Morgunblaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 12
Föstudag'ur 31. mars 1944. 12 01 bifhjóli á húsvegg og beið bana ÞAÐ SLYS VILDI til í gær- morgun að maður að nafni Ólafur Haraldsson, iðnnemi, ók bifhjóli á hús á Njarðargötu. Slasaðist Ólafur það'mikið, að hánn Ijest um hádegisbilið í gær. ‘Orsök slyssins er ekki full- kunn, þar eð slysíð bar svo skjótt að. Hinsvegar hafa sjón- arvottar skýrt svo frá, að Ólaf- ur hafi komið með gífurlegum hraða austan Eiríksgötu og hafi hann ekið beint á hús það, er verslunin Víðir er í. Við áreksturinn kastaðist Ólafur af hjólinu og siengcList ho uð háns í vegginn. Misti har.n þegar meðvitund og foss- aði blóð úr vitum har.s. Var lögreglunni þegar gert aðvart og kom hún innan stUndar með sjúkrabifreið og flutti Ólaf í Landsspítalann. Ekki mun hafa. tekist að ránn- sáka meiðsl hans, en talið er að höfuðkúpan hafi brotnað. Ólafur var sonur Haraldar Ólafssonar, stýrimanns, til heimilis á Eiríksgötu 11. Hann var fæddur 12. nóv. 1922. E!n af kafbálahöfimn Þióðverja í Frakklandi St. NaZAIRE er borgarnafn, sem oft kemur fyrir í frjettum. Bandamenn hafa gert miki- ar loftárásir á þessa borg. Ástæðan til þess er sú, að þar er mikil kafbátahöfn Þjóðverja. Þar eru margir þýsku kafbátarnir útbúnir áður en þeir leggja í víking á Atlantshafið. St. Nazaire er á sunnanvcrðum B-etagneskaganum. Hún cr nefnd scm ein af innrásarborgunum á Frakkjandsströndum. Myndin er frá höfninni í St. Nazaire. &iðmufflhir opnar fflálverkasýningu GUÐMUNDUR EINARSSON frá Miðdal opnar málverkasýn- ingu í Listamannaskálanum á morgun, faugardag, og stend- ur sú sýr.ing yfir til 10. apríl. Blaðið hitti Guðmunö að rnáli sem snöggvast í gær og spurði hann um þessa fyrir- huguðu sýningu. — Á sýningunni verða 56 málverk. sagðí Guðmundur, flest af þeim máluð á siðast- liðnum 2—3 árum, en 10 þeirra eru-frá fyrstu sýningunni, sem jeg hjelt 1919, eða fyrir 25 ár- um. — Auk þess verða þar 70 „raderingar“, eða meiri hlutí af þeim- myndum (radering- um), sem jeg hefi gert á þessu tímabili. Þá verða þar 15 mynd höggvaraverk og 15 teikning- ar — Áður voru það mest há fjaiiamyndir, sem jeg málaði, en nú eru þær flestar úr at- vinnulifi þjóðarinnar og úr dýralífinu. Sýningin verður opnuð kl. 10 á laugardagsmorgun og verður opir. frá kl. 10—22 alla dagana. lýi Garður fær fje Sii húsgagnakaupa Frá stjórn stúdentagarð- anna hefir blaðinu bor- ist: Stjórn Rangæingafjelagsins í Reykjavík hefir fært Nýja Stúdentagarðinum að gjöf frá fjélaginu kr. 2.500.000 — tvö þúsund og fimm hundruð krón- ur — til kaupa á húsgögnum í herbergi það, sem ætlað er til bústaðai- stúdentum úr Rang- árvallasýslu. 116 miijón sfpd. safnað á hermanna- viku London í gærkveldi: — Á hermannaviku þeirri, sem stend ur yfir hjer þessa dagana, hafa safnast 116 miljón stpd. en takmarkið er að safna sam- tals 165 miljón sterlings- punda á þessari einu viku. I dag var dagur ameriska hersins. 3000 amerískir her- menn gengu fylktu liði um göt- ur Lundúnaborgar. Lee hers- höfðingi, sem er varayfirmaður hersins, og tekur við þegar Eisenhower er ekki sjálfur við- staddur, flutti ávarp til her- mannanna frá Eisenhower yfir- hershöfðingja á samkomu, scm haldin var í County Hall. Þar talaði og Sir James Grigg her- málaráðherra Breta. Ræddi ráð herrann um samvinnu hreska og ameríska hersins. Hún hefði ekki fyrr á öldum ávalt verið hin ákjósanlegasta, en fyrir 25 árum hefði breski og bandaríski herinn tekið að sjer að frelsa heiminn frá yfirráðastefnu Þjóð verja og nú væru þeir á ný sameinaðir í sama takmarki. Eidnr í á ísafirði Drengur stelur 4000 krónum „BLÓMASÖLUDRENGUR-4 hjeðan úr bænum hefir gerst sekur um að stela 4000 krón- um í Hafnarfirði. Dz-engur þessi var að selja blóm í Hafnarfirði um jólaleyt- ið í fyrra. í húsi einu þar bauð hann húsmóður nokkurri blóm til kaups. Húsmóðirin keypti af honum 6 blóm, en pening- ana fyrir þeim sótti hún í skáp, er í var geymd hirsla með pen- ingum, en lykilinn hafði hún geymt á afviknum stað. Með- an hún var að ná í peningapa hafði drengurinn horft á og sjeð, hvert hún sótti lykilinn að skápnum. — Nokkru seinna kom drengurinn aftur; var þá enginn á þeirri hæð, en úr næsta húsi sást til hans. — Þegar drengurinn var farinn, var 4000 króna saknað, og var lögreglunni hjer þegar afhent málið og hefir henni tekist að hafa upp á drengnum og hefir hann játað stuldinn. Frá frjettaritara vorum á ísafirði. — UM KLUKKÆN 10 í gærmorg un kom upp eldur í matsölu- húsinu Hekla. Eldurinn kom upp í suður-enda hússins og varð alelda á fimm mínútum. Slökkviliðíð kom að vörmu spori og tókst því með rösklegri framgöngu að ná tökum á eld- inum eftir um það bil 10 mín. í þessum hluta hússins urðu miklar skemdir af eldi og vatni, einkum á efri hæð og þakhæð, en á neðri hæð urðu ekki aðr- ar skemöir en af vatni og reyk. Eldsupptök eru ókunn. Eigandi Heklu er Hansína Magnúsdóttir. Dómneínd um æltjarðarkvæöi kðsin ÞJÖÐl 1ÁTÍÐA RNE.NI) kaus í gær dómnefnd um ætt- jarðarkvæði þau er nefndinni kunna að herast og stofnað hefir verið til samkepni um. Dómnefndiua skipa: próf. Alexander Jóhannesson, dr. Þorkell Jóhatinesson, lands- hókav. og di-. Símon Jóh. Ágústsson. Ljóðin eiga að vera komin til Jijóðhátíðarnefndar í síð- asta lagi 20. apríl. Skal nafn höfundar fylgja nieð í lokuðu umslagi ásamt merki því er hann hefir sett á kvæði sitt. Frk. Jóhanna Friðriksdóttir, yfirljósmóðir á Landspítalan- um, átti 30 ára starfsafmæli sem ljósmóðir í gær. Rakellur framtíðar- loflvarnavopnið London í gærkveldi: — Stríðs frjettaritarar bandamanna fengu í dag tækifæri tií að sjá hinar nýju rakettubyssur, sem Bretar hafa komið sjer upp í loftvarnaskyni. Sir Frederick Pile skýrði blaðamönnum frá því, að þessar rakettubyssur myndu án efa verða framtíðar- loftvarnavopnið. Bretar hefðu fundið upp rakettuvopn, sem tæki öllu öðru fram á þessu sviði. „Það getur verið að Þjóð- verjar hafi fundið upp góð rak ettuvopn, eða flugvjelar, sem stjórnað er með útvarpsgeislum en jeg er viss um, að þeir hafa ekkert betra vopn, en þessar rakettubyssur11, sagði Pile. Blaðamennirnir sáu heima- varnaliðsmenn skjóta rakettum úr þessum nýju byssum. Það var stórkostleg sýn, segir frjettaritari Reuters, sem var á staðnum og hávaðinn er ógur- legur.' Þrátt fyrir myrkvun, þar sem rakettunum var skotið, varð bjart sem urmhádag væri, er raketturnar sprungu í loft- inu. Duncan Sandy, þingmaður og tengdasonur Churchills hefir unnið að uppfindingu þessari með öðrum og var skýrt frá því, að starf hans í þessu tilliti hafi haft mikla þýðingu. 40 þns. króna gjöf til SJ.B.S. í GÆR barst stjórn S. í. B. S. höfðingleg gjöf frá þeim Reykja bændum í Mosfellssveit, Guð- múndi Jónssyni, skipstjóra og Bjarna Ásgeirssyni, alþm. Gjöf- inni fylgdi brjef frá þeim svo- hljóðandi: „Hjer með leyfi jeg mjer fyr- ir hönd mína og Guðmundar Jónssonar, skipstjóra, Reykjum í Mosfellssveit, að senda hátt- virtri stjóm S. í. B. S., 40 þús. krónur, sem gjöf frá okkur til sambandsins, til afnota fyrir það ’ eftir ákvörðun stjórnar þess“. Brjefið er undirritað af Bjarna Ásgeirssyni, alþm. 11 Árshátíð „Vöku 1. apríl EINS og auglýst hefir verið, heldur Vaka, fjelag lýðræðis- sinnaðra stúdenta, myndarlega samkomu n. k. laugardags- kvöld. Tveir landskunnir leik- arar, þeir Lárus Ingólfsson og Brynjólfur Jóhannesson, munu skemta á hátíðinni, og stúdenta kvartett syngur. Þá mun og aðalstofnandi Vöku, Jóhann Hafstein lögfræðingur, flytja ræðu. Óskað er eftir að fólk komi í samkvæmisklæðum, ef þess er kostur. Samkoman hefst klukkan 9, og er athygli gesta vakin á þvi, að leikararnir munu skemta snemma á sam- komunni. Samkomur Vöku hafa jafnan verið með þeim bestu, er völ hefir verið á, og er því ekki að efa, að marga muni fýsa og sækja þessa aðalskemt- un fjelagsins á árinu. Skipastóll Svía minkar. Stokkhólmi: — Þrátt fyrir það, að Svíar hafa bygt mikið af skipum, meðan styrjöldin hefir staðið, hefir sænski flot- inn samt minkað um 12% síðan striðið hófst, vegna þess, að í'jöldi sænskra skipa hefir far- ist af ófriðarorsökum. Skip, sem bygð hafa verið, eru aðal- lega stór mótorskip og er þetta gert með tilliti til framtíðar- innar. — Verslunarfloti Svia annast nú um því nær helming alira verslunarsamgangna milli Svíþjóðar og umheimsins. 25030 skömfunar- seðlar hafa verið afhenfir í GÆR HÖFÐU als vérið af- hentir 25000 skömtunarseðlar, en í dag er síðasti dagur úthlut- unnar, sem fer fram í húsakynn um Hótel Heklu frá kl.10—12 og 1—6 eftir hádegi. Að gef nu tilefni skal fólki bent á, að stofnaukar nr. 1 og' 2 verða ekki notaðir, enda ganga þeir úr gildi nú um þessi mánaðarmót. Hinsvegar verður stofnaukum 3 og 4, sem eru á seðlum þeim, er nú eru úthlut- aðir gefið gildi síðar, verður það þá auglýst og ætti fólk þess- vegna að halda þeim saman. Nýting vinnuaflsins í B andarík j unu m. Washington í gærkveldi: —• Hernaðarmálanefnd fulltrúa- deildar ameríska þingsins hefir lagt til, að hermálaráðuneytið geri ráðstafanir til að skylda alla menn, sem reynst hafa ó- færir að gegna herskyldu, til að vinna í hernaðarverksmiðjum, eða þeir verði innritaðir í vinnudeildir hersins. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.