Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ jFimtudag'ur 30. mars 1944, Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson . Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson A.uglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands t lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Vanræktur þáttur Þjóðfjelagsmálanna NYLEGA kom á bókamarkaðinn hjer í Reykjavík þýdd bók. Það þykir nú út af fyrir sig enginn viðburður þótt ný bók birtist á markaðinum, svo mikið sem nú er gefið út af bókum. En það er ekki gefið jafn rnikið út um öll málefni, og á fáum sviðum er bókamarkaðurinn rýrari en þeim, sem lúta að pólitískum fræðum. Þess vegna vekur fyrgreind bók eftirtekt: „Þróun pólitískra hugmynda“, eftir kunnan enskan stjórnmálafræðing, Hearnshaw, áður prófessor í sögu við Lundúnarháskóla, en Jóhann G. Möller hefir þýtt bókina. Það hefir lengi verið svo hjer, að fræðslustarfsemi er algjörlega vanræktur þáttur þjóðfjelagsmálanna. Kensla almennrar þjóðfjelagsfræði í skólum landsins er engin, þótt nokkur kensla fari fram í sumum skólum um íslenska þjóðfjelagsfræði, sem er bæði sjerstök og algjörlega ófull- nægjandi. Á hitt skortir aftur á móti ekki, að nægjanlegur póli- tískur áróður sje í frammi hafður, sem sennilega er þá bæði háværari og óskammfeilnari, í skjóli þess, að hin almenna gagnrýni sje ekki á sem bestu stigi. Sjá allir, hversu vafasamt slíkt muni vera fyrir stjórnmálaþróun- ina innanlands, enda höfum við ekki í þeim efnum af miklu að státa. ★ í formála Jóhanns G. Möller að fyrgreindri bók, bendir hann mjög rjettilega á þann mikla þátt, sem stjórnmálin eiga nú í lífi hvers einstaks borgara og hversu afstaða manna í þessum efnum skiftir miklu máli. Þar segir: „Þeir tímar eru löngu um garð gengnir, er stjórnmálin voru mál, er aðeins nokkur hluti þegna hvers þjóðfjelags fjallaði um, og jafnvel kynslóð eftir kynslóð gat háð lífs- baráttu sína til enda, án þess að verða þess vör, að stjórn- málin skiftu nokkru verulegu máli um líf hennar og hamingju. Nú er þessu á alt annan veg farið. Nútíminn er ef til vill fyrst og fremst tími stjórnmálabaráttu. Stjórn málin verða sterkari og sterkari þáttur í lífi hvers ein- staklings, og með sumum þjóðum er þessi þáttur orðinn svo ríkur, að einstaklingarnir geta varla stigið svo nokk- urt fótmál, að það sje ekki markað og mælt með einhverri pólitískri mælistiku. Menn geta að vísu látið eins og stjórnmálin komi þeim ekkert við, en þeir, sem þannig hyggja, gera sjer ekki ljóst, að ef þeir taka ekki þátt í að móta þjóðskipulag framtíðarinnar, þá verða það aðrir, sem skapa það, en vjer verðum öll að lúta þess boðum. Stjórnmálabaráttan ákveður að verulegu leyti um lífs- hamingju vora og barna vorra, þó að vjer látum hana fara fyrir ofan garð vorn, eða neðan. Undan þeirri bar- áttu nútímans verður ekki flúið, og það er þjóðfjelagsleg skylda einstaklinganna í þjóðfjelaginu, að taka þátt í henni“ Öll eru þessi ummæli fyllilega rjettmæt, og sjá þá allir, hversu miklu máli skiftir, að í þessari baráttu sje beitt viti og þekkingu, en ekki atast með belg þekking- arleysis og dómgreindarskort dreginn yfir höfuð sjer. Nefnd bók, „Þróun pólitískra hugmynda“, veitir inn- sýn á víðáttumikið svið, þar sem hinir stóru straumar þjóðfjelagslegra kenninga og hugmvnda hafa fallið, mót- ast og greinst á fyrri og síðari tímum. Útgáfa slíkrar bókar ætti að verða öðrum til eftirbreytni. Kynni þá svo að fara, að lesendahópur pólitískra fræða stækkaði og þar með beindust nýir straumar að því smátt og smátt að veita meira heilbrigði og skynsemi rúm í mati og meðferð manna alment á hinum þjóðfjelagslegu vanda- málum. I lýðræðisþjóðskipulagi, með almennum pólitískum rjettindupi borga^anna, er það lítt sæmandi, að vanrækt- ur sje sá þáttur þjóðfjelagsmálanna, er að því lítur, að auka hæfni hvers pins:og þekkingu til þeirrar þátttöku í stjórnmálabaráttunni, er honum er ætluð. I Morgunblaðinu fyrir 25 árum Bæjarstjórn ákveður sam- kepni um tillögur um fyrir- komulag Austurvallar. 23. mars. „•Ákveðið eftir tillögu vega- nefndar að bjóða mönnum að keppa um að gera tillögur um fyrirkomulag á Austurvelli og heita þremur verðlaunum fyrir bestu tiUögurnar, 250 kr., 150 kr. og 100 kr., og kosnir þrír menn til þess að semja útboð og dæma urrr tillögurnar. Kosn ir voru: Úr Listvinafjelagi Is- lands Einar Helgason garð- yrkjufræðingur og Matthías Þórðarson fornmenjavörður og úr bæjarstjórninni borgarstjóri K. Zimsen'1. ★ Um útlit Austurvallar segir: 25. mars. „Bæjarstjórnin hefir nýlega heitið verðlaunum fyrir bestu tillögurnar um skipulag Aust- urvallar í framtíðinni. Völlur- inn er, eins og allir vita, i örg- ustu niðurníðslu og hefir verið það um undanfarin ár, girðing- in öll ryðguð sundur og gróð- urinn hlaupinn í illgresi“. ★ Sjaldan eða aldrei hefir ver- ið meiri fiskur á íslandsmiðum síðari árin en einmitt nú. í fyrri heimsstyrjöld óx fiskveiði á smærri skip mjög hjer við land. 25. mars. „Færeyingar hafa rekið sig á það sama eins og við, að fisk- veiðar hafa aukist stórum á skútum, smábátum og vjelbát- um síðan stríðið hófst og botn- vörpungaveiðum útlendinga linti. Væri ekki úr vegi, að hjer yrðu gerðar einhverjar ráðstafanir til þess, nógu tím- ahlega, að vernda fiskimiðin betur en áður hefir verið gert og koma í veg fyrir það, að þeim sje gjörspilt. Því að eigi eru botnvörpungar aðeins verstu óvinir smáfisksins, held ur skemma þeir miðin stórkost lega með því að skafa allan sjávargróður, þar sem botnvarp an fellur“. ★ Stórbruni á Seyðisfirði. Um hann segir: 30. mars. „Seyðisfirði í gær: •— í fyrri nótt kom upp eldur á Seyðis- firði og brunnu þar þrjú hús, læknishúsið og hinar svoköll- uðu Nýjabúð og Nielsensbúð. í læknishúsinu brann alt innbú, en vörum bjargað að mestu úr búðunum. Um tíma var ekki annað sýnna en öll Aldan mundi brenna. Var á snarpur norðan- vindur og hríð“. Dýrtíð í Rúmeníu. Stokkhólmi: — Finski bóka- útgefandinn Birger Fagerström sem nýkominn er til Stokk- hólms, eftir að hafa verið á ferðalagi um Rúmeníu í boði stjórnarvaldanna þar, hefir átt viðt:(l við „Dagens Nyheter“ og látið svo um mælt, að nóg væri af öllum matvælum í Rú- meníu, en dýrtíð væri ógurleg í landinú/ \Jthverjl ikripar: .♦. ■*. .*. -*■ -*■ •*. - •v - A .4^ A — -♦- ^ éM vjr Jaaíeaa Íí^invi ♦♦♦♦ 'X-K* Skólabörnin fara á skíði. ÞESSA dagana eru mörg börn úr barnaskólanum á skíðum upp til fjalla. Er farið með einn eða tvo bekki á degi hverjum og þeir, sem hafa sjeð ánægju barn anna yfir þessum ferðum, skilja, að það er ekki út í loftið, að menn hafa viljað komá þessum ferð? um á. Það er mikið um að vera hjá börnunum, þegar þau frjetta, að nú sje röðin komin að þeirra bekk. Tilhlökkun og undirbún- ingur. Sum eru heppin með veð- ur, en önnur fá slæmt, eins og gengur. Því miður er ekkert við þvi að gera og það einkennilega er, að jeg held, að bömin láti það atriði ekki fá eins mikið á sig eins og margur kynni að halda að óathuguðu máli. Jeg hefi sjeð skólabörn hjeð- an úr Reykjavík koma upp í fjöll, bæði í góðu og slæmu veðri. Það var sama hvernig veðrið var, þau ljeku á als oddi og skemtu sjer prýðilega i báðum tilfellum. Það var einn sólskinsdaginn fyrir skömmu, að tveir barna- skólabekkir komú að Kolviðar- hóli. Kennari var með börnun- um og sagði þeim til, eftir föng- um. Alt virtist leika í lyndi fyrir hinu unga skíðafólki. Augsýni- lega höfðu mörg þeirra aldrei stigið á skíði fýr. Allan daginn Ijeku börnin sjer í skiðabrekk- unum og fengust varla til að fá sjer bita af ákafa fyrir að renna sjer á skíðum. Næsta dag var rigning. Helli- rigning. Eldra fólkið, sem statt var í skíðaheimilunum, sagði, „að ekki væri hundi út sigandi“. Þá kom fullur stór bíll af barna- skólabörnum. Þeir, sem fyrir voru, vorkendu þeim óhepnina, að veðrið skyldi vera svona vont, En það fjekk auðsjáanlega ekki á börnin. Þau fóru út í rigning- una og fengust ekki til að koma inn, eða fara í bílinn aftur, fyr en þeim var skipað það. Það er ábyggilega þess virði, að þessum skíðaferðalögum sje haldið uppi fyrir skólabörnin. • ' Þögla umferðin enn. ÞÁ Á nú aftur að fara að inn- leiða þöglu umferðina, sem lengi hefir aðeins í lögum verið og reglum, og er ekki nema gott til þess að vita, því bifreiðablást- urinn var farinn að keyra svo úr hófi, að flestum hefir víst þótt nóg um, nema þeim, sem sjálfir „bljesu í hornin“. Annars er ekki trútt um, að ýmsir hafi gert það að gamni sínu að þeyta bifreiða- lúðrana, því oft hefir maður heyrt þá hljóma, þótt ekki væri minsta von um, að það bæri á- rangur. Eins og allir vita, er heldur mikil umferð bifreiða í Austurstræti, og kemur fyrir, að hún er ekki sem greiðust. Bif- reið nemur staðar og þá þarf ekki annað en það, til þess að öll umferð stöðvist, og stendur þá bifreiðahalarófan eftir endilöngu strætinu. • Og þá byrjar sam- söngurinn. MAÐUR þarf ekki að sjá slik- ar umferðatafir í Austurstræti, ef maður býr þar eða vinnur. Maður getur nú heldur betur heyrt þær. Fyrsti bíllinn, á eftir þeim, sem stöðvar umferðina, hefur upp eitt allsherjar gól og sá næsti tekur undir, uns endi- langt strætið hljómar af orgi bifreiða, þar sem horn eru þan- in hvert í kapp við annað, rjett eins og það éigi að æra ökumann þess farartækis, sem stöðvað hef ir umferðina, til þess að fara af stað. En þessi ófrýnilegi sam- söngur hefir víst í flestum til- fellum alveg öfug áhrif. Maður- inn verður gramur, hann ætlaði ekki að stöðva umferðina og er að flýta sjer eins og hann getur, En þegar hornablásturinn gellur honum við eyru, er ekki nema eðlilegt að hann hugsi: — O, jeg held þeir megi flauta dáhtið leng ur, bansettir. Og fólk hrekkur við. SUMIR bifreiðastjórnarár, og þeir held jeg fæstir atvinnumenn í faginu, hafa þann leiða sið að blása skyndilega a fólk, Sem er að fara vfir götur, þótt þaö sje komið alveg úr leið bifreiðarinn- ar. Þetta er kannske „sport" frá þeirra sjónarmiði, en ekki frá sjónarmiði hins, sem leggur |>etta þannig út, að verið sje að gera sjer hverft við. Og auk þess get Ur þetta gert fóki svo hverft við, að það hröklist í fáti út á göt- una aftur og jafnvel fyrir bif- reiðina. Kvikmyndun lýð- veldisliátíðahald- anna. „MONITOR" skrifar alllangt brjef um kvikmyndir alment og þýðingu þeirra, en þó sjer í lagi um mál, sem hjer hefir áður verið hreyft, en það er kvik- myndun lýðveldishátíðahald- anna í vor. Tillaga hans ér á þá leið, að einstökum mönnum verði gefinn kostur á að taka kvikmyndir af hátíðahöldunum og síðan verði gerð ein allsherj- ar kvikmynd úr þeim myndum. „Monitor“ segir m. a.: „Hjer eru nú allmargir leik- menn, sem hafa kvikmyndatökur að aðal-áhugaefni, og sem reynst hafa smekkvísir og leiknir á því sviði. Ef þessir menn gerðu sitt besta til að ná góðum myndum af hátíðinni, er enginn vafi á, að margur góður kafli fengist i heildarkvikmynd af lýðveldis- hátíðinni. Jeg geri ráð fyrir, að hátíðarnefnd hafi ráðið eða muni ráða kvikmyndatökumenn, en á það má benda, að þeir verða aldrei of margir. Enginn einn maðUr getur tekið heilsteypta kvikmynd af slíkum hátíðahöld- um, og er þá gott að hafa yfir miklu úrvali mynda að ráða, þegar heildarmynd skal setja saman. Nú eru kvikmyndafilmur ófá- anlegar, og verða ef til vill um ófýrirsjáanlegan tíma. Forráða- menn hátíðahaldanna ættu þv.í að sjá um innflutning filmna, og gefa þeim mönnum kost á kaup- um þeirra, sem áhuga hafa á þessu máli. Síðan ættu dómbærr ir menn að athuga rækilega þær kvikmyndir, sem bera kynnust eftir hátíðahöldin — auðvitað eftir að þær hafa verið fram- kallaðar hjerlendis eða erlendis — og taka up í endanlega kvik- mynd, ef sjerstaklega góðaf reyndust“. Það er nokkuð til í þessu bjá „Monitor“, en sjálfsagt finst mjer, að fela einum eða fleiri fagmönnum að sjá um kvikmynd un hátíðahaldanna, en örfa svo áhugamennina eða hjálpa þeim, eins og brjefritari stingur upp á. I Má svo ávalt síðar ákveða, hvern | ig íarið yrði með þær myndir, sem bærust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.