Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 5
í’imtudag'ur 30. mars 1944. MORGUNBLAÐIÐ S Tvö verkefni i. Á ALÞINGI því, sem ný- lega var frestað, var sjálfstæð- ismálið til lykta leitt. Varð þrátt fyrir það, þótt .ófriðlega bljesi, að lokum það ofan á í meðferð þess, sem væntanlega verður í framtíðinni oftar látið gilda um meðferð afdrifaríkari mála, að sameinast um lausn þeirra. Hina fyrstu daga yfirstand- andi árs, var ekki annað sýnna en að málinu yrði ráðið til lykta gegn andófi a. m. k. hluta eins stjórnmálaflokkanna. — Hlaut þá svo að fara, að síð- asti áfangi málsins í höfn yrði þyngri en ella þyrfti að vera, auk þess sem til hörku og fjand skapar hlaut að draga um með fer málsins, sem þó samkvæmt eðli sínu á að vera hafið yfir dægurþras og erjur á hinum pólitísku heimilum okkar. Við friðarsamninga þá, sem gerðir voru um lausn þessa máls, er formælendum þess skapað tóm tij að einbeita sjer að undirbúningi þeim að. at- kvæðagreiðslu, sem gert er ráð fyrir að fram fari hjá þjóðinni á komandi vori. Og er þess að vænta, að þau úrslit verði að- eins á einn veg og sanni það, að íslendingar geti verið sam- taka þegar mikið liggur við. Ungir Sjálfstæðismenn hafa tekið sjerstöðu í fylkingar- brjósti í þeim átökum, sem átt hafa sjer stað til lausnar þessa máls. Og fullvíst er, að þeir leggja sig óskifta fram í þeirri baráttu, sem eftir er, og fyrir dyrum stendur. II. Þótt við nú í vor náum inn í landið því valdi, sem Há- koni Noregskonungi var í hend- ur selt árið 1262, er hin mesta fjarstæða að láta sjer til hug- ar koma, að sjálfstæðisbaráttu okkar sje þar með lokið, og við meigum þess vegna í þeim efnum halda að okkur höndum og hafast ekki að. ísland var eftirsóknarvert skattland erlendra þjóðhöfð- ingja meðan það var bæði fá tækt og einangrað. Fátækt er það að vísu enn- þá, en rás viðburðanna hefir flutt okkur í þjóðbraut milli hins gamla og nýja heims. Og mun þýðing þess í nútíma hern aði og í sambandi við sam- göngur framtíðarinnar sjálf- sagt meiri en þorri okkar ger- ir sjer í fljótu bragði grein fyr ir. Megum við því vera þess fullvís, að Hallvarður gullskór gengur aftur, og oftar en einu sinni. Það er fyrst og fremst verk- efni og skylda hins vaxandi fólks að varðveita sjálfsforræði okkar. Ber kynslóð þeirri, sem nú tekur við hinu íslenska lýð- veldi, að sjá um, að sagan frá 1262 endurtaki sig ekki um alla framtíð. Ungir Sjálfstæðismenn hafa valið sjer það verkefni, að gera í vor glæsilegan sigur þess mál efnis, sem Fjölnismenn og Ján Sigurðsson börðust fyrir. Með þeim sigri, er þeim jafnframt skapað það framtiðarverkefni að hafa forystu á verðinum um framtíðar sjálfstæði landsins. Þorsteinn Bernharðsson. W\ þá ekki 16 eða 14? ÞAÐ virðist vera eitt áhuga- mál, sem ungir sósíalistar til- ; einka sjer nú öllu öðru frem- j ur. Hafa þeir ritað um það hvað ' eftir annað í Þjóðviljann með mesta fjálgleik, og þykjast eiga víst fylgi unga fólksins vegna þessa máls. Þeir eru sem sje að kref jast j þess að kosningarjettar-aldur- ! inn verði færður niður í 18 ár! Þeir berja sjer á brjóst ögr- andi og segja: Þora nú samtök yngri manna hinna flokkanna að fylgja okkur eftir í kröfum unga íólksins? Það má hugsa sjer tvær leið- ir til þess að svara þessum hávaða. Ungir Sjálfstæoismenn velja sjálfsagt fyrri leiðina, sem felst í því að framfylgja fyrri stefnu sinni og skynsamlegri úrlausn. Þeir hófu baráttu fyrir því á sínum tíma, að kosningarrjett- ar-aldurinn væri færður úr 25 árum niður í 21 árs aldur. 21 árs hafa menn öðlast lögræði, þ. e. bæði sjálfræði og fjár- ræði og þá líka að jafnaði þann þroska, að engin skynsamleg rök mæltu með því, að menn þyrftu þá enn að bíða í 4 ár til þess að öðlast almennan kosningarjett. Takmarki þess- arar baráttu er náð. Rökin skortir fyrir því að krefjast nú 18 ára kosningar- rjettar aldurs. Það aldurstak- mark liggur rnitt á milli sjálf- ræðisaldursins, sem er 16 ár, og fjárræðisaldursins, sem er 21 ár. 18 ára aldurinn er að visu „giftingarrjettar“-aldur kvenna, en 14 ára aldurinn er þá einnig fermingaraldurinn! Því ekki eins að miða við hann. eða sjálfræðisaldurinn? Þar er komið að hinni leið- inni til þess að svara kommún- istum: að bjóða betur, — koma meö yfirboð. En þar sem ber svo litið á ungum jafnaðármönn um, er ekki sainngjarnt að ræna þá möguleikanum til þess að ,,slá sjer upp“ með því að velja þann kostinn. Krogh heimsækir Svíþjóð. Stokkhólmi: — Danski vís- indamaðurinn próf. August Krogh, sem hlofið hefir Nobels verðlaun fyrir afrek í lyfja- fræði og lífeðlisfræði, hefir verið í Stokkhólmi Framtíðar lífssftarfið Á SÍÐASTA þingi Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna var samþykt eftirfarandi álykt un: „7. þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna, haldið að Þingvöllum og í Reykjavík 18. —20. júní 1943, telur brýna nauðsyn bera til þess, að æsk- unni í skólum landsins, einkum hinum lægri skólum, verði gef- inn kostur á leiðbeiningum og upplýsingum um stöðuval. Lít- ur þingið svo á, að slík fræðsla geti orðið ungu fólki að liði um val framtíðar lífsstarfs síns“. í þessari tillögu felst at- hyglisvepð ábending. Það er á- reiðanlegt að margvíslegar mis fellur hafa fyrr og síðar átt sjer stað, er hin upprennandi kynslóð tekur ákvarðanir sin- ar um þao, hvar hún ætli að skipa. sjer á starfssviði þjóðar- innar. Vafalaust er margt gott hægt að gera, er hinu unga fólki mætti verða til ábending- ar, í því erfiða vali, er margur þarf að ráða fram úr í þessum efnum. I öðrum löndum hafa verið settar á stofn ýmsar stofnanir til þess að leiðbeina hinu unga fólki um stöðuval. Og enda þótt starfshæfni manna verði ekki til fulls mæld eða metin til einna verka eða annara, sýnist þó augljóst, að kanna mætti slíkt nægjanlega til þess að gefa góðar vísbendingar. Ef með slíkum leiðbeining- um er hægt að koma í veg fyr- ir, að unglingar lendi á rangri hillu í lífinu, er það ekki að- eins þeim sjálfum til ómetan- legs góðs, heldur einnig þjóð- fjelaginu í heild, sem skipað verður hæfari starfskröftum en ella, Á Alþingi því, er lauk fyrir síðuslu áramót, var. samþykt eftirfarandi þingsályktun um tilraunastoíu til athugunar á hæfileikum manna til starfa: „Alþingi ályktar að fela rík- issjórninni að láta athuga inögulcika fyrir stofnun til- raunastofu, þar sem prófaðir sjeu hæl'ileikar nianna til ým- issa stari'a (psykoteknisk la- boralorium). — Sjc í því sam- bandi athugað, hvort ekki sje tiltækilegt að tengja siíka stofnun við háskólann, iðnskól ann í Reykjavík eða aðra opin- bera stofnun. <éín heppileg þykir. Verði niðurstöður þessarar athugunar lagðar fyrir næsta reglulegt AIþingi“. Flutningsmaður þessarar til- lögu var Emil Jónsson, en þess er nú að vænta að skriður komist- á þetta mál og ríkis- stjórnin vanræki ekki að und- írbúa málið eftir föngum, áður en venjuleg þingstörf hefjast aftur á næsta hausti. Samtök fólksins NÝLEGA hefír verið birt í blöðum og útvarpi ávarp til íslensku , þjóðarinnar varðandi lýðveldis og skilnaðarmálið frá nokkrum.landssamböndum og fjelagssamtökum. Það mun hafa verið í jan- úar s.l., að stjórn Sámbands ungra Sjálfstæðismanna ritaði landssamböndum yngri manna liinna flokkanna brjef. ásamt nokkrum fleiri fjelagssamtök- um, með tilmælum um sam- starf þessara aðilja til örfunar og einingar i lýðveldis- og skilnaðarmálinu. Niðurstaðan varð sú, að full- trúar frá stjórm.un sambands ungra Framsóknarmanna, ungra Jafnaðarmanna, ungra Sósíalista og ungra Sjálfstæð- ismann, ásanjt fultlrúum stjórnai' Ungmennafjelags ís- lands og Stúdentafjelags Rvík- ur áttu sameiginlegar viðræð- ur um málið, og sameinuðust um ávarp það, er fvrr getur. Meðál stjórna þessara fjelaga- samtaka rikti besta samkomu- lag og fylsta eining. Fer hjfer á eftir ávarp fje- laganna, eins og það var end- anlega samþykt á sameiginleg,- um fundi stjórr.a samband- anna: „Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að Alþingi skuli einróma hafa samþykt lýðveld isstjórnai'skrá Islands og þings- ályktun um niðurfellingu dansk islenska sambandslagasáttmál ans. Fundurinn heitir á íslenska æsku og alla þjóðina að fylkja liði við þjóoaratkvæðagreiðslu þá, er fram verður látin fara um bæði málin, og staðfesta einum rómi þá stefnu, er Al- þingi hefir markað í þessum málum og er í beinu framhaldi af baráttu og athöínum þjóð- arinnar í sjálfstæðismálum hennar. Sjersaklega heitir fundurinn á einstök íjelög og meðlimi greindra íjelagssamtaka að láta einskis ófreistað til þess að vinna sem best að undirbún- ingi þjóðaratkvæðagreigslunn- ar og stuðla með hverju móti öðru að því, að fram komi sem sterkust héild þjóðárinnar og giæstur áhugi: Fundurinn lýsit yfir þeim vilja sínum', að saman megi fara sambandsslitin og stofnun lýðveidisins að atkvæðagreiðsl- unni lokinni, og að stofnun lýð veldisins megi verða með þeim menn sameinist um varðveislu þjóðlegra verðmæta um leið og fundurinn mínnir á, að frelsi og sjálfstæði landsins eru grundvallarskilyrði fyrir menn ingarlífi þjóðárinnar". Það er nú eftir að sýna sam- tök fólfesins i lýðveldis- og skilnaðarmálinu. I þeim efnum eiga öll fje- lagasamtök að leggjast á eitt um það, að beita kröftum sín- um að einu marki. Sæist þá í verki sá einhugur með þjóð- inni, er henni má nú best gagna. Enda kynni þá svo að fara, að sú allsherjar eining fólksins yrði vísir til varanlegri einingar og aukins samhugar með þjóðinni. Myndi þá stofn- un lýðveldisins boða hin æski- legustu straumhvörf í lífi þjóð- arinnar. áukii fræðslu- STJÓRNi Sambandsins vill sjerstaklega vekja ahygli ungra Sjálfstæðismanna á stjórnmála- námskeioinu, sem nú stendur yfir hjer í Reykjavik á vegum Sjálfstæðisfjelaganna, og Fræðslunefnd flokksins veitir forstöðu. Á hverjum þriðjudegi og fimtudegi eru fluttir fyrirlestr ar frá kl. 6—7 og kl. 8V2 e. h. um almenn þjóðfjelagsmál og einstök atríði stjórnmálanna. Jafnframt fara fram mælsku- æíingar. Ættu ungir Sjálfstæð- ismenn ekki að láta þetta tæki- færi ónotað il aukinnar þekk- ingar og meiri fræðslu um stjórnmélin. Námskeiðið fer fram í húsi flokksins, Thorvaldsensstræti 2 og. þátttöku er enn hægt að til- kynna á skrifstofu flokksins, sama stað, eða á sama tíma og fyrirlestrarnir eru fluttir. BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU FJeiag ungra SjálfstæSismansia á Slfikifirði AÐALFUNÐUR f jelags ungra Sjálfstæðismanna á Siglúfirði, var haldinn 21. mars s.l. Kosnir voru. i stjórn fjelags- ins: Jónas Björnsson, formað- ur, Sigurður Njálsson. ritari, Ólaíur Ragnars, gjaldkeri. I fulltrúaráð Sjálfstæðisfje- hætti, og með þeim blæ, er sje laganna. á Siglufirði voru kosn virðingu þjóðarinnar samboð- ir: ^iartan Friðbjarnarson, ínn. Ofangreind fjelegasamtök vilja ennfremur heita á alla meðlimi sina svo og aUan al- menning í landinu að vinna að því, að stofnun hins nýja lýð- veldis megi verða íslendingum til meiri giftu og auka- þjóð- lega einingu og farsæld lands- manna. Að lokum lætur fundUrinn í ljós þá ósk sína, aA allir lands- Kjartan Bjarnason, Jón Stef- ánsson og Ásgeir Gunnarsson. Stjórnin á jafnframt sæti í ráð inu. Fráfarandi formaður fjelags- ins var Jón Stefánsson. Kauphöllin er miöstöð verðbrjefa- viðskiftanna. Sími 1710

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.