Morgunblaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. apríl 1944. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritatjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Hinir „rjettu aðiljar íí ALDREI hefir Tíminn afhjúpað jafn greinilega hið rjetta hugarfar Framsóknarmanna til einkaframtaks og einstaklings reksturs í atvinnumálum þjóðarinnar og gert er í forystugrein blaðsins s.l. fimtudag. Þar ræðir blaðið um endurnýjun fiskiskipaflotans og snýst harkalega gegn þeirri kröfu Morgunblaðsins, að útgerðarfjelögin fái meira fje í nýbyggingasjóðina. Um þetta segir Tíminn: „Hjer er beitt þeim furðulega ruglingi, að endurnýjun skipastólsins geti ekki orðið með öðrum hætti en þeim, að Kveldúlfur, Alliance og svipuð fyrirtæki hafi hana með höndum. Það er alveg reynt að lejma þeim möguleika, að sjómennirnir myndi sín eigin fjelög, er eigi skipin og annist útgerð þeirra, ellegar að sveitar- og bæjarfje- lög eignist skip og leigi þau hlutaskiftamönnum sjó- manna“. Því næst segir blaðið að stefna Framsóknarmanna sje sú, að gróði útgerðarinnar verði frá henni tekinn og hann látinn renna í Framkvæmdarsjóð ríkisins, er svo styrki fjelög sjómanna, sveitar og bæjarfjelög til þess að eignast skip. Með þeim hætti megi tryggja, að útgerðin komist í hendur „rjettra aðilja“. Að þessu vilji Framsókn keppa, með því að beita sjer fyrir háum eignaaukaskatti á útgerðarfyrirtæki þau, sem fjelög í einkaeign starf- rækja nú og nota þetta fjármagn til þess að styrkja „rjetta aðilja‘“ til að eignast skipin í framtíðinni. ★ Hafi menn nokkurn tíma verið í vafa um, að sam- eignarstefnan væri ráðandi hjá meiri hluta Framsóknar- flokksins, ætti sá vafi nú að hverfa með öllu. Timinn hefir kveðið svo skýrt upp úr um þetta, að jafnvel blað kommúnista, Þjóðviljinn, hefir aldrei treyst sjer til að ganga eins langt í herferðinni gegn einkarekstrinum. Við viljum taka fjeð frá útgerðarfyrirtækjum einstak- linga og fjelaga í einkaeign, og úthluta því til sveitar- og bæjarfjelaga, segir Tíminn. Skyldu kommúnistar láta á sjer standa? Skyldu þeir verða hikandi við að leggja á eignaaukaskatt, sem nota á til þess að koma atvinnu- tækjunum í hendur hins opinbera? íslenska þjóðin verður að gera sjer ljóst, að þessi skrif Tímans um sameignarrekstur útgerðarinnar er ekki augnabliks fleipur. Það er keppikefli Framsóknarmanna, að þetta fyrirkomulag komist í framkvæmd. — Fyrir nokkrum árum ljetu Framsóknarmenn sjer nægja kröf- una um samvinnurekstur útgerðarinnar. Sú leið stóð öll- um opin og er svo enn, enda oft verið reynd af sjómönn- um, með misjöfnum árangri. Sjómenn hafa ekki verið ginkeyptir fyrir henni. Þetta vita Framsóknarmenn og þess vegna færa þeir sig upp á skaftið og heimta atvinnu- tækin (skipin) í hendur sveitar og bæjarfjelaga. ★ Tíminn hefir ekki sagt það berum orðum ennþá, að Framsóknarmenn vilji á sama hátt koma á sameignar- rekstri við landbúnaðinn. En eftir að grímunni er kastað að því er snertir útgerðarmálin, hlýtur þessi spurning að vakna: Stefna ekki Framsóknarmenn að sama mark- inu við rekstur landbúnaðarins? Er ekki hin þrotlausa barátta þeirra fyrir tilveru eignarránsákvæðisins í 17. gr. jarðræktarlaganna háð einmitt með það fyrir augum, að koma öllum jarðeignum bænda í ríkiseign og gera bændur háða ríkisvaldinu? Þjóðin verður aS segja til um það, hvort hún vill að slík þjóðfjelagsbylting vérði, sem Tíminn er hjer að boða. Vill hún hverfa frá einkarekstrinum á sviði atvinnumál- anná og taka upp sameignarrekstur (þjóðnýtingu)? Það er talið svo, að einkarekstrar fyrirkomulagið ríki íokkar þjóðskipulagi. En allar grundvallarreglur þess þjóðskipulags eru þverbrotnar, vegna þess að fjölmennur stjórnmálaflokkur situr á svikráðum við sjálft skipu- lagið. • / >.v • Þetta yerður þjóðin að skilja og haga sjer í samræmi við það. '.!. Krisfínn Jómsen vagnasmiður 46 ára slarfsafmæli wáiL'erji ilrijar: i Y Úá aaíeaci lí^inu EINN af duglegustu, vinsæl- ustu og skemtilegustu iðnaðar- mönnum Reykjavíkur, Krist- inn Jórisspn vagnasmiður, á 40 ára starfsafmæli í dag. Kristinn byrjaði iðn sína í smáum stíl, og ljet ekki mikið yfir Sjer. En viðskiptamennirnir lærðu fljótt að rata til hans, því þeir komust að raún um, að þar var traustur maður er vandaði vinnu sína. ; Um það bil, sem -hann byrj- aði vagnasmíði, var „vagnöld" á Islandi að byrja. Sunnlenskir bændur voru að fá vegi „yfir Fjallið“ pg komust „klakk- laust af“ í kaupstaðina. Enda var tími til þess kominn. En fyrsta tímabil vagnaldar- innar var ,,kerruÖldin“. Krist- inn lærði að smíðá handa þeim kerruhjól, eins og hann sagði eitt sinn. „Með því að taka eitt hjól í sundur ,og sjá hvern- ig það var smíðað“. —- Og svo var það búið. Nú er hann fyrir löngu far- inn yfir í „bílaöldina11, yfir- byggingu bíla, og hefir fjölda manns í þjónustu sinni og stjórna synir hans, Ragnar og Þórir, nú fyrirtækinu ásamt honum. En traustleikinn og vandvirknin er altaf með sama hætti. Því Kristinn er einn af þeim mönnum, sem leggja sig ætið fram í því, að láta það, sem frá honum fer, vera eins vandað og hann er sjálfur. Ný bék: Fjailið Morgunblaðinu hefir borist ný skáldsaga eftir Ólaf Jóh. Sig urðsson. Nefnist hún Fjallið og draumurinn, en útgefandi er Heimskringla. Þetta er stór bók, 426 bls. að stærð í stóru broti, vél vönduð að frágangi. — Ól. Jóh. Sigurðsson er ungur mað- ur, sem þegar hefir ritað marg- ar bækur, en þeirra mesta at- hygli vöktu barnabækur þær, er hann ritaði aðeins 17 ára að aldri. Stórskip laskað við Noreg. London í gærkveldi: — Bresk ar tundurskeytaflugvjelar, komu í gær þrem tundurskeyt- n á 14.000 smálesta þýskt skip við Noregsstrendur. Var skipið í skipalest. — Tvær flugvjelarnar komu ekki aítur. — Reuter. Úthaldsleysi. ALLAN ársins hring er verið að gera ýmsar endurbætar hjer í þessum bæ. Við 'höfum hrein- lætisvikur og umferðavikur. Yf- irvöldin „kalla á blaðamenn" öðru hvoru og segja þeim frá snjöllum hugmyndum, sem þeim hefir dottið í hug til endurbóta. ; Ljósmyndir og langar greinar j eru birtar í blöðunum og við- ! komandi yfirvaldi er hælt á hvert reipi fyrir dugnað og framsýni. Þetta er alt gott og blessað, ef það væri bara eitthvað úthald i þessum endurbótaráðstöfunum. Reykjavík væri sannariega orðin fyrirmyndarbær, ef staðið hefði verið við allar þær endurbætur og nýungar, sem boðaðar hafa verið með trumbuslætti og fögr- um orðum. En því miður stendur hrein- lætisvikan ekki nema í eina viku og umferðin er komin i öng þveiti á ný strax og umferðar- vikunm lýkur. • Umf erðarmerkin. EINU SINNI í fyrra vor-u sett. spáný umferðarmerki á öll helstu. götuhurrL-bæjarins. Það vantaði ekki,, að nógu voru þau skrautleg og fagurlega lituð. En það leið efcki! á löngu áðúr‘en merkjastólparnir fóru að hallast og Spjökiin að forotna. Nú standa eftir fáeinir ræflar af þessum umferðarmerkjum á víð og'dreif í bænum. Ameríska herlögreglan reið á vaðið í fyrravetur og setti upp umferðarmerki við skóla bæjar- ins. Var þetta vel þegið og her- lögreglan rækti það starf vel i nokkrar vikur að hafa lögreglu- vörð við þá skóla, þar sem um- ferðin er mest og hættulegust. Vitánlega var þetta ekki verk erlendrar lögreglu. íslenska lög- reglan átti að gera þetta. Það var ekki að búast við, að herlög- reglan rækti starf, sem henni kom ekki við í raun og veru, fil eilífðar, og það kom að því, að hún dró sig í hlje. Siðan hafa umferðarmerkin við skólana smám saman horfið. Fleiri og fleiri dæmi mætti nefna um nýmæli og nauðsyn- legar endurbætur, ’sem byrjað hefir verið á, en sem fallið hafa í gleymsku nokkrum dögum eft- ir að það var upptekið. • Vakningartímabil. ÞEGAR tekur að vora er það venja, að menn vakna til með- vitundar um ýmislegt, sem bet- ur mætti fara í þessum bæ. Þá hópast upp tillögur og aðfinslur um hitt og þetta, sem miður þyk ir fara í bæjarlífinu. Á vorin sjá menn sóðaskapinn umhverfis hús betur en í skammdeginu. Menn veita umferðinni betri gaum. Það er eins og ómáluðu húsin verði ljótari og skítugu gluggarúðurnar sóðalegri. Vakn- ingatímabilið virðist þegar vera hafið að sumu leyti. Lögreglan hefir tekið á sig rögg og er byrj- uð að hreinsa bílaskrjóðana af götum og torgum og flytja þá í „bílakirkjugarðinn". Borgararn ir eru farnir að hreinsa til í kringum hús sín. Gott og vel. Eigum við nú ekki, Reykvíkingar, að gera eina alls- herjar vorhreingerningu í bæn- um okkar? Og við skulum ekki láta foar staðar numið. Við skul- um halda eitt heilt hreinlætisár. Ef Við höldum út í eitt ár, mún- um við sjá, að við getum ekki þolað sóðaskapjnn og vanrækslu næstú árin þar á eftir. Sorphreinsun. EITT AF ÞVÍ, sem gera þarf, er að - koma sorphreinsuninni í foetra horf en hún er nú hjá okk1 ur. Hitaveitan hefir leitt það af sjer, að meira sorp safnast fyrir úr húsum en áður er miklu sorpi og úrgangi var brent í miðstöðv- um. Það er vitað, að í sorpinu ligg ur talsvert verðmæti. Við þurf- um að hagnýta það verðmæti, hvort heldur það verður með því að frameiða áburð eða aff, eða hvorttveggja. Það þarf að 'Vinda bráðan bug að þessurn málum, áður en hitna fer i veðri og sorpið verður að vandamáli, sem getur haft í för með sjer óhollustu fyrir bæjarbúa. • Umferðarhávaði við sjúkrahús. ÞESSA DAGANA er verið.að hefja allsherjar herferð gegn u'mférðarhávaðanum í bænum. Er það gott mál og þarft. En í því sambandi dettúr mjer í hug saga, sem sjúklingur sagði mjer fyrir nokkru. Hann hefir legið i sjúkrahúsi hjer í bænum í lang- an tíma. Hann sagði mjer, að ein versta plága sjúklinga væn hávaðinn frá bílunum,.. einkurp á-kvöldin og nóttunni. Sjúkling- ar, sem eru sárþjáðir af kvölum og ‘svefnleysi, hafa engan frið fyrir ‘bílaorgi og vjelaskrölti í farartækfurm - sem. um göturnar fara. Menn, sem hafa lengi ver- ið svefnlausir, en loks hafa blundað dúr, hrökkva upp ~við þenna ófögnuð. Með örlítilli nærgætni geta vegfarendur bætt úr þessu. Bíl- stjórar geta venjulegast sjer að bagalausu sneitt hjá þeim göt- um að næturlagi, sem sjúkrahús standa við, eða geta að minstá kosti gætt þess að þeyta ekki horn sín, eða láta vjelarnar skrölta meira en nauðsynlegt er, t. d. með því að varast skifting- ar á gangi vjela, meðan þeir fara fram hjá sjúkrahúsum. Gangandi mönnum ætti að vera vorkunnarlaust að ganga hljóð- lega fram hjá sjúkrahúsum að næturlagi og varast hlátrasköll og köll á þeim slóðum. Víða erlendis eru sett upp skilti við sjúkrahús, sem á er letrað: „Farið hljóðlega um --- Sjúkrahús“. Ef til vill væri rejm andi að setja upp slík merki hjá sjúkrahúsum hjer í bænum. 9 1. apríl. í DAG ættu menn að gæta að sjer, því í dag er 1. apríl og vel getur verið, að enn hafi menn gaman að því að gabba menn á þessum degi, að gömlum sið. Láta þá hlaupa apríl, eins og það er kallað hjer á landi. Víða erlendis er það siður „áð láta menn hlaupa apríl“, óg jafnvel dagblöðin taka þátt í þessum leik með því að birta æsifregnir, sem ekki eiga stoð í veruleikanum. Dagurinn í dag er sjerstaklega vel fallinn fyrir slúðursögur og því best fyrir menn að vera vel á verði. Til Strandarkirkju: E. R. 56 (tvö áheit) kr. 105.00, Varða kr. 10.00, Á. G. kr. 10.00, H. B. Þ. kr. 10.00, R. G. kr. 50.00, G. S. kr. 20.00, M. G. kr. 50.00, S. J. kr. 10.00, Þ. H. kr. 5.00, Ó. kr. 10.00, H. E. kr. 5.00, ónefndur kr. 10.00, Á. L. kr. 5.00, Nína kr. 15.00, Úlf- ar (afh. af sr. Bj. Jónssyni), kr. 100.00, S. P. kr. 10.00, Guðrún kr. 4.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.