Morgunblaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur. 2. apríl 1944. Ingibjörg M. Bergsveinsdóttir ÞANN 26. október s.l. (1943) andaðist að heimili sínu í ^tykkishólmi, Ingibjörg Magða lega Bergsveinsdóttir, ekkja jjbns sál. Skúlasonar, fyrrum bónda og skipstjóra í Fagurey á Breiðafirði. Ingibjörg var fædd að Skarði á Skarðsströnd 1. júlí 1866, en fluttist með foreldrum sínum, Bergsveini Ólafss^ni og Ing- veldi Skúladóttur, í Sviðnur, til Ólafs Teitssonar afa síns, en litlu síðar í Svefpeyjar, þar sem foreldrar hennar bjuggu upp frá því um 30 ára skeið við lítil efni én góðan orðstír. Þar ólst Ingibjörg upp til fullorðsins ára. Þá var mann- íleira í Breiðafjarðareyjum en nú gerist. I Bjarneyjum var í rauninni lítið sjávarþorp, sem stóð beggja megin sundsins, er aðskilur eyjarnar, Ileimaey og Búðey. Átta bændur deildu á milli sín hinum litlu Bjarneyj- um; komust sæmilega af og höfðu þó flestir stóra fjöl- skyldu fram að £æra. Búsæld mun þó ekki hafa verið jafn mikil þar og í öðrum Vestur- eyjum um þær mundir. Ingibjörg var elst af þrett- án systkinum og ólst upp í litl- um bæ á Heimaeyjunni, er í daglegu tali var nefndur Bær- inn, af því hann þótti þá bera af öðrum mannabústöðum bar í eyjunum. Og í næstu búð — Lágubúð — nokkur skref frá Bænum, ólust líka upp mörg mannvænleg börn, meðal þ^erra var Jóhannes Bjarnason skipstjóri, kunnur dugnaðar og J^ekmaður á sinni tíð, og Jó- hanna fyrrum húsfreyja í Hrappsey. Þessi börn voru leik systkini í æsku, en þegar þeim óx aldur og þroski, skildu leið- ir eins og gengur, en góð kynni hjeldust þó meoal sumra þeirra meðan æfin entist. Og hvar sem þessir Bjarneyingar fóru, þótti rúm þeirra vel skipað og þróttmikið vera fólkið, er kom úr hinni litlu en gömlu verstöð á Breiðafirði. Auk bændanna stunduðu sjó róðra úr Bjarneyjum, haust og vor, menn svo tugum skifti úr innanverðum Breiðafirði, og voru flestir hýstir í hinum þröngu húsakynnum bænd- anna. Gleði og kátína var þá oft í kotunum, þó hvorki væri hátt til lofts nje vítt til veggja eða veislukostur á borðum hversdagslega — en maður er manns gaman. Þá hvíldi enn nokkur ljómi yfir hinni breiofirsku eyja- bygð, frá auðsældar og menn- ingartímabili því, er hófst með þeim Eggert Ólafssyni í Her- gilsey, Ólafi prófasti í Flatey og iíyjólfi hreppstjóra í Svefn- eyjum. I Sviðnum bjó afi Ingibjarg- ar, forn í 'skapi og háttum, í Svefneyjum frændur og vinir foreldra hennar og í Flatey rík- ismenn og höfðingjar. Alls staðar var fjölmenni og gott að koma, og börnunum úr litlu verbúðunum í Bjarneyj- um þótti mikið til þess koma, að fá að fara inn í eyjar og koma á stóru heimili ríku bændanna þar. Og svo þótti Ingibjörgu nú á síðustu árum sínum, þegar hún leit yfir liðna æfi og hugsaði til æskustöðvanna, sem þar væri nú öll gleði horfin og alt tómlegra én áður var. „Aðeins þrír bændur 1 Bjarneyjum og engir vermenn haust nje vor. Og Fagurey í eyði! — Hvern skyldi hafa órað fyrir slíku í mínu ungdæmi“, sagði gamla konan einhvern tíma við mig, þegar við töluðum uð liðna daga. Árið 1895 giftist Ingibjörg Jóni Skúlasyni frá Fagurey. — Þau byrjuðu búskap í Bjarn- eyjum og bjuggu þar til árs- ins 1902, en fluttust þá í Fag- urey, þar sem foreldrar Jóns höfðu búið um Iangan aldur, og bjuggu þar allan sinn bú- skap eða til ársins 1931, að Lárus sonur þeirra tók við bús- forráðum. Þeim hjónum, Ingibjörgu og Jóni, var fimm barna auðið og eru nú aðei'ns tveir synir á lífi, Skúli og Bergsveinn, sjómenn í Stykkishólmi. Þriðji sonurinn Lárus bóndi á Staðarfelli, druknaði 7. desember árið 1934 á leið heim til sín úr Stykkis- hólmi. En dæturnar, Málfríð- ur og Sigríður, dóu báðar úr berklum í æsku. Fjögur fósturbörn ólu þau hjón upp. Tvíbýli var löngum i Fagur- ey meoan Jón og Jngibjörg bjuggu þar. Bú þeirra var því ekki stórt og var þá sjórinn sóttur ekki síður en landbún- aðurinn. Jón var í fremstu röð breiðfirskra sjómanna um sína daga. Fyrstu árin eftir að þau giftúst, reri hann undir Jökli vetur og vor, en gerðist síðan skipstjóri á þilskipum hjeðan úr Breiðafirði og af Vestfjörð- um, og sundaði það starf með- an heilsan leyfði. Það kom því nær eingöngu í hlut Ingibjarg- ar að sjá um búreksturinn heima í Fagurey alla þeirra búskapartíð. Þegar bóndi henn ar kom heim á haustin, byrj- uðu strax róðrar heiman úr eyj unni svo og fjárflutningar og annað sjávarsýsl, svo honum gafst lítill tími til heimilis- starfanna. Og þegar Jón Skúla- son að lokum hætti sjómensku var heilsa hans svo þrotin, að hann var lítt eða ekki vinnu- fær. Hann andaðist í Fagurey 29. apríl 1928, eftir langvinn og erfið veikindi. Bústjórnin fórst Ingibjörgu vel úr hendi, eins og svo mörg- um öðrum kynsystrum hennar í Breiðafjarðareyjum fyrr og síðar. Hún hafði góða yfirsýn um öll verk, er lutu að hinum fjölþætta eyjabúskap, var ráð- deildarsöm og hagsýn. Ekki þqtti henni þó til alls koma er að vinnubrögðum laut, og fann þá hreint og beint að því, sem henni þótti miður fara. Ingibjörg var komin af þrótt miklu breiðfirsku bændafólki, og bar þess nokkur merki í hugsun og framkomu til hinstu stundar. Hún þótti fríð sýnum á yngri árum. Hispurslaus í orðum og athöfnum, hlý í við- móti og æðrulaus á hverju sem gekk. Hreinlynd, traustur vinur vina sinna og hjúum sínum raungóð og ráðholl. Ættrækin og ræktarsöm við gamlar minn ingar og gat frá mörgu sagt, þvi minnið var óbilað til hins síðasta. Lengst af naut hún góðrar heilsu og eltist vel. En nú þegar sumri tók að halla og vetur gekk í garð, kenndi hún óvenjulegrar mæði og þyngsla fyrir brjósti og fór þá í rúmið. Henni hnignaði mjög fljótt. — Kraftarnir voru þrotnir og þreyta og elli lögðust yfir. Lífs löngunin virtist vera á þrotum, og lífið fjaraði út eins og ljós, sem dvínar og deyr á útbrunnu skari. 30. 12. 1943. B. Sk. —Hitaveitugjald Framh. af bls. 2. an (eða bæjcryfirvöldin) sjálf geta beinlínis fyrirbygt slík vanskil með nógu ákveðnum og ströngum viðurlögum gegn vanskilamanni, en húseigandi hefir hinsvegar engin tök á slíku. Loks má benda á, að hús eigandi hefir það ekki á valdi sínu að ákveða hvenær aflest- ur fer fram og því síður hve reglubundin innheimtan verð- ur í framkvæmdinni. Hinsveg- ar er Hitaveitunni eða inn- heimtustofnun hennar þetta al- gerlega í eigið vald sett, en reglubundin innheimta er ein- mitt fyrsta skilyrði fyrir skil- vísri greiðslu gjaldsins. — Grein Finns Einarssonar Framh. af bls. fimm. þess stað ljelegt smjörlíki. Hugboð mitt er það, að fyrir atbema viðskiftaráðs verði borg ararnir að láta sjer nægja reif- ararusl í ljelegum þýðingum, prentaðar á úrgangspappír, í stað þess besta, sem fram kem- ur á bókamarkaði heimsins í smekklegum frágangi, bæði hvað mál og ytra útlit snertir. Úfyorpið (Pálmasunnudagur) 11.00 Morguntónleikar (plötur): Sálumessa eftir Fauré. 12.10 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson). 15.30 Miðdegistónleikar (plöt- ur): Föstutónlist. 18.40 Barnatími (Ragnar Jóhann esson o. fl.). 19.25 Hljómplötur: Lög eftir Bach, leikin á píanó. 19.40 Ávarp um fimleikasýning- ar skólanna (Þorst. Einarsson íþróttafulltrúi). 20.00 Frjettir. * 20.20 Kvöldvaka Mentaskóla- nemenda: Ávörp og ræður, upplestur, söngur o. fl. 21.50 Frjettir. 22.00 Tónleikar (plötur): a) Norðurlandasöngvarar syngja andleg lög. b) „Dauðinn og stúlkan", kvartett í d-moll eftir Schu- bert. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 12.10 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenskukensla, 1. fl. 19.00 Þýskukensla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Conserti grossi eftir Vivaldi. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Móðirin og heimilið (frú Guðrún Guðlaugsdóttir). 20.50 Hljómplötur: Lög leikin á fiðlu. 21.00 Um daginn og veginn (Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson blaða- maður). 21.20 Útvarpshljómsveitin: ísl. alþýðulög. — Einsöngur (Kjart an Sigurjónsson): a) Aría úr óperunni Mefistofele eftir Boito. b) Sofnar lóa, eftir Sig- fús Einarsson. c) Lindin, eft- ir Eyþór Stefánsson. d) Aría úr óperunni Don Pasquale eft- ir Donizetti. Ungbarnavernd Líknar Templ- arasundi 3, er opin þriðjudaga, fimtudaga og íöstudaga frá kl. 3.15 til kl. 4 e. h. — Skoðun barns hafandi kvenna er á mánudög- um og miðvikudögum frá kl. 1 til 2 e. h. — Börn eru bólusett, gegn barnaveiki á föstudögum frá kl. 5.30 til kl. 6 e. h. Hringja verður þó fyrst milli kl. 9 og 10 f. h. sama dag. Bridgefjelag Reykjavíkur hefir beðið blaðið að minna fjelags- rnenn á að vitja aðgöngumiða fyrir sig og gesti sína á Hótel Borg á -morgun (mánudag) kl. 5-—7 eða í síðasta lagi á þriðju- dagskvöld á spilakvöldi fjelags- ins í húsi V. R. sbr. augl. í blað- inu i dag. fOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOObOOOOOOOOOOObOOOWOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOð X - Eftir Robert Storm /HADAM, VOU CAN 60 OSJER SIT POWNTWf 61R.L5 WILL &VE AIE A AAND AND U&IN6 A PENCE POETANDA ROCK POR LEVERA&E, THE GlRLZ EA&LV HOI&T THE CAR HERE, MI&&...HOLD THI& WHEEL WHILEI Bílstjórinn: — Þjer getið fengið yður sæti ein- hversstaðar hjer nálægt á meðan, frú. Stúlkurnar geta hjálpað mjer. Með því að nota girðingarstaurinn og stem, gátu stúlkurnar auðveldlega lyft bílnum að aftan. Bílstjórinn: — Styðjið þetta hjól, hjerna, ung- frú, á meðan jeg tek það ónýta af. En hjólið rannAr höndum stúlkunnar og stefndi beint á Alexander mikla og var næstum því búið að vela honur^ um koll. Hann hrópaði upp, en gleymdi að nota kven- mannsröddina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.