Morgunblaðið - 28.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.1944, Blaðsíða 6
c MORGUNBLAÐIÐ ^Þriðjudagur, 28. xnars 1944-. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmimdsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstrœti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlandi, * kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbðk. Betra seint en aldrei ÞEIR ERU sjö íslensku togararnir, sem hafa farist síð- an stríðið skall á. Skipin eru: Bragi, Reykjaborg, Gullfoss, Sviði, Jón Ólafsson, Garðar og Max Pemberton. En það eru ekki aðeins sjálf skipin, sem við höfum mist; flestir togaramir fórust með allri áhöfn, svo að hjer hefir. stórt skarð verið höggvið í sjómannastjett landsins. Það tjón verður aldrei bætt. Meðal skipa þeirra, sem farist hafa, voru nýjustu og stærstu skipin í togaraflotanum. Er því nú svo komið, að meðalaldur togaranna, sem eftir eru, er 26 ár. Talið er, að hæfilegur aldur togara sje 20 ár. Þessar tölur sýna ljóslega, hvar við erum á vegi staddir með þann skipa- flota, sem afkastamestur hefir verið fyrir þjóðarbúið síðustu áratugina. ★ Undanfarið hefir verið talsvert um það rætt í blöðum, hvaða úrræði munu líklegust til þess að tryggja öryggi sjómannanna í framtíðinni. Því hefir verið haldið fram hjer í blaðinu, að stærsta skrefið sem hægt væri að stíga í öryggismálum sjómanna væri: Ný og betri skip. Og þetta er ekki aðeins skoðun Morgunblaðsins. Hver einasti sjó- maður, sem hefir látið til sín heyra um þessa mál, hefir gert þessa sömu kröfu. „Látið okkur fá ný og betri skip“, segja sjómennirnir; „það er öryggismál öryggismálanna“. Ekkert hefði verið auðveldara en að verða við kröfu sjómanna um ný og betri skip. Til þess þurfti engan rík- isstyrk. Útgerðin gat sjálf lagt fram alt það fjármagn sem þurfti, til þess að endurnýja skipaflotann. Hún hafði afl- að fjárins undanfarin velgengnisár. En þeir, sem málum rjeðu á Alþingi, höfðu ekki skiln- ing á þessu nauðsynjamáli sjómannastjettarinnar. Þeir kröfðust, að fjeð yrði greitt í ríkissjóðinn. Þangað kom fjeð og þá stóð ekki á að eyða því. ★ Það verður aldrei hægt að bæta fyrir þau stóru mis- tök, sem hjer hafa orðið undanfarin veltiár útgerðarinnar. Fjármagnið, sem útgerðin hefir greitt ríkissjóði, er henni glatað að fullu og öllu. Ef til vill er einnig glatað það einstaka tækifæri, að láta útgerðina sjálfa endurnýja hinn hrörnandi skipa- flota. Þó er ekki útilokað, að enn megi einhverju bjarga og því er sjálfsagt að gera tilraunina. Alþingi verður þegar á næsta vori að taka upp nýja stefnu í þessum málum. Það verður að leyfa útgerðinni að halda eftir a. m. k. helming reksturshagnaðarins og leggja í nýbyggingasjóði; þar geymist svo fjeð til stríðs- loka. Þessi ráðsíöfun' þarf að ná til hagnaðar útgerðar- innar á þessu ári, svo að vissa verði fyrir því, að einhver árangur náist. Nýbyggingasjóðina verður að varðveita þftnnig, að örugt sje, að þeir gangi til endurnýjunar flot- ans og einskis annars. ★ Alþýðublaðið og önnur blöð rauðu flokkanna munu án efa halda því fram, að með slíkri ráðstöfun, sem hjer er stungið upp á, sje verið að þjónka stríðsgróðamönnunum sjerstaklega. En þetta er fyrst og fremst öryggismál sjó- mannastjettarinnar, þeirrar stjettar, sem mesta björg hefir fært þjóðarbúinu á undanförnum árum og stærstar fórnir orðið að færa. Ef valdhafarnir halda áfram að daufheyrast við kröf- unni um endurnýjun skipastólsins, hljóta fiskveiðar okk- ar íslendinga stórlega að dragast saman strax eftir stríð. Sá samdráttur nemur ekki aðeins því, sem skipunum hefir fækkað, heldur verða afköst hinna gömlu »g úreltu skipa langt fyrir neðan afköst keppinauta okkar á fisk- markaðinum. Er það ekki hart að göngu fyrir hina hraustu og tápmiklu sjómenn okkar, að verða að horfa upp á það, að erlendir keppinautar moki upp afla á miðunum við strendur landsins, meðan þeir sjálfir verða að leita skjóls, vegna þess' að fleytan, sem þeim .er boðin, getur ekki stundað veiðar?. .i I Morgunblaðinu fyrir 25 árum Kristján konungur tíundi hjálpar bágstöddum íslending- um. 12. mars. „Eins og fyrr hefir verið get- ið gaf konungur 5000 krónur til hjálpar þeim mönnum hjer á lándi, ér harðast urðu úti i in- flúenzunni. Af því f je lagði rík- isstjórnin 3000 krónur í hjálp- arsjóðinn hjer í Reykjavík, en ætlar hitt til útbýtingar í önn- ur hjeruð". ★ Um framfarir i íluglist seg- list segir m. a.: 17. mars. „Meðál nýjustu framfara í fluglistínni má nefna það, að nú eru flugvjelarnar útbúnar með loftskeytaáhöldum, og geta flugmenn bæði sent skeyti og tekið á móti þeim. Smíðað- ur hefir verið flugbátur, sem. getur borið 6 smálestir oð flog- ið með þær nær 100 mílur á klukkustund. Annar er í smíð- um og er ætlað, að hann geti borið níu smálestir, og ný teg- und er í uppsiglingu, og er bú- ist við, að þær flugvjelar fljúgi miklu hraðar en nokkurn mann hefir órað fyrir“. ★ Leiðtogar bandamanna ræða mikið um það nú, að ef til vill verði erfiðara að vinna frið- inn eftir yfirstandandi styrjöld en stríðið sjálft. Winston Churchill, núverandi forsætis- ráðherra Breta, sagði eftir heimsstyrjöldina 1914—1918: 17. mars. „Ástandið í Evrópu er svo ískyggilegt, sem frekast er unt. Enginn veit, hvað nú er að ger ast i Rússlandi, nema að það muni verða afar hættulegt framtíðarfriði. Enginn veit, hvað framtíðin ber í skauti sínu fyrir miðveldin og hvaða vandræðum upplausn þeirra kann að valda oss, sem þegar erum uppgefnir af þeim helj- artökum, sem þurftu til þess að sigra í stríðinu. Ef vjer eigum sð sigrast á öllum þeim vand- ræðum, sem nú steðja að oss hvaðanæfa, þá þurfum vjer að herða upp hugann og leggja fram alla krafta vora og vinna saman í bróðerni eins og góð- um borgurum sæmir“. 'Ar Mikið er nú rætt um Finna um allan heim, og þá að sjálf- sögðu einnig um yfirhershöfð- ingja þeirra, Mannerheim. Um hann segir: 22. mars. „Fyrir ári voru það fæstir, sem könnuðust við nafnið Mannerheim. En nú er það með al þeirra nafna, er sagan mun aldrei gleyma. Nafn Manner- heims er jafn nátengt endur- reisn Finnlands eins og nafn Svinhufvuds. Um þetta leyti í fyrra fald- ist Svinhufvud í kjallara í Helsingfors, en rauða hersveit- in fór eins og logi yfir akur yfir Finnland og naut til þess styrks hinna rússnesku bolzhe- wikka. Um þetta leyti i fyrra var Mannerheim norður í nyrstu snæmörkum Finnlands með Framhald á 8. síðu. \Jriwerji ólrifíar: vfr (lcKjíeqci líf'L Litið í gestabók. FYRIR nokkrum dögum var hjer í þessum dálkum bent á mjög athyglisverða grein um gistihúsarekstur hjer á landi, sem dr. Gunnaugur Caessen rit- aði í tímaritið „Heilbrigt líf“. Þar var borin fram sú ágæta hug- mynd að koma þyrfti upp hótel- skólum fyrir íslenska gestgjafa. Það er hárrjett, að nauðsyn er mikil á því, að gisti- og veitinga- húsarekstur hjer á landi komist í betra horf en nú er, en gestirn- ir þurfa þá líka að ganga á gott námskeið í almennum manna- siðum. Það er ekki síður undir gestunum komið en gestgjafan- um, hvérnig umgengr.i cr á gisti- húsum. Það eru til lög hjer á landi, sem mæla svo fyrir, að í hverju einasta gistihúsi á landinu skuli vera til löggilt gestabók. í þess- ar gestabækur á að færa nöfn þeirra manna, sem dvelja næt- urlangt eða lengur í islensku gistihúsi. Gestabækurnar eru opinber plögg eða skjöl, sem lög- reglan m. a. hefir aðgang_ að. Lögreglustjórar löggilda þessar bækur og hið opinbera selur þær á rúmar 20 krónur (vafalaust með samþykki verðlagsstjóra!). Nú skyldu menn halda, að gestir, sem taka sjer gistingu í opinberum gistihúsum, beri virð ingu f-yrir lögunum og riti nöfn Sín rjett og skilmerkilega á op- inber skjöl. En það er nú eitt- hvað annað. Að minsta kosti var það að sjá á gestabók, sem jeg var að skoða í einu gistihúsi hjer í nágrenninu. 2/3 af Bakkabræðrum. SAMKVÆMT þessari gesta- bók, sem jeg er að segja ykkur frá, gistu eina nóttina á umrædd um gististað „2/3 Bakkabræðra". Auk nafns og heimilisfangs eiga menn að skrá atvinnu sina, síðasta dvalarstað og hvert þeir fara, í gestabækurnar. Einn skrif aði, að hann hefði komið frá Berlín og væri á leið til London. Annar kom „neðarf úr hrauni“. Einn hafði skráð sem atvinnu sína, að hann væri „automat“, annar kom og bætti um betur, þýddi orðið og sagðis.t vera sjálf- sali. Enn var einn, sem sagðist hafa það að atvinnu að vera „gúmmíkarl“. Ef hans væri get- ið í útvarpinu, yrði sennilega úr því „gúmkarl“. Ekki þarf að lýsa þvi, að ritfærin voru ekki valin af betri endanum. Jeg get ekki skilið, að þessi lýsing þurfi neinna frekari skýr- inga við. Einhverntíma hefði svona umgengni verið nefnd skrílsháttur og hver veit, nema að lögfræðingar kalli það bein- línis skjalafals? e Hitaveituverðið. NÚ, ÞEGAR flestir hitaveitu- notendur hafa fengið fyrstu reikningana fyrir heita vatnið, er ekki nemia eðlilegt, að menn spjalli um verðið fram og aftur. Mjer hafa þegar borist nokkur brjef um þetta efni. Trúlegt þyk- ir mjer, að margir vilji taka til máls um verðið á heita vatninu á næstunni. Jeg ætla því til að byrja með að birta eitt brjef frá glöggum manni, athugasemda- laust. Brjefritarinn er Þorsteinn Jónsson, Bárugötu 6. Ilann seg- ir: • „Fyrstu reikning- arnir“. „FYRSTI reikningur Hitaveitu Reykjavíkur hefir nú borist mjer inu og get jeg ekki neitað því, að mjer brá nokkuð í brún, er jeg sá upphæðina, enda þótt trölla- sögur hafi gengið um það, að heita vatnið mundi verða æði dýrt. En þar sem þjer höfðuð í vetur frætt oss lesendur yðar um það, að samkvæmt upplýsingum, er þjer höfðuð frá forstjóra hita- veitunnar, mundi vatnið verða heldur ódýrara en kol, miðað við núverandi kolaverð, var jeg í lengstu lög að vona, að svo yrði. Nú er þessi von að engu orðin, ef rjett er, að „fastagjald" það,- sem reiknað er að gildi í 8 mán- uði ársins, og hina 4 mánuðina eigi að greiða hálft „fastagjald“. Eftir því og þeirri átælun, er jeg hefi gert um vatnsnotkun og mun láta nærri sanni, verður hitinn, í mínu húsi, 40—50% dýr ari en ef kol væru notuð, iniðað- við núverandi kolaverð, kr. 200 tonnið. Undanfarin ár hefi jeg notað 10.5 tonn á ári að meðal- tali, en jeg geri ráð fyrir, að vatnið kosti, með því að hafa líkan hita í húsinu, um 3000 krón: Ur á ári. Kostnaður við kynd- ingu hefir enginn verið hjá mjer, eins og í að minsta kosti 2 af hverjum 3 húsum í bænum hafa íbúar hússins sjálfir . sjeð um kyndingu. Tæplega mun það vaka fyrir stjórn bæjarins, að verðlauna eyðslusemi og leti og svonefnd „þægindi" geta stund- um orðið fjölda manna of dýr, þótt tiltölulega fámennur hópur: finni lítt eða ekki til kostnaðár- ins. 4 miljóna tekjur. JEG VEIT ekki, hvað fyrir bæjarstjórninni vakir með þess- ari háu gjaldskrá hitaveitunnar. Samkvæmt áætlun um tekjur og gjöld veitunnar fyrir 1944, er gert ráð fyrir 4 milj. kr. tekjum af veitunni þ. á. og virðist það eðlilegt, Gerum nú ráð fyrir, að 2000 hús noti vatn að fullu þetta ár (sennilega verða þau fleiri) og greiði að meðaltali 4000 kr. hvert. Þetta mun þó, sennilega, of lógt áætlað eftir núverandi gjaldskrá. Verða þá tekjur hita- veitunnar 8 milj. kr. á árinu. Þegar 3000 hús eru búin að fá hita, munu bæjarbúar verða að greiða 12 milj. kr. á ári fyrir heita vatnið eða andvirði 60 þús- und tonna af kolum á 200 kr. pr. tonn. Hitaveitan er dýr- mæt, en —. HITAVEITAN er dýrmæt og ágæt stofnun. En eins og margt annað má gera hana óvinsæla, Þrátt fyrir hinn margumtalaða peningamokstur er það nú samt svo, að langsamlega flestir íbúar þessa bæjar eru aðeins fátækir menn eða bjargálna, sem verða að gæta alls hófs til að komast af með sitt fólk í þessari ægi- legu dýrtíð. Hitaveitan mun orð-, in svo dýr, að fáum dettur í hug að hún verði greidd upp á skemri tíma en 40—50 árum, enda ekk- ert athugavert við það. Að lokum: Gaman væri að fá að vita, hvernig „fastagjaldið'1 er reiknað og 68 aura vatnsgjald- ið? Við hvað er það miðað? Jeg er hræddur um, að miðað sje við óhófshita. Jeg tel hæfilegan daghita 18—20 stig, næturhita 12—14 stig. Vil ógjarna borga háerri hita fyrir aðra. Virðingarfylst Þorsteinn Jónsson, Bárugötu 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.