Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.03.1944, Blaðsíða 12
12 Fimtudag'ur 30. mars 1944. nras ffl irunswíck London í gíerkvddi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. AMERÍSKAR FLUGVJELAR gerðu dagárás sína í dag á Brunsvvick og hjeraðið um- hverfis þá borg. Var þetta hörð árás og sú 15., sem amerískar flugvjelar gera á stöðvar í Pýskalandr í þessum niánuði, en sú 24., sem gerð hefir verið í marsmánuði á óvinastöðvar á megínlandinu, segir í opinberri tiíkynningu frá yfirstjórn ame- ríska hersins í Bretlar.di, sem gefin. var út í kvöld. Það voru flugvirkiysem árás- gerðu, segir í hinni opin- beru tilkynningu. í fylgd með spterigjuflugvjelunum voru ainerískar orustuflugvjelar. Líghtning, Mustang og Thunder bOlt-flugvjelar. í fyrsta sinn í *r>avga daga sendu Þjóðverjar upp or-ustuflugvjelar gegn ame- tísku flugvjelunurn. Orustu- flugvjelar Bandaríkjamanna bröktö þær brátt á flótta. Voru að minsta kosti 39 hinna þýsku flugvjela skotnar niður í loft- orustum. og ennfremur allmarg ar flugvjelar eyðilagðar fyrir Þjóðverjum á jörðu niðri. Ekki er kunnugt, hve margar óvina- flugvjelar skotnar voru niður í dag af sprengjuflugvjelum Bandaríkjamanna, segir. í til- t’,:ynnmgunni. A meðan árásin á Brunswick stóð yfir rjeðust amerískar Liberator-flugvjelar á hernaðar staði hjá Pas de Calais í Frakk- Jantíi. Ur öllum árásarferðum Bandaríkjafl.hersins í dag hafa 0 spregjuflugvjelar og 9 orustu- flugvjelar ekki komið aftur til bækislöðva sínna. Sprengjum var varpað á Brunswick í dag gegn skýja- bykni og voru notuð sjerstök taeki til miðunar. Þetta er 11. dagárásin, sem ameriskar flugvjelar gera á Brunswick, en þar eru stórar verksmiðjur, sem framleiða flugvjelaskrokka og sem setja sarnan fiugvjelar. Brunswick er þýðingarmikil járnbrauta- skiptistöð, um 19 km: vestur af Berlín. Verður sennilep ein innrásarhöfnin MIKIÐ ER nú talað un> innrás bandamanna á meginlatid Evrópu og er talið aft hún geti orðið þá og þcgar. Hjer birtist mynd af höfninni í Boulognc í Frakklandi. Er ckki óiíklegt að sú borg verði ein þeirra, er handamenn freista að ná á sitt vald í upphafi innrásarinnar, því þar eru hafnarskilyrði góð og samgöngukerfi gott inn í landið. Hcfir borgin orðið fyrir miklum loftárásum undanfarið. Austur - Eyfellingar reisa minnismerki um Steinakirkju U þiís, slömfunar- seSfiini áfhfifai í gær AFIIENDfNG sKömtuirar- seðla næsta úthlutunartíma- hil.s hófst í gær. — Var þá úthlutað um 12 þús, seðlutn. Úthlutunin heldur áfram í dag og á morgun. Seðlarnir eru afhentir í Hótel Ileklu (gengið inn um suð-austur- dyr) frá kl. 10—12 f. h. og kf. 1—6 e. h. Athygli skal vakin á ]tví, að seðlarnir eru aðeins af- hentir gegn stofnum að nú- gíldandi matvælaseðlum, og* 1 þurfa ]»ejr að vera greini- léga áietraðir nafni og heim- iHsfangi. • AUSTUR EYFELLINGAR haf nú ákveðið að reisa minnis- merki um hina gömlu Steina- kirkju. Verður merki þetta reist á komandi vori á þeim stað, er kirkjan stóð. Tildrög þessa máis eru þau, að sjera Jón M. Guðjónsson í Holti sendi Austur-Eyfellingum innan hinnar gömlu Steina- sóknar, ávarp, þar sem hann læt ur í ljós þá ósk sína, að staðn- um, þar sem gamla Steinakirkj an stóð, verði sýnd meiri rækt en verið hefir. I ávarpi sínu komst prestur m: a. svq að orði. ,,Þar sem hín gamla Steinakirkja stóð, er nú ömurlegt um að lítast, grjóturð og tættur hinnar gömlu Steina- bæja. Eigi að síður talar hjer alt sínu máli og geymir hina óskráðu sögu hins liðna, mann- lífsins í sorg og gleði. Ekkert minnir þó lengur á að hjer hafi heilög kirkja staðið öldum sam- an. Fer ekki vel á því, að hin gamla Steinasókn sýni þessum fornhelga stað rækt á viðeig- andi hátt? .... Beini jeg nú þeirri ósk minni til ykkar allra, er málið varðar, að með vori komanda gefí að líta þarna veg- legt og fagurt minnismerki, helgað hinni gömlu Steina- kirkju, í þakklæti við gegna syni og dætur Eyjafjalla er hlutu gröf beinum sínum á þess um stað. Ennfremur er það ósk prests- ins, að umhverfis merkið á all- stóru svæði verði gróðursettar írjáplöntur, og að með tíð og tima gefi að líta þarna ve! skipulagðan skrúðgarð. Prestur hefir gert uppdrátt að merki, er hann ljet fylgja með ávarpi sínu, og bauðst til að gefa, ef úr framkvæmdum yrði. Kvað hann hina táknrænu túlkun þess í fáum dráttum vera þessa: Háborð kirkju, hin heilaga þrenning og sólstafir hennar, upprisan og máttur krossins. — Austur-Eyfellingar, sem ávarp- ið var stílað til, hafa tekið þessu máli sóknarprests vel. og hafa hug á að reisa minninsmerkið í vor og vinna þá jafnframt að hinum væntanlega skrúðgarði í Gömlu-Steinum. Verður farið eftir uppdrætti sjera Jóns. Merkið verður gert úr steinsteypu og húðað fagur- lega utan. Það verður um 5 m. á hæð og á það að bera 5 lýs- andi kúlur. Með tilliti til þess verður raflögn sett í það. Fimm manna framkvæmda- nefnd hefir verið skipuð og eiga sæti í henni þessir menn: Eggert Ólafsson, Þorvaldseyri, Sigurður Magnússon, Steinum, Ragnar Eyjólfsson, Hvoltungu, Andrjes Andrjesson, Berjanesi, og Ingvar Ingvarsson, Miðbælis bökkum. Blaðið hefir vei;ið beðið um að beina því tíl gamalla Aust- ur-Eyfellinga, sem eiga heima hjer 1 Reykjavík, hvort þeir vildu ekki taka þátt í því með „heimafólkinu“ að prýða Gömlu Steina. — Þeir, sem hefðu í hyggju að gera það, geta komið sínum hlut til einhvers nefnd- armannsins eða sjera Jóns M. Guðjónssonar í Holti. Drengir kveikja í bálkesii í GÆRKVÖLDI kveiktu nokkrir drengir í bálköstum á íþróttavellinum. Lögreglan til- kynti þegar slökkviliðinu um eldinn og er það kom suður eft- ir skíðlogaði i honum. Slökkvi- liðið vann fram yfir miðnætti að slökkvistarfinu. Unnið að því að ílytja ónýla bíla burtu LÖGEEGLAN hefir undan farna tvo daga unníð að því að taka alla þá bíla, som eru í hirðuleysi. Bílar þessir standa víðsvegar um bæinn, ýmist á torguni eða •strætum, umferðinni til trafala og til óprýði. — Þegar hafa 10 bíl- ar verið fluttir vestur í „bíla- kirkjugarðinn", en í dag' hefst sóknin og hefir h.f. Egill Vilhjálmsson góðfúslega lát- ið lögreglunni í tjc krana hifreið. Fullkomnari iegund „Jeep"-bíla London: — Bandaríkjamenn hafa nú lokið við smíði á nýrri og endurbættri tegund hinna svokölluðu ,,Jeep“-bíIa. Aður hafa þessir smábílar rúmað fjóra menn, en í nýju tegund- inni er rúm fyrir 10 manns. Bílar þessir hafa ,,drif“ á öll- um hjólum eins og gömlu ,,Jeep“-bílarnir, en þeir nýju eru aflmeiri og er talið að þeir geti ekið yfir meiri torfærur og á verri vegi, en þeir eldri. — Reuter. Unyur ógiftur maður vann K.R. happdrættiS IIANS TÓMASSON, Sjafn- argötu 9, afgreiðslumaðuL* hjá h.f. Itæsir, var handhafi miða þess, er upp kom í haþp- drætti Knattspyrnufjelagsj Reykjavíkur. Hans keypti fimm miða af, sa mst a rfsmanni sínum. Ilefir! Ilans skýrt tíðindamanni hlaðsins svo frá, að hann hafi keypt miða þessa með það fyir augum að styrkja K.R. Sig hafi ckki dreymt um, að hann hreppti muni þessa og' „ekki hafði jeg hugmynd um, að jeg hefði unnið fyr en jeg' las Morgimblaðið í gærmorg- un‘ Munirnir cru svo sem kunn- ngt er eftirlætis hjálpartæki húsmóðnrinnar: ísskápur, jrvottavjel og strauvjel. „Eitt vil jeg biðja Morg- blaðið að koma á frarafæri og ]>að er, að jcg hefi ekki í hygg'ju að selja neitt þeirra“. Ilans er ungur maður ógift- ui', oii í gærkveldi hárust blaðinu þær fregnir, að hon- uiu hafi þegar borist 14 gift- ingar tilboð frá ungum stúlk- um. K.R.-ingar eiga lof skilið fyrir dugnað sinn að happ- drættinu. Þeir hófu sölu áí miðunum ]>ann 22. jan. s.l. og lögðu ]>á strax áherslu á að dregið yrði þann 28. mars. —1 Á þessum tíma tókst þeim að selja alla þá miða er út voru gefnir, og alt stóð heima. Nýsfárleg skákkepni Skömmu eftir Reykj avíkur þingið hófst í Taflfjelagi Reykja víkur nýstárleg skákkepni. —• Keppendur máttu aðeins leika vissar byrjanir. Á móti Drotn- ingarbragði annað hvort Tarr- aschvöm, eða Albínsbragð, og á móti 1. e2—e4, annað hvort 1. — — — c7—c6; 2. de—d4, d7—d5; 3. exd, cxd; 4. c2^c4, eða tveggja riddaraleik. Um- hugsunartíminn var 1 klukku- stund á 40 leiki og skyldi skák- in dæmd eftir fertugasta leik svarts, ef hvorugur hafði gefist upp fyrir þann tíma. Þátttak- endur voru 9 og átti sá, sem sat yfir í hvert sinn, að vera skák- stjóri og' dómari í biðskákun- um. Keppninni lauk í gær- kveldi, með því að dómur var kveðinn úpp í síðustu biðskák- unum. Heildarúrslit urðu þessi: 1. Ásmundur Ásgeirsson 5 Vi vinning. 2. Baldur Möller 5 vinninga. 3. Magnús G. Jónsson 4V2 vinning. 1 4. —7. Árni Snævarr, Guð- mundur Ágústsson, Guðmund- ur S. Guðmundsson og Sturla Pjetursson, 4 vinninga hver. 8. Einar Þorvaldsson 3 vinn- inga og 9. Eggert Gilfer 2 vinninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.