Morgunblaðið - 28.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1944, Blaðsíða 8
8 MORGBNBLAÐÍÐ Þriðjudag’ur. 28. mars 1944. i — Vespasíanus keisari Frarnh; af l)ls. 7. pra þangað Spánverja nokk urn að nafni Marcus Fabi- |us Quintilianus, er var Ifæddur árið 35 og dó í Róm ;árið 96. Þessi kennari skrif- aði rit nokkurt, er hann nefnir „Institutio Oratoria“, eða leiðarvísi í mælskulist. Hið mikla verk Pliniusar, sem fórst við Vesúvíusar- gosið árið 79, Historia Nat- uralis, sem er í 36 bindum, var einnig rituð á stjórnar- árum Vespasianusar. ‘ Þessi ráðstöfun Vespasi- anusar mun þó eins mikið hafa verið gerð af stjórn- málalegri hagsýni til þess að ná betra valdi yfir hinni æðri mentun, því að áður höfðu verið einkaskólar og kenslan í lýðræðisanda. — Með þeirri aðferð að draga undir stiórn ríkisins fvrir- tæki, heldur hann aðeins lengra áfram á braut, sem áður hafði verið rudd. Neró hafði t. d. skipað opinbera lækna og má þar fyrst og' fremst tilnefna hirðlækn- ana. Samsæri gerð gegn keisaranum. ÞRÁTT fyrir mikla og góða stjórn, voru þó ekki allir ánægðir með Vespasi- anus, og voru samsæri gerð, er að síðustu leiddu af sjer dauða forkólfanna. — Með- al þeirra var Helvidius Pris eus senator, tengdasonur Thrasea, sem leynilega hafði rekið undirróður gegn Neró. Helvidius kom hvað eftir annað opinberlega fram í senatinu og á torg- inu og talaði gegn keisara og stjórnarfyrirkomulaginu. Vespasianus gerði hann i fyrstu útlægan frá Róm, en er það ekki nægði, gaf hann honum skipun um að svifta sig lífi. Vespasianus tók eldri son sinn, Titus, sjer til aðstoð- ar við ríkisstjórnina, en hafði strangan aga á hinum yngri, Domitianusi. Vespasi anus var jafn starfsamur alt til dauða, og vildi ekki einu sinni gefast upp, þegar dauð inn náleaðist. „Keisara ber að deyja standandi“, sagði hann og reyndi að standa upp af sjúkrabeðinu, en fjell þá dauður niður, Þótt Vespasianus hafi á keisaratíma sínum ekki unn ið nein ný lönd til viðauka við ríkið, má þó efalaust telja hann í hópi merkustu keisara Rómverja. Friður og starfsemi einkennir stjórnartímabil hans, og í skjóli friðarins dafna at- vinnuvegir og verslun rík- isins eins og alltaf verður við góða stjórn. Vespasian- us ljet sjer ekki nægja að skipa öðrum, heldur krafð- ist hann líka mikils af sjálf- um sjer, og það er einkenm hvers góðs stjórnanda. Ouðmundur Ólafsson, netasrerðarmaður 65 ára 27. febr. s. 1. AFMÆLISKVEÐJA IJngur fyrst þú fórst á flot. færðir björg í búið, og þótt bylgjan bryti vot baki ei við var snúið. Þrjátíu ár þú þræddir braut; þeirra er landið efla, og sækja hart í sjávarskaut svo má Hf um tefla. Netin fengu notið sín nafni þínu undir Átján síðustu árin þín ávalt þeirra stundir. (Margir sjómenn þekkja. þig! þína sögu geyma vanþakklætið samt við sig síst á hjerna heima. Svo er nú um sóma — arf sem er hjerna spunnið fimtugi yfir fagurt starf föðurlandi undið. Jakob. Skriðdrekamálin rædd. London í gærkveldi; — Að undanförnu hafa breskir skrið- drekar verið gagnrýndir í breska þinginu oftar en einu sinni. Nú í dag var leynifund- ur í þinginu, og var þar rætt um gerð og gæði breskra skrið dreka og þá galla, sem á þeim kunna að vera. — Reuter. Aðaliundur þingstúkunnar AÐALFUNDUR þingstúku Reykjavíkur var haldinn s. 1. sunnudag, 26. þ. m. Fundinn sáu um 100 fulltrúar frá stúk- unum í Reykjavík. Þingtemplar, Þorsteinn J. Sigurðsson, gaf ítarlega skýrslu um störfin á liðnu ári. Bar skýrsla hans það með sjer, að störf þingstúkunnar s. 1. ár hafa verið margþætt. Á liðnu hausti rjeðst þing- stúkan í að koma á fót upplýs- ingastöð um bindindismál, þang að sem menn gætu leitað og fengið aðstoð vegna erfiðleika sjálfs síns eða sinna í viðskift- unum við Baccus. Nokkrir tug- ir mála hafa skrifstofunni bor- ist þann tíma, sem hún hefir starfað. Hafin var á árinu barátta fyr ir því að fá afnumda hina svo- nefndu „hristingssölu“, sem mörgum mun vera kunn hjer í bæ, en þó þeim mest, sem aumast hafa verið leiknir af völdum áfengisneyslunnar. Tveir fjölmennir útbreiðslu- fundir um bindindismál voru haldnir á árinu í Listamanna- skálanum. Fjárhagur þingstúkunnar er góður og bæjarstjórn Reykja- víkur veitti henni 10 þúsund króna styrk, meðal annars til • upplýsingastöðvarinnar. Þá var samþykt tillaga á fundinum, þar sem bæjarstjórn Reykjavíkur var þakkaður þessi fjárhagslegi stuðningur og sú viðurkenning, sem í honum felst, á starfsemi Góðtemplara- reglunnar hjer í bænum. Einnig var skýrt frá ýmsum fleiri málum sem þingstúkan hefði beitt sjer fyrir og væri að vinna að. Framkvæmdanefnd fyrir næsta ár skipa: Þ. T. Þorsteinn J. Sjgurðsson, kanslari Einar Björnsson, V. t. Ingibjörg ísaksdóttir, ritari Kristmundur Jónsson, gjaldkeri Bjarni Pjetursson, gæslum. ungl. Böðvar Bjarnason, gæslu- m. löggjst, Kristinn Vilhjálms- son, gæslum. fræðslum. Har- aldur S. Nordal, skrásetiari Sverre F. Johansen, kapilán Jarþrúður Einarsdóttir, F. Þ. T. er Sigurður Þorsteinsson. PISTLAR Tímatirðill fer á kreik. FYRIR skömmu ritaði Jón Páhnason alþingism. hóflegri og skynsamlega grein lijei' í blaðið, þar sem hann gagn- rýndi ýmislegt í sambandi við Laxfossstrandið, benti t. d. á hversu treglega hefði geng- ið að hefjast handa um björg- un farþega og skipshafnar. Ennfremur hefði ömurlegur spinagangur verið á öllum framkværndum er lutu að þjörgun pósts og íarþegaflutn- ings. Tilefni þessara hógværu gagnrýni þingmannsins. sem sjálfur var farþegi með skip- inu er þáð strandaði, var það, að cinn af lítilsigldustu rit- firðlum Tímaklíkunnar hafði nýlega skrifað um májið af lítilli skynsemd en mikilli framhleypni og hrokagikks- hætti. Ctekk öll ritsmíð Tíma- tirðilsins lit á það, að sanna að alt hefði svo sem verið í lagi og um ekkert að sakast varðandi þessi mál. „Vertinn“ fær nýtt kast. EN nu hefir tjeður Tíma, versta ham en þó sjálfum sjer tirðill, sem er Vigfús nokkur vert, t'engið nýtt kast. út úr gagnrýni Jóns Pálmasonar. Ilefir hann á ný birts í dálk- um Tímans og er nú í hinum líkur. I>er hann Jón Pálmasson þar þeim brigslum að Iiann sje einn mesti bitingasnápur landsins. Jón Pálmason getur látið sjer slík brigsl í Ijettu rúmi! liggja. Rógur Tímans fyrr og síðar hefir árélðanlega gert honum moira gagn en ógagn.. Meðal allra sæmilegra manna er last Mtilmonná talið be-trat' en lof þeirra. Á hitt er þó rjett að benda, hverjir „bitlingar" Jóns á. Akri sjeu. Hann hefir um nokkurt1 skeið verið einn af þremur yfirskoðunarmönnum ríkis- reikninganna. Ilinir tveir eru Framsóknarmaðurinn Jörund- úr í Skálholti og kommúnist- ínn Hall-d. Jakobss. Þá á Jón, Pálmason sæti í milliþinga- nefnd í raforkumálum ásamt Jörnndi í Skálholti og fleiri fulitrúum frá öðrum flokkum.. En þar með eru ,.l)itlingar“ þeir taldir, sem „vertinri ' het- jr sniðið úr heila „bitlinga- brók“ handa Jóni á Akri. En engan þarf að undra. þótt Tímamönnum sje gjarnara að margfalda en draga frá þegar: þeim koma í hug bitlingar annara en þeirra sjálfra. Alt frá því að flokkur þeirra komst til nokkurra áhrifa í. íslenskum stjórnmálum hafat hugir smámenna, eins og Vigfúss verts, mænt biðjandi augnm eí'tit’ hverju beini,. sem. samviskuliprir ráðamenn jieirra hafa búið til á kostn- að almennings í landinu. Fer auðsjáanlega vel á því,: áð.slíkir fuglar kroppi í heið- arlega og dugandi menn ! í Morgunblaðinu fyrir 25 árum. Framhald af 6. síðu. nokkur hundruð finska bænda- syni, sem söfnuðust undir merki hans. Vopn höfðu þeir ekki önnur en marghlevpur. gamla riffla og gaddakylfur. Af matvælum og öðrum nauð- synjum höfðu þeir ekki annað en það, sem hændur og búalið ljet af hendi rakna af frjálsum vilja“. fOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOVvOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO jr - o M ] Eítir Robert Storm /OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO C^^XKKXXKXXXXXXXXXXXKXXXXXKi! ^ yOU'LL ENTER m DCLLS'S SCNOOL AS A STUDENT, MASCARA! tagg DlSGUtBED AS AN OLD WOMAN, 'ALEX TAE GREAT' EVADES A POLICE DRAGNET &Y RIDING tN A STATlON WAGON.... WtíAT ARE OUR PLAN6 PROM NERE OUT, ALEX ? -WR. Dulbúinn eins og eldri kona, komst Alexander mikli í gegnum lögregluvörðihn í skólabíl. Mascara: — Hver er nú áætlun þín, Alexander? Alexander: — Þú skalt Ijúka prófi við skóla Miss Dolly, Mascara. Mascara: — En þú, Alexander? Alexander: Þú kynnir mig sem ömmu þína . . . . Þeir munu aldrei hafa upp á því, hver jeg í raun- inni er. Á meðan. Húsipóðirin: 1—Jeg sá Mascara síðast, er hún fór út og ætlaði til heimavistarskóla með ömmu sinni. ■ .. . X—9: — Með ömmu sinni?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.