Morgunblaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagmr 31. mars 1944. Kirkjubyggingar F Frarríh. af 5. sí'ðu. setja byggingameistarar nú m. a. söngkór og orgel í samband við kirkjukór og altari. Notað er nú víða Accusti- celotex til hljóðeinangrunar. Hljómgjafi má ekki standa of lágt og tíðkast nú að nota ská- halla fjöl að baki prests í prje- dikunarstól í eins meters fjar- lægð frá brún ræðustóls og sömuleiðis eru kirkjustólar oft ofurlítið bognir . afturábak á efstu brún. Safnaðarsalur. EINS OG áður er getið, er nú venja að hafa safnaðarsali (oft nefndir kapellur) í sambandi við kirkju. Eru þeir oft settir í samband við aðalkirkju, á hlið, og teknir í notkun við guðsþjónustur, ef þess gerist þörf, annars lokaðir. í ýmsum nýjum kirkjum, eins og Samu- elskirkjunni í Thorsgade í Kaupmannahöfn, njóta þeir sín ekki fyllilega, af því að ekki heyrist eða sjest til prests úr öllum sætum, en þessu hefir verið breytt til bóta á síðustu árum. I Jakobskirkjunni í Stettin er þessu betur fyrir komið, en þar eru tvær súlur, er hindra að nokkru leyti sam- band við prest. Samkomusölum þessum hefir annars oft verið komið fyrir í kjöllurum kirkn- anna, en frá þessu er nú verið að hverfa, og salurinn settur í samband við sjálfa kirkjuna. Var þetta atriði m. a. til um- ræðu á kirkjubyggingafundi í Magdeburg 1928. En ekki eru . nema 30—50 ár síðan safnaðar- salir þessir komust í notkun. Turn. ENGIN kirkja hefir þótt vegleg nema hún hefði falleg- an tum. Turninn er táknrænn og bendir upp í hæðir og marg- ir kirkjuturnar eru skínandi fagrir, en hagkvæm not þeirra hafa eingöngu eða að mestu verið fyrir kirkjuklukkur og úr. Kaupmannahöfn hefir ver- ið nefnd „Byen med de smukke Taame“ og myndu íbúar borg- arinnar ekki vilja vera án þeirra. Turnarnir gnæfa víða upp úr borgunum og setja svip sinn á þær. En eftir því sem 1 stórborgirnar hafa vaxið og húsin orðið hærri, hafa menn 'víða hætt við að setja turna á kirkjur, en notað í stað þess krossmörk. I mörgum stórborg- um yrði turn nú að vera mjög hár til þess að gnæfa upp úr, en þeir eru mjóg dýrir og gera menn því annað tveggja, að hafa þá lága eða sleppa þeim alveg. 1 Köln eru t. d. næstu hús við hina frægu kirkju alt að 65 metra há og myndi því sú kirkja njóta sín miklu bet- ur, ef hún stæði á berangri. Hinsvegar fara kirkjuturnar mjög vel i sveit, því að kirkj- ur eru þar víðast settar þann- ig, að útsýni er gott. Kirkjulóð. ÞA er kirkjulóð mikils virði, er kirkjur eru reistar, og verð- ur vitanlega að haga gerð hverr ar kirkju eftir umhverfinu. Kirkjan er einn þáttur þess og er því nú oft horfið frá því að láta kirkju snúa í austur og vestur og fer það eftir aðstæð- um i hvert skifti. Mörg önnur skipulagsatriði komá til greina. Kirkjugluggar. LOKS skal minst á kirkju- glugga. Ef mislitt gler er ekki notað, eins og tíðkast í mörg- um kirkjum, einkum kaþólsk- um, er mikil hætta á því, að kirkjugestir fái ofbirtu í aug- un á sólrikum dögum inn um suðurglugga.Veldur þetta trufl- un og er í ósamræmi við kröfu vorra tíma um hagkvæmni og samstilling kirkjugesta við kór og prjedikunarstól. Er nú sum- staðar farið að skásetja glugg- ana í þeim tilgangi að utan- Ijósið valdi engum truflunum, en ljósið berist inn um þessa skáglugga og miði inn í kór að altari og prjedikunarstól. Þann ig er kaþólsk kirkja ein i Neu- Ulm í Þýskalandi og kirkja í Gautaborg, er hlaut verðlaun í samkepni um kirkjuuppdrætti og má ætla, að þessi notkun fari í vöxt. Aðalfundur Sparisjóðs Reykja víkur og nágrennis er í kvöld kl. 8.30 í Fjelagsheimili Versl- unarmannafjel. Reykjavíkur. — Herlögreglan Framhald af bls. 2. an ók út af veginum. Við þessa sögu er ýmislegt að athuga frá okkár sjónarmiði. T. d. það, að skýrslu piltsins, sem hann gaf okkur, ber ekki saman við skýrslu þá, sem hann gaf ís- lensku lögreglunni og fleira í framburði hans er vægast sagt einkennilegt. En í þessu máli getum við ekki sannað, að pilt- urinn segi satt eða ósatt, og hann getur heldur ekki sannað sína sögu. Þannig gengur það stundum, sagði hinn ameríski lögreglustjóri. En nú upp á síð- kastið hefir verið sjerstaklega rólegt hjá okkur. Það er í okk- ar hag, að ekki verði árekstur milli íslendinga og hermanna. Því árekstraminni sem sambúð in er, því betra fyrir báða að- ila. Að því viljum við vinna. Að lokum sagði lögreglu- stjórinn: „Við höfum engu að leyna, Key hershöfðingi hefir sjálfur gefið mjer fyrirskipun um að veita blaðamönnum all- ar þær upplýsingar, sem þeir vilja fá í þeim málum, sem við höfum til meðferðar, og mjer er Ijúft að fara eftir þeirri skip- un“. Frjeftir frá Í.S.Í. Skipað knattspyrnuráð: Knattspyrnuráð Reykjavíkur hefir verið skipað til tveggja ára þessum mönnum: Frá Fram: Ólafi Halldórssyni, frá K. R. Þorsteini Einarssyni, frá í. R. Guðmundi S. Hofdal, frá Val Ólafi Sigurðssyni og frá Víking Gísla Sigurbjörnssyni. Formaður ráðsins vár kjörinn Ólafur Sigurðsson til eins árs. mnimiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmiiiim Orgei Tvö þýsk orgel, sem ný, til sölu, sími 1273. miiiiiiiimiiiiiiiiniiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimuuiiu BEST AÐ AUGLÝSA 1 MORGUNBLAÐINU. Smjörframleiðsla Framhald af bls. 6. hart eru leiknir, að þessu leyti, selji eitthvað af smjöri fyrir hærra verð utan við uppbóta- kerfið. Aðstöðu til þess háfa þó fáir, að minsta kosti af þeim, sem búa fjarri hinum stærri bæjum. Flestir þeirra verða vafalaust að sæta þeim kjör- um sem ákveðin eru. Að taka upp skömtun á smjöri eins og stungið hefir verið upp á, bætir ekki nú- verandi ástand. Aðalatriðið er, að það svari kostnaði að fram- leiða smjör. Þá mun það fljótt verða almenn markaðsvara aft ur. J. P. miiiniiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiin Sími okkar er | nr. 5799 j H O. H. Helgason & Co. §1 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllíii uiuuiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiujn ÍTUKYNNING . I | frá Morgunblaðinu | I MYIMDAMÓT I blaðsins verða \ jalls ekki lánuð \ ( hjer eftir 1 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiimiuiiuiuiiiiiiiiuuumummiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiB TILKYIMIMIIMG Þar sem pláss það er vjer höfum í Hafnar- stræti 23 verður stækkað í vor allmikið, höf- um við ákveðið að bæta við nokkrum góðum 5 farþega bifreiðum á stöð vora. Bifreiðastöð íslends. | Steinhús við Lnugnv.( og fleiri hús í bænum til sölu, með lausum íbúðum 14. maí n. k. Ennfremur Sumarbú- staðir í nágrenni bæjarins. Upplýsinga ’gefur GÍSLI BJÖRNSSON, fasteignasali, Baronsstíg 53. — Sími 4706. X - 9 /OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' VOUR 7USOKV ABOLTT MABCARA'S GRANDMOTHER &EtN6 "ALEX, THE MI6HT MASCARA'O LANDLADW SAtD SHE WEN7 OFF 70 A &IRL 5' BOARDIN6- SCHOOL... 7HA7 COULD BE ANSVJHERE ! Eftir Robert Storm OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOI yOU CHECK AT 7HE RAILROAD TERMINALS, WHILE I CONTACT 7HE POL/CE, WATCH/N6 THE H/6HWASE AND &R/D6E6! MEANWHILE ...SEVERAL /WLES OUT OP TOWN. ^ MV SRAND.MOTHER DOESN'T 7HINK \OU OUGHT TO LEAVE US ALONE ! CAN'T WE ALL HELP yOU LlFT THE CAR AND 6ET THE TlRE OFF • & HMM... VE6,I THINK \OU CAN' X—9: — Þessi hugmynd þín, að amma Mascara sje Alexander mikli dulbúinn, getur verið rjett, Bill.----Bill: — Leigjandi Mascara sagði, að hún hefði farið til heimavistarskóla fyrir stúlkur .... hann getur verið hvar sem er.------X—9: — Það eru nú miklar líkur til þess, að hann sje hjer í þessu fylki. . . . Þú skalt athuga nákvæmlega járnbrauta- endastöðvarnar. Á meðan ætla jeg að ná samvinnu við lögregluna um að hafa gætur á fjallvegunum og öllum brúm. Á meðan, nokkrar mílur fyrir utan borgina: — Mascara: — Amma mín heldur, að það sje ekki rjett að skilja okkur einar eftir hjerna. Getum við ekki hjálpað yður og íyft bílnum á meðan þjer skiftið um hjól? — Bílstjórinn: — Jú, þið ættuð að geta gert það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.