Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.1944, Blaðsíða 12
12 Miðvikudag'ur 5. apríl 1944 A'ý verslun J opnuð Lothókn gep Balkanlöndunum í dag 1 DAG verður opnuð versl- uu í nýjum, gíæsilegura húsa- kynnum á Berstaðastræti 37, er j>að verslunin Síld & Piskur. Eigendur eru Þorvaldur Guð- mundsson, fyrrum starfsmaður hjá Sölusamb. ísl. fiskframl. frá árinu 1937 og Steingrímur Magnússon, fisksali. —- Þeir fjelagar buðu-baðamönnum að skoða verslunina í gær. Versluninv er sjerverslun í síklar- og fiskafurðum og mun hafa á boðstóium 20—30 teg- undir fiskraetis, sem framleitt er á staðnum. Bar þar að sjá ýrnsar nýjar tegimdir salata og meðferð síldar, t. d. var þar reyksoðin síld, en auk Jiess allur alraennur dósamatur, seni er mest allur að keyptur, eu síld í dósum framleiða þeir sjálfir. í>á kemur og nýung í afgreiðslu á fiski. er hann seldur hausaður, slægður og þtinnildaskorinn, og má því segja að hann sje seldur beint, í pott húsmóðurinnar og henni til mikilla þæginda. Ilúsakynnin eru öll hin snyrti legustu. t versluninni er stór sýniugarskápur með kælivjel, öll afgreiðsluborð eru klædd með ryðfríu stáli, allir veggir klæddir slípuðum asbestplöt- um, er bera grænan lit, en gólfið er korklagt. Er þetta allt mjög smekklegt og hagan- lega fyrir komið. I eldhúsinu eru margar vjel- ar, svo sem hrærivjel, sitðu- pottur og brauðhnífur, auk þess eru kæliklefar. vinntt- herbergi og aðgerðarpláss o^ tveir reykofnar. — Við fyrir- tækið starfa 10 manns. A efri hæð ertt: Skrifstofa, fata- og snyrtiherbergi og* kaffistofa.' Námskeið á vegunt| Sauða Krossins Prá frjettaritara vor- ttm á Isafirði: Á vegum Eauðakrossdeild- arinnar lijer er námskeið. í hjálp í viðlögum. Námskeið- ið sóttu 4:», en auk Jiess hlýddu skátar á fræðsluerindi, er flutt voru í samhandi við nám- skeiðin. Kennslu önnuðust Kjartan ,T óhannsson. sjúkra h úslæknir Baldur Johansen og úr flokki skáta Ilafsteinn Hannesson og Ágúst Leós. Aða 1 fundi Rauðakrossdeild- arinnar er n-ýlokið. — S.l. ár gaf deildin hænum gufubaða- tæki, sem notuð verða í hinni væntanlegu sundhöll, sem h.vrj að er að reisa. Stjórn deildarinnar skipa: Kjartan .Tóhánnsson, Baldur Johnsen. Páll Jónsson, Guð- rnundltr frá Mosdal. Sigurður Dáhlmann og Björn H. Jóns- sori. Fjelagstala deildaritmar er nú koinin upp t 100. ý^GREAT J SzTbrítain^ NORTH SEA LCNDON RUSSIA BEXLIN ii/f: PÖLAND ,r > } \ iiiíiC/KCHOSLOVAKIA ©PARIS PILSEN MUNICHÍ FRANCE VIENNA jswitr- ERIAND BUOAPESTjjúúsViAKV /vi-JICt :MILAN PÓ RIVIR ns BEÍGRÁDÉ KI Vl.VNIA *PtOESTI bucharest#\ CORSIC, | SOFIA ÍH LÚÁkÍA :rome\ =GAETA' BALEARIC ISLANDS NAPLES: SAKIMNIA SICILVf REGGIO MEDITERRANEAN SEA f FLUGBÆKISTÖÐVAR ÞÆR, sem bandamenn náðu á sitt vald með innrásinn i á Ítalíu, hefir gert þeim kleift að hefja mikla loftsókn á borgir á Balkanskaga, en árásir á helstu umferð- aræðar í Rúmeníu og UngverjaDndi, sem eru hinar þýðingarmestu fyrir Þjóðverja, eru nú að kom ast í algleyming. — Á uppdrætti þessum sjest greinilega, hver hagur bandamönnum er að flug- stöðvum sínum á ítalíu. Eru með hringjum merktar vegalengdir frá flugstöðvum bandamanna til helsfú þýðingarmestu staða í suður- og suðaustur Evrópu. )Skeyti um loftsóknina gegn Balk- anskaga á bls. 1.). TLRKÍ.1 Norðmenn og Danir minnast 0. apríl NORÐMENN OG DANIR munu minnast innrásardagsins, 9. apríl, utan heimalands síns, á hverjum stað eins og föng standa til. í fregn frá norska blaðafulltrúanum hjer segir, að fjögra ára afmælis hinna villimannlegu árása Þjóðverja á Noreg og Dan- mörku verði minnst af Norðmönnum og Dönum í Svíþjóð, eink- um með guðsþjónustum. Norðmenn munu allsstaðar þar sem þgir eru staddir, minnast fallinna hermanna sinna. Svíar efna einnig til minn- ingarhátíðahalda víða í Svíþjóð og sumstaðar í sameiningu fyr- ir Norðmenn og Dani. Þann 9. apríl ber að þessu sinni upp á páskadag. eins og kunnugt er. Samkoma verður haldin þenna dag í Konserthuset í Stokk- hólmi og verður kjörorð sam- komunnar: ,,Tit minningar um hina föllnu, fyrir sigrinum og freslinu“. Þarna verða fluttar stuttar ræður á norsku og sænsku. Halfdan Christensen les upp og symfóníuhljómsveit danska fjelagsins leikur. Minningarathöfn í London. Frá London berast fregnir um, að Norðmenn muni halda guðsþjónustu þann 9. apríl í kirkjunni St. Martin in the Fields, sem er við Trafalgar Square. Síðar um daginn munu Norðmenn og Danir safnast saman til hópgöngu. Á íslandi. Morgunblaðið hefir snúið sjer til norska blaðafulltrúans, S. A. Friid, og spurt hann hvort fyrirhuguð sje nokkur minn- ingarathöfn hjer á íslandi þ. 9. apríl. Friid sagði, að hann haíi fyr- ir nokkrum vikum kynt sjer hvað hægt væri að gera og þá fyrst og fremst haft dómkirkj- una í huga, en þar verða páska guðsþjónustur allan daginn, Hinsvegar verður haldin dönsk guðsþjónusta eins og venja er til þenna dag kl. 2 e. h. Sneri jeg mjer til formanns- ins i Normandslaget, Haarde verkfræðings, og stakk upp á því, að rætt yrði við fjelag frjálsra Dana um að þessi guðs þjónusta yrði haldin sem sam- eiginleg minningarguðsþjón- usta fyrir Dani og Norðmenn. Hr. Haarde hefir einmitt í dag skýrt mjer svo frá, að það sje gamla danska fjelagið í Reykjavík, Dansk Selskab, er standi fyrir guðsþjónustunni, en að fjelagið hafi skýrt frá því að allir Norðmenn sjeu hjart- anlega velkomnir á þessa dönsku guðsþjónustu og að Noregs verði að einhverju leyti minst við hátíðahöldin. — Það hefir einnig verið rætt um að setja upp taæði danskt og norskt flagg i kirkjuna. En há- tíðahöld Norðmanna í líkingu við það, sem við höfum haft undanfarin i ár á þessum degi. Landsliðsskepni í skák hefsl á morgun Á MORGUN hefst kepni í Landsliði í skák. Þátttakendur í keppninni eru sjö: Ásmund- ur Ásgeirsson, Árni Snævarr, Eggert Gilfer, Einar Þorvalds- son, Magnús G. Jónsson, Óli Valdimarsson og Steingrímur Guðmundsson. — Gert er ráð fyrir, að efsti maður í þessari keppni heyi einvígi við íslands meistarann, Baldur Möller, um íslandsmeistaratitilinn síðar á árinu. — Landsliðskeppnin hefst kl. 8 e. h. í Kaupþings- salnum. Hið svonefnda íslandsþing í skák fer fram um páskana á Akureyri. Efsti maður í þeirri keppni hefir leyfi til þess að taka þátt í landsliðskeppni næsta ár. Stórbruni í Þrándheimi Frá norska blaða- fulltrúanum: EITT AJF stærstu leiguíbúð- arhúsum í Þrándheimi, þar sem 500 manns bjuggu, brann að nokkru leyti fyrir skömmu. Eyðilögðust ívær efstu hæðir húsanna og um 100 manns urðu heimilislausir. Hörmulegir atburðir áttu sjer stað, er verið var að bjarga fólki, sem á efstu hæðunum bjó, úr eldinum með slökkvi- liðsstigum. Einn slökkviliðs- manna fanst örendur á götunni. Hefir sennilega fallið þaksteinn í höfuð honum. • Bóndi í Kjós siasasf Frá frjettaritara vorum: NÚ FYRIR s.l. helgi vildi það slys til á Möðruvöllum í Kjós, að bóndinn þar, Sigurður Guð- mundsson, varð fyrir vagni, er hann var að aka mykju út á tún, og meiddist allmikið. Er talið, að hann hafi síðubrotnað og einnig meiðst innvortis. Hafði hestur sá, er Sigurður var með, orðið hræddur, er Sig urður ætlaðí að hvolfa úr vagn inum, og hafi hann þá orðið fyrir honum. Stangaveiði í Rangá RÁNGÆINGIAR hafa stofn- að veiðifjelag á vatnasvæði Eystri- og Ytri-Rangá. Mikil netaveiði hefir vorið stunduð nndanfarið í Jtessum ám, aðallega úr Þykkvabæn- um, og hefir aðalíega veiðst, stór sjóbirtingur. Nú verður þessi veiðiað- ferð lögð niður, en árnar leigðar fyrir stangaveiði yfir sumarmánuðma. — 1 framtíð- inni ntun fjelagið hlynna að, fiskiraiktinni með klaki og’ gera fiskifæra fossana 1 Ytri- Kangá. Drengur fellur niður um vök í FYRRADAG fjell drengur niður um vök á Tjörninni. Voru nokkrir drengir að leik suður undir Tjarnarbrú. Fjell þá einn drengjanna niður um vök. Svo vel vildi til, að skauta svellsvörður Skautafjel. Rvík- ur var í Hljómskálagarðinum. Greip hann þegar til eins af björgunarköðlum Slysavarna- fjelagsins, sem komið hefir ver ið fyrir víðsvegar við Tjörn- ina. Tókst drengnum að ná til kaðalsins og var hann dreginn til lands. Drengurinn var þarna í tals- verðri hættu, ef ekki hef'ði svo fljótlega tekist að ná í hjálp- artæki. Maður sem ók drukkinn á bifreiðar dæmdur SAKADÓMARI hefir kveðið upp dóm yfir manni þeim, er fyrir skömmu ók drukkinn á tvær bifreiðar á Laufásvegin- um, á bifreiðar Magnúsar Jóns sonar prófessors og Bergs G. Gíslasonar stórkaupmanns. Maðurinn var dæmdur í 15 daga varðhald og sviftur öku- leyfi æfilangt. Maður þessi hefir áður gerst sekur um að aka bifreið undir áhrifum áfengis, en þar eð ekki var búið að dæma hann, er þessi dómur því fyrir bæði brotin. 14 málverk seld á sýn- ingu Guðm. Einarssonar í GÆR, er málverkasýning Guðmundar Einarssonar hafði staðið í 3 daga, höfðu alls um 700 manns sótt sýninguna. — Selst höfðu 14 málverk og fjöldi raderinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.