Morgunblaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 12
Laug-ardagur 1. apríl 1944, 'wsggjgBgy 0REENLAN! SPAINI iiTED STATE' CISRALTÁI AZORÉS Andakílsó verður virkjuð þegur eftir stríð UNDIRBUNINGUR að virkj- un Andakílsárfossa er nú kom- inn það langt, að ganga má út frá því sem vísu, að eftir yfir- standandi styrjöld, verði þegar hafist handa um að í'eisa orku- verið. Fj eiag, sem Akraneskaupstað ur, Mýra- og Borgarfjarðar- sýslur standa að, var stofnað i nóv. 1942 til þess að athuga möguleika og hafa undirbúning að virkjun Andakílsár. — For- maður fjelagsins, Haraldur Böðvarsson, kaupmaður á Akra nési, hefir nú gefið skýrslu um þróun málsins. Fer hjer á eftir stuttur úrdráttur úr skýrslu hans: Þesar eftir stofnun fjelags- ins, ákvað stjórn þess að hefjast handa um virkjun Andakílsár á þeim grundvelli, er lagður er í áætlun Árna Pálssonar, verk- fræðings, en stjórnin hefir haft samvinnu við hann í þessu máli, um 2400 hestöfl. Þær á- ætlanir voru gerðar 1939 og endurskoðaðar 1942 og 1943 og byggjast á mælingum og athug- unum frá fyrri tímum og fram á árið 1943. Fyrst voru.tekin til athugun- ar tilboð frá Ameríku og vann sendiráðið í Washington sleitu- laust að útvegun útflutnings- leyfa á v'jelum og efni frá Ame- ríku, en leyfið fjekst ekki. Á fundi stjórnarinnar í nóv. 1943, var m. a. ákveðið að senda símskeyti til A. S. E. A. í Sví- þjóð með fyrirspurn um, hvort það gæti tekið að sjer að hefja nú þegar smiði á rafvjelum fyr- ir 2400 hestafla rafstöð við Andakílsá, samkvæmt tilboði. er það sendi 1939. Telji firmað sig geta hafið smíði á vjelum þessum, öskast verðtilboð, mið- að við afhendingu að stríðinu loknu. Ennfremður var sam- þykt að setja sig í samband og leita tilooða hjá Karlstad Mek Verkst., er gerði tilboð í vatns- vjelar 1939. Frá Svíþjóð komu þau svör, að A. S. E. A. bauð rafvjelar með 63% hækkun frá tilboði 1943, en þó komi þar til við- bótar 7.5% er um fast tilboð yrði að ræða, til afhendingar eftir stríð. K. M. V. bauð vatns- vjelar fyrir 127.600.00 kr. — Hvorttveggja tilboðin voru mið- uð við 2400 hestafla vjelar og kaupverð þeirra um 460 þús. ísl. kr. f. o. b. í Gautaborg. Til samanburðar má geta þess að tilboðin frá Ameríku í samsvar- andi vjelar hafa numið 950 þús. ísl. kr. f. o. b. í New York. Að fengnum þessum upplýs- ingum og txlboðum, var leitað tilboða í 5000 hestafla vjelar frá sömu firmum og voru svörin á þá leið að A. S. E. A. bauð raf- I vjelar ásamt spennibreyti- ' stöðvum fyrir Akranes, Borgar- | nes og Hvanneyri, fyrir 1286.500.00 s. kr. og K. M. V. jvatnsvjelar f.yrir 216.500,00 s. i kr. Samtals gerir þetta tæplega 800 þús. ísl. kr., alt miðað við f. o. b. í Gautaborg. Þar sem reynsla undanfar- andi ára sýnir ljóslega að allar áætlanir um orkuþörf hafa reynst of knappar, þá ákvað stjórnin að hverfa að því ráði að reisa 5000 hestafla orkuver við Andakílsárfossa, bygt á þeim tilboðum um vjelar, er fengist hafa frá Svíþjóð og að leita áframhaldandi í tilboð á öðru efni til virkjunnarinnar frá sama landi. Ríkisstjórnin veitir ábyrgð á láni, er taka þarf til efniskaupa frá Svxþjóð. Landsbankinn, Út- vegsbankinn og Búnaðarbank- inn hafa lofað að lána þá pen- inga, er með þarf. Einnig er inn flutningsleyfi ti’ygt. Heiisufar bæjarbúa heldur gott BLAÐIÐ hafði tal af hjeraðs- lækni í gær og spurði hann um heilsufar bæjarbúa. Taldi læknirinn það hafa ver- ið heldur gott, en nokkuð væri farið að bera á kvefi, einkum í börnum. Um skarlasóttina væri það að segja, að hún hefði mink að mjög mikið, og væri nú ekki um að ræða nema einstök til- felli. Þeir áttu við Rússa. Stokkhólmi: — Blaðið „Ny Dag“ hefir reiðst mjög af því, að sænska útvarpið flutti fyrir nokkru leikrit, nefnt „Harmleik ur 'fi'elsisins". Var þar deilt á einvaldsríki, og yfirleitt var leikritið ádeila á harðstjórn, en blaðið telur ádeilunni hafa ver- ið beint að Sovjet Rússlandi, „þvert á móti því, sem við var búist“. á Pjetri Gaui FRUMSÝNINGIN á Pjetri Gaut í Iðnó í gærkveldi var mjög virðuleg og ljetu frum- sýningargestir mikinn fögnuð í Ijós yfir sýningunni. Leikfjelag Reykjavíkur og Tónlistarfjel. Rvíkur standa í sameiningu að sýningu leik- ritsins hjer, en leikstjóri er frú Gerd Grieg, leikkona. Að sýningunni lokinni hyltu áhorfendiu' leikendur og voru aðalleikendurnir, ásamt hljóm- sveitarstjóranum, Dr. Urbanc- hitch, kallaðir fram hvað eftir annað og þeim færð blóm. Leik stjórinn, frú Grieg var kölluð fram á leiksviðið og Aug. Es- march sendiherra Norðmanna hjer á landi, færði henni fagr- an blómvönd frá Norsku stjórn- inni í London. Mælti sendiherr- ann nokkur orð, er hann færði frú Grieg blómin. Skýrði frá því, hve mikið norska stjórnin mæti verk hennar hjer á landi og þakkaði að lokum íslensku leikurunum fyrir þessa ágætu sýningu. Áætlun g®ri af rnf- viikjun fyrir 7508 manns ú Vestfjörðum RAFORKUNEFND RÍKISINS hefir látið gera bráðabirgða- áætlun að rafveitu fýrir Vestfirði, á svæði þar sem búa sam- tals 7500 manns, þar af 6400 í bæjum og þorpum. Er gert ráð fyrir að virkja samtals 5625 hefstöfl með nýjum og gömlum vii'kjunum. Er ný virkjun í Dynjandisá; sú langstærsta, eða 5250 hestöfl. Ssftntals vei’ða vii'kjuð 3750 kílówött, eð'a 500 kílówött- á mann. Staðir þeir, sem njóta eiga af þessum virkjunum, eru: Pat- reksfjörður, Tálknafjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Flateyri, Suðux'eyri, Isafjörður, Hnífs- dalur, Bolungarvík og Súða- vík, og auk þess 6 hi'eppir í nágrannasveitum þessara bæja. Með. núverandi verðlagi er áætlað, að virkjunin muni kosta 18,500,000. „Það skal tekið fram, að með því að hjer er aðeins um bráða- bii'gðaáætlun að ræða, verður að gera ráð fyrir að sumum liðum áætlunarinnar þurfi að breyta, en að sjálfsögðu verður nauðsynlegt að gera nákvæma fullnaðaráætlun þegar ákveðið hefir verið að ráðast í fyrir- tækið. Gengið er út frá því að fyr- irtælcið verðí ríkiseign og íekið af ríkinu, a. m. k. hvað virkj- anir, aðalorkuflutningslínur og aðalspennistöðvar snertir“. Venlunarfólk Frá frjettaritara vorum SÁMKOMULAG hefir náðst inilli Kaupmannafjelags Hafn- arfjarðar og Verslunarmanna- fjelags Hafnai'fjarðar um br.eyt ingu á lokunartíma sölubúða. Hefir verið ákveðið að versl- únurn verði lokað kl. 7 á föstu dagskvöldum, kl, 1 e. h. á laug- ardögum yfir sumarmánuðina og yfir vetrarmánuðina verði versltmum lokað kl. 4 e. h. á Jaugardögum. Dæmdur fyrir iíkamsmeiðingar HÆSTIR.JETTUR kvað í gær upp dóm í málinu: Rjettvísin gegn Eggert Gunnarssyni skipa smíðanema í Vestmannaevjum. Hann var ókærður fyrir brot gegn 218 gr. hegningailaganna (líkamsmeiðingar). Hafði á- kærði ráðist á mann eftir dans- leik, sem haldinn var í sam- komuhúsinu í Eyjum aðfara- nótt 7. mars f. á„ með þeim afleiðingum. að sá er varð fyr- ir árásinni, hlaut af mikil meiðsl og varð lengi frá vinnu. Undirrjettur (bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum) dæmdi á- kærða í 3ja mánaða fangelsi, en dómurinn var skilorðsbund- inn. Hæstirjettur þyngdi refs- inguna; dæmdi ákærða í 5 mán aða fangelsi, óskilorðsbundið. Frumsýning r ATtANTIC OCEAN FRICA Með því að fá bækistöðvar á Azoreyjum, geta flugvjelar bandamanna gætt aðalsiglingaleiða Atlantshafsins úr flugvjelum og ráðist á kafbáta Þjóðverja, sem þar herja. Á kortinu hjer að ofan sjást bækistöðvar fiugvjela þeirra, sem varðþjónustuna inna af hcndi. 12 fsfírska sklða- < likan verlur tini páskana SKÍÐAVIKAN Á ÍSAFIRÐI verður haldin nú um næstu páska, eins og að undanförnu. Er þessi skíðavika hin 10. í röð- inni er Skíðafjelag ísfirðinga hefir gengist fyrir. Hjeðan úr Reykjavík hefir margt skíðafólk sótt þessa vest firsku skíðaviku og notið hins afburða skemtilega skíðafæris f „sklðaparadísinm'* í nágrenni íáafjarðar. Skíðavikan á ísafirði hefst nú að þessu sinni á skírdag, þ. e. n. k. fimtudag og stendur yfir fram til 2. páskadags. Fonnaður Skíðáfjelags ís- firCinga, Páll Jónss.vn verslun- armaður, sagðí blaðir.u- í gær að skíðafæri væri nú eins gott vfeslra óg frekast yrði á kosið, sannkallað silkifæri. Ferð verður vestúr til ísa- fjarðar n. k. þriðjudag og suður aftur með Súðinni, sem vænt- anlega verður á ísafirði á suð- urleið um páskadagana. Esja murr hinsvegar halda áfram í hfiugferð norður og austur fyr- ir iar.a, að því er forstjóri Skipa útgerðar ríkisins, Pálmi Lofts- son, tjáði blaðinu í gær. 96,5 þús. fil danskra ilóflamanna ABALSKRIFSTOFUNNI hjer, til hjálpar dönskum fiótta mönnum, hefir nú borist alls rúmar 96,5 þxis. krónur, sam- kvæmt upplýsingum frá Kristj áni Guðlaugíisyni. Eftirtaldar gjafir hafa skrif- stofunni borist síðustu viku: Frá Vitamálaskrifstofunni kr. 1550.00, afhent til próf. Sig- LU'ðar Noi'dals kr. 750.00, skrif- stöfa húsameistara ríkisins kr. 400.00, safnað af Morgunblað- inu kr. 11.002.00, frá fjórtán þýskum , og austurrískum flóttamönnum í Reykjavík kr. 1050.00, J. H, kr. 500.00, safn- að af Alþýðublaðinu kr. 235.00, frá starfsmönnum og nemend- um Stýrímannajskólans kr. 1000.00, samskot úr Flatey á Breiðafirði kr. 500.00, samskot í Ólafsvík kr 2050.00, F. kr. 100.00, Á. kr. 10.00, R. kr, 5.00. Nemur þá innkomið fje til ski-ifstofunnar samtals kr. 96.591.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.