Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 4
4 MOKGUNBLAÐIÐ Fixntudagur 3Q. mars 1044. Sigurður Magnússon löggæslumaður AFBROTADRENGIR OG UPPELDISHÆLI Uppeldisheimili í Öxney? Frá því er skýrt opinberlega í dag, að bæjarráð hafi til yfir- vegunar, erindi fræðslufulltrú- ans í Reykjavík, varðandi stofn un uppeldisheimilis fyrir drengi og a@ honum hafi af bæjarráði verið falið að athuga mögu- leika á að stofna hæli þetta í Öxney á Breiðafirði. Því ber að fagna að forráðamenn þessa bæjarfjelags viðurkenna skyld- ur sínar við minstu borgaranna með íhugun á úrlausnum vanda málanna, en vegna þess að hjer er á döfinni hugmynd, sem get- ur orðið til góðs, ef vel tekst til um framkvæmd hennar, en auðveldlega til ills, ef út'af ber og er í báðum tilfellum örlaga- rík fyrir framtíð nokkurra ung- menna hjer í bæ, þá getur í- hugun og hóflegar umræður á þessu stígi einungis orðið mál- inu til góðs, og í þeim tilgangi er þessi grein skrifuð. Hjer verður gengið út frá, að stofnuninni sje aðallega ætlað að taka drengi, scm uppvísir hafa orðið að afbrotum og mál- ið rætt á þeim grundvelli. Drengir, sem þurfa að fara úr hænum. Það er alkunna, að hjer í Reykjavík eru drengir, sem verða þráfalulega uppvísir að síendurteknum afprotum — spellvirkjum, þjófnuðum og ó- knyttum. Þeir hafa verið á- mintir af lögreglu og barna- verndarnefnd, rætt hefir verið við aðstandendur þeirra, en allt hefir það verið árangurslaust — drengirnir halda uppteknum hætti. Nú er það auðsætt, að einhverjum ráðum verður að beita, til að hefta för þessara barna lengra út í ófæruna. Ef að líkindum lætur, munu þeir fremja afbrot sín, uns þeir eru komnir á lögald- ur sakamanna og þá er fangels- ið hin einu sýnilegu leiðarlok þeirra — og einhver ráð verð- ur að hafa til að svo fari ekki. Borgararnir gera þá kröfu til lögreglu og barnaverndarnefnd ar, að sömu pörupiltarnir sjeu ekki látnir árum saman ganga óheftir um bæinn, spill- andi og stelandi verðmætum. Foreldrar eiga heimtingu á að komið sje í veg fyrir að ó- knyttadrengir leiki þá list til lengdar, að hafá' með framferði sínu, spillandi áhrif á önnur börn. — Öll þessi rök hníga rjettilega að því að koma verði pörupiltunum úr bænum og það hið allra skjótasta. Það ,sem gert er. Hingað eru allir samferða, en hjer skiljast leiðirnar. Aðra götuna fara þeir, sem sannfærð- ir eru um að uppeldisstofnun sje hinn æskilegasti dvalarstað- ur eftir atvikum, en hinir vilja einfaldlega gamla móðinn — koma piltunum í sveit. Áður en lengra er haldið, skal sagan sögð, eins og hún gerist hjer í bænum. Þegar barnaverndar- nefnd hefir sannfærst um, að pörupiltur verði að fara til dvalar úr bænum, er komið að máli við foreldra piltsins og þeim skýrt frá því. Sjeu forelcir arnir sömu skoðunar — og það eru þeir oft — er þeim gefinn kostur á að ráðstafa drengnum á heimili, sem fjölskyldunni er áður að góðu kunnugt. Kanske hefir strákur verið á góðu sveitaheimili að sumarlagi, komið sjer þar vel, og sættir sig, eftir atvikum, við að fara þangað aftur og þá fer hann þangað, hávaðalaust. Hinum nýju húsbændum er skýrt frá að drengurinn hafi verið í slæmum fjelagsskap í bænum og þessvegna þurfi hann sjer- stakrar umönnunar. Drengur- inn kemur svo jafn hljóðlega og aðrir jafnaldrar hans í þetta nýja umhverfi. Enginn æpir að honum að hann sje þjófur og prakkari. Nýtt umhverfi, hollar lífsvenjur, ný áhugamál, skapa oft á ótrúlega skömmum tíma, nýjan og betri dreng. Þegar foreldrarnir hafa eng- in sveitaheimili á takteinum, eða þau heimili, sem frá þeirra sjónarmiði, gætu komið til mála, eru að dómi barnavernd- arnefndar, óhæf, þá verður nefndin að hafa sjálf milli- göngu um útvegun dvalarstaða. Nefndin hefir bein sambönd við ýmsa trúnaðarmenn úti á landi og fyrir þeirra milligöngu er svo komist í samband við sveitaheimili, sem að dómi nefndarinnar, eru hæf til að taka barnið. Áhersla er lögð á að velja heimili, þar sem fátt er eða ekkert barna, húsakost- ur góður og húsbændurnir góð- kunnir. Húsráðendum er skýrt frá, hvað komið hafi fyrir, þeir beðnir að forða barninu frá að yfirsjón þess verði á vitund allra, en fylgjast þó vandlega með framferði þess. Eftir að barnið er farið í hinn nýja dval arstað, reynir nefndin að fylgj- ast með líðan þess og framferði og ákveður svo, í samráði við húsbændur þess og foreldra, hvenær því skuli leyft að koma til bæjarins á ný. Viðleitnin er rjettmæt, en á- rangurinn misjafnlega góður. „Hver er svo árangurinn?“ er rjettilega spurt. JVIisjafnlega góður, stundum ágætur, oft lít- ill, en aldrei svo ljelegur, að hann afsanni rjettmæti viðleitn innar. Sumir þessara drengja hafa orðið duglegir, heiðarlegir og góðir menn, að því er virðist einungis vegna þess, að gott fólk í nýju umhverfi, beindi starfskröftum þeirra á hollar brautir, aðrir fmfa strokið, lent á ný í óknyttum í bænum, ver- ið komið í sveit á ný, komið sjer illa og strokið aftur og þannig koll af kolli, uns þeir hafa ver- ið komnir á þann aldur að lög- brot þeirra voru orðinn glæpur í stað barnabreka. Upplýsingar sem fengist hafa um sveita- heimili, hafa reynst villandi og heimilin óhæf til að hafa börn. Drengir hafa stundum komið sjer svo illa, að húsbændur þeirra hafa orðið þeirri stundu fegnastir þegar þeir tóku fögg- ur sínar og kvöddu. Barnavernd arnefnd hefir stundum dregið alt of lengi að koma strákum í sveit og tekið loforð þeirra um að bæta ráð sitt„alt oí hátiðlgga.j Alt þetta skal í hreinskilni ját- að og engin tilraun gerð til að draga fjöður yfir það, sem mið- ur hefir farið, en þrátt fyrir allar misfellurnar er jeg sann- færður um að stefnan er í að- alatriðum rjett, þótt ýmsum torfærum þurfi eðlilega að ryðja úr vegi, og skal nú reynt að færa þeirri fullyrðingu rök. Heimilislaus börn. Barn, sem alið er upp við ó- eðlilega heimilishætti • — drykkjuskap, illdeilur milli for eldra, óreiðu og sukk, verður af skiljanlegum ástæðum veilla fyrir freistingum götunnar, en þau born, sem alin eru upp við eðlilegt óg gott fjölskyldulíf. Um þau afbrotabörn, sem eiga, að því er virðist, góða og um- hyggjusama foreldra, sem með fordæmi í daglegu framferði, eru til fyrirmyndar, er það að segja, að heimilin hafa af ein- hverjum ástæðum mist alt vald yfir börnunum og áminningar foreldranna drukkna í flóði ills fjelagsskapar, sem ber börnin æ lengra frá heimilinu inn í hringiðu skuggalífsins í skúma- skotum glötunar. I báðum til- I fellum eru börnin í rauninni heimilislaus — í fyrra tilfellinu : hefir heimilið aldrei verið til 'og í því síðara hefir það týnst (barninu. Hinn siðferðilegi kvarði, sem barnið mælii' við athafnir sínar, er smíðaður í deiglu leikfjelaganna á götunni og í hóp þeirra svalar það nátt- úrlegri þörf sinni til athafna. I þessum hóp er það óprúttnasti götustrákurinn, sem taktinn slær og undir hans leiðsögn verur fjelagsskapurinn því á- kjósanlegri sem tiltækin eru fífldjarfari og forhertari. Tvær leiðir. Skyldi lækningin nú vera fólgin í því að smala þessum j piltum í einn hóp, búa til handa þeim einhverja stofnun, þar sem hinni náttúrlegu þörf.allra barna til eðlilegs fjölskyldulífs verður ekki svalað, eða væri ekki skynsamlegra að barninu væri kipt úr þessum óhoUa jarð végi og það fengið í hendur góðri fjölskyldu í nýju um- hverfi, þar sem smátt og smátt yrði reynt að láta barnið festa þær eðlilegu rætur,, sem öllum unglingum eru eiginlegar? Jeg fyrir mitt leyti er ekki í vafa og er svo sannfærður um rjett- mæti þeirár skoðunar, að jeg vil fara þá leið —- ekki einu sinni eða tvisvar — heldur tíu sinnum, áður en gefist er upp. Það hefir stundum verið sagt, að hjer á landi væru ekki nógu mörg ^veitaheimili til að taka við öllum þessum börnum. Sú fullyrðing er röng. Hjer á landi eru sveitaheimili hundruðum saman, þar sem fólk býr, sem með glöðu geði fórnar einhverri fyrirhöfn í að gera góðan hest úr göldum fola og er oft fært um að gera það. Börnin,. sem senda þarf í sveit, eru hlutfalls- lega fá. Það er ekki ýkja há tala þó koma þurfi 10—20 strák um árlega í sveit úr Reykjavík vegna einhverra breka. Hitt er annað mál, að það geiist ekki án mikillar fyrirhafnar, en ef unnið er kappsamlega að útveg- un góðra dvalarstaða og drengj um komið burt áður en þeir eru búnir að vera árum saman í ill- um fjelagsskap, þá má ná ótrú- lega góðum árangri. Jeg veit, að rjettilega má benda á drengi, sem óátalið hafa undanfarin ár, altof lengi verið látnir afskipta lausir í bænum, eða látið hald- ast uppi að hafa vistaskipti i ó- Ijyfi, en þegar á það er litið, hve umfangsmikið starf er að fylgj- ast með því og vitað að starfs- skilyrði hafa ekki verið viðun- andi, þá verður að virða það til vorkunnar, enda hefir nú með nýjum starfskröftum í þjónustu barnaverndarnefndarinnar ver- ið bætt úr brýnni þörf og þess- vegna betri vonir um að örugg- legar verði eftirleiðis tekið á málunum, en hingað til. Sann- leikurinn er sá, að strákar, sem hjer í bænum eru hreinsta plága, verða oft dugnaðar- og afbragðsdrengir í sveit og þeg- ar þeir koma aftur, eru gömlu f jelagarnir týndir og áhugamál- in ný og betr}. I— „Berum hvor annars ,byrðar“. — Röksemdir þær, að sveitafólki beri engin skylda til að bera byrðar Reykjavíkur með töku götustráka, eiga sjer engin svör, eða þau, að Reykjavík beri eng- in skylda til að taka unglinga júr sveitum til mentunar, sem er jauðvitað álíka fjarstæða, því þetta er ekkert sjermál Reykja- jvíkur, enda öllum hollast að skoða okkur sem eina heild, en hvorki eingöngu sem borgarbúa eða sveitamenn. Sú sjerstaða okkar að vera fá mennir og standa svo að segja með annan fótinn á mölinni en hinn í moldinni, veldur því að úrlausnir svipaðra vandamála í bæjum okkar og þeirra, sem tíðkast erlendis, geta orðið og þurfa að verða me"ð sjerstæð- um hætti og ósambærilegum ivið það, sem sjálfsagt þykir er- lendis. Erlend uppeldishæli. Víða erlendis er gripið til þess eina ráðs, eftir að auð- sætt þykir, að barn verði að fara af heimili sínu í stórborg, að senda það í uppeldisst'ofnun. Börnin eru flokkuð í stofnanír þessar eftir aldri og gerð. Til uppeldishælanna er ekkért spar að, hvorki húsakostur, áhöld nje kaupgreiðslur starfsmanna. Til forstöðu eru valdir háment- aðir og þrautreyndir afbragðs- menn og í stuttu máli alt gert til að vel megi farnast — og þó er árangurinn svo vafasam- ur að fullyrða má að ákvörðun um að senda barn til dvalar í slíka stofnun, sje hreinasta neyð arúrræði og ekki gert fyrr en í ítrustu nauðsyn. Uppeldishæli á íslandi. Það má ganga út frá því sem gefnu, að allir ókostir erlendra | uppeldishæla, myndu fylgja j stofnun slíks hælis á íslandi, og jhæpið hve mikið af kostum jþeirra yrði mögulegt að fá hjer; þótt ekkert yrði til sparað. Við. gætum ekki, nema með óbæri- legum kostnaði, flokkað börnin í hælin á sama hátt og gert er erlendis. Á fjölmennum hælum þar sem gnótt er sjerfróðra aðstoðarmanna, er unt að fá svo að segja hverju barni það verk- efni, er það girnist og fullkomna það í þeirri iðn, sem það yiíl læra. Hjer kæmi það vart til mála. Erlendis hverfur fortíð einstaklinganna í mannhafið, en ihjer, þar sem hver þekkir ann- an frá vöggu til grafar, er nokk- ura ára dvöl í uppeldishæli — sem vaíalaust hlyti annað og tungumýkra nafn í munni fólks krosS sem enginn er öfunds- verður af að bera, og ef til vill er það þyngst á metunum, því við þurfum ekki að blekkja okk ur með því að kalla þessa stofn- un fögrum nöfnum. „Letigarður“ — Litla-Hrauu. Vinnuhælið á Litla-Hrauni heitir bara „letigarður“, hvað sem við köllum það á prenti, og þeir, sem hafa verið þar, hafa verið ,,á Garðinum" — þó þeir hafi allan tímann verið að Litla Hrauni. Rithöfundur einn góð- kunnur, segir rjettilega að sá, sem einu sinni hafi jetið af blikkdiski, jeti af honum aftur og í bókinni, sem hefir þetta heiti, segir hann söguna um, hve örðugt það er fyrir þann, sem einu sinni hefir verið stimplaðúr hættulegur af þjóð- fjelaginu, að verða á ný venju- legur maður. Þessi saga er sögð um þá sem fullorðnir eru og kunna að kæra sig kollótta, þótt á móti blási, en hve margfalt erfiðara myndi ekki óhörðn- uðum unglingi reynast að rísa á fætur á ný eftir að öllum er ljóst, að hann hefir fallið. -— Sjálfsvirðing og lífstraust er hverjum manni lífsnauðsyn og viðkvæmum unglingi óbætan- legt. Hið opinberlega má þess- vegna aldrei gera neitt að nauð synjalausu, sem veldur því að þesir eiginleikar glatisL Þvert á móti verður í lengstu lög að sannfæra unglinginn um að yf- irsjón hans sje einungis barna- brek, á fárra vitorði, sem hann muni aldrei með vaxandi þroska gera sig sekan um, og að ráðstafanir þjóðfjelagsíns gagnvart honum sjeu honum til góðs eins og muni aldrei tor- velda, heldur þvert á móti auð- velda honum að verða nýtur maður. — Við megum ekki gleyma því að margur strákur- inn, sem sagt hefir verið um að aldrei yrði annað en villidýr, hefir orðið nýtur maður og lát- ið allar hrakspár sjer til skammar verða og ekki er ólík- legt að margur, sem um 16 ára aldur hefir tekið þá ákvörðun að verða eins og fólk er flest, hefði átt óþægilegra með að gera hana að veruleika, ef sífelt hefði klingt í eyrum hans að hann hefði verið árum saman í uppeldishæli. Niðurstöður. Af því, sem sagt hefir veri,ð hjer að framan, vona jeg að Framþ. á 8. síðu. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.