Morgunblaðið - 06.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.04.1944, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ i Fimtudagnr 6. ajpríl 1944 Útg.: H.l. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj. Sigíús Jónsson Ritstjórar:, ' , Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlandj. kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Fjögur ár ÞANN 9. apríl, á páskadag, eru liðin fjögur ár, síðan Þjóðverjar hófu innrás sína í Danmörku og Noreg, fjögur þungbær hörmungaár fyrir þessar tvær nánustu frænd-' þjóðir íslendinga. Á þessum dapra minningardegi munu íslendingar, fremur en aðra daga, beina einlægri samúð sinni til frænd þjóðanna, í djúpri lotning fyrir minning þeirra Norð- manna og Dana, sem á þessum árum hafa fórnað lífinu fyrir frelsishugsjónir og framtíð þjóðar sinnar. Líkamlegar þjáningar, hungur og harðrjetti frá hendi hinna harðsvíruðu valdhafa, hafa orðið Norðmönnum þungbærari. En enginn veit hvor þjóðin leið meira hug- arstríð, Norðmenn, sem öll árin hafa barist, fyrst með vopnum, síðan með margskonar aðferðum heimavígstöðva sinna, eða Danir, sem auðnaðist ekki nema að litlu leyti þrjú fyrstu árin, að grípa til virkrar andstöðu gegn kúg- urunum, og fengu á þeim tíma, og að vissu leyti enn í dag að búa við manneskjulegri meðíerð. Tugþúsundir manna frá báðum þjóðum hafa verið teknir höndum, fólk á öllum aldri, úr öllum stjettum, konur og jafnvel börn. í báðum löndum eru öll fangelsi full. Þar sitja þeir menn fyrst og fremst, sem hæst hafa borið merki föðurlandsástar og frelsishugsjóna. En fang- elsin ein hafa ekki nægt. Þjóðverjar hafa sett upp fanga- búðir í báðum löndunum, til þess að geta haft hendur í hári ennþá fleiri manna en fangelsin rúma. Og til Þýska- lands hafa Norðmenn verið fluttir í þúsundatali, og mörg hundruð Danir. Margir Norðmenn hafa verið í fangelsi alt frá því haustið 1940, fyrir það eitt að þeir unna föð- urlandi sínu, og vilja öllu fórna fyrir frelsi þess. En 3000 Norðmenn eru nú í Þýskalandi, í fangelsum og fanga- búðum, 1200 liðsforingjar, 6—700 stúdentar og menn úr ýmsum stjettum, er hafa fengið heiðurstitilinn pólítískir fangar. Margs hafa þessar frændþjóðir að minnast eftir hörm- ungaárin fjögur. Um 200 Norðmenn hafa Þjóðverjar tekið af lífi, en nokkra tugi Dana. Innbyrðis samhugur þjóðanna hefir eflst við hverja raun. Aldrei hafa frænaþjóðir þessar efast um mátt frels- ishugsjóna sinna. Við hvern andblástur, hörmungar og þjáningar hafa þær gefið hverjum manni aukinn kjárk, óbilandi styrk. Kennaralið Noregs ljet ekki bugast, þó 700 kennarar væru látnir sæta hinni svívirðilegustu, ómann- úðlegustu meðferð. Gegn kúgurunum reis hver stjett af annari, klerkastjettin, sem einn maður, lögfræðingar og sjálfur Hæstirjettur, verkalýðsfjelögin, iðnfjelögin, og húsmæður landsins hafa barist eins og hetjur við skort og erfiðleika. Á hverju sviði af öðru hefir hinu skefjalausa ofbeldi fyrst verið beitt gegn Norðmönnum. En síðan danska þjóðin reis gegn Þjóðverjum með skipulagðri leynistarf- semi föðurlandsvina, hefir það verið segin saga, að það sem látið er bitna á Norðmönnum, er notað gegn Döniun nokkru síðar. Vel megum við íslendingar vera minnugir þess, að hin eldheita, einbeitta frelsisbarátta Norðmanna og Dana, kemur okkur beinlínis við. Hún er fyrst og fremst þáttur í hinni miklu baráttu, sem nú er háð, fyrir frelsi og sjálfs- ákvörðunarrjetti smáþjóða. Hún leggur grundvöll að því, að Norðurlandaþjóðir fái, að styrjöldinni lokinni, virðuleg an sess í samfjelagi frjálsra þjóða. Þeim mun betur, sem Norðurlandaþjóðum er borgið, þeim mun bjartari augum getum við íslendingar horft til okkar eigin framtíðar, og þeirra viðskifta efnalegra og andlegra við Norðurlönd, sem okkur eru ómissandi í framtíðinni. Nú, þegar Norðmenn og Danir byrja sitt 5. styrjaldarár, lifir enn hin sama von í brjóstum þeirra, að fullur sigur vinnist í baráttu þeirra. Þeir vona heitt og innilega, að þetta ár verði síðasta styrjaldarárið. Að yfir lönd þeirra rísi, áður árið ep liðið, sú páskasól, sem horfnum kvn- slóðum hefir boða»ð rjettlæti, frið og mannkærleika. 1 í ; DAG HEFST PASKA- HELGIN, í dag béinutn vjeL húgum vorum í hvíld og ró áð þeim viðburðum, sem vjer minn umst þessa daga. Þá kemur hin forna sorgarsaga, sem altaf er ný, til vor aftur, með.öllum sín- um átakanlegu hörmum og með allri sinni göfugu ró og gleðíglömpum mitt í skelfingun Það er holt að hugsa aftur, aftur til þeirrá páska, er vjer kristnir menn minnumst. til hans, sem þá gaf líf sitt fyrir oss, fyrir göfugustu hugsjónir mannkynsins. Hvernig væri á þessum dög- um að ryfja upp fyrir oss æfi- feril hans, eins og vjer eitt sinn lærðum hann af helgum bók- um. Vjer gerum það hvort eð er venjulega sjaldan, sem vjer ekki gætum gert nógu oft, ef alt væri eins og það ætti að vera. Þeirri páskahátíð væri vel varið, sem vjer fylgdumst með lífi þess manns og starfi, sem endaði æfi sína á Golgata á hinum dimma degi, er rang- lætið vann sinn stærsta sigur í mannheimi. Og þrátt fyrir það, þót^ þetta væri aðeins stundarsigur, því ranglætið hrós ar aldrei lengi sigri, þrátt fyrir það, þótt sól upprisudagsins dreyfði skuggum föstudagsins langa, þá gerum vjer vel í því, að læra sem best það, sem hann gerði og sagði, hann, sem altaf verður fyrsti merkisberi sann- leika og rjettlætis í þessum heimi og hlaut laun heimsins, eins og heimurinn launar. Ef vjer kynnum oss gaumgæfil. alt hans starf og feril, þá verður oss ljettara um það að verjast ranglætinu, er það vill ná okk- ur á sitt band, fá okkur til þess að vera í þeim hópnum, þar sem menn standa og æpa: Krossfestið, krossfestið hann. ★ Enn er sem dimmi um heið- an dag á föstudaginn langa, enn legst skuggi yfir hina gróandi jörð, því á þeim degi var frum- gróði mannkynsins rifinn upp með rótum, boðberi þess sann- leika og rjettlætis, sem lengi hafði verið þráð af þjáðu mann- kyni. — En svo kom sólardag- urinn, er ranglæti og dauðin urðu í eitt skipti fyrir öll að lúta í lægra haldi, þótt enn sje hvorugt sigrað að fullu. Það kann að hljóma undar- lega í eyrum, að ranglæti og dauði hafi beðið ósigur í eitt skipti fyrir öll, eins og umhorfs er í veröldinni nú. En samt er þetta satt. Það erum vjer menn- irnir, sem ekki hjálpum til þess eins og oss ber, að gera sigur- inn, sem unninn var á sólbjört- um upprisudegi, að fullum og algjörura sigri. Það gætum vjer gjört, ef vjer gæfum nokkurn gaum lífsferli hans, sem þá reis upp frá dauðum. Kæmi hann hingað aftur, myndum vjer sjálfsagt krossfesta hann á ný. Og samt, samt þr hjð illa að ei- lífu sigrað, enn skína geislar upprisudagsins gegnum myrk- ur og dauða, — þrátt fyrir það,- þótt enn gnæfi krossinn á Gol- gata, þrátt fyrir, það, þótt enn krossfesti mannkynið helgustu húgsjónir sínar. Uíhverji ihrifar: l cictiecjci ufinu Frídagar. MARGIR FRÍDAGAR fara nú í hönd. Heilir fimm hjá mörgum. Það er gott er menn geta hvílt sig frá striti og störfum hins dag- lega lífs, einkum ef fríið er not- að á rjettan hátt, en |>ví aðeins koma hvíldardagarnir að fullum notum hjá mönnum, að ]ieir komi úthvíldir og endurnærðir til starfa þegar vinna hefst á ný. Fjarri sje það mjer, að leggja mönnum lífsreglur um, hvernig þeir eigi að nota frístundir sín- ar. Fer þar hver eftir sínu höfði. Unga fólkið, sem hefir setið inni á skrifstofum, eða öðrum inni- vinnistöðum, allan veturinn, finn ur sína hvíld í að leita út í nátt- úruna og anda að sjer hreinu lofti. Erfiðsmenn njóta lífsins á heimilum sínum við lestur góðra bóka eða aðra dægradvöl, o.s. frv, Þeir, sem ekki fara úr bænum heimsækja góðkunningja og gera sjer dagamun í mat og drykk. Fáar þjóðir hafa jafn marga frídaga og við íslendingar. Ein- hverntíma var jeg að gera það að gamni mínu að reikna frídag- ana saman og mig minnir að mjer hafi talist svo til að þeir væru nærri 40 á ári hverju. Það er æði misjafnt hve frídagar eru marg- ir í ýmsum löndum. Norðurlönd-, in komast næst okkur íslending- um í frídögum, en í enskumæl- andi löndum eru frídagar fáir, miðað við okkar venjur. Útlend- ingar, sem hingað hafa komið, undra sig mjög á öllum þessum frídögum á íslandi. En.við skul- um aldrei kæra okkur um það. Sinn er siður í landi hverju. 9 Þeir, sem ekkert frí fá. EN ÞAÐ ERU MARGIR, sem ekkert frí fá þó það sjeu páskar. Sjómennirnir okkár, sem á sjón- um eru, taka sjer ekki frí. Bænd- urnir verða að gegna sínum störf um, hvað sem dagarnir heita. Og jafnvel í kaupstöðunum, þar sem frídagarnir eru best haldnir há- tíðlegir, eru margir, sem ekki geta leyft sjer að hætta sínum daglegu störfum, þó dagurinn sje merkíur með jauðu í almanak- inu. Húsmæðurnar verða að vinna sín heimilisstörf eftir . sem áður og þau eru meira að segja off erfiðari einmitt á hátíðum, en á rúmhelgum dögum. Miijónir manna víða ,um heim ■vinna þessa helgidaga sem þeir væru virkir. Hermennirnir á víg- vellinum hætta ekki að berjast og fólkið í hergagnaverksmiðjun- um heldur áfram sinni iðju, að framleiða vjelar dauða og eyði- leggingar. Við skulum ekki álasa þessu fólki. Það leggur fram krafta sína vegna þess að það trú ir því. að það sje að vinna fyrir framtíðina, framtíð barna sinna og lands síns. Við, sem erum svo lánsöm um þessa páska, að geta tekið okk- ur hvíld frá erfiði og áhyggjum hversdagslega lífsins, skulum hugsa til allra þeirra, sem ekk- ert frí fá og biðja og vona, að hin svörtu óveðurský, sem nú hvíla yfir heiminum, verði horf- in fyrir næstu stórhátíð. • 4 sorgleg ár. PÁSKAHÁTÍÐIN vifröur að þessu sinni ekki ólik öðrum pásk um hjer á landi. Eina breyting- in frá fyrri árum verður ef til vill sú, að fleiri geta gert sjer dagamun, en áður var. Það er al- mennari velmegun á þessu iandi, en var fyrir nokkrum árum. En þaú er ekki aissiaðar, sem menn geta veitt sjer páskaegg og páskaliljur. Norðmenn og Danir hafa t. d. haft annað að hugsa s. 1. fjögur ár, en að halda hátíð. Á páskadag minnast þess- ar bræðraþjóðir okkar íjögra ára afmælis sviksamlegrar innrásar í lönd þeirra. I fjögur ár hafa þess- ar friðsömu og iðnu þjóðir, sem ekki báru illan hug í garð neins af nágrönnum sínum orðið að þola erlenda áþján. Norðmenn hafa sjeð bestu sonu sína falla í frelsisstríði þjóðarinnar. Fanta- tökin hafa verið hert að Dönum, er það var sýnt að þjóðin vildi ekki beygja sig undir ok harð- stjórans. Fjögur ár í áþján er langur tími, þó hann líði fljótt hjá þeim sem við alsnægtir búa. Á páskadag minnumst við Is- lendingar innrásarinnar í Norður lönd og gerum okkur ljóst, að það voru góðir vættir, sem forð- uðu okkar litlu þjóð frá svipuð- um örlögum. Við vonum öll að um næstu páska verði bræðraþjóðirnar orðnar frjálsar á ný. • Stór tíðindi í vænclum? ÞAÐ ER EKKI því að leyna, að blaðamennirnir hjer í þessum bæ hljóta að hafa nokkrar á- hyggjur þessa dagana, þó þeir kunni að verða frístundunum fegnir, sem í vændum eru. Mörgum finst sem stórtíðindi fari i hönd. Allir tala um inn- rás bandamanna og telja að hún orðið núna um páskahá- tíðina. En það koma engin blöð út í höfuðstaðnum í 4 daga, og fátt er eins ömurlegt fyrir starf- andi blaðamenn eins og að hafa stórtíðindi að segja, en geta ekki komið þeim á framfæri til les- enda sinna. Vissulega veit enginn hvort innrásin verður gerð nú í þessari viku, þeirri næstu, eða kanske ekki fyr en í næsta mánuði. Það er ekki víst að bandamenn fari að dæmi Mussolinis, sem valdi föstudaginn langa til að gera inn- dás í nágrannaríkið Albaníu, hjer um árið. ® Gleðilega páska. EN HVAÐ SEM líður innrás- um og óiriði, áþján og sorg, þá getum við öll dokað við um stund og tekið á móti og hugleitt páska boðskapinn fagra. Ófriðarbrjál- æðið tekur einhverntíma enda. Kanske fyr en nokkurn grunar. Að vísu verða mörg opin og ó- gróin sár, þó sjálfur ófriðurinn endi. Örin verða mörg og ijót. En þó hart sje í heimi, þá skul- um við öll í einlægni, óska hvört öðru Gleðilegra páska. Bardagi milli norskra og þýskra FREGNIR HAFA borist frá Noregi um bardaga, sem átti sjer stað milli Norðmanna og Þjóðverja í Nordre Land í Op- land-fylki. Sagan segir, að flokkur þýskra hermanna hafi verið að leita nokkurra Norð- manna og hafi loks fundið þá i kofa nokkrum, sem þeir höfðu falið sig í. Skiftst var á .skotum og fjellu nokkrir af liði beggja. Hreppstjórinn í Vardal, sem er quislingur og sem hjálpaði t’jóðverjunum að finna Norð- ýiennina, særðist. y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.