Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. apríl 1944 M0E6UNBLAÐIÐ T GERIR INNRÁSIN IJTAF VIÐ HITLER? AÐ LOKUM VIRÐIST hafa verið ákveðið, að ;)aðr- ar vígstöðvarnar“ gegn Þjóð verjum verði myndaðar í Vestur'-Evrópu. Eftir að hafa undirbúið sig árum saman, standa nú herir bandamanna andspænis úr- slitaeldrauninni. Hernaðaraðgerðir þessar munu verða þær stórkostleg ustu í sögu Bandaríkjanna. Innrásin mun krefjast full- komnari samvinnu á vígvöli unúm og einbeittari ákvörð unar heimaþjóðarinnar en vjer nokkru sinni áður höf- um þurft að beita. Því að takmarkið er hvorki meira nje minna en það að brjóta Þýskaland á bak aftur sem herveldi. Getum vjer vænst þess, að takmarkinu verði náð? Vjer skulum athuga að- stöðu Hitlers nú. Á síðast- liðnu ári hefir hann orðið fyrir miklum áföllum. Hann hefir tapað aukaherjum, hundruð hergagnaverk- smiðja hafa verið lagðar í rústir, bandamenn hafa náð aftur á sitt vald víðáttumikl um landsvæðum í Rúss- landi, Afríku og Ítalíu, og miljónir hermanna og borg- ara hafa látið lífið. En þetta tjón hefir ekki haft nein úrslitaáhrif. Styrk leiki hinna glötuðu herja var aldrei sjerstaklega mik- ilL iðnaður Þjóðverja er enn í gangi, landsvæði það, sem bandamenn hafa unnið, er ekki þýskt, og manntjónið hefir ekki lamað þýska ríkið verulega. Hitler hefir 300 her- fylkjum á að skipa. HITLER HEFIR ENN til umráða um það bil 300 her- fvlki allra tegunda. Á að giska 190 herfylki eru bund in á austurvígstöðvunum, 15 eru í Balkanlöndum og ef til vill 20 á Ítalíu. Hann hef- ir því 75 herfylki, sem hægt er að beita á öðrum vígstöðv um. Herfylki þessi munu einn ig búa við betri skilyrði á ýmsan hátt en andstæðing- arnir.. Þau hafa áður útbúin virki til varnar, eiga hægara um vik að flytja sig milli staða en innrásarliðið og hafa styttri flutningaleiðir. Þau geta því beitt öllum stvrk sínum á hvaða stað, sem vjer kunnum að velja xil landgöngunnar. Og það, sem mestu máli skiftir: Her- sveitirnar þýsku vita, að þessi barátta er þeirra síð- asta von. í því er einmitt fólginn mesti styrkur Hit- lers. En þetta er jafnframt hans mesti veikleiki, því að þegar þýski herinn hefir allur verið sendur fram á vígvellina, er ekki lengur fyrir héndi neitt varalið til þess að fylla í skörðin. Hver þýskur hermaður, sem lagð- ur er'að velli, og hver þýsk flugvjel, sem skotin er nið- ur, skilja eftir sig skarð, sem ekki er hægt að fylla. Bandamenn ættu aftur á Eftir George Fielding Elliot Með hverjum deginum sem líður, beinist hugur manna og tal meir og meir að hinni fyrirhuguðu innrás, enda gefa margskonar fregnir frá Bretlandi til kynna, að hún geti ekki verið Iangt undan landi. Höfundur greinar þessarar er hernaðarsjerfræðingur ameríska biaðsins „Herald Tribun’e“, og ræðir hann hjer líkurnar fyrir því, að innrás geti náð tilgangi sínum. Greinin er rituð út frá sjónarmiði Bandaríkjamannsins. móti að geta bætt úr sínu tjóni. Það er meginástæðan til þess, að sigurinn mun verða á vora hlið. En þessi staðreynd vekur aftur aðra spurningu: Megnum vjer að inna af hendi það gjald, sem sigurinn kostar? Erum vjer undir það búin að greiða að fullu vorn hlut í dýrmæt- asta stríðsframlaginu — blóði? Til þessa hefir aðalfram- lag vort, Bandaríkjamanna, í styrjöldinni verið hergögn og birgðir. Á Kyrrahafi hafa hernaðaraðgerðir vor- ar verið bundnar við flug- og sjóhernað, ásamt tak- mörkuðum landhernaðarað- gerðum á Bataan, Salo- monseyjum, Nýju Guineu, Nýja Bretlandi, Gilbertseyj um og Marshalleyjum. — Sennilega hefir ekki í neinni þessari viðureign verið | beitt meir en f jórum her- Ifyikjum landhers (eða jafn- Igildi þeirra). í Evrópu höfum vjer tek- ið þátt í loftárásum á Þýska land og þremur takmörkuð- um landviðureignum: í Tún is, Sikiley og Italíu. Einnig hjer hefir ekki verið beitt nema fáum bandarískum herfylkjum. Slíkar land- hernaðaraðgerðir eru barna leikur i samanburði við þau átök, sem framundan eru. Á' Bandaríkjunum mun einnig hvíla meginþungi inn rásarinnar, þar sem áætlað er, að 70% af innrásarhern- um verði Bandaríkjamenn. Vjer skulum nú lítillega virða fyrir oss aðstæðurn- ar. Hvers vegna þarfa Bandaríkin að leggja fram aðalherstyrkinn? AÐ FÁEINUM herdeild- um undanskildum, þá eru Bretar og Canadamenn einu þjóðirnar, sem lagt geta fram her til innrásarinnar, auk Bandaríkjanna. fbúa- tala þessara landa er sam- tals um 60.000.000. Þar sem talið er nú, að iðnaðarríki geti hervætt einn tíunda hluta þjóðarinnar, geta Bret land og Canada samtals víg- búið 6.000.000 manna. En í breska flughernum og canadiska flughernum eru að miilsta kosti 2.000.000 manna, og í breska flotan- um og canadiska flotanum um það bil 1.000.000 raanna. Þar að auki eru bresku her- irnir, sem eru við herþjón- ustu á Miðjarðarhafssvæð inu og í Asíu og canadiskar h’ersveitir, sem enn eru ekki fullþjálfaðar eða eru við varðgæslu í Canada. Mun ekki fjarri lagi að áætla þenna herstvrk alt að 1.500.000. Þannig er herstyrkur Breta og Canadamanna á Bretlandseyjum sennilega ekki nema 1.500.000 manns samtals. Af þessu liði verð- ur að ætla helminginn vera við strandvarnir, loftvarn- ir, herþjálfun, ýms embætt- isstörf, liggja í sjúkrahúsum o. s. frv. Líkur eru því til þess, að af öllu þessu liði sjeu ekki nema um 750.000 landher- menn til innrásarinnar. Sieu 15.000 manna í herfylki, þá geta Bretland og Kanada lagt fram 24 herfylki, því að helming liðsins mun þurfa að nota við flutninga, störf við herstöðvarnar og sem varalið. Vjer þurfum að minsta kosti 80 herfylki til þess að senda gegn hinum 70 her- fvllíjum Hitlers, ef nokkur von á að vera um sigur. Á vantar því 56 herfylki, og það er einmitt 70(ý af 80. Stríð kostar mörg mannslíf. HVORT SEM þessar töl- ur reynast nákvæmlega rjettar eða ekki, þá er eitt víst: Bandarikin verða að vera viðbúin miklu mann- tjóni Ji næstunni. Getum vjer bætt oss upp það tjón? Hjer verðum vjer að bvggja á reynslu sögunnar. Frakkland misti aðeins um 1% af íbúatölu sinni í þrjátíu ára næstum sam- feldum styrjöldum á.rin 1690—1720. Hin blóðugu ár byltingarinnar og Napóle- onsstyrjaldanna á árunum 1790—1815 kostuðu þjóðina 4.2% íbúanna. Þar sem manntjón þetta skiftist niður á margra ára tímabil, og fæðingatalan í Frakklandi var á þeim tíma há. náði þjóðin sjer mjög fljótt eftir þessi áföll. I fyrri heimsstyrjöld varð Frakkland aftur á móti fyr- ir því þynga áfalli að missa 5.6% íbúa landsins í fjög- urra ára styrjöld. Franska þjóðin hefir ekki enn náð fullum þrótti eftir þessa miklu blóðtöku. Þar sem íbúatala landsins stendur nú einnig svo að segja í stað, getur svo farið, að Frakk- land verði aldrei aftur raunverulegt fyrsta flokks vstórveldi. Tjón Breta í síðustu heimsstyrjöld var 2.6% í- búanna og má merkja á- hrif þessa áfalls hjá bresku þjóðinni. Þýskaland varð fyrir jafnmiklu manntjóni og Frakkar í heimsstyrjöld- inni, en þýska þjóðin náði á hinn bóginn skjótt fyrri þrótti sínum vegna örar fólksfjölgunar. Mesta manntjón, sem Bandaríkjaþjóðin, enn sem komið er, hefir orðið fyrir, var 1.3% í borgarastyrjöld- inni. Á þeim tima var fólks fjölgunin mjög ör og menj- ar þessarar blóðtöku hurfu þvi skjótt. Þar sem fæðingum hjá oss fer nú fækkandi, myndi slíkt manntjón verða oss þungt áfall, en vjer mvnd- um þó geta náð oss eftir það. Svipað manntjón og Bret- ar urðu fyrir í fyrri heims- styrjöldinni mvndi veita oss mikið svöðusár, en svip- að tjón og Frakkar urðu fyrir, myndi lama oss stór- lega. Vjer skulum reikna með hlutfallstölunum 114, 2U> og 5%. Eftir því ættu Banda ríkin með 130.000.000 íbúa að geta mist 1.625.000 manna; án þess að missa mikinn þrótt við blóðtök- una. — Hvernig eru horfumar? TIL ALLRAR hamingju höfum vjer, enn sem kom- ið er, ekki mist nema tæp 10%> af þessari tölu. Jafn- vel þótt þriggja mánaða harðvítug barátta við inn- rásina yki þessa tölu upp í 500.000 — eins og giskað hefir verið á — þá væri það samt ekki r.eraa einn þxáðji hluti c.f því manntjóni, sem \’jer urðum f^rir á ægileg- ustu tímum borgarastvrj- aldarinnar. Auk þess er á- stæða til þess að álíta, að manntjón vort nú verði minna en í nokkurri annari styrjöld, þegar miðiað er við fjölda hermannanna. Þar sem nýtísku vopn eru banvænni en vopn þau, sem áður voru notuð, er ekki ólíklegt að tala hinna föllnu verði hlutfallslega hærri en áður, en þá var á- ætlað, að fjórir særðir væru á móti hverjum einum fölln um. Þá eru ennfremur víst, að miklum mun fleiri særðir menn munu nú ná fullri heilsu aftur vegna endur- bættra lækninga. Munu sennilega ekki nema 2% af hinum særðu láta lífið. — Aukin vjelanotkun mun einnig draga úr manns fórnunum, en mikilvægasti þátturinn mun þó senni- lega verða samvinna milli hinna þriggja herja: land- hers, flughers og flota. Tilhögun ínnrásar- innar. UPPHAFSÞÁTTUR inn- rásarinnar mun hvíla á flot anum. Floti og flutninga- skip bandamanna verða fyrst að flytja her og birgð- ir yfir Atlantshafið, og síð- an flytja landherinn fi'á stöðvum sínum til innrás- arstrandai'innar. Þegar her- sveitir þessar ganga á land, verða fallbyssur flotans og aragrúi flugvjela að veita þeim vernd gegn strand- virkjum óvinanna, jafn- framt baráttunni við kaf- báta og hraðbáta þeirra. í rauninni verður hlut- deild flughersins frá upp- hafi geysimikilvæg. Flug- vjelar verða að undirbúa jarðveginh með loftárásum á samgönguæðar óvinanna, varnarvirki og hersveitir á ferð og með því að skjóta niður flugvjelar þeirra og einangra hinar ýmsu bæki- stöðvar. Þá þarf flugvernd fyrir skipin, sem flytja land- gönguliðið yfir hafið og her sveitir þær, sem safnað hef- ir verið saman, en bíða flutnings. Jafnframt verður að halda uppi sífeldu könnunarflugi. . Mesta ábyrgðin hvílir þó á flughernum, þegar inn- rásarliðið byrjar landgöng- una, því að nú er öll fram- tíð hemaðaraðgei'ðanna komin undir fullkominni flugvernd. Frá þessari stundu verða sennilega einu yfiiburðir vorir í loft- inu, jafnvel dögurn saman. Vjer getum ekki sent mörg herfylki í einu upp á víggirta strönd. Vjer verð- um að hefja aðgerðirnar með einungis fáum herfvlkj um, sem hverí um sjg mun ekki senda strax í land nema þrjár til fjórar her- deildir. Þjóðverjar munu einbeita herstyrk sínum gegn þess- um sveitum, í mörgum til- fellum með ofurefli land- hers. Þeir eiga einnig vara- flota sprengjuflugvj ela, sem með stuttum fyrirvara er hægt að senda til hvaða staðar sem er. Þá mun það enn auka á erfiðleika hers vors, að hann getur ekki flutt i land með sjer nema ljett vopn. Það mun taka nokurn tíma að ná fótfestu og koma á land stærri fallbyssum til frekai'i h ernaðaraðgerða. Allan þenna örlagaríka. tíma verðúr flugherinn og flotinn að „bæta upp“ vopna skort hinna illa búnu land- göngusveita. Hlutverk landshers. ÞEGAR INNRÁ SARLIÐ- IÐ hefir náð fótfestu og flutt á land brynvarin far- artæki og þyngri vopn, þá fvrst munu landherir banda manna taka forustuna. Með landhernaðaraðgerðum get- ur hann nú reynt að stækka yfirráðasvæði sitt; þó verð- Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.