Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 76. tbl. — Miðvikudagur 5. apríl 1944 Isafoldarprentsmiðja hJf. Biskupinri í Ameríku Hert á loftfsókninni á Balkanlönd Manntjófl breska BLAÐLESENDUR hafa haft tækifæri til að fylgjast með ferðalagi biskupsins yfir Islandi, herra Sigurgeirs Sigurðs- sonar. Hefir ferðalag biskups tekist mjög vel í alla staði og honum sýndur hverskonar sómi víða í Vesturheimi. — Biskupinn sjest hjer á myndinni með William R. Arnold hershöfðingja, sem er yfirmaður herpresta Bandaríkjahers. de Gaulle fœr for- selavald T»eir kommúnislar í sfjórn hans. TÖLUVERÐAR BREYTINÖAR hafa verið gerðar á })jóðt'relsisnefndinni írönsku. Stjórnin hefir verið endur- skipulögð og de Gaulle hefir tekið við ýíirherstjórn alls franska hersins, flotans og flughersins og hefir verið falið sama vald og FrakklandsfQrseti hafði áður cn Frakldand fjell. Það vekur einna mesta at- t hygli í sambandi við endur- skipulagnihgu Þjóðfrelsisnefnd arinnar, að tveir kommúnistar hafa tekið sæti í stjórninni, og er það í fyrsta skifti, sem komm únistar hafa fengist til að taka að sjer ráðherrastöður í stjórn de Gaulle. Annar kommúnist- inn fer með innanríkismál, en hinn verður fiugmálaráðherra. Báðir eru þessir kommúnist- ar kunnir fyrir leynistarfsemi innan Frakklandi og voru báð- ir þingmenn í franska þinginu árið 1940. Forsetavald de Gaulle. A fundi Þjóðfrelsisnefndar- innar í dag var de Gaulle falið sama vald, sem forseti Frakk- lands fjekk með samþykt þings ins 3 938, en það v?M crr' m. a. fólgið í því, að hann getur gert ýmsar ráðstafanir á eigin spýt- ur á ófriðartímum og í sam- bandi við vörn landsins. skipum sökt Týndur söngvari finst. Stokkhólmi: — Króatiski óperusöngvarinn frægi, Gurgja Lepee, sem fregnir höfðu bor- ist um, að væri týndur, kom tSl Stokkhólms fyrir nokkru í flugvjel frá Berlín. Washington í gær. FLOTAMÁLARÁÐUNEYT- IÐ hefir birt fregnir um. að enn hafi Bandaríkjaflotinn sökt 14 japönskum skipum á Kyrra- hafi. — Reuter. rúmlega 600 þús. LONDON í gær: — Churchill, forsætisráðherra, skýrði breska þinginu í dag frá mann- tjóni Breta og bresku samveld- islandanna frá byrjun ófriðar- ins. Manntjónið nemur samtals 667,159 manns, þar af hafa 158,731 fallið. rúmlega 78,000 týndir, 159,000 hermenn hafa særst og 290.000 eru stríðs- fangar. Um helmingur manntjónsins kemur niður á heimaþjóðinni bresku. Á sjónum hefir manntjónið verið rúmlega 30 þúsund 26 þús. sjómenn hafa farist, en rúmlega 3 þúsund eru fangar í óvinahöndum. Manntjón meðal óbreyttra borgara er tæplega 110 þúsund frá stríðsbyrjun, þar af hafa milli 40 og 50 þúsund manns farist, en um 60 þúsund særst svo að flytja hefir þurft í sjúkrahús. Ekki eru hjer taldir með þeir borgarar, sem farist hafa á sjó. Stórárásir á Budapest og Bukarest BANDAMENN TIAFA IIERT mjög loftsólm sína gegn jrernaðai'stöðvum og helstu 'samgönguæðum Þjóðverja og bandamanna þeirra á Balkanskaga síðustu dagana. Tvær miklar árásir hafa verið gerðar á höfuðborg Ungverjalands og Iiúmeníu, Budapest og Bukarest. Var varpað um 1000 smálestum á Budapest s.l. sólarhring'og Bukarest hefir orðið fyrir fyrstu lofárásinni í styrjöldinni. ísfirðingar ætla að kaupa sjúkraflug- vjel Frá frjettaritara vor- rfln á tsafirðr. Rauðakrossdeildin hjer hef- ir ákveðið að festa kaup á sjúkraflugvjel. Hefir deildin í þessu skyni sent. út ávarp til almennings, um fjárhagslega aðstoð, en sýslunefnd tsafjarð; arsýSlu hefir samþykt að legg.ja fram tíu þúsund krónur máli jiessu til stuðnings. Ný rússnesk saga um samningamakk við Þjóðverja London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í NÝÚTKOMNU hefti af rússneska ritinu „Stríðið og hinar vinnandi stjettir“ skrifar Goffman, sem er blaðamaður við „Rauðu stjörnuna“, grein, þar sem hann segir, að menn, „sem sjeu fulltrúar bresk- amerískra og þýskra auðfje- laga“, vinni að því með mestu leynd í Svisslandi að halda við sambandinu milli breskra og amerískra auðhringa annars vegar og þýskra hinsvegar. „Á meðan miljónir manna um allan heim eru að hugsa um, hvernig eigi að fara að því að vinna á Þjóðverjum og auð- hringum þeirra, eins fljótt og auðið er“, segir Goffman, „eru nokkrir auðjötnar að hugsa um, hvernig fara eigi að því að halda auðhringunum við og endurreisa þá í fullu fjöri að ó- friðnum loknum“. Meirhluti Turnopol ú vuldi Rússu Tilgangurinn með þessum loftárásum er sagður vera sá fyrst og fremst að trufla her- gagna og birgðasendingar Þjóð verja um þessar borgir til herja sinna, sem verjast sókn Rússa í Rúmeníu og við Karp- atafjöllin. Hersveitir Rússa eru aðeins 320 km. frá Bukarest. Árásirnar á Budapest. Bretar og Bandaríkjamenn hafa skift á milli sín að gera loftárásirnar á Budapest. Bret- ar að næturlagi, en Bandaríkja tnenn hafa gert loftárásir sínar í björtu. Eldar miklir komu upp í borginni í árásunum. Mikill ótti hefir gripið íbú- ana í þessari frægu borg, en þeir voru 1.500.000 fyrir stríð. Hefir verið ákveðið að flytja borgarana úr borginni, eftir því sem við verður komið, því óttast er fleiri árásir banda- manna á Budapest. Amerísku flugvjelamar, sem gerðu árásina á Budapest, •komu í þremur flokkum og gerðu árásir sínar á flugvjela- verksmiðjur, stálverksmiðjur, vopnaverksmiðjur og samgöngu æðar. Árásin á Bukarest. Það voru amerískar flugvjel ar, sem gerðu fyrstu árásinsa á Bukarest. Voru það flugvirki og Liberatorflugvjelar, og voru þær varðar orustuflugvjelum. Talið er, að mikið tjón hafi orð ið í árásunum. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HERSTJÓRNARTILKYNN- ING RÚSSA í kvöld greinir frá því, að meiri hluti borgarinn- ar Tarnopol, sem verið hefir eitt aðalvirki Þjóðverja norður af Dnjester-fljóti, sje á valdi Rússa. Tarnopol er við aðal- járnbrautina milli Odessa og Lvov. Bardagar hafa staðið yfir í marga daga í Tarnopol, og seg- ir í herstjórnartilkynningunni í kvöld, að Rússar hafi felt 3000 Þjóðverja ,í götubardögum í borginni síðustu daga. Rússar segjast hafa tekið 300 þýska fanga í borginni. Rússar geta um framsókn á ýmsum öðrum vígstöðvum. — Fyrir vestan Dubno segjast þeir hafa sótt fram og tekið 30 staði. Innikróaði herinn. Herstjórnartilkynningin seg- ir, að Þjóðverjar, sem innikró- aðir eru fyrir norðan Dnjester, hafi gert margar tilraunir til að brjótast út úr herkvínni, en þær tilraunir hafi allar mis- tekist. Talið er, að 15 herfylki sjeu króuð inni þarna og eigi litla von um undánkomu. Segja frjettaritarar, að Rúss- j ar hafi rekið fleyga inn í varn- iir innikróuðu hersveitanna og hafi tekist að skifta þeim á nokkrum stöðum. Dittmar vondaufur. i Yfirlitsfyrirlestur Dittmars hershöfðingja, sem hann hjelt í kvöld (þriðjudag) um styrj- öldina í Rússlandi, hefir vakið nokkra athygli. Lýsti hann hernaðaraðstöðunni austur þar á svartsýnan hátt og gat ekki gefið hlustendum sínum neinar vonir um, að úr myndi rætast i fyrir Þjóðverjum á næstunni. Van Loon látinn London: — LÁTINN er fyr- ir nokkru hinn frægi rithöfund ur og listamaður Hollendingur- inn Hendrik Willem van Loon, 62 ára að aldri. Hann var borg- ari í Bandaríkjunum. Fræg- ustu bækur hans voru „The Story of Mankind“, „The Home of Mankind“ og „The Discov- ery of America“. — Loon teikn aði jafnan sjálfur myndir í bækur sínar og þóttu þær frum legar. — (van Loon átti allmikl um vinsældum að fagna meðal íslenskra lesenda).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.