Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. apríl 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjaríansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) i'rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson j ♦ Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlandi, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Skipasmíðarn ar . . SKIPASMIÐIR víðsvegar af landinu hafa setið á ráð- stefnu hjer í bænum að undanförnu. Þeir voru ekki á- nægðir með aðgerðir þings og stjórnar gagnvart skipa- iðnaðinum og er það síst að undra. Svo sem kunnugt er, samþykti síðasta Alþingi lög um stuðning við byggingu fiskiskipa. Voru í lögum þessum sett ákvæði um, hvernig varið skuli þeim 5 miljónum króna, sem þingið hafði áður heimilað úr framkvæmda- sjóði ríkisins, til byggingar fiskiskipa. Áður hafði at- vinnumálaráðherra tilkynt, að íslendingar ættu þess kost að fá bygð í Svíþjóð 45 fiskiskip óg auglýsti eftir um- sóknum í skipin. Var þess getið í auglýsingu ráðherra, að byggingarkostnaður skipanna myndi vera um 4000 kr. pr. smálest, eða jafnvel enn lægri. Loks var gefið vilyrði um styrk og lánveitingu til skipakaupanna. í lögunum sem Alþingi setti um þetta mál, eru gefin vilyrði um sömu hlunnindi. Þegar nú á það er litið, að byggingarkostnaður skipa hjer á landi hefir síðustu árin orðið 10 þús. kr. pr. smálest, eða jafnvel enn meiri, er ekki að undra þótt menn hafi sótt fast eftir að verða aðnjótandi kjaraboða valdhafann. Enda streymdu umsóknirnar til atvinnumálaráðuneyt- isins og urðu brátt miklu fleiri, en unt var að sinna. Morgunblaðið benti strax á, að það væri með öllu ó- þarft að vera að styrkja með ríkisfje þessi bátakaup í Sví- þjóð, því að nægir kaupendur myndu fást, án þess um nokkurn beinan styrk væri að ræða. Jafnframt benti blaðið á, að ef sú stefna yrði upp tekin, að veita ríkis- styrk til kaupa á þessum ódýru erlendu skipum, myndi afleiðingin óhjákvæmilega verða sú, að innlendur skipa- iðnaður yrði að velli lagður. En það myndi aftur hefna sín í framtíðinni. Ekkert hefir verið látið uppi um það ennþá, hvernig framkvæmdin verður á þessum nýju lögum. Sjerstök nefnd annast framkvæmdirnar. Hún getur horfið frá styrkjaleiðinni og er vonandi að hún geri það. Myndi og þá verða miklu meiri not fjárins. Um það er ekki að villast, að íslenskir skipasmiðir geta ekki kept við erlendar skipasmíðastöðvar, eins og stendur. En þetta er ekkert einstakt fyrirbrigði, hvað þessa grein iðnaðarins snertir. Sama má án efa segja um flestan eða allan iðnað okkar. Orsökin er öllum kunn. Það er hin geigvænlega dýrtíð í landinu, sem þessu veldur. Hitt væri skammsýni og myndi koma okkur í koll síðar, ef ófremdarástand það, sem nú ríkir í landinu, yrði til þess, að hætt yrði að hlúa að iðnaðinum og hann látinn fara veg allrar veraldar, því hann ætti ekki tilverurjett. Það er e. t. v. á sviði iðnaðarins, sem glæstustu vonir íslensku þjóðarinnar eru við tengdar. Hver veit hvað framtíðin felur í skauti sínnu? Hvað getur ekki komið á daginn, þegar búið er að virkja okkar stóru fallvötn og þannig skipa möguleika fyrir iðnrekstri í stórum stíl? Eru ekki ótal möguleikar fyrir margháttaðan iðnrekstur í sam bandi við fiskveiðar okkar íslendinga? Jú vissulega. — Verkefnin bíða hvarvetna. Svo má ekki gleyma því, í sambandi við skipasmíðar okkar, að það er ekki búið þannig að þessari iðngrein, að hún geti verið samkepnisfær. Einn færasti skipasmið- ur landsins, Bárður G. Tómasson á ísafirði, hefir upp- lýst, að flutningskostnaður, vátrygging, stríðstrygging og tollar á efni í 15 smál. vjelbát nemi nú rúmlega 45 þús. kr., en var 1800 kr. fyrir stríð. Hjer er áreiðanlega verk að vinna fyrir stjórn og þing: I Að bæta aðstöðuna fyrir iðnaðinum, að því er snertir að- keypta efpivöru. Einnig verður að búa í haginn fyrir þessa iðngrein í landinu sjálfu, láta henni í tje fullkom- in vinnuskilyrði. Með hinni fyrirhuguðu skipasmíðastöð í Reykjavík, er stefnt í rjetta átt, hvað þetta snertir. Þarf hið bráðasta að hefjast handa um framkvæmdir á því nytjamáli. * Minnlngarorð um Konráð Guðmnndsson _ %• V I dag verður til moldar bor- inn Konráð Guðmundsson, kyndari á E.s. Dettifoss, er and aðist af slysförum í New York 10. febrúar síðastliðinn. Fullu nafni hjet hann Konráð Stefán Oskar Guðmundsson, og var fæddur hjer í Reykjavík 9. á- gúst 1906, sonur merkishjón- anna Guðmundar Bergþórsson- ar fyrrum sjómanns, og Sig- ríðar Gísladóttur, sem áratug- um saman hefir unnið að ræst- ingar og hreinlætisstörfum í virðulegasta húsi landsins, AI- þingishúsinu. Jeg, sem þessar línúr rita, hefi þekt Konráð sál. frá því fyrst jeg man eftir mjer, vor- um við jafnaldrar, og leikbræð- ur í æsku, og er því margs að minnast um framúrskarandi góðan og tryggan vin.' Snemma fór Konráð að vinna fyrir sjer, fyrst við alla algenga vinnu, en skömmu eftir ferm- ingu, fór hann til sjós, og vann fyrst við matreiðslustörf, en brátt gerðist hann kyndari, og seinna, aðstoðarvjelstjóri, og vann hann upp frá því við þessi störf, og varð mjög eftirsóttur til vinnu, sökum þess að hann var harðduglegur maður, enda var hann ávalt í skiprúmi með hinum bestu mönnum, svo sem Gísla sál. Oddssyni á Leif, hepna, Þórarni Olgeirssyni á Jupiter, og Einari Stefánssyni á Dettifoss, og var á honum, frá því hann var smiðaður og þar til árið 1941, að hann fór i land og vann við smíðar í tvö ár, en þá fór hann að sigla aftur, fyrst á togurum, en síðan á Dettifossi. Konráð kvæntist 23. febrúar 1929 Aðalheiði Eiharsdóttir frá Isafirði, hinni bestu konu, var sambúð þeirra mjög góð. Þau eignuðust tvö börn, Þórir, 15 ára, byrjaði nám í Gagnfræða- skólanum á síðastliðnu hausti, og Sigríði Ellen, 12 ára. Konráð var prúður í fram- komu, skemtilegur og orðhepp inn, enda hrókur als fagnaðar í kunningja hópi. Með Konráði er fallinn í val- inn góður og tryggur fjelagi, fyrirhyggjusamur og ástríkur heimilisfaðir. Vjer vinir hans og vandamenn, kv&ðjum hann með þakklætj í hug fyrir góða viðkynningu. Blessuð sje minning hans. I>. J. Sumarskemtistaðir. ÞAÐ ER oft fárast yfir skemt- analífinu í Reykjavík. Flestir telja það fábreytilegt, aðrir segja það andlítið og einnig eru þeir, sem telja skemtanalífið í höfuðstaðnum spilt og óholt fyr- ir unga og gamla. Leggja menn dóma á þetta atriði bæjarlífsins eftir smekk sínum og lífsskoð- unum og hætta er á að seint yrðu menn sammála í dómum sínum um skemtanalífið, frekar en annað. Einn þáttur í skemtanalifi bæj - arbúa, sem tekinn var upp fyrir nokkrum árum, en síðar lagðist niður af óviðráðanlegum orsök- um, -hlaut þó almennar vinsældir, en það voru sumarskemtistaðirn- ir í nágrenni bæjarins. Mestu vinsældir hlaut skemtistaður Sjálfstæðismanna að Eiði við Gufunes. Á hverjum helgidegi, þegar þar var efnt til skemtana, þyrptust þangað þúsundir manna ungir og gamlir og nutu hollra og góðra skemtana í skauti nátt- úrunnar. Þessar útiskemtanir höfðu alla þá kosti, sem nauð- synlegir eru til vinsælda. Oll fjöl- skyldan gat tekið þátt í skemtun- unum, alt frá litla reifarstrang- anum upp í afa gamla og ömmu. Það var heldur ekki óalgengt að sjá heilar fjölskyldur skemta sjer á góðviðrisdögum á grænum bölunum, eða fjörusandinum að Eiði og ánægjan lýsti af hverju andliti. 9 Endurreisn. NÚ FER nýtt vor og sumar í hönd. Ekki vitum við hvað tím- arnir færa okkur, en við vitum, að fólkið' þarf að fá tækifæri til að „lyfta sjer upp“ í frístund- um sínum. Væri ekki tilvalið, að endurreisa hina gömlu útiskemti- staði. Koma upp sælureit, þar sem bæjarbúar geta eytt góðviðr- isdögunum á sumri komandi fyr- ir tiltölulega lítið verð. Einu sinni voru á prjónunum miklar fyrirætlanir á Eiði. Þar átti að koma upp skemtitækjum fyrir almenning. Bæta sjóbaðs- ströndina og koma þar upp stökk pöllum, þar sem menn gátu stungið sjer til sunds. Rennjbraut um út í sjóinnn og fleira sáu framsýnir menn að, hægt var að gera til þess að menn gætu skemt sjer á þessum stað. Er ekki einmitt nú tækifæri til að -endurreisa hina gömlu, vin- sælu sumarskemtistaði í nágrenni bæjarins. Vilja ekki þeir, sem best unnu að þessum málum þeg- ar þeim var hrint í framkvæmd, taka málið til athugunar og það helst sem fyrst. Reykvíkinga vantar tilfinnanlega sumarskemti stað. 9 Farið langt yfir skamt. EN ÚR ÞVÍ við erum að tala um skemtanalífið og tómstunda- athvarf Reykvíkinga,þá get jeg ekki stilt mig um, að minna á, að oft verður okkur það á, Reyk- víkingum, að leita langt yfir skamt til að njóta tómstunda okkar. Nú fara nokkrir frídagar í hönd hjá flestum. Mjög margir hafa í hyggju að eyða þessum dögum til ferðalaga og vissulega er það holl og góð skemtun, ekki síst fyrir innisetufólk. Skíðaskál- ar allir verða fullsetnir um pásk- ana og margir eru þeir, sem ekki hafa getað fengið rum fyrir sig á þeim stöðum. En þeir sem ekki hafa haft hepnina með sjer þurfa ekki að sitja heima og rekja raunir sínar. í góðu veðri er hægt með litl- um tilkostnaði að fara í skemti- leg ferðalög í nágrenni bæjar- ins. Strætisvagnar og almennings vagnar ganga orðið alllangt frá bænum. Til Hafnarfjarðar, Lög- bergs og í Mosfellssveitina eða á Kjalarnesið. Þeir, sem treysta sjer til geta farið í almenningsbíl upp undir Esju og gengið á fjallið. Það er tiltölulega rólegt ferðalag og á einum degi geta á þeim slóðum opnast undarheimar fyrir menn, ef þeir eru hepnir með veður. Þeir, sem treysta sjer ekki í fjall- gön'gur, geta farið með strætis- vagni upp að Rauðhólum, eða Lögbergi og gengið um Heið- mörk. Þar er víða fallegt. Eða þá að fara með áætlunarbílnum suður í Hafnafjarðarhraun, eða Hafnarfjörð. Ganga á Helgafell, eða í nágrenni Vífilsstaða. Möguleikarnir eru ótal margir, ef menn vilja líta í kringum sig. Það þarf enginn, sem gengur á tveimur jafnlöngum, að sitja heima um páskana, ef þeir vilja leggja eitthvað örlítið á sig til að njóta náttúrufegurðarinnar • Lagðir í einelti? ÁRIÐ ÚT og árið inn er amast við því, hvernig bílaeigendur hjer í bænum leggja bílum sín- um á öllum mögulegum og ó- mögulegum stöðurn, ef svo mætti segja. Það getur vel verið, að bílaeigendum sjálfum finnist, sem þeir sjeu blátt áfram lagðir i einelti með þessu stöðuga nöldri. Þeir segja rjettilega sem svo: Hvað eigum við að gera? Hvar megum við vera með farar- tæki okkar. Bendið okkur á stað ina, þar sem við erum ekki fyrir með vagnana okkar og við skul- um með gleði leggja bílunum þar. Vissulega er nokkuð til . í þessu. Það hefir ekki verið nægj- anlega hugsað fyrir bílastæðum í bænum. Það gat enginn maður gert ráð fyrir, að umferðin hjer yrði eins gríðarlega mikil og raun hefir á orðið. En það má gera margt af litl- um efnum, ef viljinn er fyrir hendi og hagsýni er látin ráða. Það hefir t. d. ljett mjög mikið af umíerðinni inni í sjálfum bæn um, að ameríski herinn beindi umferð hinna stóru flutninga- bíla sinna inn á göturnar í út- hverfunum. Það myndi líka bæta mikið úr þrengslunum í miðbænum, ef- íarið væri eftir ákveðnum regl- um um það, hvar og hve lengi bílum er leyft að nema staðar á helstu umferðaræðunum. Það þarf ekki nema dálitla hagsýni og eftirlit fyrst í stað og mikið myndi ávinnast. 9 Fádæma ósiður. ÞAÐ er nú t. d. eitt atriði í sambandi við bílana á götunum, sem mætti lagfæra fyrirhafnar- laust og engum til óþæginda og það er fyrirkomulagið við veit- ingahúsin og margar opinberar byggingar í bænum. Sá fádæma ósiður ríkir hjer, að menn leggja bílum sínum, stundum tímum saman — við gangstjettirnar fyrir framan aðaldyr helstu veitinga- húsa í bænum og opinberra bygginga, þar sem umferðin er mest. Það er ekki óalgengt að sjá röð af bílum, sem lagt hefir verið alt frá Reykjavíkur Apóteki og suður fyrir Hótel Boi'g. Slikt væri hvergi leyft í siðuðu þjóð- fjelagi — nema hjer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.