þegar skipstjórinn, tveim sólarhringum síðar, á að . .. Framli. á li!s. ö. ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.