Morgunblaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. apríl 1944 HVAR VERÐIiR IMIMRASIN GERÐ? INNRÁSIN ER Á ALLRA vörum þessa dagana. Hvenær gera bandamenn innrás á meginlandið? Hvar verður innrásin gérð? Churchill sagði í ræðu, sem hann hjelt fyrir skommu, að innrásirnar yrðu sennilega margar. Hann meinti vafalaust með því, að bandamenn myndu gera straftdhögg í litlum eða stór- um stíi. áður en hin eina stóra innrás hæfist. Munu þessi orð ráðherrans hafa átt að vera viðvörun til manna um, að gera sjer ekki von.um að fyrsta landgangan, sem bandamenn gera, þurfi endilega að vera aðalinnrásin. Margir leggja orð Churc- hills út á þann veg, að bandamenn muni setja lið vúða á land og það er ekki ósennilegt, að það verði gert, til að villa Þjóð- verja. Sumir herfræðingar eru þeirrar skoðunar, að innrásin verði gerð á mörgum stöðum í einu, eða jafnvel á mörg lönd sam- tímis, Þykir sumum ekki ólíklegt, :að bandamenn herði Sókn sína á Italíu, ráðist inn í Balkanlönd um leið og þeir setja lið á land í Frakklandi, Niðurlöndum og jafnvel Noregi og Ðan- mörku. i En hvar sem innrásin verður gerð, er það eitt víst, að þá hefjast hin mestu hernaðarátök, scm nokkru sinni hafa átt sjer stað í veraldarsögunni. Hjer að neðan eru birt fjögur landabrjef yfir hugsanlegar innrásarleiðir bandamanna. Kanske verða þær allár farnar, eða aðeins ein þeirra eða tvær. Erfiðasta innrásarleiðin MEÐ ÞVI að ráðast beint á Þýskaland sjálft, tækju banda- menn sjer vafalaust crfiðasta hlutvcrkið fyrir hendur. Þjóð- verjar gætu eflaust tefit fram þar ltlO hcrfylkjum til varnar. En ef slík innrás tækist, myndi það taka stúttan tíma að yfir- vinna Þjóðverja. Sfyðsfa innrásarleiðin GERI BANDAMENN innrás á sjálft „Evrópuvirkið“ með því að fara yfir Ermarsund og setja iið á land í Frakklandi og Belgíu, er ekki neinn vafi á að þeir myndu mæta harðri mót- -spymu, en þeir geta treyst á aðstoð Frakka sjálfra að verulegu lcyti. Til þess að slík innrás hepnaðist, þyrfti að senda miljóna her til Frakklands, mjög vel út búinn í alla staði. Hin söguiega leið til Berlín ÞÓ ÞESSI innrásarleið, yfir Balkanlöndin sje langt frá Ber- lín, þá má segja, að hún sje hin sögulega Ieið tii Mið-Evrópu. Auðveldasta leiðin er gegnum Vardar fijóts dalinn og yrði þá að ná Saloniki fyrst. Slík innrás krefst mikilla flutninga á sjó. Innrásarleiðin að norðan INNRÁS í NOREG er stundum rædd. Þá myndu á ný koma í frjettunum nöfn, sem menn kannast við frá bardögunum í Noregi 1940 — Namsos, Andalsvík og Narvík. Ef bandamenn gerðu innrás í Noreg, myndu þeir sennilega fyrst í'cyna að ná flugvöllum í Suður-Noregi á sitt vald. Þá gæti hugsast að Þjóðverjar gerðu innrás í Svíþjóð, til gagnsóknar gegn banda- mönnum. Mentaskóla- nemendur safna fje til sundlaugar NEMENDUR Mentaskólans í Reykjavík vinna nú ötullega að öflun fjár til þess að koma upp sundlaug við sel skólans í Reykjakoti í Ölfusi. í því skyni ’efna þeir til hluta veltu í dag, sem verður haldin í skólanum. Hefir sjerstaklega verið vandað til hlutaveltu þess arar, og margir góðir munir eru þar á boðstólum. Skal hjer að- eins nefnt: Ferð til Ameríku, tveir miðar á 25 frumsýningar í Tjarnarbíó, rit Jóns Trausta í skinnbandi, málverk eftir Finn Jónsson og tonn af kolum. —• Hlutaveltan hefst kl. 3 e. h. Á meðan á hlutaveltunni stendur munu nemendur skól- ans sýna þeim, sem það vilja, hið 100 ára skólahús og þá sjer staklega hátíðasal skólans, en í þeim sal voru haldin öll þau þing, sem Jón Sigurðsson, for- seti, sat, háð, svo að salurinn er með sögufrægustu stöðum þessa lands. Þá kemúr skólablað Menta- skólans út í dag, stærra og fjöl- breyttara að efni en nokkru sinni fyrr. Það er 64 blaðsíður, Á morgun, pálmasunnudag, munu'svo nemendur skólans sjáú um kvöldvöku í útvarpinu. —■ Annast þeir vökuna að öllu leyti sjálfir. Þar mun m. a. verða rakin saga skólans og gefin nokkur mynd af kenslu í skólan um. Auk þess syngur skólakór- inn og fleira verður til skemt- unar. Nemendur Mentaskólans hafa reist sel sitt í sjálfboðavinnu, I fyrra efndu þeir til happdrætt is til þess að koma upp vind- í'afstöð við það, og nú hyggjast þeir að koma þar upp sundlaug en hveravatn er þar nóg. Hafa þeir sýnt mikinn dugnað í því að gera skála sinn sem bestan úr garði, og þarf ekki að efa, að Reykvíkingum er Ijúft að Ijetta þeim starfið. Nemendur skólans hafa beðið blaðið að taka það sjerstaklega fram, að enginn, sem kemur þangað í heimsókn í dag, muni hlaupa apríl, ef hann freistar hamingjunnar á hlutaveltunnú — Rússland Framh. af 1. síðu. um Pruth, eða inni í Rúmeníij sjálfri. Ungverskar hersveitir eru nú að sögn Þjóðverja að taka þátt í1 bardögunum, þar sem Rúss- ar eru komnir næst Karpata- fjöllunum, eða fyrir vestan Chernauti. — Við Stanislavo er ekki getið um frekari bardaga, en í gær var sagt að Rússar væi'u komnir inn i þann bæ. - — Reuter. Aðalfundur Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis var haldin'n í gær. Af hálfu ábyrgðarmanna voru kosnir í stjórn sjóðsins; Guðmundur Ásbjörnsson, forseti bæjarstjórnar, Ásgeir Bjarnason, fulltrúi og Jón Ásbjörnsson, hrlm. ___i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.